Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 13
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 C 13 Sigur mannsandans mcetti kalla bréfin, sem Vaclav Havel skrifabi konu sinni úr fangelsinu oghjálpubu honum til ab halda vitinu efíir Elínu Pálmadóttur LEIKRITAHÖFUNDURINN VACLAV HAVEL, hinn nýkjörni forseti Tékkóslóvakíu, má muna tímana tvenna. Hann var hand- tekinnaföryggislögreglunni 1979 og dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar fyrir „að grafa undan“ tékkneska ríkinu með því að skrifa og gefa út blöð. En hann var, eins og kunnugt er, einn af stofnendum Vons, nefndar til varnar þeim sem sæta óréttlátum ofsóknum og skrifaði undir mann- réttindayfirlýsinguna „Charta 77“. Meðan hann sat í fangelsinu í hálft fjórða ár, frá júní 1979 til september 1982, skrifaði hann Olgu konu sinni 144 bréf, sem komu út á ensku I fyrra undir nafninu Bréftil Olgu. Skömmu eftir að hann var látinn laus gengu u.þ.b. 12 vélrituð innbund- in eintök með bréfúm til Olgu manna á milli í Prag og sýna hversu áhrifaríkar og skjótvirkar slikar neðanjarðarútgáfur gátu verið i austantjaldslöndunum. Havel kveðst hafa skrifað þessi bréf til Olgu, það eina sem honum var Ieyft að skrifa, til að halda geðheilsu í fangelsinu. I Ijósi þeirra umskipta sem nú hafa orð- ið, þegar allra augu beinast að manninum Vaelav Havel og leik- rit hans að koma á fjalirnar í leik- húsum, eru bréfin úr fangelsinu ákaflega athyglisverð. Þau sýna hugrenningar og grundvallarvið- horf þessa áhrifamanns á breyt- ingarnar í Mið-Evrópu. Þjóðleik- húsið frumsýnir leikrit hans, End- urbyggingin, í næsta mánuði. þær. Það er því innihald bréfanna sem skiptir máli og sigur mannsand- ans sem í þeim felst. Þýðandi þeirra, Paul Wilson, segir að bréfin séu í anda þeirrar löngu rótgrónu hefðar í Tékkóslóvakíu að halda uppi um- ræðum sín á milli um örlög sam- félagsins, Mið-Evrópu og nútímans. Við réttarhöldin yfir Havel og fimm félögum hans úr andófshópn- um var engin tilraun gerð til að ákæra þá fyrir að vera fjandmenn þjóðar sinnar. Og við réttarhöldin sagði hann: „Fyrir tveimur mánuð- um, eftir að ég var kominn í fang- elsi, var ég spurður hvort ég gæti ekki hugsað mér að þiggja boð sem ég hafði fengið um að koma í fyrir- lestraferð til Bandaríkjanna. Ekki veit ég hvað hefði gerst ef ég hefði þegið boðið, en get ekki útilokað þann möguleika að þá hefði ég nú Havel nýtti tækifærið í frels- isskerðingunni „til að þróa nýja aðferð til sjálfsskoð- unar og til að greina viðhorf mitt til grundvallaratriða í lífinu", eins og hann orðar það. Meðan hann puðaði í erfiðisvinnu, slapp andinn yfir í að semja efni bréfanna þótt skrokkurinn væri fanginn: „Ég varð sífellt uppteknari af sendibréfunum, hallaði mér að þeim í þeim mæ|i að ekkert annað skipti máli. Ég velti textanum í höfðinu alla vikuna — við vinnuna, meðan ég gerði æfingar áður en ég fór í rúmið — og á laugar- deginum skrifaði ég vikulega bréfið viðstöðulaust í einu kasti, undir við- varandi truflunum." Vandinn var koma bréfinu í gegn um ritskoðun- ina, því fangelsisreglur leyfðu aðeins umræður um fjölskyldumál, en bönnuðu öll stílbrigði, tilvitnanir, undirstrikanir orða, erlendar setn- ingar og grín — enda fangelsi alvar- legt mál. Ekkert mátti strika út eða leiðrétta og of miklar „hugleiðingar" fóru í taugarnar á vörðunum. „Hvaða kjaftæði er þetta um „skipan andans“ og „skipan tilverunnar", einasta skipanin sem þig varðar um eru fangelsisreglurnar," æpti einn fangelsisvörðurinn að honum. Og með þolinmæði, sem móðir Theresa hefði verið fullsæmd af, tók hann bréfið og skrifaði um eitthvað ann- að. Því er ekki rétt að leita að stílsnilli hans í bréfunum. Hugviti sínu beitti hann til að koma hugsun- um sínum á framfæri og halda sig jafnframt innan ramma kerfisins með því að skrifa langar