Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990
C 19
einhvequm hætti til baka. Ég hef
líka fengið tilboð um það að læki ég
upplýsingum fengi ég málið sett fram
í því Ijósi sem mér væri hagstætt,
ella yrði ég að taka þá áhættu að
sagt yrði frá því á annan veg og
ekki á þann veg sem hentaði mínum
hagsmunum. Slíkt siðferði er til, en
í undantekningatilvikum og gefur
ekki tilefni til þess að dæma íslenska
fjölmiðlastétt," segir Þorsteinn.
JÚLÍUS SÓLNES, formaður
Borgaraflokks og hagstofuróð-
herra:
ÞÁTTUR STJÓRN-
MÁLAMANNA
OFMETINN
Mér finnst íslenskir fjölmiðlar
ákaflega misjafnir eftir teg-
und þeirra. Blöðin sinna hlutverki
sínu hvað best, en mér finnst nokkuð
skorta á vinnubrögð ljósvakamiðl-
anna, aðallega vantar þar raunhæfar
fréttaskýringar á mikilvægum at-
burðum, til dæmis því sem er að
gerast í samstarfi Evrópuþjóðanna.
Ennfremur hættir ljósvakamiðlunum
til að gera æsifregnir að aðalatriðum.
Mér finnst of mikið gert af því að
draga stjórnmálamenn fram í alla
umræðu. Maður veltir því fyrir sér
hvort það sé svona mikið að í þjóð-
félaginu. Ef allt væri hér með felldu,
ættu ráðamenn ekki að vera svona
áberandi í fréttatímunum og á síðum
dagblaðanna. Fréttirnar ættu þá
miklu heldur að snúast um framá-
menn atvinnulífsins og það sem þeir
væru að vinna að. Hér virðist ríkja
algjört ofmat á þætti stjórnmála-
manna,“ segir Júlíus Sólnes, formað-
ur Borgaraflokksins og ráðherra
Hagstofu íslands.
Hann segir vinnubrögð íslenskra
frétta- og blaðamanna vera ákaflega
misjöfn. Stundum mætti ætla að
sumir fréttamenn væru að reyna að
tileinka sér vinnubrögð, sem þeir
héldu að væru viðhöfð erlendis. „Þeir
eru að slá sér upp á æsifrétta-
mennsku, sem þeir álíta að tíðkist
sér í lagi í Bandaríkjunum. Ég er
hinsvegar ekki jafn viss um að þeir
hitti í mark með því,“ segir Júlíus.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
að fjölmiðlar geta skapað sundrung
og bölsýni meðal þjóðarinnar. Til
dæmis virðast fjölmiðlar landsins nú
á þeirri skoðun að hér sé allt að fara
til andskotans á sama tíma og marg-
ir af áhrifamönnum þjóðarinnar eru
sammála um að hér sé að skapast
betra tækifæri til að laga til í efna-
hagsmálunum en nokkru sinni áður.
Fjölmiðlarnir eru því í raun úr takt
við það, sem þeir, sem halda um
púlsinn, ségja.
Því miður virðist það brenna við
að trúnaðarskýrslur leki út til frétta-
manna, en spurningin er hvort það
sé ekki bara eðlileg afleiðing þess
hvað við erum lítil og fámenn þjóð.
Hér á landi eru allir meira eða minna
tengdir fjölskyldu- og vinaböndum
þannig að við hljótum að hegða okk-
ur eins og ein lítil fjölskylda og í litl-
um fjölskyldum er erfitt að eiga sér
leyndarmál. Ætli það sé ekki frekar
skýringin á „lekanum" heldur en að
menn séu svona ábyrgðarlausir og
vondir eins og sumir vilja vera láta.
Hjá stærri þjóðum er mun auðveld-
ara að halda utan um trúnaðarmál.
Boðleiðirnar eru ekki eins opnar,“
segir Júlíus.
ÞÓRA HJALTADÓTTIR, for-
maður Alþýðusambands Norð-
urlands og varaþingmaður:
SJÓNVARPSVÉL-
ARNAR Á ALÞINGI
HAFAÁHRIF
Fjölmiðlar veita aðhald með opin-
skárri umfjöllun, en hann er
vandrataður meðalvegurinn og á því
brenna þeir sig. Of oft kemur fyrir
að fólk er tekið svívirðilega á beinið
án þess að að baki liggi ástæður
fyrir slíkri meðferð. Slík mistök eru
dýr þeim, sem verða fyrir barðinu á
þeim, en fjölmiðlafólkið er jafn mis-
jafnt og það er margt,“ segir Þóra
Hjaltadóttir, formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands og varaþingmað-
ur.
