Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 C 23 Jim Jarmusch; röð stuttra mynda. Kaffi og rettameð Jarmusch JIM Jarmusch er kominn af stað með bíómynd eina ferðina enn. Nýjasta verk- efni hans er kallað Kaffi og sígarettur og byggist á röð stuttra mynda (10 mín. hver) en hann hefur þegar lokið við tvær. Myndimar ganga allar út frá sömu einföldu forsendunni; ólíkt fólk neytir titilefnanna þar sem það sit- ur og talar saman á hinum og þessum veitingahúsum. Sjálfur lýsir Jarmusch mynd- inni sinni sem „teiknimynd með lifandi leikurum.“ „Skopskynið er lauslegra og fáránlegra en í venjulegu myndunum mínum,“ segir þessi sérstaki leikstjóri, „Stranger Than Paradise", „Down by Law“ og „Mystery Train.“ „Þú getur sagt svo miklu meira um samband persóna ef þær sitja aðgerða- lausar í veitingahúsi en ef þær lenda í líflegum kring- umstæðum." í einni myndinni leikur grínarinn Roberto Benigni úr „Down by Law“, í annarri tvíburarnir Cinqué og Joie (systkini Spike Lee) og í einni gamli hasarleikstjórinn Sam- uel Fuller, sem Jarmusch heldur mikið uppá. „Sá þátt- ur verður auðvitað að heita „Koníak og vindlar“,“ segir Jarmusch. KÍNAHVERFI NICHOLSONS Það er árið 1948. Ellefu ár eru liðin frá því sög- unni í „Chinatown“ lauk og einkaspæjarinn Jake Gittes er orðinn virtur meðlimur samfélagsins. Hann er stríðshetja og félagi í sveitaklúbbi, á indæla ástkonu og örið á ncfinu sést varla. En hann heldur sig enn þar sem ást, svik og græðgi ríkja. Framhald sakamála- myndarinnar „Chin- atown“ eftir Roman Pol- anski frá 1974, verður frumsýnt eftir nokkra mánuði undir heitinu „The Two Jakes“ leikstýrt af Jack Nicholson sjálfum sem fer einnig með aðal- hlutverkið eins og í fyrri myndinni. Aðrir leikarar eru Harvey Keitel, „sem leikur hinn Jake-inn, Mad- eleine Stowe er ekkja manns sem viðskiptavinur Gittes hefur kálað og Meg Tilly leikur eiginkonu Keit- els. Það átti að frumsýna myndin um jólin en aaa- aggh tafir, tafír, tafír. „The Two Jakes“ er mið- sagan í því sem á að vera þríleikur eftir handrits- höfundinn og leikstjórann Robert Towne um Kalí- forníu. Sex ár eru síðan hugmyndin um framhaldið kom upp og það átti alltaf að vera aðeins á milli þriggja vina: stjörnunnar Jacks Nicholsons, leikstjór- ans Roberts Townes og framleiðandans, Robert Evans. Myndin var þeirra, enginn átti að skipta sér af henni. En það gekk aldr- ei upp. Eitt vandamálið var Evans. Hann var einu sinni Nicholson sem Jake Gittes í „Chinatown" árið 1974; og í nýju myndinni með Harvey Keitel. leikari og vildi leika hinn Jake-inn í framhaldinu en þremur dögum áður en tök- ur áttu að hefjast árið 1985 sagði leikstjórinn Towne að hann væri ekki nógu góður í hlutverkið. Evans neitaði að láta hlutverkið af hendi og ekkert varð af neinu. Nokkrum árum seinna náðist samkomulag, Evans var útúr myndinni, og Tow- ne var ekki lengur leik- stjórinn. Nicholson tók verkið að sér sjálfur af því hann fann engan sem hann treysti betur í það. Hann talaði við Roman Polanski („einn af meisturum kvik- myndanna") og þijá aðra; Bernardo Bertolucci, Mike Nichols og John heitinn Huston. „En þeir gátu ekki gert það svo það var enginn eftir nema ég,“ segir Jack. ■ BRUCE Willis talar fyrir ungbarn í Travolta- gamanmyndinni „Look Who’s Talking" og af því það var lítið viðvik og áreynslulaust miðað við „Die Hard“ t.d. sættist hann á lítil laun en ein- hverjar prósentur af gróða. Hann var svo heppinn að myndin komst í metsölu. Brús gengur nú um með 10 milljón dollara bros í andlit- inu. ■ AÐSÓKN á jóla- myndir í Bandaríkjunum var annars með minnsta móti í þetta sinn og margar girnilegar myndir kolféllu. Þessar m.a.: Ævi og ástir kvendjöfuls með Meryl Stre- ep og Roseanne Barr, Við erum engir englar með Ro- bert De Niro og Sean Penn og Fjölskyldumál með Connery, Hoffman og Brod- erick. ■ BÍÓHÖLLIN/BÍÓ- BORGIN frumsýnir innan skamms „Sex, lies and videotape", Cannes-verð- launamyndina frá síðasta ári eftir Steven Soderbergh. ■ BOB Rafelson („Five Easy Pieces“, Póstmaðurinn hringir alltaf tvisvar) hefur gert myndina „Mountains of the Moon“ um land- könnuðina bresku Richard Burton og John Hanning Speke, sem árið 1858 héldu í leiðangur inní Afríku í leit að upptökum Nílar. Óþekkt- ir leikarar fara með aðal-' hlutverkin, utan einn sem heitir