saman- þjappaðar setningar og umorða þær svo að verðimir gætu ekki skilið ■ I É í ' ' " Vaclav Havel og efst kona hansy Olga, á Café Slavía í Prag. Byggingin er Bory-fang- elsf, þar sem Havel sat inni í hálft fjórða ár og þar sem bréfin til Olgu eru skrifuð. Myndirnar eru frá þeim árum. BREF NUMER 75 LIF Mnr ER FliLLT AF ANDSTÆÐUM Q WSo Osréfinu, sem Vaclav IHIavei skrifar Olgu Iko.nu sinni úr fangelsinu, reynir hann ad draga upp mynd af sjálf um sér: Af því sem ég skrifaði síðast mætti ætla að ég lítj á sjálf- an mig sem gjörsamlega óör- uggan, óstöðugan, hikandi mann, sem sífelltefast um allt og hættir til að trúa hverri tortryggni sem h'ann mætir. Eins og þú veist vel, væri það alröng mynd. Þó það kunni við fyrstu sýn að virðast þversögn, þá er sannleikurinn alveg þvert á móti. Þó skrýtið kunni að virðast er ég ákaf lega staðfastur, harðfylginn, þrautseigur, fylginn mér, ég mundi jafnvel gerast svo djarfur að segja óbilandi. (Þú veist vel hve þrjóskur ég get verið, það fór jafnvel í taug- arnar á þér þegar þtjóskan beindist að einhverjum smámunum.) Að vísu er margt sem ég hef i hvorki áhuga á né gaman af og get þá verið fjarska fáfróður um það, en þegar ég hefi tekið ákvörðun eða ég blossa upp út af einhveiju, þá get ég lagt mig allan í það, burtséð frá persónulegum óþægindum og fylgi því þá fram í rauðan dauðann. Mér er illa við að byijað sé á einhveiju og því ekki lokið, mér líkar ekki hálfvelgja eða að reynt sé að snúa sig út úr hlutun- um, og ég þoli ekki óreiðu. Vissulega hafa ýmsar skrýtnar beygjur og sveigjur orðið á lífshlaupi mínu. Kannski hefi ég ekki alltaf veðjað á réttan hest og á réttan hátt. Og ef laust má finna margar mótsagnir, ýkjur og barnaskap í afstöðu sem ég hefi tekið og sjálfur er ég mér skiljanlega meira meðvitandi um það en nokkur annar. Þegar ég hugsa um það, þá er samt sem áður tvennt í mínu fari sem ekki verður mót- mælt, að einhvers staðar undir þess- um beygjum og sveigjum er ævilangt skýrt og órofið samhengi. Og í öðru lagi að þótt ég hafi af einhverjum ástæðum lent á röngum vegi, þá hefur mér ávallt tekist að draga mig þaðan og aftur þangað sem ég hefði átt að taka mér stöðu í upphafi. Hér eru mismunandi þættir greini- legir áhrifavaldar. í uppvextinum fékk ég t.d. aldrei neitt ókeypis og mikið af því sem aðrirtóku sem sjálf- sagðan hlut (menntun t.d.) hlaut ég einungis fyrir mikla þrjósku og að bjóða kerfinu byrginn. Það held ég að hafi verið mér góður skóli fyrir viljaþrek ogþrautseigju. Og svo minn borgaralegi uppruni fái nú líka sitt, sem alla mína ævi hefur ekki fært mér annað en erfiðleika (en einmitt þessar hindranir reyndust mér til góðs, sem auðvitað er annað mál), jafnvel þegar — svo þverstætt sem það er — ég var í ákafri innri upp- reisn gegn öllu því borgaralega í kring um mig, get ég ekki útilokað að „vægðarleysi" mitt og „varan- leiki" og óbilandi trú mín á því að hlutirnir hafi tilgang og að lokum hæfileiki minn til að bjarga mér með einhverju móti úr vonlausri aðstöðu á þessari stundu setið í New York. Það má því segja að ég standi nú í þessum réttarsal að eigin vali, vali sem varla verður túlkað svo að ég sé óvinveittur landi mínu.“ í fangelsinu var mælst til þess að hann skrifaði afsökunarbréf og þá yrði hann kominn heim innan viku, en hann ansaði því ekki. Havel útskýrir m.a. í bréfunum hvers vegna hann gat ekki valið þá leið sem stjórnvöld buðu honum og fleiri rithöfundum: rithöfundar og menntamenn mundu aldrei ná neinu fram með því að vinna með kúgurun- um og njóta verndar og sérréttinda. Rithöfundar yrðu að taka sömu áhættu og hegningu sem almenning- ur. Svo hann hóf upp raust sína, hafnaði sérréttindum vegna frægðar sinnar og fór í fangelsi, þar sem hann var látinn vinna í járnbræðslu og þvottahúsi og hélt sér uppi á fjög- urra síðna