Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 18. tbl. 78. árg.__________________________________ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990_______________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Valdaeinok- un kommún- istaafiiumin í Júgóslavíu Sovétríkin: Kjamavopnum beint að Noregi Þvert á yfirlýsingar Míkhaíls S. Gorbatsjovs Ósl6. Reuter. NORSKUR herforingi, Dagfinn Danielsen, yfirmaður heraflans í Norður-Noregi, lýsti því yfir í gær að Sovétmenn hefðu komið upp skammdrægum kjarnorkueldflaugum við norsku landamærin. Væri þetta í andstöðu við fyrri yfirlýsingar Mikhaíls S. Gorbatsjovs, leið- toga sovéska kommúnistaflokksins, þess efiiis að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð. Danielsen sagði einnig að Sovétmenn héldu áfram vígvæðingu á Kóla-skaga þrátt fyrir slökun á spennu í samskiptum austurs og vesturs. - Reuter „Norskir hermenn sjá eldflaugarn-. ar frá landamærastöðvum sínum. Við teljum að þsér beri kjarnaodda,“ sagði Danielsen í viðtali við Reuters- fréttastofuna. Kvað hann flaugarnar vera hreyfanlegar af gerðinni SS-21 en þær draga um 100 kílómetra. Herforinginn sagði að unnt væri að koma hefðbundnum sprengjuhleðsl- um fyrir í eldf laugunum en þá væru þær harla gagnslitlar sökum þess að stýri- og miðunarbúnaðurinn væri ekki nákvæmur. Sagði hann undir- menn sína síðast hafa komið auga á eldflaugarnar í desembermánuði. Danielsen minnti á að Míkhaíl S. Gorbatsjov hefði lýst því yfir í ræðu er hann flutti í Helsinki í október að skammdrægar kjarnorkueld- flaugar hefðu verið fjarlægðar frá Kóla-skaga og að Sovétmenn réðu nú hvorki yfir meðal- né skamm- drægum kjarnorkueldflaugum sem unnt væri að skjóta á skotmörk í Norður-Evrópu. Norski herforinginn írekaði fyrri yfirlýsingar stjórnvalda í Noregi þess efnis að ekkert lát væri á vígvæðingu Sovétmanna á Kóla-skaga. Hann kvað slagkraft heraflans þar hafa aukist auk þess sem tiltekin vopna- kerfi hefðu verið endurnýjuð. Árás sovéska hersins á þjóðernissinna í Bakú aðfaranótt laugardags var harðlega mótmælt í gær og beindist óánægjan mjög gegn Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga. I Azerbajdzhan voru borin spjöld þar sem hann var eftirlýstur sem sakamaður (mynd að ofan) og í Moskvu voru borin spjöld sem á stóð „Gorbi morðingi“. Þingið í Azerbajdzhan setur Moskvustjórninni úrslitakosti: Hóta sambandsslitum fari herinn ekki burt Belgfrað. Reuter. SAMÞYKKT var nær ein- róma á þingi júgóslavneska kommúnistaflokksins í gær að binda enda á valdaeinokun flokksins og leyfa fjölflokka- kerfi. Kommúnistar hafa ver- ið einráðir í 45 ár en frjálsar kosningar hafa þegar verið boðaðar í vor í sambandsríkj- unum Króatíu og Slóveníu. Felld var með yfirgnæfandi meirihluta tillaga um að af- nema yfirstjórn flokksins og láta deildir hans í hverju sam- bandsríki fá fúlla sjálfstjórn. Hatrömmustu deilurnar á þing- inu hafa orðið um sjálfstæði flokksdeildanna og voru það full- trúar frá Bosníu-Herzegóvínu og Slóvenar er báru hana fram. Tals- menn Serba, stærstu og voldug- ustu þjóðar ríkisins, voru andvígir og vildu þeir sterka miðstjórn. Sama sinnis eru flestir æðstu ráðamenn hersins. Serbnesku fulltrúarnir sökuðu Slóvena um að styðja tilraunir Albana í Kosovo-héraði til meints þjóðarmorðs á Serbum, búsettum í héraðinu. Er fulltrúi frá Bosníu- Herzegóvínu lagði til að flokknum yrði skipt í tvennt; sósíalistaflokk og kommúnistaflokk, og sagði stjórnarflokkinn vera að fremja „hægfara sjálfsvíg“ með aftur- haldsstefnu sinni hrópuðu Serbar: „Dyrnar eru opnar fyrir þá sem vilja fara.