„Áður var opinber stjórnsýsla vaf-
in dýrðarljóma þagnarinnar. Fyrir
tuttugu árum eða svo hefðu fjöl-
miðlar ekki komist í hin ýmsu mál
opinberra aðila, en þeir, sem þá sátu
hafa vart farið hótinu betur með en
þeir sem nú sitja. En nú mega ráða-
menn ekki snúa sér við án þess að
pressan komi á harðahlaupum.
Ástæðan fyrir þessu er ekki eingöngu
fjölmiðlum að þakka eða um að
kenna, heldur einstaklingum, sem
sífellt eru að koma sjálfum sér á
framfæri og reyna jafnvel að koma
sér vel við fjölmiðlana með ýmsum
upplýsingum til að fá sjálfir góða
umfjöllun ef þá henti að missa eitt-
hvað gáfulegt út úr sér. Ástandið á
hinu háa Alþingi er gott dæmi um
það hvernig við mennirnir reynum
sífellt að láta á okkur bera, en þar
eru alltaf í gangi sjónvarpsvélar þeg-
ar fundað er. Svo grátbroslegt sem
það annars kann að virðast á vinnu-
stað fullorðins fólks, sem valið hefur
verið af þjóðinni til þess að stjórna
landinu fyrir okkur, þá hafa þessar
vélar veruleg áhrif. Menn tala og
tala og tala í öllum málum og tala
daginn inn og út vitandi að þetta
eilífa tal hefur engin áhrif á fram-
vindu mála - kemur eingöngu að
notum fyrir æsifréttamenn ’90 á
Stöðinni. Betra hefði verið að reyna
að hafa áhrif á störf þeirra nefnda, •
sem um málin fjalla, en í kringum
nefndimar eru bara engar sjónvarps-
vélar. Vegna þessa vil ég segja að
þar sem fjölmiðlabyltingin er mann-
anna verk, þá er umfjöllun fjölmiðl-
anna það líka. Væri ekki kjörið
vinnulag að sleppa til dæmis ráð-
herrum hverrar ríkisstjórnar við fjöl-
miðla nema ákveðna daga í mánuði?
Þá væru þeir virkilega látnir svara
fyrir sín mál, en fengju vinnufrið
þess á milli," segir Þóra.
GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR,
þingkona Kvennalistans:
ÓVÖNDUÐ VINNU-
BRÖGÐ í SKJÓLI
NAFNLEYNDAR
mfjöllun fjölmiðlamanna og
stjómmálamanna um samskipti
sín hefur verið allt of lítil. Samskipt-
in eru ekki alltaf nógu góð og báðir
aðilar hörundsárir, en mikilvægt er
að gagnrýni sé málefnaleg og sann-
gjöm, veiti aðhald og leiði til úrbóta.
Báðir aðilar hafa mikilvægum hlut-
verkum að gegna í þágu almenn-
ings, en báðir hafa þó verið gagn-
rýndir fyrir það að vera um of sjálf-
hverfir og gleyma því á stundum
hverrar þjóðar þeir ættu að vera.
Fjölgun fjölmiðla hefur leitt til vax-
andi samkeppni, en hún hefur því
miður ekki fært okkur aukna fjöl-
breytni eða almennt vandaðri vinnu-
brögð. Þróunin hefur orðið meiri í
þá átt að auka miðlun efnis af sama
toga og upplýsingaálagið hefur auk-
ist. Þeim mun meiri þörf er fyrir
vandaðar fréttaskýringar þar sem
ýtarleg vinna er lögð í að kafa dýpra
og kynna meginþætti mála á hlut-
lægan, en gagnrýnan hátt. Slík
vinnubrögð eru ekki nógu algeng,"
segir Guðrún Agnarsdóttir, þingkona
Kvennalistans.
