Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ M AN l\l Ll FSSTRAU M AR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990
NAMSAÐSTOÐ
við pá sem viQa ná íengra í skóía
• grunnskóla
• framhaldsskóla
• háskóla
Við bjóðum einnig:
• fullorðinsfræðslu
• námsráðgjöf
• flestar námsgreinar
• stutt námskeið -
misserisnámskeið
• litlir hópar - einkakennsla
• reyndir kennarar
Innritun í síma: 79233
kl. 14.30- 18.30
Nernawfajjjónuston sf.
Pangbakka 10, Mjódd.
Háskóli íslands
— Endurmenntunarnefnd
Tölvunotkun fyrir PC-tölvur
Farið verður í eftirtalin forrit: Orðsnilld (WordPerfect 5.0). Orðsnilld er eitt vinsælasta og mest
noteðo rítvinnsluforritíð sem til er í dog. Töflureiknir (PlonPerfectj: Þetta forrit er æflað til út-
reikningo og töflugerðar. Það er hannað með það í huga að hægt sé að tengja það við Orð-
snilld. Stýrikerfið MS-DOS: Forið verður í uppbyggingu stýrikerfisins og þð möguleika sem það
býður. Skrðavinnsla (dBase III+): Þetfa er útbreiddasta gagnagrunnsforritið ú PC-tölvum. Það
hentar m.a. fyrir hvers kyns spjaldskrðrvinnslu. Farið verður ítarlega i hvert forrit og verður það gert
í formi æfinga ú tölvu.
Leiðbeinandi: Guðmundur Olafsson, hagfræðingur og stundakennari við Hóskóla íslands.
Tími og verð: 30. janúar - 25. april (13 vikur), einu sinni ó viku, ó þriðjudögum kl. 20.00-22.30.
Þótttökugjald er kr. 27.500,-, en veittur er 10% afslóttur ef staðgreitt er. BHMR, BSRB, SFR og
VR hofa sfyrkt sína félagsmenn ó þetta nómskeið.
Skróning fer fram í síma 694940. Nónari upplýsingar fóst hjó Endurmenntunarnefnd í síma
694923 eða 694924.
HRAÐLESTRAR-
NÁMSKEH)
★ Langar þig að lesa meira af góðum bókum?
★ Fylgist þú ekki nógu vel íneð nýjungum á
þínu verksviði í vinnunni?
★ Er vinnuálagið í skólanum að drepa þig?
★ Er Iítill tími til að sinna áhugamálunum?
Það er staðreynd, að ekkert dregur jafn mikið úr
námsárangri og lítill lestrarhraði. Lestrarhraði nem-
enda Hraðlestrarskólans undanfarin 10 ár hefur auk-
ist um 300% til jafnaðar, hvort heldur er í erfíðu eða
léttu lesefni.
Hver. er þinn lestrarhraði? Er hann yfír 600 orð á
mínútu, eða einungis um 150 til 180 orð á mínútu,
eins og flestra nemenda í upphafi námskeiðs?
Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans,
skaltu skrá þig strax á næsta námskeið, sem hefst
fimmtudaginn 25. janúar nk.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00
í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
MATUR OG DRYKKUR///ú<?;77^geta aukakíló og
lopapeysuþvottur hjálpaö manni ad hcetta aö reykjaf
AFREYKLA USUM
UM ÁRAMÓT stigu að venju margir á stokk og strengdu þess heit
að hætta að reykja. Þeim — og þó sérstaklega þeim sem enn tvístíga
og skortir einurð í þessu máli — eru eftirfarandi ráðleggingar ætlað-
ar, en þær eru byggðar á persónulegu Qögurra mánaða reykleysi.
Uppskriftin er í grófum dráttum svohljóðandi: 10 aukakiló + snertur
af þunglyndi + slæm hálsbólga + brúnt Sorbits ómælt: lopapeysu-
þvottur + koníak = reykleysi + eflt sjálfsálit + skarpari skynjun +
10 aukakíló.
