Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 C 7 vín ársins 1989 yrði vín aldarinnar. Þær vonir virðast ekki ætla að rætast en allt stefnir þó í að það verði að minnsta kosti vín áratugar- ins. Wolfgang er nú einn að störfum ásamt pólskri vinkonu sinni enda mestu annirnar sem beijatínslunni fylgja liðnar hjá. Dagurinn sem ég heimsæki hann er þó hlaðinn spennu. Það er mjög kalt í veðri og Wolfgang vonast til þess að um nóttina verði hægt að tína síðustu berin sem skilin hafa verið eftir til framleiðslu á ísvíni (Eiswein). Það er mikið hættuspil fyrir vínbændurna að bíða eftir ísvíninu. Það dregur nafn sitt af því að vínberin eru tínd að nóttu til eða eldsnemma morguns fyrstu nóttina eftir að frost fer niður fyrir átta stig. Við göngum um vínekr- urnar og Wolfgang sýnir mér þau ber, sem enn bíða tínslu, varin neti. Þetta er í fyrsta skipti síðan í byij- un síðasta áratugar sem hann skilur eftir ber fyrir ísvínið enda áhættan mikil. Ef frostið lætur á sér standa á hann það á hættu að berin sem hefðu getað orðið að góðu víni fari forgörðum. Áhættan er auðvitað sérstaklega mikil á ári eins og þessu. En ef vel tekst til eru berin pressuð frosiii og fæst því úr þeim algjörlega hreinn safi sem úr verður mjög sætt og sérstakt yín sem selt er dýru verði. Nú um nóttina er búist við nægilegu frosti og allir vínbændur því á nálum. En við víkjum nú talinu að hinum eiginlega tilgangi ferðarinnar, það eru þau sérstöku samskipti sem Wolfgang hefur haft við Islendinga á undanförnum árum. Fyrsti íslend- ingurinn kom til starfa hjá honum árið-1980. Wolfgang segir það hafa verið mjög slæmt ár og hafi beija- tínslan_ farið fram í mjög köldu veðri. íslendingur þessi hafi komið til starfa hjá honum í byijun októ- ber og dvalist fram í febrúar. Það hafi í raun verið hrein tilviljun að hann hafi komið til hans. íslending- urinn hafi verið í Norður-Þýska- landi sem skiptinemi og verið send- ur suður til Wolfgangs til starfa. Með þeim hafi tekist góð kynni. íslendingurinn hafi kunnað vel við sig og ákveðið að staldra mun leng- ur hjá Wolfgang en í upphafi hafi verið ætlunin. íslendingur þessi átti síðan vin í borginni Hannover og varð úr að sá kæmi til starfa hjá Wolfgang sumarið eftir ásamt syst- ur þess fyrsta. Eftir það segir Wolf- gang að nokkurs konar hringrás hafi verið komin af stað og hópur íslendinga hafi ávallt komið til starfa í Reil á sumrin síðan. Nú í sumar voru hjá honum tvær stúlkur og tveir strákar en að meðaltali segir hann að um fimm Islendingar hafi verið hjá honum á sumrin. „Ég held að ég þekki persónulega um tvö hundruð íslendinga," segir Wolfgang og bætir við að hann telji að þeir séu mun fleiri sem hafi heyrt hans getið á einn eða annan hatt. Af þessum tvö hundruð hafi fimmtíu til sextíu starfað hjá hon- um en hinir hundrað og fimmtíu séu vinir eða fjölskyldumeðlimir vinnufólksins sem komið hafi í heimsókn og dvalið í lengri eða skemmri tíma. „Það kemur oft fyr- ir að hingað komi í heimsókn íslend- ingar sem ég hef aldrei hitt áður. Má nefna sem dæmi að um miðjan september renndi hér í hlaðið fjöl- skylda. Þau könnuðust við mig með nafni og sögðu mér hver hefði sagt þeim frá mér, en ég verð að viður- kenna að ég kannaðist ekki við það nafn. Þetta er algengt. Fólk kemur hingað, prófar vínin, kaupir nokkrar flöskur, gistir og heldur síjðan för sinni áfram daginn eftir.“ Wolfgang telur reynslu sína sýna fram á að Islendingar eigi enn margt ólært varðandi vín. „Islend- ingar hafa í raun enga vínmenn- ingu, allt sem eitthvert áfengis- magn er að finna í er í þeirra aug- um „vín“. Því miður snýst áfengis- neysla flestra Islendinga einungis um það að verða undir áhrifum sem fyrst. Ég lít víndrykkju allt öðrum augum. Maður á að vera „kátur“, segir Wolfgang og bregður íslens- kunni fyrir sig. „Maður á að syrigja og skemmta sér, en það getur mað- ur aftur á móti eingöngu gert, ef maður drekkur vínið hægt og rólega og nýtur þess. Vín er svo sérstakt fyrirbæri. í bragði þess er að finna þúsundir blæbrigða, ólíkt öðrum drykkjum, til dæmis bjór, þar sem grunnbragðið er eitt eða tvennt.