Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLÁÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 C 11 a Pelican BooK The Making of Modern Russia Usonei Kochan En byltingar þær, sem hæst bar á nýliðnu ári, voru ekki kommún- ískar heldur byltingar gegn kommúnisma. HAGFRÆDI/ Hver eru lífskjör í Austur-Evrópuf VOFANSEMKOM INN ÚR KULDANVM eftir Sigurð Snævarr KJARNIMARXISMANS er kenn- ingin um þróun þjóðfélagsins. Samkvæmt hinni dialektísku efh- ishyggju á öll þróun samfélagsins rætur að rekja til andstæðna inn- an þess. Átök þessara andstæðna leiða að lokum til byltingar. Sam- kvæmt þessari sögulegu nauð- hyggju hlaut andstæðan milli borgarastéttarinnar og öreiga- lýðsins að leiða til endaloka hinna kaptítalísku framleiðslu- hátta. Með hinni sósíalísku bylt- ingu skyldi öllum stéttaandstæð- um eytt. Marxisminn býður ekki upp á nákvæma uppskrift að hinu þúsund ára ríki. En eins og vikurit- ið Economist orðaði það í athyglis- verðri grein í nóvember sl., komm ^^bbbbbhbb únisminn „lofaði gulli og grænum skógum. En getur ekki einu sinni framleitt galla- buxur“ (“It prom- ised the moon. It cannot even deli- ver a pair of je- ans“). Kommúnistaávarpið var ritað árið 1847. Upphafsorð þess eru: „Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu — vofa kommúnismans." Á þeirri hartnær einni og hálfri öld, sem liðin er frá ritun ávarpsins, hefur heimurinn gjörbreyst. Komm- únismanum var komið að í Rúss- landi og síðar með bolabrögðum í þeim lýðveldum, sem nú mynda Sovétríkin og í löndum Austur- Evrópu, auk Kína og Kúbu. En byltingar þær, sem hæst bar á ný- liðnu ári voru ekki kommúnískar heldur byltingar gegn kommún- isma. Þessa framhaldssögu er ekki að finna í ritum þeirra Marx, Eng- els eða Leníns. Byltingar þessar í Austur-Evrópu má þó án efa út- skýra með hinni díalektísku efnis- hyggju Marx og Engels. í grein sinni: Þróun sósíalismans, segir Engels: „Árekstrarnir ná hámarki, þegar framleiðsluhættirnir gera uppreisn gegn viðskiptaháttunum.“ Og á því stigi telur Engels stétta- baráttuna „taka á sig mynd and- stæðna milli skipulagðrar fram- leiðslu í einstökum verksmiðjum og stjórnleysis í framleiðslu þjóðfélags- ins í heild“. Þessar skýringar geta vel átt við þróunina í Austur-Evr- ópu. Áherslan á uppbyggingu þunga- iðnaðar, raforkuiðnaðar og her- gagnaiðnað á kostnað neysluvöru- framleiðslu, eru þeir framleiðslu- hættir, sem uppreisn hefur verið gerð gegn. Þótt opinberar tölur um þjóðarframleiðslu Sovétríkjanna sýni að einungis um ijórðungi fram- leiðslunnar sé varið til fjárfesting- ar, telja vestrænar heimildir að rétt tala sé nær 40%. Á íslandi er þetta hlutfall nú 18-20%. Að öðru óbreyttu ættu miklar fjárfestingar að glæða hagvöxt og hraða tækni- framförum. Sú er hins vegar ekki raunin í Sovétríkjunum. í því landi eru vélar og tæki að meðaltali 25 ára, en sambærilegar tölur fyrir Bandaríkin og Japan eru 10 og 5 ár. Ástæður þessa eru m.a. þær að í stað þess að gera úrbætur á eldri verksmiðjum eru nýjar reistar, Þá er í gangi smíði 300-350.000 verk- smiðjur og starfa við hverja bygg- ingu aðeins 13 manns til jafnaðar. Bygging vérksrpiðjanna tekur því 13 ár (í stað 1-3 ára í vestrænum löndum) óg þær eru því tæknilega úreltar er þær taka til starfa. Gott dæmi um hversu tæknilega vanþró- aðir Sovétmenn eru, er ástandið í tölvumálum þeirra. Áætlað er að aðeins 200 þús. tölvur séu til í Sov- étmanna séu svipuð og í tekjuhærri þróunarríkjum. Meðallífslíkur so- vésk karlmanns er aðeins 63 ár samkvæmt þarlendum heimildum og ungbarnadauði er 26 af 1.000 fæðingum. Samsvarandi tölur fyrir ísland eru 75 ár og 5,4 af 1.000. Ef marka má opinberar tölur var þjóðafframleiðsla í Austur-Þýska- landi um 9 þúsund dollara á mann á árinu 1988, en rúmir 5 þúsund dollarar í Póllandi. Til samanburðar má nefna að þjóðarframleiðsla á íslandi var á árinu 1988 um 15.756 dollarar. Laun í Austur-Þýskalandi námu 4 dollurum á tímann árið 1988 og_ um 1,3 dollurum í Póll- andi. Á íslandi var tímakaup land- verkafólks innan ASÍ tæpir 10 doll- arar á tímann. Þessar tölur segja þó lítið um hið raunverulega ástand, þar sem kaupmáttur þegna Aust- ur-Evrópu er í raun stórlega falsað- ur vegna vöruskorts. í Sovét er nú sagt: það eina sem ekki skortir er peninga. þessu er öfugt farið á íslandi. étríkjunum, en þar búa um 280 milljónir manna. Til samanburðar eiga Bandaríkjamenn, serri eru um 250 milljónir, yfir 25 milljón tölvur og ætla má að ekki færri en 20 þús. tölvur séu til á íslandi. Til við- bótar þessu skal bent á að tölvur Sovétmanna eru miklu frumstæðari en vestrænar. Ein ástæða þess er raunar sú að Stalín lagðist gegn ýmsum nýjungum í eðlisfræði á sinni tíð, m.a. taldi hann að stýri- fræðin (e.„cybernetics“) væru and- marxísk fræði, en hún eru einmitt grundvöllur tölvutækninnar. Engar óyggjandi tölur eru til um hagþróun og lífskjör í löndum Aust- ur-Evrópu. Ýmsir kvarðar lífsgæða s.s. meðalævilengd og ungbarna- dauði, benda þó til, að lífskjör Sov- er þjónusta sem gerir íjármólastjórum, gjaldkerum og LANDSBANKAN S sendimönnum fyrirtækja lífið léttara. Með því að tengja tölvu fyrirtækisins við BOÐLÍNUNA hefur fyrirtækið í raun opnað sinn eigin afgreiðslustað í bankanum, sem er inni á skrifstofu fyrirtækisins. Með BOÐLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða reikning sem er i hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun án þess að fara í banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans og mánaðamótin verða léttari. Allar nánari upplýsingarfást í bæklingi sem liggurframmi í næsta Landsbanka. Landsbanki íslands Banki alira landsmanna i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.