Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 Stjórnmálin 1990 eftirStefán Valgeirsson Síðarigrein - Árið 1990 verður ár kosninga og uppgjörs í þjóðmálum. Líklegt er að til alþingskosninga komi á því ári. Allir flokkar á Alþingi nema Kvennalistinn og Frjálslyndir hægri menn hafa átt aðild að ríkisstjórn- um það sem af er kjörtímabilinu og það verður að segjast eins og er að árangurinn er hraklegur. Hörð hægri stefna ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar keyrði hér allt í strand og beið algjört skipbrot. Ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar hefur ekið í sömu hjólförum í veigamiklum málum eins og vaxtamálum, skattamálum og kvótamálum, þrátt fyrir aðra yfir- lýsta stefnu málefnasamnings. Má án efa rekja það getuleysi til af- stöðu kratanna til þessara_ mála. Afleiðingarnar þekkja allir. Áfram- haldandi áföll í atvinnu- og þjóðlíf- inu öllu sem leitt hafa af sér fólks- flótta, afturför og stóraukið mis- rétti. Dýr neyðarúrræði hafa bjarg- að nokkru en vaxtaokur og skatt- heimta sem miðar að því að ná sem mestum tekjum af láglauna- og miðlungstekjufólki en hlífa hátekju- mönnum og fjármagnseigendum koma í veg fyrir þjóðlífsbata. Ekkert bendir til þess að Alþingi sem nú situr breyti veruiega þeirri stöðu á næstu misserum og fólk hlýtur að binda helst vonir við að kjósendum takist í kosningum að hrinda af sér oki óheyrilegs fjár- magnskostnaðar og flokksfjötrum valdaaðila, sem ráðið hafa mestu hér á landi síðustu áratugi. Það felst í því lítil virðing á dómgreind almennings að kenna ríkisstjórnina við jafnrétti og félagshyggju á sama tíma og misréttið eykst á ýmsum sviðum. S veitar slj órnar kosningar í sveitarstjórnarkosningum eru sérmálefni einstakra byggðarlaga auðvitað höfuðmál en kosningamar sem heild hljóta að mótast af þeim mikla mun sem sveitarfélög og þegnar þeirra búa við. Smærri sveit- arfélögin og þau sem fjær eru höf- uðborgarsvæðinu búa við allt aðrar aðstæður en Reykjavík. Reykjavík virðist hafa afl til þess að leysa mörg mál vel en hefur samt fjár- magn til að leggja í rándýr bruðl- ævintýri. Mörg önnur sveitarfélög, einkum úti á landi, ráða ekki við þau verkefni sem þeim eru falin og hafa að óbreyttum lögum enga möguleika til þess að leysa eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu, eða búa þegnum sínum sam- bærilega þjónustu. Alþingi og ráðherrar sveitar- stjórnarmála hefðu auðvitað átt að hafa forustu um að tryggja jafn- ræði sveitarfélaganna og þegna þeirra en það hefur brugðist. Þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórn- arstarfa verða að krefjast þess að forsendur starfa þeirra séu sam- bærilegar í öllum sveitarfélögum. Kosningabaráttan hlýtur að mótast að því að frambjóðendur í sveitarfé- lögum landsbyggðarinnar krefjist jafnréttis í sveitarstjómarmálum sem í öðrum málum. Og raddir þeirra frambjóðenda sem ekki treysta sér til að taka undir jafn- réttisviðhorf landsbyggðarfólks munu þykja hjáróma og litið verður á þá sem merkisbera misréttis. Gera verður ráðstafanir í fjöl- mörgum málum til að sveitarfélög í hverri byggð geti unnið saman og boðið atvinnutækifæri og aðra aðstöðu sambærilega við það sem er í sveitarfélögunum á höfuðborg- arsvæðinu. Meðal grundvallaratriða í þeirri stefnumótun hljóta að verða atriði sem miða að jöfnun atvinnutæki- færa í sveitarfélögunum svo sem byggðakvótar í sjávarafla og land- búnaði, bættar samgöngur milli byggðarlaga þannig að fámennir staðir sem nú eru einangraðir geti leyst málefni sveitarfélaganna í samstarfi. Jarðgöng og aðrar vega- bætur sem tryggja stöðugar sam- göngur á milli nágrannabyggðanna eru lágmarksaðgerðir til að mögu- legt sé að leysa mál þeirra sæmi- lega. Skipulagðar og tíðar almenn- ingssamgöngur við helstu þjónustu- kjarna í hverri byggð eru mannrétt- indamál þeim sem ekki eiga einka- bifreið. Möguleika byggðar úti á landi til þess að selja ferskar afurð- ir tii útlanda verður að bæta með Stefán Valgeirsson „Samtök jafhréttis og félagshyggju munu vinna að því að jafna lífsaðstöðuna og draga verulega úr launamun í þjóðfélaginu.