Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 BAKÞANKAR -Algjörtæði Nú er mikið slegist í Austur- stræti og alla leið yfir að Hótel Borg. Það er svo sem ekki neitt nýtt að slegist sé í bænum. Við sem áttum heima í Skugga- hverfinu börð- umst oft í gamla daga af mikilli hörku við þá sem áttu heima ofan Laugavegar. Það giltu samt aðrar leikreglur. eftir Ólaf Við áttum okkar Gunnarsson öryggisventil sem sá til þess að enginn meiddi sig og mig langar til að koma honum á framfæri til allra ungra slagsmálahunda. Þessi öryggis- ventill var „æðið". Leyfið mér að skýra þetta aðeins betur: Að æðið væri í uppsiglingu (til enn frekari skýringar verð ég að geta þess að þá voru töffarar kallaðir gúbbar) spurðist fyrst út í hringnum sem sleginn var um þá sem voru að kljást. Gúbbinn er búinn að taka æði! Gúbbinn er búinn að taka æði! Þessi fregn fór sem eldur i sinu um hring- inn. Sá sem hafði yfirtökin leit skelfdur niður á fórnarlambið og sá áð það var satt sem sagt var. Síðan brast flótti í liðið og sigurvegarinn flúði manna hræddastur. Kostirnir við þetta fyrirkomu- lag eru ótvíræðir. Það má segja að allir sigri og enginn meiði sig. Og það kemur sér vel hvern- ig sem á það er litið. Sá sem tapar heldur virðingu sinni, þvi það er hann sem tekur æðið. Og það er allt í lagi þó sigurveg- arinn hlaupi sem fætur toga, -**■ enginn getur láð honum það undir þessum kringumstæðum. Já, slík virðing var borin fyrir þessu fyrirbæri, „æðinu". Ég man enn hvernig þeir voru að sjá sem tóku æðið: Þeirgrenjuðu af bræði og tár blönduðust hor á andlitinu. Þegar ég nefni hor dettur mér í hug ein lítil saga sem sannar að við vorum alveg jafn miklar skepnur í gamla daga. Ég og besti vinur minn og einn til splæstum eitt sinn í milk-shake. Við báðum stelpuna í ísbúðinni að láta okkur hafa þrjú rör, við vorum blankir. Það hafði enginn samningur verið gerður áður en rörin voru sett ofan í, ég held að feitir menn hafi meira innsog enn smáir, að minnsta kosti sugum við aukamaðurinn sheikinn mun örar upp, sá litli fékk næstum ekki neitt. Allt í einu fór sá minnsti að grenja, hann sá hvað verða vildi, við tveir sugum sem fastast. Hann grét, stór grænn hor tók að slett- ast úr nösum hans og ofan í sheikinn. Við fitubollurnar lét- um okkur hafa það samt. Þegar sá í botninn henti sá litli rörinu sínu og hjólaði i þriðja manninn. Til allar hamingju datt honum ekki í hug að ráðast á mig, besta vin sinn. Sá litji var ótrúlega harður af sér og snar í snúningum, en sá feiti var fólskusvín og hafði hann undir og hélt honum niðri. — Gefstu upp, sagði sá feiti. — Gefstu upp? Nei, sá litli var ekki á því, undir þessum kringum- stæðum var hann vanur að bíta menn, sem hann og gerði. Sá stærri lét sér samt ekki segjast og hélt honum niðri. Og nú tók sá litli æðið til að allt félli í ljúfa röð. Og þá er komið að erindi mínu. Hvað með að endurvekja æðið, sennilega síðasta kippinn af víkingaeðli voru? Hættið að gefa frá ykkur kúng-fú-skræki og stórslasa hver annan, það er ekkert smart. Látið virðingar- blandið hvlslið berast út um Austurstræti og alla leið yfir að Hótel Borg, já, jafnvel þó svo slegist sé út af brennivíni en ekki sheik. Hann er búinn að taka æði! Gúbbinn er búinn að taka æði! Hann er búinn að taka - æði. Og líkt og í gamla daga, munu allir fara óslasaðir heim. Sérfargjöld til N-Ameríku meö SAS New York 51.510,- Chicago 51.510,- Los Angeles 63.570,- Seattle 54.870,- Denver 67.070,- Sérfargjöld til Asíu meö SAS Bangkok.................70.570,- Singapore...............76.370,- Tókíó...................82.920,- Peking..................82.920,- Hong Kong ..............92.700,- Sérfargjöld til S-Ameríku með SAS Ríó.....................82.920,- Sao Paulo...............85.330,- Montevideo..............89.320,- Buenos Aires............89.320,- Santiago/Chile..........95.730,- FARKORT Reynsla okkar og traust vidsklptasambönd koma farþegum okkar til góóa — .......... ■ ■■ Við höfum á að skipa sérþjálfuðu starfsfólki, sem fylgist vel með þeim breytingum er verða í fargjaldaheiminum. Þannig tryggum við ávallt hagstæðasta verðið fyrir viðskiptavini okk- ar hverju sinni. Viljir þú panta gistingu, bílaleigubíl eða skoðun- arferðir, þá sjá traustir umboðsmenn okkar víðs vegar um heim um að þú fáir örugga fyrsta flokks þjónustu alla leið. SUPERAPEXGJÖLD Bókist meö 14 daga fyrirvara PEXFM6J0LD TIL EVRfiPU Glasgow .19.620,- Köln .28.210,- Amsterdam .25.810,- Hannover ..28.210,- Hamborg .25.870,- Dusseldorf ..28.210,- London ..26.930,- Vestur-Berlín „28.860,- Osló .27.040,- Stuttgart „30.180,- Luxemborg ..27.370,- Múnchen „31.560,- Frankfurt ..27.370,- Brussel „34.970,- París ..27.370,- Genf „40.150,- Kaupmannahöfn ..28.200,- Vín „41.230,- Gautaborg ..28.200,- Búdapest „42.740,- Stokkhólmur ..33.100,- Varsjá „42.790,- Helsinki ..35.960,- Prag „43.610,- New York ..37.980,- Malaga „48.850,- Orlando ..49.730,- Lissabon „46.740,- Aþena „59.350,- NÝTT - LÁ6 HELGARFARGJÖLD Frankfurt 18.300,- Glasgow 18.300,- London 18.300,- Luxemborg 18.300,- Stokkhólmur 18.300,- NÝTT - Lag fargjöld meö SAS til EVRÓPU Kaupmannahöfn........ 19.330,- Búdapest............27.460,- Istanbul............29.780,- Róm.................30.720,- Kaíró...............35.370,- Suóurgötu 7, sími 624040. S4S FERÚASKRIFSTOFAN 1) Gilda í jan. og feb. Bókist í jan. 2) Gildir einungis um 5AS flug, lágmark 5 dagar - hámark 30 dagar, Pr. gengi 1.1. 1990. Einfaldlega betra greiðslukort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.