Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 C 17 15% afsláttur út febrúar Myndatökur frá kr. 6.500.- Ljósmyndastofurnar: Myndarfólk Keflavík, sími: 92-14290 Mynd Hafnarfirði, sími: 54207 irna og Fjölskylduljósmyndir, sími: 12644 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 llum okkar tökum fylgja tvær prufustækkanir 20x25 cm. gerir þó lítið til, því menn blanda þar geði jafnt og áfengi. Um helgar sér hljóm- sveit um fjörið á litlu dans- gólfi og leikur allt frá hörðu rokki til gamalla slagara. mmmmKmI Það eru STÚDENTA- viðskipta- KJALLARINN fræði- Gamla Garði við nemar á Hringbraut 4 ^ri, sem sjá um rekstur Stúden- takjallarans. Þrátt fyrir það er gróðahyggjan ein ekki í fyrirrúmi, því Stúdentakjall- arinn er að líkindum ódýr- asti barinn í bænum. Staður- inn er mjög misvel sóttur eftir kvöldum, enda eru stúd- entar nútímans ekki svipur hjá sjón miðað við stúdenta fyrri alda, en af bóklestri skilst manni að þeir hafi ver- ð stöðugt við skál — a.m.k. islenskir stúdentar í Höfn. Stúdentakjallarinn virðist helst vera notaður af stúd- entum sem hæli frá skrudd- unum, en eigi að síður er hægt að hlera þar óskaplega gáfuleg samtöl á stundum. ■■■■■■■■■ Súlnasal- SÚLNASALUR ur og OG MÍMIS- Mímisbar BAR hafa notið Hótel Sögu við mikilla og Hagatorg. jafnra vinsælda í fjölda ára. Mest virðist vera þar af hjónafólki og vinnufélögum, sem þang- að fara til þess að gera sér glaðan dag og virðist bara takast vel upp. Allajafnan eru húshljómsveitir á staðn- um og oftar en ekki eru sér- stök skemmtiatriði eða dag- skrá í Súlnasal. ■mm Tung- TUNGLIÐ lið er að Lækjargötu 2 líkindum vinsælasti dansstaður unga fólksins og eins og fyrr gat fara allar sætustu stelpurnar í bænum þangað. Staðurinn er þrískiptur. Uppi á svölum er hægt að hreiðra um sig í nágrenhi barsins. Á jarðhæð er dansgólfið þar sem hvert kvöld má líta iðandi kös þvalra mannslíkama sveifl- ast í takt við nýjustu dans- tónlistina hveiju sinni. í kjallaranum er yfirleitt rokk- hljómsveit, sem sér gestun- um fyrir afþreyingu. Meðal- aldur gestanna er lágur og fáir yfir þrítugu innan dyra. m^mmmm öikjaii- ÖLKJALL- arinn hef- ARINN ur lifað Pósthússtræti 17 ágætu lífi, þrátt fyrir að ekki beri mikið á honum. Innandyra er mikil stemmning, sem er undirstrikuð með „pöbbatón- list“, hlátursrokum og hálf- hljóðum samræðum í sam- særisstíl, sem greina má úr skúmaskotum. Staðurinn á góða að þar sem hann hefur trygga fastagesti sína. Flest- ir gestirnir eru a.m.k. komn- ir fast að þrítugu, en eru vel ernir, eins og reyndar má oft heyra langar leiðir af söngn- um. ■■■^■■^■1 Ölver er ÖLVER lítil krá í Álflieimum 74 Glæsibæ þar sem sundurleit hjörð leit- ar vinjar til að slökkva þors- tann hverja helgi. Yfirleitt er lifandi tónlist á staðnum. Seinnipart kvölds er nokkurt rölt á gestum yfir í dans- húsið, enda vænlegri veiði- lendur. * Ævintýraferð fyrir minna verð t: o Flugfar til Thailands kostar litlu meira en til evrópskra sólarlanda. Á móti kemur að verðlag í Thailandi er svo lágt að í heildina er ódýrara að ferðast til Thailands en annarra sólarlanda. Upplifun í Thailandsferð verður hins vegar ekki jafnað við venjulega sólarlandaferð. í Thailandi kynnist þú framandi menningu, fjölskrúðugu mannlífi, stórkostlegu landslagi og glæsilegri baðströndum en finnast annars staðar. Er ekki kominn tími til að breyta til? 17 daga ferð til Bangkok og Pattaya kostar aðeins kr. 97.610* fyrir manninn í tvíbýli. Innifalið er m.a. flug, gisting á fyrsta flokks hótelum og morgunverður. Allt að 50% afsláttur fyrir börn undir 12 ára. Bæklingur um Thailand liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum. Þar færðu allar nánari upplýsingar um Thailandsferðir. * Verð miðast við gengi og fargjöld 10. janúar. FLUGLEIÐIR Sfmi 69 03 00 M/SAS Laugavegi 3, sfmi 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.