„Fjölmiðlar og ábyrgðarmenn
þeirra eru mjög misvandir að virð-
ingu sinni. Áróður og óvönduð vinnu-
brögð em oft viðhöfð í skjóli nafn-
leyndar í reglubundnum blaðadálk-
um hvort sem vegið er að einstakling-
um eða þeir gagnrýndir á grófan
hátt. Mér sýnist fjölmiðlamenn al-
mennt leggja of ríka áherslu á per-
sónur stjórnmálamanna og valda-
stöðu þeirra og oft er kastljósinu
beint um of að átökum og tog-
streitu. Þetta er gert á kostnað mál-
efnalegrar umræðu, en þögn ríkir
um of mörg brýn málefni, sem varða
daglega velferð en eru eðli síns vegna
fjarlæg valdaskarkala. Almenningur
á auðvitað rétt á því að stjórnmála-
menn miðli upplýsingum og að þeim
sé veitt aðhald. Fjölmiðlamenn hafa
það þó í hendi sér hvernig þeir sinna
slíku og almenningi er enginn greiði
gerður með yfirborðskenndri eða
ótímabærri aðgangshörku við stjórn-
málamenn. Slíkt leiðir allt of oft til
innantómra yfirlýsinga, sem lítill
fengur er í, einkum ef verið er að
knýja á um mál, sem eru hálfunnin '
eða ákvarðanir hafa ekki verið tekn-
ar um. Fjölmiðlar geta þannig haft
stýrandi áhrif á stjórnmálamenn og
má segja að dæmi séu þess að stjórn-
um hafi verið slitið og þær myndað-
ar í sjónvarpssal. Fjölmiðiamönnum
er líka vandi á höndum að verjast
því að verða hluti af leikf léttu frama-
gjarnra stjórnmálamanna og er oft
erfitt í þessu nána samspili að greina
hver stýrir atburðarás. Áhrifavald
fjölmiðla er mikið, til dæmis á skoð-
anamyndun og málfar. Það er því
eðlilegt að gera til þeirra miklar kröf-
ur. Sem betur fer eru ýmsir fjölmiðla-
menn til fyrirmyndar í þeim efnum.
Þeim hlýtur þó að fjölga með bættri
menntun, en nýlega var stofnaður
Fjölmiðlaskóli Islands. Reynslan er
auðvitað góður skóli, en sérstök
menntun á þessu sviði hlýtur að
bæta vinnubrögð," segir Guðrún.
VÍGLUNDUR ÞORSTEINS-
SON, formaður félags
íslenskra iðnrekenda:
AFKÖSTIN Á
KOSTNAD
GÆÐANNA
♦ *
Islenskt fjölmiðlafólk er að gera
meira heldur en það með góðu
móti ræður við og hægt er að ætlast
til af því. Þessi miklu afköst koma
niður á gæðum vinnunnar. Mannfæð-
in á bak við dálkinn á dagblöðunum
eða mínútuna á ljósvakamiðlunum
er með slíkum hætti að mistökin
verða mörg, allt frá smáum og upp
í stór mistök. Mannfæðin, tímaleysið
og afkastakröfumar á fjölmiðla-
manninn kalla á mistök. í öðru lagi
er íslenski fjölmiðlamaðurinn farinn ^
að slaka á kröfum sínum í fréttaleit-
inni og eilífðri fréttasamkeppni. Viss
grundvallarvinnubrögð hafa orðið að
víkja og í vaxandi mæli heyrir maður
vitnað í þriðja aðila um hvað einhvér
gerði eða sagði. Blaðamaðurinn gæt-
ir oft ekki að því, ef til vegna tíma-
skorts, að sannreyna eða staðreyna
það sem sagt hefur verið,“ segir
Víglundur Þorsteinsson, formaður
Félags íslenskra iðnrekenda.
„Fjölmiðlar geta hvort sem er búið
til bölsýni eða bjartsýni þjóðarinnar.
Ljóst er að fjölmiðlar hafa mikil áhrif
og fyrir bragðið verða þeir að vanda
sig í allri fréttaframsetningu. Þeir
sveifla fólki fram og til baka eins
og sjávarföllum. Þjóðin tekur mark
á fréttum fjölmiðlamanna og yfirlýs- «
ingum stjómmálamanna, en minni
fjölmiðlafólks er lítið sem ekkert.