Best að láta undirmeðvitundina
taka þessa stóru ákvörðun,
hætta bara þegjandi og hljóðalaust,
í þykjustunni óvart — en koma öllum
á óvart, líka sjálfum sér og hlífa um
leið öðrum við
hvimleiðum heit-
strengingum og
yfirlýsingum. Ekki
setja upp svip
pólitíkusar sem
sver í beinni út-
sendingu með lyg-
eftir Jóhönnu aramerki á tánum.
Sveinsdóttur Nei, reynið heldur
að koma aftan að undirmeðvitund-
inni, ef svo má að orði komast. Próf-
ið til dæmis að leggjast í át og þyngj-
■ast um nokkur kíló — og á geði, nóg
til þess að eftir sé tekið og nóg til
þess að þið getið einungis notað
þriðju hveija flík í fataskápnum,
jafnvel bara aðra hverja. Þá skapast
smám saman vítahringur: þið reykið
meira til að borða minna og borðið
síðan meira til að draga úr reyking-
unum. Ef hæftleg bjómeysla er með
í dæminu — og mikil mjólkurdrykkja
— verður vítahringurinn enn verri.
Þið farið að hugsa á hverjum morgni,
leitandi að einhveiju nothæfu í fata-
skápnum: Djöfull erum við ógeðsleg.
Við verðum að gera eitthvað. En þið
gerið ekkert, haldið bara áfram að
borða, reykja og drekka bjór og
mjólk.
Svo einn morguninn vaknið þið
raddlaus. Með hita og Ijóta háls-
bólgu. Og hugsið enn og aftur: Djöf-
ull erum við ógeðsleg. Við verðum
að gera eitthvað. Gerið svo ekkert
nema skríða í ísskápinn á tveggja
tíma fresti og liggið í bælinu og svit-
nið. Röddin kemur aftur hægt og
bítandi og þegar hún er alkomin
verður ykkur ljóst að þið hafið ekki
reykt í fimm daga. Þið verðið voða
glöð og hugsið með ykkur: Hvílík
sjálfsafneitun! En sú staðfesta!
(Blekking: Máfið er að undirmeð-
vitundin lét til skarar skríða meðan
hálsinn var bólginn.)
Þið fínnið að þið eruð að mörgu
leyti léttari: svo ganglipur á morgn-
ana, jafnvel eftir stuttan svefn, svo
dásamlega skapstygg, léttari í spori
— hreinni og berskjaldaðri án tób-
aksslæðunnar. Síðast en ekki síst er
skynjunin öll skarpari. Skítt með það
þótt stundum sé erfitt að einbeita
sér að einu máli í einu.
Trixið næstu vikurnar felst í því
að eiga aldrei lausa stund, stund sem
þið áður fylltuð með reyk. Ef laus
hálftími skapast sem eðlilegast hefði
verið að nota til að lesa blöðin og
reykja tvær sígarettur eða reykja
tvær sígarettur og glápa út í loftið,
gleymið þá blöðunum og loftinu og
þvoið til dæmis lopapeysu eða ryksj-
úgið eða þvoið klósettið eða bakið
brauð eða sippið.
Kannið jórturmarkaðinn. Finnið
jórturleður sem hentar ykkur bæði
hvað varðar bragð og sveigjanleika.
Eg mæli með brúnu Sorbits (sem
reyndar er uppselt víða í borginni.
Latur heildsali.) Varist þó að tyggja
of stíft því það getur leitt til vöðva-
bólgu, höfuðverkjar og beineyðingar
í kjálkum.
Bijótið svo af ykkur klafa vanans
einn af öðrum: prófið að borða fimm
rétta máltíð, án þess að reykja á
milli rétta og á eftir. Rífist hressilega
án þess að fá ykkur sígarettu á eft-
ir. Farið reykiaus í leiðinlegt kokteil-
boð. Og svo framvegis.
En farið varlega við áfengisneyslu.