bréfinu, sem honum var leyft að skrifa heim vikulega. I byrj- un má sjá að hann er að hugsa og umbreyta í huganum leikriti sem hann var með í vinnslu, en svo hverfa allar slíkar tilraunir við þess- ar aðstæður. í fyrstu bréfunum er Havel að hafa áhyggjur af Olgu og ráðleggja henni hvað hún eigi að gera, læra á bíl, skipta íbúðinni þeirra í Prag og viðhalda sveitahúsinu þeirra í Bæ- heimi, einkum þar sem yfirvöld virð- ast tilbúin til að taka það. Og hann hvetur hana tii að umgangast fólk sem mest — en þar í er falin löngun hans til að hún fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu og komi einhveijum upplýsingum til hans. Um neðanjarðartónleika, neðanjarð- arbækur og blöð og blæbrigðin á umræðunni. Um slíkt getur hann ekki spurt beint. Ástarorð eru fá, jafnvel stundum nöldur yfir því að hún hafi ekki svarað þessu eða hinu. Seinna sagði hann: „Við Olga erum mjög ólík. Ég er úr millistétt og yfirleitt þessi hlédrægi menntamað- ur. Olga er úr verkalýðsstétt, ætíð hún sjálf, raunsæ, lítið tilfinninga- söm, og hún á það til að vera nokk- uð kjaftfor og ósvífin. Það er ekkert hægt að draga hana á asnaeyrunum. Ég ólst upp í ástúðlegum föstum faðmi ráðríkrar móður og þarfnaðist mér við hlið duglegrar konu, sem ég gat leitað ráða hjá og jafnframt borið svolítið óttablandna lotningu fyrir ... í Olgu fann ég það sem ég þurfti, einhvern sem var andsvar við mínu eigin hugsanaflökti, gat gagn- rýnt fjarstæðari hugsanir mínar, og veitt mér persónulegan stuðning í opinberum ævintýrum mínum. Alla mína ævi hef ég ráðgast við hana (jafnvel græða á henni), eru tengd arfgengum hæfileikum miðstéttar- innar (einkum fijálslynda armsins), en þeir eru tilhneiging til að taka áhættu, hugrekki til þess að byija upp á nýtt frá botni og þessi sívak- andi von og kraftur til þess að ráð- ast í nýtt fyrirtæki. En þetta svarar enn ekki aðal- spurningunni: hverniggeta svo mót- sagnakenndir hæfileikar búið í einni persónu? Auðvitað get ég ekki gef ið tæmandi svar (þó ekki væri nema af því að engri manneskju er hægt að breyta í hreint stærðfræðilegt líkan eða jöfnu, þar sem öllu er rað- að í samræmt skipulag). Samt hefi ég sterka tilf inningu fyrir því að þetta séu bara tvær hliðar á sama peningnum. Með öðrum orðum: stöð- ug óvissa mín um hvar mér er skipað- ur staður getur einmitt verið það sem neyðir mig, ákveðnar en þann sem veit hvar hann stendur, til þess að greina, vinna og styrkja stöðu mína, til að veija og bera sannleikanum vitni, til að rísa til varnar sjálfum mér og málefni mínu. Gæti sýnst sem svo, að því meiri efasemdir sem maður hefur um sjálfan sig, um þátt- töku í öllu sem maður gerir og í samfélaginu, þeim mun meiri orku verði maður að leggja i að yfirvinna þessar efasemdir og veija sig og málefnin áður en dómur er upp kveð- inn. Svona fram settir virðast þessir drættir dálítið gróf ir, en við skulum ekki gleyma sumum af hæfileikum mínum, tilhneigingum og áhugamál- um sem hægt er að festa hendur á og gefa skýrari mynd. Til dæmis er vel þekktur áhugi minn á að leiða fólk saman, sætta það og verka eins og „félagslegur bindikraftur", sýni- lega tjáning á þránni eftir samhljómi um allt sem ég geri. Hún er venju- lega sú fyrsta sem fær að lesa það sem ég skrifa. Ef ekki, þá er hún a.m.k. mesti áhrifavaldurinn þegar komið er að því að dæma skrifin." Ennfremur er haft eftir honum í formála: „Satt er það, að þið finnið ekki marga persónulega og hjartan- lega kafla í fangelsisbréfunum 'til konu minnar. Samt sem áður er hún aðalsöguhetjan, þótt ég játi að hún sé þar falin. Einmitt þess vegna vildi ég setja nafn hennar í bókartitilinn. Staðfestir ekki þessi endalausa leit að föstum punkti, að öryggi, að af- mörkuðum sjóndeildarhring, sem bréfin eru full af, einmitt þetta?