Omar Sharif. Dunaway og Richard- son; vont nafn á lokk- andi mynd. Saga þjónustu- stúlkunnar eftir Schlöndorff V-þýski leikstjórinn Volker Schlöndorff (Blikktrom- man) hefiir leikstýrt bíómynd í Bandaríkjunum sem byggist á skondinni sögu Margaret Atwood um tals- vert þrúgandi framtíðarríki. þessu), finnst þetta heldur þrúgandi líf og reynir að flýja til Kanada en er gripin við landamærin og gerð að þjónustustúlku. Aðrir leikarar í myndinni eru Faye Dunaway og Ro- bert Duvall, sem leika hjón þar sem stúlkan er vistuð, Elizabeth McGovem leikur hina fqosömu lesbíu Moira og Aidan Quinn er bílstjór- inn á bænum. Schlöndorff leikstýrir eins og áður sagði uppúr. handriti eftir Harold Pinter. Saga þjónustustúlkunnar (dauðyflislegra heiti er vandfundið) gerist í Bandá- ríkjunum við aldamótin næstu en þá eru hægrisinn- aðir trúarhópar búnir að fá öll völd í landinu. Minni- hlutahópar eru sendir í vinnubúðir og frjósamar hvítar konur eiga börn fyrir ófijósamar. Hetju myndarinnar, leik- in af Natasha Richardson („Patty Hearst", mynd sem við sjáum varla í bíó úr KVIKMYNDIR Hverjar voru 10 best sóttu myndimar 1989? MAGNÚSSIGR4ÐI RATMANOGBOND Mest sótta bíómyndin á síðasta ári hér á landi var islenska gamanmyndin Magnús eflir Þráin Bertelsson með Þórhall Sigurðsson og Egil Ólafsson í aðalhlut- verkum. Hún var sýnd í Stjörnubíói og víða um land en alls sóttu hana um 46.000 manns. Sagðist Þráinn vera ánægður með árangurinn. Regnmaðurinn eftir Barry Levinson með Dustin Hoffman og Tom Cruise í aðalhlutverkunum var í öðru sæti. Hun var sýnd í Bíó- borginni en alls sóttu hana 44.900 manns. Sagan um Regn- manninn virðist ekki metsöluefni á pappírnum, sérstaklega þegar tekið er tillit til allrar auglýsinga- mennskunnar í kring^im Batman, landlægan áhuga íslendinga á James Bond og eftir Arnald Indriðoson framhaldsmynda um Indi- ana Jones og Mel Gibson. En Dustin Hoffman í hlut- verki einhverfs bróður Tom Cruise virðist hafa hitt beint í mark. Sex af tíu mest sóttu myndunum voru sýndar í Bíóhöllinni og Bíóborginni með samtals tæplega 220.000 áhörfendur en sam- kvæmt upplýsingum frá Arna Samúelssyni bíóeig- anda var 1989 metár í að- sókn hvað bíóin hans snertir með samtals yfír 600.000 manns í tveimur húsum. Aðeins ein mynd, Regn- maðurinn, er á báðum listum kvikmyndagagnrýnenda Morgunblaðsins yfir bestu Listinn yfir tíu mest sóttu myndirnar sem frumsýndar voru í kvikmyndahúsunum á íslandi árið 1989 lítur svona út eftir upplýsingum frá hverju bíói fyrir sig og fram- leiðendum íslensku mynd- anna: 1. Magnús. Stjörnubíó. 46.000 manns. 2. Regnmaðurinn. Bíóborg- in. 44.900 3. Leyfið afturkallað. Bíó- höllin. 44.500 4. Indiana Jones og síðasta krossferðin. Háskólabíó. 40.000 5. Tveir á toppnum II. Bíó- borgin. 36.000. 6. Fiskurinn Wanda. Bíó- borgin.. 34.500. 7. -8. Leðurblökumaðurinn. Bíóborgin. 32.000. 7.-8. Beint á ská. Há- skólabíó. 32.000. 9. Tvíburar. Laugarásbíó,- 27.250. 10. -11. Kokteill. Bíóhöllin. 26.500. 10.-11. Kristnihald undir jökli. Stjörnubíó. 26.500. Magnús; góð aðsókn. myndir síðasta árs, sem birt- ist hér fyrir hálfum mánuði. Önnur íslensk bíómynd, Kristnihald undir jökli, kemst á listann með 26.500 áhorfendur, svipað og Tom Cruise tókst að hafa inná hinn aumlega Kokteil, sjálf- sagt einn síns liðs. íslenski listinn er allólíkur þeim bandaríska. Indiana Jones og Tveir á toppnum II, sem í Bandaríkjunum voru í öðru og þriðja sæti, voru í fjórða og fímmta á íslandi. Gamli góði James Bond má vel við una. Hann var vinsælli á íslandi en Harrison Ford, Sean Conn- ery og Mel Gibson. Batman var í fyrsta sæti vestra en naut ekki þeirra vinsælda sem búist var við hér á landi. IBIO Þar sem Madonna horfír á nýjasta tónlistar- myndbandið sitt og Díane Keaton kemur í viðtal og David Lynch talar um nýj- ustu myndina sína, þar er skrifstofa Sigurjóns Sig- hvatssonar kvikmynda- framleiðanda í Los Ange- les.’ í síðasta sunnudag- smogga var sagt frá starf- semi Siguijóns í drauma- verksmiðjunni Hollywood. Það er sérstaklega ánægju- legt að fylgjast með vel- gengni hans vestra og Propaganda Films, sem hann rekur með Steve Gol- m. Sigurjón hefur nú fram leitt sína fyrstu íslensku kvikmynd, Bílaverkstæði Badda, og vonandi ekki þá síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.