Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 39 1 þakka Sigfúsi samfylgdina og allt það gott, sem ég á honum upp að inna bæði sem vinur, nemandi hans í barnaskóla og nemandi í skóla lífsins. Blessuð sé minning hans. Kristján Sigurjónsson Hinn fimmtánda þessa mánaðar andaðist Sigfús kennari Sigmunds- son bóndi að Gunnhildargerði í Norður-Múlasýslu. Við andlát hans vakna margar minningar um sam- veru- og vináttustundir frá löngu liðnum árum og allt til þessa dags. Það mun hafa verið árið 1933 sem kynni okkar hófust. Ég hafði ráðið mig til vinnu við rafstöðvar- byggingu Héraðsskólans á Laugum í Þingeyjarsýslu. Skömmu eftir að vinna hófst, snemma sumars, kom Sigfús þangað til starfa. Hann hafði verið á Kennaraskólanum um vetur- inn og var ákveðinn að ljúka þar námi næsta vetur. Sumarhýran á Laugum átti að nýtast til fram- færslu á vetri komanda. Sú hýra reyndist léttari í vasa en vonir stóðu til en sú saga verður ekki rakin hér, skólinn fékk sitt rafmagn og Sigfús lauk kennnaraskólaprófi vet- urinn eftir með sæmd. Fyrsta veturinn eftir kennara- skólanámið var Sigfús ráðinn stunda- og forfallakennari við Mið- bæjarbarnaskólann en var fastráð- inn eftir það. Sýnir það glöggt að eitthvað hefur hann haft til að bera fram yfir . meðalmennskuna — á þeim árum gekk ekki hver sem var beint frá prófborði inn í stærsta barnaskóla landsins. A þessum fyrstu kennaraárum Sigfúsar voru laun kennara það lág að nauðsyn var að vinna önnur störf að sumri til. Sigfús brá sér því í byggingarvinnu og var einnig flokksstjóri við vegagerð sem ungl- ingar úr Reykjavík unnu að í Þing- vallasveit. Einn af hornsteinum hamingj- unnar er heimili. Það stofnaði Sig- fús árið 1938 með konu sinni, Önnu Guðrúnu Frímannsdóttur frá Efsta- landi í Öxnadal. Anna er mikil myndar- og mannkostakona og henni tókst fljótlega að búa heimil- ið þannig að þegar gest bar að garði mætti honum birta og ylur. Það skipti sköpum í lífi þeirra hjóna er Sigfús veiktist og varð að leggjast á sjúkrahús. Þar varð hann að dvelja um þijú ár. Hann fékk sæmilegan bata en bar alla tíð leif- ar af sjúkdómnum og þoldijítt erfið- isvinnu eftir þetta áfall. Á þessum erfiðleikaáruni sýndi Anna, kona hans, best hvað í henni bjó og af einstökum dugnaði hélt hún hús- næði þeirra og sá sér og elsta syni þeirra hjóna farborða allan tímann seni Sigfús lá á spítalanum. Sigfús sat heldur ekki auðum höndum. Eftir að hann fór að hress- ast tók hann, ásamt fleiri stofufé- BATAVELAR Viöeigumtilá lager og til afgreiöslu STRAX 4JH bátavélar ásamt öllum fylgihlutum I stæröunum 41, 52, 63 og 74 hö á sér- lega hagstæöu verði. Ráögjöf — Þjónusta BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SlMi 6812 99 lögum sínum, til við að mála á silki- klúta sem síðan voru seldir her- mönnum. En Sigfúsi nægði ekki þessi iðja. Dugnaðurinn og áræðið var slíkt að hann lét smíða sér skrif- borð eða púlt sem hægt var að festa við rúmið, og vann sér inn aukatekj- ur með skrifum fyrir Skattstofuna. Nokkrum árum eftir að Sigfús náði þeirri heilsu að geta tekið við fyrra starfi, hófst nýtt skeið á vin- áttuferli okkar Sigfúsar er við byggðum í sameiningu þak yfír höfuðið. Þá höfðu þau hjón eignast þijá syni sem allir hafa erft gáfur og dugnað foreldra sinna og skipa nú hver um sig öndvegissess í sinni starfsgrein. Sambýli getur stundum orðið dálítið brösótt en ég fullyrði að betra sameignar- og sambýlis- fólk verði vandfundið en fjölskyld- una á neðri hæðinni í Blönduhlíð 31. Sigfús var snyrtimenni, verk- hagur og stjómsamur. Honum lét því vel að sjá um sameiginleg fjár- mál húseignarinnar og þar rann allt í réttan farveg nema þá helst að hann hallaði á sjálfan sig. Hann fylgdist vel með að ekkert drabbað- ist niður og var fljótur að grípa til hendi ef eitthvað lét á sjá. Sigfús var sögu- og bókfróður, átti gott bókasafn en vann mikið á seinni árum á söfnum og hélt áfram að bæta við þekkingu sína. Átti ég margar ánægjustundir með honum þar sem hann sagði mér frá því sem hann var að grúska í hveiju sinni. Eftir að Sigfús „komst á aldur“ fór hann á bókbandsnámskeið og náði fljótt góðum tökum á því starfí. Kom þar fram sem annars staðar handlagni hans og vandvirkni. Við vorum þar félagar sem oftar og gerði hann oft góðlátlegt grín að þessari iðju okkar sem og ýmsu öðru sem verið var að bjástra við. Þegar ég nú að leiðarlokum lít yfir þennan langa og farsæla vin- áttu- og samvinnuferil með Sigfúsi, fínn ég sterkt fyrir söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir ljúfar minning- ar sem gott er að leita til. Ég sendi Önnu hugheilar samúð- arkveðjur svo og sonunum, Baldri, Sigmundi og Rúnari og þeirra fjöl- skyldum. Hollvættir leiðj ykkur. Magnús Árnason HOTELSTJÓRNUN Sérhæft nám í stjórnun hótela og veítíngahúsa Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á íslandi undanfarín ár, fjölgun veítínga- og gistihúsa og aukin samkeppni þeirra kallar í auknum mæli á hæft fólk í stjórnunarstöður. 140 tímar. Skráníng hafín í stma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTISTÍ YOUNG CHANG TILBOÐ til 5. febrúar YOUNG CHANG FLYGLAR 185 sm. 338.300,-. 157 sm. jis&eoo;-. 302.600,-. 175 sm. JJTör0007- 321.300,- TECHNICS ORGEL EX5 EX25 .m^eo,-. js&eeo,-. 93.925,-. 168.300,-. EX15 EX35 ^274^500,-. 132.260,-. 233.325,-. TECHNICS HLJÓMBORÐ K 700 AX7 jzzoeo;-. J2&Æ00,- 87.300,-. 106.250,- AX5 94.350,-. Opið laugardaga frá k. 10-14 HLJÓÐFÆRAVERSLUN PÁLMARS ÁRNA HF ARMÚLI38,108 REYKJAVÍK, SÍMI91 -32845 JAPIS ~ AKUREYRI SKIPAGATA 1 - SÍMI 96-25611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.