“ Fangelsisbréf Havels voru ólík f lestu því sem hann hafði áður skrif- að. í þeim hugsar hann um líf sitt, sigra og ósigra, og axlar ábyrgð á því sem hann er. Hann byijar í leit, ákveðinn í að stándast hvaðeina sém örlögin leggja á hann. En hann kemst að því að raunveruleikinn er verri og öðru vísi en hann hafði ímyndað sér. Og hann setur alla þessa leit niður á blað í bréfunum til konu sinnar, öll hans tilvera bygg- ist á því. Bréfin verða eins og hugs- anaspírall, sem vindur upp á sig. Þegar komið er að 138. bréfinu hef- ur hann náð þar sem „allur verald- legur skortur manns hættir að vera bjargarleysi en verður það sem kristnir menn kaila náð“. Havel ætl- aðist til þess að síðustu 16 bréfin væru lesin í samhengi. Enda voru þau prentuð saman í neðanjarðar- pressunni. Þau eru heimspekilegar hugleiðingar um innsta kjarna mannsins og ástandið- í heiminum. Og þar er heilmikið að finna um hugmyndir þessa núverandi forseta um frelsi og viðhorf hans til um- hverfisins. Að lokum urðu þeir að sleppa honum. Þeim tókst ekki að bijóta hann niður, því hann hafði fundið sér sinn eigin tilverurétt. í janúarlok 1983 fárveiktist hann með háan hita, hélt að hann væri að deyja. Það hafa kvalarar hans líka haldið, því hann var drifinn með 40 stiga hita á náttfötunum og handjárnaður aft- an í lögreglubíl 15 kílómetra leið í sjúkrahús í Prag. Þegar hitinn lækk- aði og hann gat farið að borða skrif- aði hann Olgu ítarlegt bréf, þar sem hann lýsti aðstæðum sínum og treysti á að ritskoðunin væri slakari þar. Bréfið slapp í gegn, Olga gerði vinum Havels utanlands aðvart og aðstoð til bjargar honum tók að ber- ast. Og einn góðan veðurdag mætti í klefa hans hersing sem ávarpaði hann allt í einu með herra Havel og tilkynnti honum að nú væri hann laus. Hann var f luttur í almennings- sjúkrahús, þar sem vinir heimsóttu hann. Hann var ekki lengur fangi og ekki með neinar skyldur og allir sýndu honum vinahót. Bókin Letters to Olga, June 1979 — September 1982 eftir Vaclav Havel kom út í enskri þýðingu með ítarlegum formála eftir Paul Wilson hjá Fabér & Faber í London og í Boston. og skapandi hlutverki þar í? ... Lokaniðurstaðan á þessum rökræð- um er að líf mitt sé fullt af andstæð- um, ein sú stærsta að ég er alltaf að kasta mér af ákafa út í verkefni, sem ég veit að muni valda mér erf ið- leikum og ég afber af meiri hörku en þeir sem aldrei mundu einu sinni láta sig dreyma um að reyna. Og meira en það: því meiri þrautir, þeim mun ákveðnari verð ég, þótt undar- legt megi virðast, í að reyna ekki að forðast þær eða létta byrðamar á einhvern óviðurkvæmilegan hátt. Og undanfarin tvö ár hafa forðað mér endanlega frá hvers kyns siða- predikunum og kennt mér að hafa mestu skömm á því að dæma fólk. Þá hefur óbeit mín dýpkað í nánast sama mæli á þeirri tilhugsun að ég mundi sjálfur nokkurn tíma hegða mér í nokkm því sem máli skiptir eins og heigull." TIL LEIGU: HPII qilRZFKT I I mmm I Inw V# I 1 V S HÓTELS SÖGU heiisuræktinni er: Nuddpottur og gufubað, en auk og er öll hin glæsilegasta. Nanari upplýsingar gefur Konrað Guömundsson hóteisijóri HÓTE L SAGA S. 2 9 9 O O Inolet /A<?A TIL SÖLU 44 kW RAFSTÖÐ Þessi lítið notaða 44 kW GENETECH rafstöð er til sölu. Vél: Tíðni: Spenna: Árgerð: Dráttarkúla: Perkins diesel 50 Hz Sjálvirkur riðastiliir 220/ 380 V 1987 50 mm Tilvalin fyrir verktaka, laxeldisstöðvar, sveita- býli eða sém varaafl í ýmiskonar starfsemi. Upplýsingar í síma 1 29 80 á skrifstofutíma. ÁRSHÁTÍÐ - Þ0RRABLÓT - AFMÆU Á RV-Markaðnum Réttarhálsi 2 færð þú öll áhöld til veislunnar s.s diska, diskamoítur, glös, glasamottur, hnífapör, servéttur, kerti, dúka o.m.fl. Nú geta allir komið á RV-Markaðinn og verslað rekstrar og hreinlætisvörur á mjög hagstæðu verði. Coltbrui rþciA/~ m ■ Réttarhálsi2 -110R.vik - Simar31956-685554

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.