Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990 Jóhann Már Jóhannsson Fyrir stuttu barst mér í hend- ur hljómplata sem ber titilinn „Ef væri ég söngvari" og hefur að geyma söng Jóhanns Más Jóhannssonar við undirleik Láru Rafnsdóttur. Jóhann er ættaður að norðan, sonur Jóhanns Konr- áðssonar og bróðir Kristjáns stórsöngvara og má greinilega merkja skyldleika raddar hans við þá feðga. Á plötuumslagi er því miður engar upplýsingar að finna um Jóhann, hvorki nám né feril en af ýmsu má ráða að tilsögn hafi hann hlotið takmarkaða og er það mið- ur, því það glittir á gull í barka Jó- hanns, sem þó fær ekki að skína nægilega því það vantaði góðan kennara til að fægja málminn. Annars er út í hött að velta fyr- ir sér spumingunni: Hvað ætli hefði orðið úr honum ef...? Hitt er alveg ljóst að Jóhann hefur hlotið í vöggugjöf mikla og fagra tenórrödd og tónlistarhæfileika. Jóhann ætlar sér ekki um of á þessari plötu. Þar er að finna 18 lög úr ýmsum áttum, flest smá í sniðum og hann ræður vel við þau öll. Hér verða þessi lög ekki talin upp né dregin í dilka en eiga það sameiginlegt að hæfa rödd Jóhanns ágætlega. Söngur Jóhanns Más er ekki gallalaus né tækni fullkomin en túlkunin einkennist af mikilli ein- lægni, sönggleði og ríkri tjáning- arþörf. Meðan enn finnast menn sem hvers dags yrkja jörðina og fást við fé, en upphefja raust sína af slíkri reisn á góðri stund, er íslenskri al- þýðumenn- - ingu ekki alls vamað. Hlutur Láru Rafnsdóttur er mjög góður á þessari plötu. Leikur hennar er bæði vandaður og öruggur. Upptaka fór fram í Viðistaða- kirkju í Hafnarfirði en þar era aðstæður allar hinar bestu til slíkra hluta. Upptöku annaðist Pétur Steingrímsson og skilar góðu verki. Þessi plata er Jóhanni Má Jóhannssyni til mikils sóma. HLfÓIVIPLÖTUR Egill Fridleifsson TILBOÐ ÓSKAST í Ford Bronco II 4x4 árgerð ’87 (ekinn 17 þús. mílur), Ford Bronco U-15 XLT 4x4 árgerð ’83, Volkswagen Campmobile GL Westfalia árgerð '87 tjónabifreið (ekinn 26 þús. mílur), ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 23. janúar kl. i 2-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna. PKDIMtTK'N \ nii-tii.. i sm.h in i i:i;s \inis \i. i’n 11 la PA C / i L 0 S T I Við morðingjaleit hitti hann konu sem var annað hvort ástin mesta... eða sú hinsta I ELLENBARKIN JOHN GOODMiN MARTIN BREGNLVN LOIIS A. STROLLER DOLBY STEHEO A LMVERSAL PICTIRF ©IWIMURSU.UTVSTIDIOS.IV. Umsögn um myndina: ★ ★ ★ ★ (hæsta einkunn) „Sea of Love“ er frumlegasti og erótískasti þriller sem gerður hefur verið síðan „Fatal Attraction “-bara betri.“ Rex Reed, At the Movies. Sýnd í A-sal kl. 5-7-9 og 11.10. Bönnuð börnum innan 14 ára. LAUGA Sími 32075

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.