“ gerð flugvalla fyrir millilandavélar í hveijum landshluta og með góðum tengingum byggða við þá. Verðlag opinberra stofnana sveitarfélag- anna eða annarra á mikilvægri þjónustu svo sem raforku og hita verður að jafna. Kostnað við þjón- ustu síma verður einnig að jafna strax. Tekjuöflun sveitarfélaganna verður að jafna og bæta þannig að þau hafi öll sömu möguleika á að leysa verkefni sín svo sem að starf- rækja fjölskylduvernd þar með talda umönnun barna, og önnur mál t.d. varðandi landvernd og mengun. Raunhæf byggðastefna er óframkvæmanleg í nútímaþjóðfé- lagi nemá þessi skilyrði séu fyrir hendi. Höfuðborgarsvæðið verður að taka tillit til að það hefur verið og er þjónustusvæði landsins alls og aflar tekna og byggist upp sem slíkt. Það þarf samstöðu Mér heyrist á fjölmörgu lands- byggðarfólki að því sé ljóst að von- laust sé að ná fram jafnrétti í gegn- um það valdakerfi, þá stjómmála- flokka, sem deilt hafa völdum að undanförnu. Svipaða afstöðu heyri ég einnig á höfuðborgarsvæðinu aðallega frá mennta- og lágtekju- fólki. Sé þetta orðin nokkuð almenn skoðun ætti það ekki að vefjast fyrir neinum að menn ná ekki rétt- arbótum nema þeir séu tilbúnir að sækja þær sjálfir. Vilji og víðtæk samstaða, er það sem skiptir máli. Samtök jafnréttis og félags- hyggju munu vinna að því að jafna lífsaðstöðuna og draga verulega úr launamun í þjóðfélaginu. Við erum tilbúin að mynda samstöðu með þeim sem vilja ná slíkum breyting- um fram. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa haft samband við mig á liðnu ári, hvatt mig til baráttu og leið- beint mér í fjölmörgum málum. Margir hafa lýst yfir áhuga á að ná fram víðtækri samstöðu um stefnu okkar Samtaka fyrir næstu alþingiskosningar. Slíka afstöðu met ég mikils. Ég óska öllum landsmönnum góðs gengis á árinu og vona að aukið réttlæti náist fram, í víðustu merkingu þess orðs. Höfundur er alþingismaður. Bréf til Kópavogsbúa um prófkjör sjálfstæðismanna * 00 eftirArna Ornólfsson Hinn 3. febrúar nk. efna sjálf- stæðismenn í Kópavogi til prófkjörs um val 6 efstu manna á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við bæjar- stjómarkosningarnar, sem í hönd fara í vor. Val þessara manna þarf að vanda, 20 hafa gefið kost á sér í prófkjörið. Sjálfstæðisf lokkurinn hefur verið í minnihluta 3 síðustu kjörtímabil, 1982-’86 vantaði bara einn bæjar- fulltrúa til að hafa meirihluta en nú tvo. Nú eftir 12 ára stjórn vinstri manna í Kópavogskaupstað er fjár- málum bæjarins svo komið, að allt er á heljarþröm, allt sem unnið hefur verið í gatnagerð o.fl. á veg- um bæjarins hefur verið gert fyrir Föðursystir bræðra minna, sam- mæðra, sem látnir eru, stendur á vegamótum. Guðmunda Elíasdóttir óperusöngkona frá Bolungavík, Vesturgötu 26B hér í borg, er sjö- tug í dag. Með þakklæti í huga á þessum hátíðisdegi í Iífi Guðmundu lít ég örlítið til fortíðar. Foreldrar hennar voru hjónin Elías Þórarinn Magnússon formað- ur og útgerðarmaður í Bolungavík og Sigríður Jensdóttir húsmóðir og saumakona. Systkini Guðmundu eru 15 lífs og liðin. Á bemskuheim- ili hennar var engin skemmtun höfð í eins miklum hávegum og söngur. Móðir hennar sem ég reyndar kall- aði „ömmu“ var mjög söngelsk og unni söngnum hugástum, hafði meðfædda raddfegurð. Hólskirkja í Bolungavík naut góðs af söngrödd hennar. Það er því ekki undarlegt að Guðmunda legði fyrir sig söngn- ám. Mínar fegurstu minningar frá því lánsfé, eilíf skuldabréf og víxlar, sem falla á næsta kjörtímabili. Því þurfum við að velja til forystu menn, sem hafa gott vit og reynslu af fjár- málum. Einn þeirra, er gefa kost á sér, er Richard Björgvinsson. Hann hef- ur átt sæti í bæjarstjórn og að mestu í bæjarráði undanfarin 4 kjörtímabil, hann er sá maður, sem mesta og besta þekkingu hefur á málefnum bæjarins. Hann hefur t.d. átt stóran þátt í mörgum mikilvæg- um samningum, sem bærinn hefur þurft að gera á undanfömum árum, mætti þar t.d. nefna kaupin á landi Fífuhvamms og skólasamninginn svonefnda 1983. Richard er sá maður, sem mest og best hefur unnið Sjálfstæðis- að hlusta á útvarpið á æskudögum mínum var að heyra Guðmundu syngja, sem ég hef mestar mætur