Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 18
MORGUNBIiAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR <28; JANUAR I990 ' 18 i-í Virðisaukaskattur: Reglugerðarbreyting um staðgreiðsiunótur SAMKVÆMT gildandi reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattskyldra aðila skal skrá nafn og kennitölu kaupanda á alla sölureikninga nema þegar selt er til neytenda og upphæðin ekki hærri en 3.000 krónur. Að sögn Jóns Guðmundssonar deild- arstjóra ly'á ríkisskattstjóra þyk- Úttekt Lands- bankans á fjárhag SÍS lokið: Byijað að vinnaefltir skýrslunni ir þetta ákvæði vera gallað og stendur til að breyta því, þannig að sé seljandinn með sjóðvél, dugi kassakvittun og sölunóta án nafns og kennitölu þótt keypt sé fyrir hærri upphæð. Eftir sem áður skulu allir skráðir aðilar í virðisaukaskattskerfi til- greina nafn og kennitölu, ætli þeir að fá virðisaukaskattinn frádreginn sem innskatt. Þá ber að taka fram á sölunótu hvert söluverð hVerrar einingar er, heildarverð, hvort virð- isaukaskattur er innifalinn í fjár- hæð eða ekki og nótumar skulu vera í þríriti, kaupandinn fær frum- ritið. Jón Guðmundsson segir að ekki verði gerðar athugasemdir við færslu staðgreiðslugagna þegar selt er beint til neytenda, þótt nafn og kennitala séu ekki á nótunum, svo fremi sem sjóðvélastrimlar séu fyrir hendi í verslununum. Vetrarríki á SigluGrði Mikið fannfergi er nú á Siglufirði eins og myndin að ardag. Skaflarnir voru sumstaðar tveir metrar á ofan ber með sér. Þar byijaði að snjóa síðastliðinn hæð. Enn er verið að ryðja snjó af götum bæjarins fimmtudag og var samfelld snjókoma allt fram á laug- sem hefur torveldað bæjarbúum allar ferðir. BANKASTJÓRN Landsbankans hefiir fengið í hendur skýrslu óms Niissonar íöggiits endur- ]Njý stióm Islenska sjónvarpsfélagsins hf: skoðanda um uttekt a fjarhags- —si--“---------------------•?--------A--------£3---------- stöðu Sambands islenskra sam- vinnufélaga. Samkomulag varð um gerð skýrslunnar í kjölfar fyrsta samkomulags Landsbank- ans og SIS um kaup bankans á hlut SIS í Samvinnubankanum. Sverrir Hermannsson bankstjóri Landsbankans sagðí í gær að upp- lýsingar úr skýrslunni yrðu ekki gerðar opinberar. „En við erum að byija að vinna eftir henni,“ sagði Sverrir. Hann sagði að á grundvelli skýrslunnar yrði væntanlega auð- veldara að vinna að endurskipu- lagningu þeirri sem nú stendur yfir á starfsemi Sambandsins og finna viðreisnartillögur. Þorvarður Elíasson ráðínn yfír- maður Stöðvar 2 til eins árs NÝ STJÓRN íslenska sjónvarps- félagsins var kosin á hluthafa- fundi fyrirtækisins siðastliðinn laugardag. Jóhann J. Ólafsson var kosinn stjórnarformaður. Aðrir fiilltrúar núverandi meiri- hluta i stjórninni eru Jón Ólafs- Úr dagbók lögreg’liinnar í Reykjavík 19.-22. jan. 1990 — 12 ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina og 2 voru kærðir fyrir að aka réttindalausir. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt og virða ekki rautt ljós eða stöðvunarskyldu. Skráning- arnúmer þurfti að fjarlægja af 7 ökutækjum vegna vanrækslu á aðalskoðun. Eigendur á annan tug ökutækja voru kærðir fyrir að leggja ökutækjum sínum ólöglega og 14 ökutæki til við- bótar þurfti að fjarlægja með kranabifreið vegna sérstaklega slæmrar stöðu þeirra. — í 77 tilvikum þurfti að hafa afskipti af ölvuðu fólki og 5 sinnum kom til afskipta lög- reglu vegna heimilisófriðar. — Tilkynnt var um 35 árekstra á tímabilinu svo og eitt umferðarslys. Gangandi vegfar- andi varð fyrir bifreið í Síðum- úla og var fluttur á slysadeild- ina. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. — 10 innbrot, 12 þjófnaðir og 3 búðarhnupl voru tilkynnt til lögreglunnar. — 5 líkamsmeiðsl voru til- kynnt, 2 rúðubrot og 4 skemmd- arverk. — 20 einstaklingar höfðu læst sig úti og var veitt aðstoð við að komast inn, ýmist í bifreiðir eða íbúðir. — 53 gistu fangageymslu lög- reglunnar um helgina, 29 á að- faranótt laugardags og 24 á aðfaranótt sunnudags. Þeir sem sýnt höfðu af sér ölvunarólæti, eða 17, voru síðan færðir fyrir dómara og mál þeirra afgreidd með 6-10 þúsund króna sekt. 5 höfðu fengið að gista í fanga- geymslu þar sem þeir áttu hvergi höfði sínu að halla. — Þrír drengir voru staðnir að þjófnaði í verslun. Þeir voru færðir á lögreglustöðina og síðan í fangageymslu. — Tvær ungar stúlkur voru staðnar að hnupli í verslun. Haft var samband við foreldra stúlknanna og þeim tilkynnt um málavexti. — Piltar voru staðnir að því að reyna að framselja stolna ávísun í verslun. — Tilraun var gerð til vopn- aðs ráns í sölutumi. Góð við- brögð afgreiðslustúlku komu í veg fyrir að ætlunin næði fram. — 7 ölvaðir ungir menn voru handteknir eftir að hafa brotið rúðu í verslun í miðborginni og tekið varning úr glugganum. — Slagsmál urðu á Café Hressó. 