“ Móselvínin segir hann sérstaklega vel til þess fallin, að njóta í góðra vina hópi. Þau séu mjög létt, seðji ekki og hið lága áfengismagn þeirra leiði til þess að menn verði ekki ölvaðir af neyslu þeirra né óhressir daginn eftir. Wolfgang segist oft halda veislur heima hjá sér þar sem menn komi saman til þess að fá sér vínglas og syngja nokkur lög sam- an. Margir hinna íslensku vina hans séu góðir söngvarar og sjálfur seg- ist hann geta sungið nokkur íslensk lög svo sem „Ríðum, ríðurn". Slík lög eigi vel við vín. Það hafi þó vissulega komið fyrir að þeir íslend- ingar sem komið hafi í heimsókn hafi ekki hegðað sér sem best. Til dæmis hafi einn góðvinur hans komið við um daginn ásamt nokkr- um kunningjum sínum sem hann vildi kynna fyrir Wolfgang. Kunnin- gjamir hafi hins vegar einungis hugsað um að drekka sem mest og hafi vini hans sárnað það mjög. „Ég hef oft upplifað það, þegar Islend- ingar eiga í hlut, að maður nær ekki að hella jafn hratt í glösin og þeir tæma þau.“ íslendinga telur hann þó ekki vera alfarið týnda og tröllum gefna í þessum efnum. „Nánast allir þeir sem hinga koma í heimsókn em mjög áhugasamir um allt sem víninu viðkemur. Meðan á vínpróf- uninni stendur fylgjast allir mjög vel með og hlusta af áhuga á það sem maður er að segja. Ég hef oft á tilfinningunni að þetta fólk vilji kynnast vínmenningunni mun nán- ar. Það reynir að æfa sig og feta sig smám saman áfram í þessum efnum. Ég er þeirrar skoðunar að þetta muni allt saman lagast með tímanum. ísland var lengi mjög ein- angrað land en á nú mikil sam- skipti við suðræn lönd. Það held ég að sé ein helsta ástæðan fyrir því að Islendingar vilji tileinka sér vínmenningu í auknum mæli.“ Vínprófun af þessu _ tagi segist hann framkvæma með íslendingum nokkrum sinnum á ári og hann sé eflaust ekki sá eini. íslendingar séu mjög lítil þjóð og hlutir af þessu tagi því fljótir að berast á milli. Þegar Wolfgang prófar vín lætur hann gestina bragða á um tíu mis- munandi vínum og síðan meta þau hvert á móti öðru til að komast að sérkennum þeirra og innbyrðis gæðamun. Það sem fólk lærir mest á í slíkri prófun segir hann vera að spyija. Þær spurningar sem hann heyri oft af vörum íslendinga séu almenns eðlis, til dæmis sé mikið spurt um héraðið.'hvort að þetta sé skemmtilegt starf, hvort að það sé mikil vinna í kringum það og síðast en ekki síst hvort að maður þéni mikið af peningum. En hvemig stendur á því að tengsl hans við íslend- inga eru orðin eins náin og raun ber vitni? Ljóst er að þeir Islendingar sem dvalist hafa hjá honum hafi verið annað og meira en einungis vinnufólk. Um allt hús er að finna hluti sem bera vinaböndum merki. Póstkort frá íslandi skreyta veggi auk minja- gripa og annarra hluta. Mér er líka sagt af heimilisfólkinu að það komi fyrir að síminn hringi um miðja nótt. Þar séu þá komnir einhveijir kunningjar frá Islandi sem staddir eru einhvers staðar á lestarstöð og biðja um að láta sækja sig. Eða þá að einhveijir kunningjarnir hafi verið að gera sér glaðan dag heima á íslandi og ákveðið að hringja í Wolfgang án þess að athuga að kannski sé orðið svolítið áliðið. Það fyrsta sem þeir spyrji þá sé oftast: „Heyrðu, hvað er klukkan hjá þér?“ Wolfgang segist telja að ástæðan fyrir því að hann kunni svona vel við íslendinga sé að hugarfarið sé ósköp svipað. „Að mínu mati eiga íslendingar í þeim efnum margt sameiginlegt með íbúum Móseldals- ins og jafnvel Rínarlandsins. Þetta er hresst fólk sem skemmtir sér gjarna og syngur saman. Mað_ur getur líka treyst þeim. Þegar Is- lendingar segjast ætla að gera eitt- hvað þá gera þeir það, þó stundum þurfi að bíða lengi eftir fram- kvæmdinni.“ Samskipti sín við ís- lendinga segir hánn hafa verið í nánast öllum tilvikum mjög jákvæð þó að alltaf sé að finna misjafnt fólk innan um. Nefnir hann sem dæmi mann einn sem vann hjá sér í skamman tíma og taldi sig vera í sérstöku sambandi við verur frá öðrum hnöttum. Islendingarnir sem hjá honum hafa starfað hafa aðallega unnið við að binda og skera vínviðinn, beijatínslu, átöppun, við að setja límmiða á flöskur og annað þess háttar. Þetta hafi verið alls konar fólk, sérstaklega krakkar sem hafi verið að læra þýsku í skólanum og viljað fá dálitla reynslu í að tala mikið eða þá krakkar sem hefðu hug á að stunda nám í Þýskalandi og vildu koma og þreifa aðeins fyr- ir sér. Wolfgang hefur líka verið í tengslum við íslendinga búsetta í Þýskalandi svo sem námsmenn og var honum til dæmis boðið á síðustu árshátíð íslendingafélagsins í borg- inni Karlsruhe. Hann sagði það hafa verið mikla veislu sem staðið hafi langt fram á nótt og hafi hann þar allt í einu verið beðinn um að halda ræðu en undir það hafi hann alls ekki verið búinn. Sagðist hann m.a. hafa borið saman Islendinga og Þjóðveija í ræðu sinni og komist svo að orði að munurinn á þessum þjóðum væri sá að Þjóðveijar segðu ástandið vera alvarlegt en ekki von- laust en íslendingar segðu að ástandið væri vonlaust en ekki al- varlegt. „Þetta tei ég eiga vel við.