Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 Ennfremur átti Högni í fórum sínum hljóðrituð samtöl, er hann hugðist færa í letur, við Jón Grímsson á ísafirði, kunnan bar- áttumann og róttækiing á sinni tíð og hefði verið fróðlegt að sjá þá sögu á prenti. Kynni okkar Högna hófust ekki að neinu marki fyrr en ég var kom- inn á þrítugsaldur. Þá var ég að bauka í blaða- mennsku og því var gott að eiga frænda sem var sjóaður í bransanum og gat miðiað af þekkingu sinni og reynslu, enda leitaði ég ósjaldan til hans og kom jafnan fróðari af þeim fundum. Högni var oft gagnrýninn og óvæginn í dómum sínum um menn og málefni og fengu margir til te- vatnsins hjá honum, er hann lét vaða á súðum. Þó unni hann flestum sannmælis, sér í lagi gömlum starfs- bræðrum á fréttastofu útvarps, sem hann virti ákaflega mikils fyrir andagift þeirra og snilli. Þrátt fyrir hijúfan húmor á stundum og kaldhæðnisleg tilsvör í véfréttastíl, sem hann tamdi sér öðrum mönnum fremur, átti Högni Torfason marga ljúfa strengi í hörpu sinni. Hann var geðríkur tilfmninga- maður, mótaður af hörku kalda stríðsins og hrikaleik vestfirskra fjalla. Það var sjaldan logn í kringum þennan mann. Eftir að ég fluttist búferlum úr Reykjavík, út á land, hittumst við frændur æ sjaldnar, en þegar það gerðist urðu einatt fagnaðarfundir. Mér eru í minni síðustu samfundir okkar, norður í Trékyllisvík á Ströndum, þar sem ég var búsettur um hríð, en þangað kom Högni í stutta heimsókn ásamt Lóu dóttur sinni. Þau feðgin voru reyndar á yfírreið um kjördæmið í þeim til- gangi að sannfæra kjósendur um ágæti Lóu, í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum fyrir al- þingiskosningar 1987. Þetta tókst að sínu leyti, því frænka mín náði 5. sæti í prófkjörinu — ekki síst fyrir dijúga liðveislu föður síns, sem var öllum hnútum kunnugur í fjórð- ungnum frá fornu fari. Högni var glaðbeittur og lék við hvern sinn fíngur. Hugurinn hvarfl- aði víða til fortíðar og nútíðar og dægurmál líðandi stundar voru reif- uð og afgreidd með viðeigandi hálf- kæringi að hætti okkar frænda! Hugstæðasta umræðuefnið var þó byggðin og mannlífíð við Djúp þar sem hann átti rætur sínar og hafði ávallt sterkar taugar til. Talið barst einnig að föður Högna og afa mínum, Torfa heitnum Halldórs- syni, skipstjóra en eftir því sem árin liðu urðu þeir feðgar æ líkari í fasi og svipmóti. Aðdáunarvert var hve samhent feðginin voru og augljós sá mikli áhugi sem Högni sýndi framboði dóttur sinnar. Hann lagði sitt lóð á vogarskálarnar og stuðlaði að vel- gengni hennar með vasklegri fram- göngu sinni þó ekki hefðu þau er- indi sem erfiði norður í Árneshreppi á Ströndum, höfuðvígi Framsóknar- flokksins og pólitískri föðurleifð Steingríms Hermannssonar! Að leiðarlokum kveð ég Högna frænda minn hinstu kveðju og þakka honum minnisstæð kynni. Jafnframt færi ég Guðbjörgu Guð- bjartsdóttur, eftirlifandi eiginkonu hins látna, og bömum þeirra hjóna, Hildigunni, Lóu, Yngva og Áðal- heiði, dýpstú samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Ég óska frænda mínum farsællar lendingar á strönd hinnar miklir móðu. Gunnar Finnsson Vorið 1967 kom Sigurður Bjarna- son frá Vigur á máli við mig, en ég var þá þingfréttaritari Morgunblaðs- ins, og réði mig að vinna á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði fram að kosningum. Skömmu síðar sá ég Högna Torfa- son í fyrsta sinn, og ég gleymi ekki fyrstu orðum hans til mín: „Svo þú er pilturinn, sem senda á vestur að passa mig.“ Mikil harka hafði hlaupið í fram- boðsmál þar vestra. Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson hafði lotið í lægra haldi fyrir liði Vigurmanna og Matt- híasar Bjarnasonar og tók ekki sæti á listanum það sinn. Högni Torfason var þá erindreki Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og gætti vissrar tor- tryggni í garð hans, einkum úr hópi Matthíasarmanna, en Þorvaldur var þá framkvæmdastjóri flokksins og yfirmaður Högna og hafði ráðið hann. Högni vann í kosningunum af eindrægni og hollustu við Sjálf- stæðisflokkinn. Ég fór vestur og bjó hjá þeim Matthíasi Bjarnasyni og frú Kristínu Ingimundardóttur. Þar var gott að vera og lærdómsríkt. Því var ekki að neita, að Högni var orðinn nokkuð einangraður á ísafirði. Átökin höfðu verið hörð og óvægin og staðið lengi. Högni tamdi sér aldrei mjúkmæli hirðmanna og áskildi sér ætíð rétt að hafa eigin skoðanir. Hreinskipti hans komu honum stundum í tímabundin vand- ræði, eins og þetta vor. Þau mál voru síðar gerð upp og menn viður- kenndu, að Högni hafði verið hafður fyrir rangri sök. Það sýnir það traust, er Vestfírðingar báru til Högna, að alla tíð eftir hann flutti til Reykjavíkur sá Högni um utan- kjörfundarkosningar fyrir Vestfirð- ing_a, _vini sína. Á ísafirði bjuggu Högni og kona hans, frú Guðbjörg Guðbjartsdóttir, með þremur bömum sínum á efstu hæð Uppsala, en skrifstofur Sjálf- stæðisflokksins voru á næstu hæð. Högni var jafnframt ritstjóri Vestur- lands og birti þar merkileg viðtöl við fræga Vestfírðinga. Var Högni óvenjulega vel ritfær maður, hvort heldur á íslensku eða ensku. Löngu síðar vann ég með honum að enskri útgáfu tímaritsins Skákar í tengsl- um við skákmót á Kjarvalsstöðum. Ritaði Högni það blað nær einn, þótt aðrir drægju að efni. Erlendum mönnum.þótt þessi „Shakespearian English" á blaðinu, en þar gætti áhrifa frá nánum kynnum Högna af enskum fagurbókmenntum. Létt- meti var ekki sú andlega fæða, sem hann nærðist á. Þau Guðbjörg tóku mér afar vel, ókunnugum unglingi, sem skorti mánuð í kosningarétt, og þann tíma sem ég var á ísafirði átti ég margar ánægjustundir á heimili þeirra. Alla tíð síðan kallaði Högni mig pólitískan fósturson sinn og óneitanlega voru athugasemdir hans um menn og málefni í þeim litum, að þær mást seint en halda mætti sínum. Frú Guðbjörg er góð kona, og reyndist Högna vel. Mönnum líður vel í ná- vist hennar. Síðustu kosningaferð sína um Vestfírði fór Högni fyrir síðustu Alþingiskosningar, en þá tók Hildi- gunnur dóttir hans þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Högni gekk vask- lega fram fyrir dóttur sína. Náði hún góðum árangri og bætti um betur, er hún var kjörin í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins á síðastliðnum landsfundi. Þá sá ég Högna í síðasta sinn. Duldist ekki, að heilsu hans hafði hrakað. En það var bjart í augum hans yfir velgengni dóttur sinnar. Högni var átakamaður. Hann vann mikið og gott starf í þágu skák- listarinnar og var varaforseti Skák- sambands íslands 1976-1979. Þegar sovésk stjórnvöld ofsóttu Victor Kortsjnoj var Högni fremstur í flokki þeirra, er börðust fyrir því, að Kremlverjar létu íjölskyldu Kortsjnojs í friði fara. Voru að undir- lagi hans mynduð samtök manna hér á landi Kortsjnoj til styrktar. íslensk stjórnvöld beittu sér af alefli í þessu máli og Friðrik Ólafsson, er þá var forseti FIDE, gekk vasklega fram. Galt hann fyrir það með emb- ætti sínu síðar meir. Högni þýddi sjálfsævisögu Victors Kortsjnojs á meitlaða íslensku. Sú bók er holl lesning hveijum manni. Högni var fréttamaður á útvarp- inu 1948-1962. Er víðkunnugt viðtal hans við Ungveijalands-Hjalta, en það var birt í útvarpinu 1956, þegar rússneskir skriðdrekar kæfðu upp- reisn Ungveija í blóði. Er efamál að frægara viðtal hafi verið flutt. Högna voru þessir atburðir oft í huga, og eldheitur andstæðingur kommúnista sem hann var, voru sem frelsistíðindin úr Austurvegi mikil gleðitíðindi. Eins og fyrr segir var Högni af- burðafær íslenskumaður. Var hann hagur nýyrðasmiður. Sjálfur