Best er að láta áfengi alveg eiga sig
fyrstu vikurnar, enda gerist sú hugs-
un þrálát að óhugsandi sé að bragða
áfengi án tóbaks. En hafið ekki
áhyggjur. Áfengislöngunin váknar í
fyllingu tímans. En drekkið'hægt og
varist sterka drykki óblandaða. Þeim
1*X1VHVS>¥'RÆÐ1/Framtídin — hvad
erþaó? ________
Böm og umhverfi
í SÍÐASTA pistli fyrir hálfúm mánuði var minnst á Alþjóðaheil-
brigðisstofnunina og heróp hennar: Heilbrigði allra árið 2000. Að
því marki eru margir þrándar í götu og voru aðeins tveir nefiidir
á nafii: Eyðni og mýrakalda.
Fréttir eru hrikalegar af heil-
brigðishögum í þróunarlöndum
eða þriðja heiminum eins og þau
eru oftast nefnd (áður var stundum
talað um vanþróuð lönd og var það
auðvitað réttnefni
en þótti víst ekki
alls kostar viðeig-
andi!). Þar deyja
14 milljónir barna
á ári úr hungri,
sjúkdómum og
fyrir vanræksiu.
eftir ÞAroiin Og grátlegt er til
Guðnason þess að vita að tvö
af hveijum þremur deyja úr sjúk-
dómum sem hægt væri með litlum
tilkostnaði að lækna eða koma í veg
fyrir, en það eru sýkingar í öndun-
arfærum, ginklofi, mislingar,
kíghósti og uppþornun af völdum
niðurgangs. Að öllu óbreyttu munu
á þeim fáu árum sem eftir eru af
öldinni deyja ríflega 100 milljónir
undir fimm ára aldri.
I nýútkominni bók eftir fram-
kvæmdastjóra Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna er bent á leiðir til
Úrbóta. Ef börn væru látin sitja í
fyrirrúmi um bjargráð og umönnun
samfélagsins væri hægt að minnka
barnadauðann um helming. „Þetta
mikla mannfall óg svona víðtækar
þjáningar þyrftu ekki lengur að eiga
sér stað og eru því með öllu ósæmi-
legt ástand,“ segir höfundurinn.
Kostnaður við að bjarga 50 milljón-
um barna frá dauða yrði álíka og
sú upphæð sem greidd er fyrir
sígarettuauglýsingar í Banda-
ríkjunum á ári — tvær og hálf bil-
ljón dollarar. En peningar eru ekki
einhlítir þótt nauðsynlegir séu.
Fylgi stjómvalda við málstaðinn
þarf líka að koma til.
Á síðustu árum hafa tveir bresk-
ir sérfræðingar í bæídunarskurð-
lækningum ferðast um nokkur Afr-
íkulönd samtals með 100 milljónir
íbúa og kynnt sér aðstæður og
árangur af starfi þeirra 30 bæklun-
arskurðlækna (og raunar annarra
lækna líka) sem þar vinna. Sýkingu
í skurðsárum er örðugt að veijast
þarna og batnar því mörgum seint
og lítið. Miklar skurðaðgerðir eins
og ísetning gerviliða koma ekki til
greina; læknatæki eru víða fá og
ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ SKJÁLFA ÞÓTT HANN BLÁSI KÖLDU
Hita- og kæliblásararnir frá Blikksmiðjunni eru
löngu landsþekktir fyrir gæði og afköst. Þeir
eru sérstaklega hannaðir fyrir íslenskt vatn
sem tryggir þeim hámarks endingu.
Etþú þarft að hita eða kæla bílskúrinn,
tölvuherbergið, verkstæðið, vinnusalinn,
húsbygginguna eða kæliklefann þá höfum
við lausnina.
Hafðu samband og við veitum fúslega allar
nánari upplýsingar um verð og tæknileg atriði.
BLIKKSMIÐJAN
SMIÐSHÖFÐA 9
112 REYKJAVfK
SlMI 6S5699
VIÐSKIPTATÆKNI
Aukin samkeppní í verslun og víð-
skiptum kallar á sérhæft nám í hernaðarlíst
víðskiptanna.
Raunhæf dæmí krufin til mergjar, farið
yfir grunnatriðí og nýjar baráttuaðferðír í
stjórnun og stefnumótun , fjármálum og
markaðsmálum. 92 tímar.
Skráníng hafin í síma 626655.
Viðskiptaskólinn
HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTISTI
____lUglýsinga-
síminn er22480
Askriftarsimirm er 83033