“ Wolfgang segist einnig hafa sótt svipaða veíslu í Hannover og einnig hafi honum tvívegis verið boðið að koma á þorrablót en í hvorugt skip- tið hafi hann séð sér fært að koma, í annað skiptið vagna anna og í hitt vegna veikinda. „Það verður líka að segjast að ég hef engan brennandi áhuga á því að borða sviðahausa. Ég hef einu sinni bragðað mysu og það var hræðileg reynsla. Það var aftur á móti leiðin- legt að missa af veislunni." Tvívegis hefur Wolfgang komið til íslands. í fyrra skiptið segist hann hafa reynt að koma sér upp viðskiptasamböndum en í það síðara hafi hann einungis verið í fríi og ferðast um Vesturland. Hann segist hafa ætlað að koma aftur á þessu ári en ekki séð sér það fært en vonast til þess að geta komið á næsta ári, þar sem hann hafi mik- inn áhuga á að ferðast um Norður- og Austurland. Þetta sé hægt þegar maður geti gist hjá vinum og kunn- ingjum en annars séu íslandsferðir í dýrasta lagi. Wolfgang telur það vandamál að hann hafi það á til- finningunni að Islendingum sé ekk- ert allt of vel við ferðamenn. Það sé hins vegar allt annar hlutur þeg- ar maður komi til að heimsækja vini og kunningja. Nefnir hann sem dæmi að á ferðalagi með vinum sínum hafi verið komið við á bóndabæ og hafi þar verið tekið konunglega á móti þeim. Hann teldi hins vegar að hefði hann ekki verið með kunningjum sínum á ferð held- ur einungis komið að bænum sem óbreyttur þýskur ferðamaður hefði honum líklega ekki verið boðið að koma inn fyrir. Eins og áður sagði flytur Wolf- gang einnig út vín sín til íslands, alls 1.000-2.000 flöskur árlega. Þetta segir hann vera mjög lítið magn og varla borga sig. Það sé líka mjög erfitt að eiga viðskipti af þessu tagi á íslandi. Aðilar sem hann hafi verið kominn í samband við, hótel og veitingahús, og ætlað að eiga viðskipti við, hafi allt í einu farið á hausinn eða lent í fjár- hagserfiðleikum. Einnig væri erfitt um vik vegna þess að ekki yrði fram hjá einokunarfyrirtækinu komist. Þetta allt telur hann vera mjög miður og leiða til þess að flest þau vín sem seld eru á Islandi séu af frekar misjöfnum gæðum þó ein- staka ágæt vín megi finna inn á milli. Það er komið að lokum spjalls okkar og Wolfgang fer að velta ís- víninu fyrir sér á ný. Eftir að hafa hlustað á veðurfregnir og átt sam- ráð við kollega sína kemst hann að þeirri niðurstöðu að líklega geti orðið af tínslunn i. Það hafi hann hins vegar líka haldið fyrir nokkrum dögum. Búið hafi verið að spá frosti og vínbændurnir byijað að smala saman liði. Áfram hafi haldið að kólna eitthvað fram eftir kvöldi en svo farið að hlýna á ný og hann hafi þurft að aflýsa öllu. Það er því ekki nema von að menn séu svolítið óstyrkir þegar loksins virð- ist ætla að verða af því. Það er líka rúmur hálfur annar áratugur síðan Wolfgang stóð í þessum sporum síðast. Þegar ég geng út lít ég til himins. Þetta er stjömubjört nótt, ekki ský á himni, og veðurfregnirn- ar spá kólnandi veðri. Á mánudeg- inum má lesa í blöðunum að berja- tinsla vegna ísvínsins hafi gengið vel í öllum vínhéruðum. Kvöldstund með iddie Skoller íslensku óperunni sunnudag 21. janúar kl. 20.30, fáir miðar eftir. Ath. Aukasýning mánudag kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða er hafin físlensku óperunni. Athugið, sæti eru númeruð. uoirsKs.ö8a«nuirir ttjfistmra RANNSÓKIM ARÁÐ RÍKISIIMS auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1990 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum, sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á; - líklegri gagnsemi verkefnis, sérstaklega markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, - hæfni umsækjenda/rannsóknamanna. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni, sem svo háttar um að; - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt, - fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppþyggingu þekkingar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.