“ í síðasta mánuði slitu Serbar öll viðskiptatengsl við Slóvena. Lífskjör í Slóveníu eru mun betri en annars staðar í Júgóslavíu, lýð- ræðisþróun hröð og vilja ráðamenn auka tengslin við Vestur-Evrópu. Moskvu. Bakú. Reuter. ÞINGIÐ í Azerbajdzhan hótaði því í gær að segja lýðveldið úr lögum við Sovétríkin ef Moskvu- stjórnin drægi ekki herlið, sem I sent var þangað í siðustu viku, I til baka innan tveggja sólar- hringa. Samþykkti þingið að I hafa neyðarlög, sem Sovétstjórn- | in hafði sett í Azerbajdzhan, að engu og efha til kosninga um sambandsslit ef herinn yrði ekki kvaddur til baka. Á grundvelli neyðarlaganna voru tugþúsund- ir sovéskra hermanna sendir til Armeníu og Azerbajdzhans til þess að bijóta á bak aftur upp- reisn Azera og átök þeirra og Armena. Árás sovéska hersins á þjóðernissinna í Bakú sl. fostu- dagskvölds var harðlega mót- inælt í Azerbajdzhan og í Moskvu í gær og hefúr hún orð- ið til að auka kröftir um aðskiln- að frá Moskvu. Um helgina átti Ajaz Mútalíbov, forsætisráðherra Azerbajdzhans, og fleiri leiðtogar lýðveldisins, fund í Moskvu með Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga um hugsanlega heimkvaðningu sovésku hersveit- anna. Samtök þjóðernissinna, Al- þýðufylking Azerbajdzhan, sagðist ekki viðurkenna Mútalíbov sem leið- toga lýðveldisins þar sem hann væri fulltrúi kommúnistaflokksins, sem væri áhrifalaus eftir atburði helgarinnar. Á útifundum í gær kenndi alþýðamanna flokknum urn árás hersins og tugþúsundir manna brenndu flokksskírteini sín í mót- mælaskyni. Fréttamaður sovéska sjónvarps- ins varaði yfirvöld við því í gær- kvöldi að líta á Alþýðufylkingu Azerbajdzhans sem fámenn öfga- mannasamtök. Hún hefði fylgi fjöldans og lagði hann til að yfir- völd tækju upp viðræður við leið- toga hennar. TASS-fréttastofan sagði í gær- kvöldi að enn væri barist i Bakú og kenndi þar um „öfgamönnum", en leyniskyttur Azera munu halda uppi skothríð á stöðvar sovéska hersins. Einnig sagði TASS að hátt- settir embættismenn í Armeníu og Azerbajdzhan hefðu náð samkomu- lagi í gær um að stöðva bardaga armenskra og azerskra þjóðernis- sinna. Rúmlega milljón manns fylgdi um 60 Azerum, sem féllu í átökum við sovéská herinn aðfaranótt laug- ardags, til grafar í Bakú í gær. Opinberlega er sagt að 83 hafi fall- ið í átökunum, þar af 14 hermenn, en leiðtogar Alþýðufylkingar Azera sögðu a.m.k. 1.000 manns hafa týnt lífi. Að hætti múslima voru sterkar tilfinningar látnar í ljós er mennirnir voru lagðir til hvfldar í sameiginlegri gröf í einum garði borgarinnar. Konur reyttu hár sitt og rifu af sér flíkur og skerandi grátur heyrðist langar leiðir. Hermt er að þjóðernissinnum í Azerbajdzhan hafi borist vopn frá frændum sínum í íran og af þeim sökum lokaði sovéski hérinn landa- mærum ríkjanna um helgina. Sjá ennfremur fréttir af ástandinu í Azerbajdzhan og Armeníu á bls. 20.-21. Austur-Þýskaland: Lá við kjarnorkuslysi Austur-Berlín. Reuter. STARFSMENN kjarnorkumálaskrifstofú Austur- Þýskalands viðurkenndu í gær að eldur hefði orðið laus í kjarnorkuveri nærri Eystrasalti árið 1975 eins og vestur-þýska fréttatímaritið Der Spiegel skýrir frá. Hins vegar neita starfsmennirnir því að hætta hafi verið á slysi á borð við Tkjernobyl-slysið í Sovétríkjunum árið 1986 eins og tímaritið heldur fram. Der Spiegel segir að eldur hafi kviknað í Lub- min-kjarnorkuverinu nærri borginni Greifswald við Eystrasalt síðla árs 1975. Varnarkerfi hafi bilað með þeim afleiðing- um að einungis ein af sex vatnsdælum hafi farið í gang. Það hafi þó nægt til að slökkva eldinn. Tímaritið hefur eftir starfsmanni kjarnorku- versins að það gangi kraftaverki næst að stór hluti Norður-Þýskalands, Danmerkur og Svíþjóðar skuli ekki hafa orðið geislamengun að bráð. í yfirlýsingu frá kjarn- orkumálaskrifstofu Áust- ur-Þýskalands segir að ekkert tjón hafi orðið af völdum eldsvoðans. í kjöl- far hans hafi öryggisregl- ur í kjarnorkuverum landsins verið hertar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.