var hann góðum gáfum gæddur, og hefði því mátt ætla, að hann færi í iang- skólanám, enda stóð hugur hans til þess. En skólagöngu hans lauk með óvæntum hætti. Segir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, skóla- meistari á Akureyri frá því í ævisögu sinni, að Sigurður Líndal Pálsson hafí vegna óvildar komið því fram, að Högni náði ekki framhaldsein- kunn og gaf kona Sigurðar, sem var prófdómari í teikningu, „þrátt fyrir mótmæli teiknikennarans, honum svo lága einkunn, að dugði til falls. Og ótti skólameistara við að missa nafna sinn frá skólanum dró úr hon- um allan mátt til íhlutunar“. Ekki er að efa, að þessi hremming markaði líf Högna og særði hann djúpu sári, sem e.t.v. greri aldrei til fulls. Undir harðri brynju Högna Torfa- sonar sló hugprútt hjarta. Hann var vinur vina sinna og gekk ævinlega fremstur í orrahríð. Guð blessi minningu Högna Torfasonar. Haraldur Blöndal Kveðja frá skákfélögum Vinur og skákfélagi er fallinn af skákborði lífsins. Högni Torfason léstþann 12. jan. sl. 65 áragamall. Með Högna er horfinn litríkur persónuleiki og ötull baráttumaður fyrir málstað skákhreyfingarinnar, enda kosinn þar til ábyrgðarstarfa um árabil. Um mörg undanfarin ár hafa gamlir félagar úr skákhreyfingunni hist reglulega og teflt af kappi. Þetta var hinn svonefndi Vísa skák- klúbbur. Högni var ómissandi í þeim hópi þar sem hann var bæði frum- legur skákmaður og hrókur alls fagnaðar. Milli umferða fór Högni á kostum, þar sem kröftugt málfar hans og hnyttin tilsvör glöddu okkur félagana. Högni lét sér reyndar mjög annt um íslenskt mál sköpun nýyrða var honum hugleikin, enda höfundur margra snjallra orða svo sem þota. Fijósemi Högna á þessu sviði var með ólíkindum. Þrátt fyrir kappsfulla lund mat Högni félagsskapinn og samvistir við gamla vini framar sigrum á skákborðinu, þótt vissulega hefði hann lúmskt gaman af að máta þá, sem töldu hann léttan mótheija. Fyrir þessar samvistir og vináttu erum við þakklátir og geymum minningu um góðan dreng. Við sendum eiginkonu, börnum og öðrum nánum ástvinum samúð- arkveðjur okkar. MÖPPUR frá Múlalundi... ... þærduga sem besta bók. Múlalundur HRAÐLESTRAR- NÁMSKEIÐ ★ Langar þig að lesa meira af góðum bókum? ★ Fylgist þú ekki nógu vel með nýjungum á þínu verksviði í vinnunni? ★ Er vinnuálagið í skólanum að drepa þig? ★ Er lítill tími til að sinna áhugamálunum? Það er staðreynd, að ekkert dregur jafn mikið úr námsárangri og lítill lestrarhraði. Lestrarhraði nem- enda Hraðlestrarskólans undanfarin 10 ár hefur auk- ist um 300% til jafnaðar, hvort heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Hver er þinn lestrarhraði? Er hann yfir 600 orð á mínútu, eða einungis um 150 til 180 orð á mínútu, eins og flestra nemenda í upphafi námskeiðs? Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans, skaltu skrá þig strax á næsta námskeið, sem hefst fimmtudaginn 25. janúar nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 ísíma 641091. V/SA* HRAÐLESTRARSKÓLINN '■'W'W 'W' Tékkaábyrgð án bankakorts Við viljum vekja athygli verslunarfólks og allra þeirra sem taka við tékkum sem greiðslu á eftirfarandi: íslandsbanki hf. ábyrgist alla sína tékka sem gefnir eru út af reikningseiganda, allt aö 10.000 kr., án þess að bankakorti sé framvísað. Viðtakendur tékka eru eindregið hvattir til að biðja útgefanda um að framvísa persónuskilríkjum og að skrá kennitölu eða nafnnúmer undir nafnritun hans. Þannig getur viðtakandi best gengið úr skugga um að tékkinn sé útgefinn af reikningseiganda, en það er skilyrði fyrir ofangreindri ábyrgð. ISLAN DSBANKl - í takt við nýja tíma! % . A A . j UTSALA - UTSALA Meiri háttar verðlækkun // H€RRflRIKI SNORRABRAUT 56 SÍM113505 «14303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.