3 ölvaðir menn hand- teknir og einum ekið á slysa- deild. Meiðsli hans talin óveru- leg. — Slagsmál að frumkvæði skipshafnar einnar fyrir utan Hótel Borg. 6 handteknir, færð- ir í fangageymslu og fyrir dóm- ara morguninn eftir. — Maður kastaði sér til sunds í höfninni. Hann komst af sjálfs- dáðum á þurrt land. — Til átaka kom í leigubif- reið. Bílstjóranum tókst að hafa stjórn á málum og kalla til að- stoð. Ölvaður maður var hand- tekinn og vistaður í fanga- geymslu. son forstjóri og Haraldur Har- aldsson forstjóri. Ólafúr H. Jóns- son var kosinn í síjórnina sem fúlltrúi fyrri aðaleigenda og Orri Vigfusson forstjóri sem fúlltrúi Eignarhaldsfélags Verslunar- banka Islands hf. Sljórnin hefúr ráðið Þorvarð Elíasson skóla- stjóra Verslunarskólans sem yfír- mann félagsins og Stöðvar 2 í eitt ár. Valdimar Hergeirsson yfirkennari skólans tekur við stöðu skólastjóra á meðan. „Við ætlum að halda starfsem- inni í horfinu fyrst í stað,“ sagði Jóhann J. Ólafsson þegar hann var spurður um áform nýja meirihlut- ans í Stöð 2. „Við þurfum fyrst að bæta fjárhagsstöðuna og er þegar farið að rofa til í þeim málum. Að því búnu förum við að skoða hvern- ig við getum notað þann styrk til að efla dagskrána," sagði Jóhann. Þorvarður Elíasson sagði við Morgunblaðið, að fyrir nokkru hefði verið ákveðið að hann færi í árs- leyfi. Hann hefði ætlað sér að dvelja erlendis en mál sín hefðu tekið skyndilega kúvendingu með því að honum var boðið starf yfir- manns Stöðvar 2. Þorvarður er varaformaður Eign- arhaldsfélags Verslunarbankans sem á 100 milljóna hlut í Stöð 2. Þorvarður sagði að rekstur Stöðvarinnar væri verkefni sem hann ætti eftir að setja sig betur inn í og leiða síðan áfram. Hann sagði að fjárþrengingar Stöðvar 2 Þorvarður Elíasson hefðu bitnað á dagskrárgerð undan- farið en á sama hátt hlyti nýtt 500 milljón króna hlutafé að geta gert það kleyft að bæta dagskrána. Hann sagði það síðan fjarri lagi, að breytingar yrðu á fréttadeild Stöðvar 2 eða hún jafnvel aflögð, eins og getsakir hafa verið uppi um. „Það eru allir sammála um það að fréttadeildin er ein styrkasta stoðin undir rekstrinum, þótt hún sé að vísu dýr. Páll Magnússon mun áfram ráða þar ríkjum og ég get ekki ímyndaða mér að neinn reyni Jóhann J. Ólafsson sagði að skerða hans sjálfstæðí,“ Þorvarður Elíasson. Aðspurður um stöðu fyrri aðal- eigenda Stöðvar 2 sagði Jóhann J. Ólafsson að þeir væru starfsmenn fyrirtækisins samkvæmt samning- um sem við þá voru gerðir um ára- mót. Þá hefðu þeir frest til 5. febrú- ar til að greiða hlutafjárloforð sitt og yrðu eigendur 150 milljóna hlut- afjár að því loknu. Jón Óttar Ragnarsson forstjóri Stöðvar 2 vildi í gær ekki tjá sig um stöðu mála á Stöð 2. Tíu Grænlendingar í áhöfti- um íslenskra loðnuskipa TÍU Grænlendingar hafa verið í áhöfiium íslensku loðnuskipanna Hábergs, Helgu II, Guðrúnar Þorkelsdóttur og Júpíters að undanf- örnu til að kynna sér loðnuveiðar, að sögn Sveins Hjartar Hjartarson- ar hagfræðings Landssambands íslenskra útvegsmanna. Grænlend- ingar eiga hvorki loðnuskip, né loðnuverksmiðjur. LÍÚ endurnýjaði samning við tíðinni. LÍÚ greiðir Grænlendingum Grænlendinga um kaup á 21 þús- 7,2 danska aura fyrir kílóið af und tonnum af loðnu en Landssam- loðnu, eða um 662 íslenskar krónur bandið sagði samningnum upp fyrir tonnið, þannig að Landssam- vegna lítillar loðnuveiði a haustver: bandið greiðir þeim samtals um 14 milljónir íslenskra króna fyrir þenn- an 21 þúsund tonna kvóta. Um 30 skip veiða kvótann og eru þau nán- ast búin að veiða hann, að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar. íslensku loðnuskipin fengu 662 þúsund tonna loðnukvóta í haust og Einar Guðfinnsson hf. í Bolung- arvík gerði samning um kaup á 10 þúsund tonnum af loðnu af Græn- lendingum, sem Júpíter yeiðir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.