Menn komast upp með það gagnvart
fjölmiðlafólki að segja eitt í dag og
annað á morgun án þess að vera
minntir á. Stjórnmálamenn töluðu
hér á árum áður um að framtíðin
lægi í fiskeldi, loðdýrarækt og há-
tækni. Nú tala þeir um að einstakl-
ingamir, sem út í þetta hafa farið,
geti sjálfir sér um kennt og þeir
komast upp með það. Nú-ið skiptir
öllu máli og blaða- og fréttamenn
verða alltaf fyrir því að skrifa frétt-
ir, sem byggðar eru á lognum heim-
ildum. Aðstaða fjölmiðlafólks til að
staðreyna hluti með einföldum hætti,
t.d. í gegnum tölvukerfi, virðist lítil. _
Auðvitað reyna hagsmunaöflin í
þjóðfélaginu að nota fjölmiðla og það
skiptir þá höfuðmáli að fjölmiðlamir
láti ekki nota sig á óheiðarlegan hátt.
Ég tel að brýnasta verkefni hvers
fjölmiðils í landinu sé að setja upp
skýran og einfaldan gæðastaðal fyrir
starfsfólk sitt - viss grundvallaratr-
iði, sem þurfa að vera í heiðri höfð
að því er varðar heimildaöf lun, heim-
ildastaðfestingu og meðferð efnis.
Fjölmiðlar geta bæði ærumeitt og
valdið stórtjóni. Ég held að löggjöfin
um æruna og æruvemdina sé í sjálfu
sér í lagi. Hinsvegar hef ég oft velt
því fyrir mér hvort ekki mætti skylda
fjölmiðla til að leiðrétta rangar frétt-
ir á sama stað og þær upphaflega
birtust. Ég held að enginn einn þátt-
ur löggjafar um þessr efni yrði
líklegri til þess að auka gæðin í
fréttaframleiðslunni. Mistökunum
myndi örugglega fækka með þessu
móti,“ segir Víglundur.
heldur almenningur og að þeir geti
ekki borið ábyrgð á því að hann
geri litlar kröfur til sönnunargagna.
Að hluta til er hægt að fallast á
þetta en hins vegar bera fjölmiðlarn-
ir ábyrgð á því hvað þeir segja, hven-
ær, hvemig og í hvaða samhengi.
Það val sem þar fer fram hefur áhrif
og því geta fjölmiðlar ekki skorast
undan ábyrgð. Sé rannsóknarblaða-
maðurinn í hlutverki sækjandans,
hver er þá dómarinn? Hver er það
sem gætir að því að sönnunargögn
séu gild og af þeim séu dregnar rétt-
ar ályktanir? Hver sér um að allir
njóti sannmælis og sanngjarnrar
meðferðar? Svarið er: Enginn. Fjöl-
miðlar varpa ásökunum inn í þetta
tómarúm með þeim afleiðingum að
sakbomingur særist. Þeir hljóta að
bera þama ábyrgð og spumingin er
hvort ekki sé eðlilegt að fjölmiðlarn-
ir sjálfir fylli að einhverju leyti þetta
tómarúm, eigi þeir að halda því frelsi
sem þeir hafa.
Löggjöf um meiðyrði gæti veitt
fjölmiðlum hér á landi meira aðhald
en hún gerir í dag og verið getur
að krafa um slíkt verði æ háværari.
Nýleg kæra ráðuneytisstjóra vegna
fullyrðingar tímarits um að óeðlilega
hafi verið staðið að embættisveitingu
hans og þar með gefið í skyn að
hann væri ekki stöðuhækkunarinnar
verður, er athyglisverð og verður
fróðlegt að fylgjast með framgangi
þess dómsmáls. Það að meiðyrða-
kæra á hendur fjölmiðils teljist til
tíðinda þýðir ekki að tilefnin séu fá.
Verið getur að kæra ráðuneytisstjór-
ans opni flóðgátt og spytja má hvort
það sé það aðhald sem fjölmiðlar
telja æskilegt. Ekki er óllklegt að
þungar fjársektir auki á varkárni
blaðamanna, dragi úr kæmleysi og
fækki yfirsjónum og mistsökum, þvl
hér skal því trúað að meiðyrði fjöl-
miðla sé sjaldnast byggð á vísvitandi
'ygi-
Fjölmiðlabyltingin sem losaði al-
menning undan forsjá ríkis og stjóm-
málaflokka, var mikið framfaraspor.
Bernskubrek Islenskra elnkafjöl-
miðla em allnokkur, mistök hafa
verið gerð og vissulega hefur dóm-
greindin bmgðist blaðamönnum í
einstaka máli, eins og hjá svo mörg-
um öðrum, en að það þýði að fjöl-
miðlabyltingin hafi étið börnin sín
er að sjáifsögðu hin mesta firra.
Vera má að hún hafi eitthvað nartað
I þau.