Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 47 Tekjutap sérfræðinga vegna tilvísanakerfís: Selfoss: Utboðsgögn tilbúin fyrir 24 þjónustu- íbúðir aldraðra ^ Selfossi. ÚTBOÐSGÖGN eru tilbúin vegna íbúðabyggingar fyrir aldr- aða á vegum Selfossbæjar og Alþýðusambands Suðurlands. Beðið er eftir svörum vegna Qár- mögnunar frá Húsnæðisstofiiun og Framkvæmdasjóði aldraðra. Að sögn Karls Björnssonar bæj- arstjóra verður ekki farið af stað með bygginguna fyrr en fjár- mögnun er trygg. Um er að ræða 3.097 fermetra hús sem er þijár hæðir að hluta. í húsinu eru 24 íbúðir ásamt dagvist- unar- og þjónusturými. Helmingur íbúðanna er á vegum Alþýðusam- bands Suðurlands en hinn helming- urinn ásamt dagvistunar- og þjón- usturýminu á vegum Selfosskaup- staðar. Áformað er að íbúðirnar rísi í næsta nágrenni við Sjúkrahús Suðurlands. Lánsumsóknir hafa þegar verið samþykktar hjá Húsnæðisstofnun fyrir 12 íbúðuðum en beðið er eftir svörum frá stofnuninni vegna hins helmings íbúðanna og dagvistar- og þjónusturýmisins. Þá er beðið eftir svörum frá Framkvæmdasjóði aldraðra vegna styrkbeiðni. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Baldur Rafn Sigurðsson Hreppsnefiid. Tálið frá vinstri: Bryiyólfur Sæmundsson, oddviti, Helgi Ólafsson, Magnús Magnússon, Kjartan Jónsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Hólmavík: 100 ára verslun- arafmælis minnst Hólmavík. ÞESS var minnst á Hólmavík 3. janúar síðastliðinn að liðin voru 100 ár frá því að Kristján IX konungur í Danmörku gaf út lög um löggildingu verslunarstaðar við Hólmavík í Steingrímsfírði. Hreppsnefnd Hólmavíkur hélt hátíðarfund í tilefni afmælisins og voru tvær eftirfarandi tillögur samþykktar: ,,í tilefni af 100 ára afmæli Hólmavíkur sem verslun- arstaðar samþykkir hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps að gefa út Hólmavíkurbók Ola E. Björnsson- ar. í bókinni verða myndir af öll- um húsum á Hólmavík auk stuttra frásagna sem tengjast húsum og íbúum þeirra fyrr og nú.“ Hrepps- nefnd Hólmavíkur samþykkir „að taka þátt í landgræðsluátaki Skógræktarfélags Islands og vinna að gróðursetningu 8-10 þúsund tijáplantna í Borgunum og næsta nágrenni á sumri kom- anda“. Að loknum hátíðarfundi hófst afmælishóf í Grunnskóla Hólmavíkur og flutti Brynjólfur Gestir á hátíðarsamkomunni á Hólmavík. Sæmundsson, oddviti, hátíðar- ræðu, kór Hólmavíkurkirkju söng' og Leikfélag Hólmavíkur flutti gamanmál. Stór og mikil afmæli- sterta beið viðstaddra auk annars meðlætis. Að síðustu sá Björgun- arsveitin Dagrenning um að skjóta á loft flugeldum í margs- konar litum. Mjög góð stemmning ríkti í afmælishófinu og mættu rúmlega 300 manns, ungir sem aldnir. Horfum við því björtum augum til áframhaldandi hátíðarhalda, er verða síðustu helgina í júlí. Örn Ingi, myndlistarmaður á Akureyri, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hátíðarhaldanna, en formaður hátíðarnefndar er Björk Jóhannsdóttir. - BRS Styrkur úr Sagn- p X• • / X* fræðisjoði STYRKUR úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar hefur verið ákveðinn 50.000 krónur fyrir árið 1990. í 4. grein skipulagsskrár sjóðsins stendur: „Tilgangur sjóðs- ins er að styrkja með fjárframlög- um stúdenta við nám undir kandid- atspróf í sagnfræði og kandidata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritum um sérstök efni, er varða sögu íslands eða efni því tengt. Veita má manni styrk til samskonar verkefna, er eigi hefur verið í Há- skóla íslands og er sérstakar ástæð- ur mæla með því að mati stjórnar og öll stjómin er sammála þar um.