Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 WolfgangPeter í Móseldalnum bíbur eftir tsvtni „á heitum steini\ Hjá honum hafa tugir íslenskra ungmenna unnib vib víngerb á undanfömum sumrum. Texti og myndir: Steingrímur Sigurgeirsson VINRÆKT ER atvinnugrein sem fáir Islendingar hafa komið nálægt svo einhverju nemi. Enda ástæður fyrir því. . Landfræðileg lega íslands og landslög hafa síst verið til þess fallin að koma hér upp víniðnaði eða stuðla að „vínmenningu“. Hjá vínbóndanum Wolfgang Peter í bænum Reil í Móseldalnum í Vestur-Þýskalandi hefur þó mörgum íslendingum á undanfornum árum gefist tækifæri til að kynnast þeim heimi. Tugir íslenskra ungmenni hafa á síðustu sumrum unnið hjá Wolfgang, eða Volla eins og hann er oft kallaður, við hin ýmsu störf. Þeir eru þó mun fleiri sem einhver tengsl hafa haft við Wolfgang og segist hann sjálfur þekkja persónulega allt að tvö hundruð Islendinga. ínhéraðið þar sem Wolf- gang stundar iðju sína er kennt við árnar Mósel, Saar og Ruwer og nær frá borginni Perl í suðri við fransk- þýsku landamærin upp að borginni Koblenz, þar sem Rín og Mósel tengjast. A þessu svæði er að finna um fimm þúsund vínframleiðendur, sem framleiða hin léttu, sýruríku Móselvín. Móselhéraðið er elsta vínræktarhérað Þýskalands og jafnframt nyrsta vínræktarhérað veraldar. Er talið að Rómveijar hafi flutt með sér víngerðarlistina á sínum tíma enda mun hag- kvæmara fyrir þá að rækta vín sín á hveijum stað en að burðat með þau yfir Alpana. Bærinn Reil er norðarlega í Móseldalnum og er þar að finna 70 aðila sem hafa fulla atvinnu af vínrækt en einnig um 200 tómstundavínbændur sem rækta smá skika. Wolfgang Peter ræktar einungis riesling-þrúgur, en úr þeim eru unnin bestu vín í Mós- el-héraðinu. Vínekrur hans er að finna á því svæði sem heitir „Am heissen Stein“, sem mætti þýða „á heitum steini". Að sjálfsögðu er að finna sögu á bak við þessa sérstöku nafngift og fæst hún við svipað þema og Faust eftir Goethe. Umboðsmaður konungsins á þessum slóðum, sk. Pfalz-greifi, var haldinn slíkri þrá til að lifa lengur en hann myndi gera ef náttúran hefði sinn gang, að hann gerði samning við Kölska um að sá síðarnefndi fengi sál Pfalz-greifans gegn því að greifinn fengi að lifa nokkur ár í viðbót. Nú leið og beið en um síðir kom að sjálfsögðu að því að Kölski vildi láta greifann standa við samning- inn. Þá setti mikinn ótta að Pfalz- greifanum og hann vildi láta kaup- in ganga til baka. Kölski var ekki á því og sagði það einungis koma til greina ef Pfalz-greifinn myndi færa honum flösku af því besta víni sem hægt væri að finna í ver- öldinni. Ferðaðist nú Pfalz-greifinn vítt og breitt en ekkert það vin sem hann færði Kölska til baka var nógu gott. Var nú svo komið að greifinn átti einungis eina tilraun eftir. Kölski var því orðinn sigurviss og lýsti því yfir við greifann að hann gæti þegar farið að kynda bálið þar sem hann myndi hvort sem er eiga eftir að rista hann. Sem betur fer var bálköstur Kölska staðsettur rétt undir vínekrum greifans. Vín hans var einstaklega vel heppnað þetta árið og greip hann í ótta sínum til þess örþrifaráðs að færa þeim vonda flösku af sínu eigin víni. Vínið bragðaðist Köska svo vel að hann steingleymdi greifanum og sökkti sér í staðinn niður í drykkj- una. Sagan segir að eldur hans brenni þarna enn þann dag í dag og hiti upp steinana í vínekrunum. Er nafngift vínsins skýrð með þess- ari vísu: Nur dieser Wein, war es weit und breit, der mich aus Teufel Klauen befreit. So sprach der Pfalzgraf, doch dem Wein, den nannte er vom heissen Stein. Eins og áður sagði hefur enn þann dag í dag fjöldi manns at- vinnu af því að framleiða vín á þessum slóðum. Fyrirtækið sem Wolfgang Peter á og rekur hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðast- liðnar fimm aldir. Sjálfur tók hann við rekstrinum af föður sínum árið 1975. Framleiðsla hans nemur ár- lega 30-40.000 flöskum, ogeru þær flestar seldar innanlands í Þýska- landi. Wolfgang stundar þó einnig einhvem útflutning og eru helstu útflutningsmarkaðir hans, raðað eftir mikilvægi, Holland, England og ísland. Hann tók því vel þegar ég hringdi í hann og leitaði eftir spjalli við hann en það hafði lengi verið á döfinni. „Volli“ er nánast hugtak meðal Islendinga hér á þessum slóðum og sögurnar margar sem sagðar eru um heimsóknir til hans. Mér var því farin að leika forvitni á því að beija þessa goðsögn augum. Við mælum okkur mót á laugar- dagseftirmiðdegi og hann lýsir því hvernig maður rati til hans, sem er enginn hægðarleikur í fyrsta skipti. Reil liggur neðst í dalnum en hús Wolfgangs er fyrir ofan vínekrumar sem umlykja þorpið í lítilli byggð sem þar leynist. Þegar inn er komið reynist allt vera í full- um gangi, vínframleiðslan fer fram í kjallara hússins og þar er vín árs- ins 1989 smám saman að taka á sig mynd. Wolfgang, eins og flestir aðrir vínbændur Evrópu, væntir mikils af þessum árgangi enda sumrið með ólíkindum hagstætt vínbændum. í Mósel-héraðinu var jafnvel síðla sumars talað um að Jslendingar hafa í raun enga vín- menningu, alltsem eitthvert áfengis- magn eraó finna eirra aug- um „vín í erí þ Þegar íslendingar segjast cetla adgera eitthvad þágera þeir þad, þó stund- um þurfi ab híba lengi eftirfram- kvcemdinni. Þjóbverjar segbu ástandib vera al- varlegt en ekki vonlaust en Islend- ingarsegbu ab ástandib vceri von- laust en ekki alvar- legt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.