Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 MMMfí Með morgunkaffinu Þú segir ekki, drengur minn, að móðir þín sé heimsk nema þú sannir það. HÖGNI HRKKKVISI Nauðsynlegt að friða stór landsvæði Til Velvakanda. * Eg fagna heilshugar átakinu Landgræðsuskógar 1990. Það er synd og skömm hve lítið við ís- lendingar höfum gert fyrir landið okkar og verið sinnulausir gagn- vart uppblæstri. Það hefur sýnt sig að auðvelt er að rækta skóga víða hér á landi þar sem friður er fyrir ágangi búfjár. Nauðsynlegt er að friða stór land- svæði fyrir beit a.m.k. á meðan er verið að rækta þau upp og loka sárum." Þetta á t.d. við um Þórsmörk þar sem beit hefur víða farið illa með landið, svo illajjð landið blæs þar víða upp. Þetta fagra land verður að friða strax. Vona ég að f leiri láti í sér heyra um þetta mál og fleiri slík sem að landgræðslu lúta. Ég vona að átakið Landgræðsluskógar 1990 verði ekki aðeins til að skóg- ræktin efiist heldur einnig til þess að íslendingar fari að hugsa meira um landið sitt og hætti að ofbjóða því. Sigurður Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skammdeg- inu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. Á FÖRNUM VEGI Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þorsteinn Magnússon og Hulda Jónsdóttir hjá Farfúgladeild- inni á Laufásvegi. „Eldhúsið er samkomustaðurinn." Velkomin til Islands: Krókloppinn far- fugl iðrast létt- úðar í London SUMIR ÍSLENDINGAR eru svo þjóðræknir að telja veðurfar hér betra en annars staðar á jarðarkringlunni, flestir nefna þó eitthvað annað jákvætt við fósturjörðina. Erlendir ferðamenn koma langflest- ir hingað yfir sumarmánuðina þegar veður og færð eru með skap- legu móti. Þá getur fólk gist á Eddu-hótelum, veitt lax, farið i útreið- artúra, skoðað náttúru og sögustaði. Allan ársins hring eru auðvitað útlendingar á hótelunum, þar eru menn í viðskiptaerindum og opin- berum erindrekstri. Einstaka túrhestar af hinni einu, sönnu bak- pokagerð slæðast samt hingað yfir köldustu vetrarmánuðina og gista þá gjarnan á farfúglaheimilum eða á gistiheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík. Við Laufásveg hefur Farfugla- deild Reykjavíkur verið til húsa síðan 1963.1 eldhúsinu sat Michael Hollins, 26 ára gamall Breti frá Woolwich í London, og saup á te með mjólk út í, að enskum sið. Hann sagðist vera handlangari í byggingariðnaði og hafa ferðast til nær allra Evrópulanda auk Afríku, Ástralíu og Tahiti. „í lok desember var ég á krá heima þegar ég fékk skyndilega þessa fáránlegu hug- mynd, að fara til íslands og vera þar í þijár vikur að vetrarlagi, ég átti frídaga inni. Yfirleitt drekk ég lítið en kannski hef ég verið búinn að fá mér of marga bjóra! Ég vissi nánast ekkert um landið og þekkti engan sem hafði komið hingað. Það var kalt í Keflavík en það þurfti ekki að koma mér á óvart; nafnið á landinu gefur það til kynna. Ölkærir Akureyringar Ég fór til Akureyrar, var þar í rúmar tvær vikur. Dagarnir eru stuttir, ég gat þess vegna ekki séð mikið af náttúrunni þama eða merkisstöðum. Reyndar fór ég dá- lítið um nágrennið á puttanum. Eitt kvöldið skrapp ég á ball. Fólk- ið var ágætt en mjög hlédrægt eins og íslendingar reyndar f lestir, feim- ið við útlendinga. Reyndar fór að losna um málbeinið þegar leið á kvöldið. Mér kom á óvart hvað allir voru kengfullir, konur jafnt sem karlar, bókstaflega allir á hvolfi!“ Honum fannst matarútgjöld há á íslandi, einkum væri skrítið hve Víkveiji skrifar Tíðrætt hefur verið um Stöð 2 að undanförnu vegna hrær- ‘ inganna þar á bæ. Stöðinni var í upphafi spáð misjöfnu gengi, þar sem margir héldu því fram að markaður væri of lítill hér fyrir tvær sjónvarpsstöðvar. Nú hefur komið í ljós að svo virðist ekki vera - en vandinn sá hve eigend- urnir lögðu af stað með lítið eigið fé handa á milli og reistu sér hurð- arás um öxl. En hvernig sem verður með eignaraðild að stöðinni er nokkuð ljóst að hún er komin til að vera, það er að segja ef hún heldur þeim áskrifendafjölda sem þegar er fyr- ir hendi, svo ekki sé talað um ef áskrifendum fjölgar. Búast má við að vissra aðhalds- aðgerða sé þörf, en þá er nauðsyn- legt fyrir Stöðina að halda inni því efni, sem skapað hefur henni vinsælda eða sérstöðu. Sé það ekki gert og áhorfandinn missir „þáttinn sinn“ er hætt við að áhuginn á áframhaldandi áskrift dvíni eða hverfi með öllu. Víkverji var vitni að því er ein- mitt þetta atriði var rætt í kunningjahópi - og golfþátturinn m.a. tekinn sem dæmi. Ríkissjón- varpið hafði sinnt þeirri íþrótt lítið, en þá reið Stöð 2 á vaðið með vikulega þætti. Nutu þeir strax mikilla vinsælda meðal golfáhugamanna og þegar frá Ieið langt út fyrir raðir þeirra. Var þar kominn tryggur og ört vaxandi áhorfendahópur. Stjórnendur Ríkissjónvarpsins urðu þessa að sjálfsögðu varir, fóru að auka sýningar frá golf- mótum - og nú þegar Stöð 2 hef- ur fellt niður golfþætti sína sá Sjónvarpið sér leik á borði og er komið með vikulega þætti, fyrri áhorfendum þáttanna á Stöð 2 til mikillar ánægju. Þeir sakna þó þáttanna þaðan þar sem þeir voru yfirleitt mjög góðir og fagmann- lega unnir. Vart verður trúað að Stöð 2 ætli þannig að gefa frá sér stóran og þakklátan áhorfenda- hóp, en svo er ef þættirnir verða felldir niður til frambúðar. egar verkfallsátök verða - eins og átti sér stað í síðustu viku - fer fólk að velta því fyrir sér hvort hér séu engin lög um verkföll og vinnudeilur - og það ekki að ástæðulausu. Lögreglunni ber að halda uppi lögum og regl- um, en þegar verkfallsmenn og meintir verkfallsbijótar takast á virðist lögreglan algerlega stikkfrí og heldur að sér höndum. Menn fá þá að stimpast óáreittir og skemma eigur hver fyrir öðrum. Frumskógarlögmálið í fullu gildi. Þetta aðgerðarleysi lögreglunn- ar er fyrir ofan og neðan skilning almennings. Annaðhvort hefur maður, sem hyggst aka bíl sínum með farþega, rétt til þess eða ekki. Komi upp ágreiningur ber lögreglunni að kanna það mál, og sé rétturinn mannsins á lögreglan að sjá til þess að hann fái að aka óáreittur - en brjóti hann með því lög á hún að sjá til þess að hann láti af þeirri iðju. Enginn getur skipað sjálfan sig til þess að fara með lögregluvald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.