“ Umsóknum ber að skila á aðalskrifstofu Háskóla íslands í aðalbyggingu eigi síðar en 20. febrúar nk., segir í fréttatilkynn- ingu frá Háskóla íslands. ■ REKSTRARVÖRUR hafa ný- lega opnað formlega í nýju endur- byggðu húsnæði að Réttarhálsi 2, sem brann í byijun janúar á síðasta ári. í hinu nýja húsnæði fyrirtækis- ins er nú starfræktur sérstakur markaður á svæði fyrir miðju húss- ins, RV—Markaðurinn, en þar eru seldar allar helstu hreinlætisvömr og aðrar almennar rekstrarvömr ■fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili sem vilja spara. Þar eru allar vömr strikamerktar, sem bæði sparar tíma og lækkar rekstrarkostnað. í RV—Markaðnuin stendur nú yfir málverkasýning Magnúsar Ing- varssonar. Ég veit ekki hvernig þetta lak út og ég ber enga ábyrgð á því,“ segir Guðmundur. „Hitt er annað mál að mér finnst skrýtið ef reglu- gerðardrög sem á þessum tíma voru búin að fara tvisvar fyrir ríkisstjórn- arfund og eina sem við máttum gera var að koma með smá athuga- semdir við eru slík myrkraverk að þau þola ekki ljósið. Þetta vil ég taka fram og þar að auki eru enn komin drög, sem em algjörlega Ljóðabókin Lifandi vatn endurútgefin Laxdalsútgáfan hefur sent frá sér aðra útgáfu Ijóðabókar Egg- erts Laxdal, Lifandi vatn. Fyrsta útgáfa kom út 1988. Á meðal ljóða bókarinnar em mörg trúarljóð, en höfundur hefur myndskreytt bókina sjálfur. Eggert Laxdal er myndlistarmaður, auk þess sem hann skrifar Ijóð, smásög- ur og blaðagreinar. Hann hefur áður gefið út tvær myndskreyttar barnabækur, skáldsögu og tvær ljóðabækur. óbreytt. Ég veit ekki hvaðan þessi leki kom, ég gæti best trúað að hann komi frá ráðuneytinu til þess að ófrægja okkur.“ í Morgunblaðinu birtist frétt þess efnis, að tekjutap sérfræðinga vegna upptöku tilvísanakerfis gæti numið alls 'um 100 milljónum króna á ári á núgildandi verðlagi. Allir útreikningar þar eru Morgunblaðs- ins og byggjast á þeim upplýsingum sem fram koma í fréttinni og fengn- ar eru frá Tryggingastofnun ríkis- ins, að búast megi við 10% sam- drætti hjá sérfræðingum við breyt- inguna og 20% aukningu hjá heimil- is- og heilsugæslulæknum, enn- fremur að á fyrri hluta síðasta árs hafi 204.800 sinnum verið leitað til sérfræðinga, að meðaltali verið greitt fyrir 22 einingar hvert sinn og hver eining sé verðlögð á 110 krónur. Guðmundur Ingi segir þessar nið- urstöður sýna að ekki sé rétt sem heilbrigðisráðherra heldur fram, að tilvísanakerfið spari peninga í rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Hann leggur áherslu á að umrædd- ar 100 milljónir séu tilfærsla, frá sérfræðingum til heimilislækna, enginn sparnaður felist í því. Þvert á móti gæti þessi tilfærsla aukið kostnað við heilbrigðisþjónustuna. „Ef allir sem þurfa að fara til sér- fræðings þurfa að fá tilvísanir, þá er um að ræða 30 þúsund komur á mánuði. Ef allt þetta fólk þarf að fara til heimilislæknis til þess að sækja tilvísun, þá myndi þetta hafa gríðarlegan kostnaðarauka í för með sér, miklu meiri heldur en hundrað milljónir. Hér er verið að sóa fé.“ Skýringuna á þessari tilfærslu segir Guðmundur geta legið í því, að ríkisvaldið vilji betri nýtingu á þeirri fjárfestingu sem lögð hefur verið í heilsugæslustöðvar. „Þetta er eins og þegar keyptur er stór togari án þess að hafa fiskikvóta. Þetta er spurningin um það, hvort hér er enn einu sinni verið að offjár- festa í heilsugæslustöðvum. Mér er nær að halda að svo sé. Stjórnvöld eru alls staðar að gera sömu afglöp- in, fjárfesta hér og þar, án þess að hafa fiskikvóta. En, við sjálfir, sem byggjum okkar stofur á þeim kvóta sem við höfum og sem við verðum að miða okkar rekstur við, við erum ekki búnir að offjárfesta neitt.“ Myndin er tekin í nýuppgerðu húsnæði Rekstrarvara að Réttar- hálsi 2. Svend Otto S. hlaut nor- ræn bamabókaverðlaun SAMBAND kcnnara sem starfa á skólabókasöfiium á Norðurlöndum, NSF, ákvað árið 1984 að veita árlega „Norræn barnabókaverðlaun" til að styðja og örva útgáfii norrænna barna- og unglinga- bókmennta, vekja athygli á góðum barna- og unglinga- bókum og höfundum þeirra og stuðla að þýðingum og útg- áfu ritverka þeirra. Danski rithöfundurinn og listamaðurinn Svend Otto S. hlaut verðlaunin fyrir árið 1989, er þau vpru veitt í fimmta sinn. Fulltrúi íslands í keppninni var Guðlaug Richter tilnefnd af Fé- lagi skólasafnskennara. Jónína Friðfinnsdóttir, skóla- safnaráðgjafi á Fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis, var formaður dómnefndar. í frétta- tilkynningu frá Félagi skóla- safnskennara segir að hingað til hafi verðlaunin verið veitt fyrir ritað mál, en að þessu sinni hafi verið ákveðið að setja myndmálið í öndvegi. Um verðlaunabókina „Stormfloden" segir meðal ann- ars að myndir og textar séu þar óaðskiljanleg, því að sagan sé bæði sögð í máli og myndum. Myndirnar lýsi mörgum atriðum sem textinn greini ekki frá. Ijjórar af fyrri bókum Svend Otto S. hafa verið þýddar á íslensku, Helgi fór i réttirnar, Mads og Milalik, Risafiskurinn og Börnin við fljótið. Svend Otto S. hlaut norrænu barnabókaverðlaunin fyrir árið 1989. Tilfærsla sem eykur kostnað við heilbrigðisþjónustuna - segir Guðmundur I. Eyjólfsson. Stjórnvöld þurfa að réttlæta offjárfestingu í heilsugæslustöðvum TEKJUTAP sérfræðinga vegna tilvísanakerfis, sem gæti numið 100 milljónum króna á ári, er alls ekki sparnaður fyrir heilbrigðisþjón- ustuna, heldur tilfeersla fjármuna frá sérfræðingum til heimilis- og heilsugæslulækna og hefur að auki mikinn kostnaðarauka i för með sér, segir Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður samninganefiidar Læknafélags Reykjavíkur. Hann segir skýringuna geta legið í því að stjórnvöld vilji betri nýtingu heilsugæslustöðva, sem þau hafi offjárfest í. Guðmundur hafiiar því að brugðist hafi verið trúnaði um reglugerðardrög heilbrigðisráðherra og kveðst best geta trúað að málinu hafi verið lekið frá sjálfu ráðuneytinu til að ófrægja sér- fræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.