á íslenzkra ópemsöngvara, *þá fannst mér sönglistin ná hámarki sínu, þegar heimili mitt fylltist af þessari fögm rödd, tilgerðarlaus. Hver man ekki hin d^áðu kvæði „Hvað er svo glatt“, „ísland far- sælda frón“, „Þú stóðst á tindi Heklu hám“, „Fanna skautar" og „Nú er vetur úr bæ“. Ég get ekki með orðum lýst, hvað hrifinn ég var að heyra Guðmundu syngja í útvarpinu; sem hafði rík og víðtæk áhrif á mig. Snemma fór Guðmunda utan að nema söng og hefur búið erlendis langdvölum og sungið við hin frægustu ópemhús, en hún er nú komin úr víking, með þekkingu og andlegu auðgi hefur hún kennt söng hér heima sín síðari árin. Snemma giftist Guðmunda, Hen- rik Knudsen, miklum listamanni, gullsmið af beztu gerð, en leiðir flokknum hér í Kópavogi að öðmm ólöstuðum. Hann var í stjórn Sjálf- stæðisfélags Kópavogs frá 1966-’74, formaður 73-74. Formað- ur fulltrúaráðsins 1977-’87 í tíu ár, á þeim árum jókst fylgi flokksins hvað mest. Ég var þá gjaldkeri f lokksins, okkar samstarf var mjög náið og bar aldrei skugga þar á. Á þeim áram stofnuðum við ásamt fleirum Þorra hf., sem verið hefur lyftistöng flokksins í húsnæðismál- um, en einsog kunnugt er á f lokkur- inn 3ju hæðina, rúmlega 300 fer- metra að stærð, að Hamraborg 1. Richard hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Kópavog og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu, hann var í stjóm samtaka þeirra og formaður þar, einnig í þeirra skildu, því miður. Börn þeirra eru þijú. Bergþóra Lee, f. 1944, d. 1946; Hans Albert flugmaður í Lúxemborg, f. 1947; Ellen Sif, f. 1950, húsmóðir í Reykjavík. Seinni maður Guðmundu var Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur, en hann er látinn. Ég sendi elskulegri frænku minni og mágkonu móður minnar hug- heilar óskir. Helgi Vigfusson Árni Örnólfsson „Ég skora á ykkur og aöra Kópavogsbúa, sem vilja taka þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks- ins, að kjósa Richard Björgvinsson í fyrsta sæti listans.“ stjórn Launanefndar sveitarfélag- anna og formaður þar, formaður umsjónarnefnda leigubifreiða bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suður- nesjum, hann hefur einnig verið eini fulltrúi Kópavogs í fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga frá 1982. Á vegum bæjarins var hann end- urskoðandi bæjarreikninga frá 1966 þar til hann tók sæti í bæjar- stjórn, í bæjarráði hefur hann átt sæti frá 1975 utan eitt ár og var formaður þess 1976—77, setið í skólanefnd, stjórn heilsugæslu- stöðvar Kópavogs og Sparisjóðs Kópavogs auk fjölda annarra nefnda. Af ofangreindu er ljóst að maðurinn er vel til forystu fallinn og er ólatur til verka, þeirra sem honum em falin. Margir hafa Ieitað til Richards um lausn sinna mála, bæði á vegum bæjarins og mannlegra samskipta og hefur hann gert sitt til að leysa úr vandamálum fólks. Hafi hann ekki getað leyst málið hefur hann sagt viðkomandi hvers vegna það var. Richard er fastur fyrir um fjár- mál bæjarins eða annarra sem hann er umboðsmaður fyrir, hann vill fara vel með fé sérstaklega annarra. Pólitískir andstæðingar okkar hafa hamrað á því í hita stjórn- málanna fyrir kosningar, að Ric- hard sé svo ósamvinnuþýður, að ekki sé hægt að vinna með honum. Hver er staðreyndin? Þegar hita leiksins er lokið hafa þeir andstæð- ingar hans alltaf leitast við að hafa Richard með í afgreiðslu mikil- vægra mála. Nú hef ég heyrt þær raddir úr röðum okkar eigin f lokks- manna, að ekki þýði að styðja Ric- hard til framboðs því andstæðingar okkar geti ekki unnið með honum ef til samstarfs þurfi að koma. Þetta er vægast sagt léleg pólitík, lágkúrulegur hugsunarháttur, vit- andi það, að andstæðingar beija fastast á sterkasta manninum. Þeir flokksbræður mínir, sem þannig glíma, falla á sjálfs síns bragði, og ættu hvergi nærri pólitískri glímu að koma. Sjálfstæðismenn í Kópavogi við skulum sameinast um að gera lista flokksins sterkan. Nú er möguleiki á góðri kosningu, jafnvel meiri- hluta. Ég skora á ykkur og aðra Kópa- vogsbúa, sem vilja taka þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins, að kjósa Richard Björgvinsson í fyrsta sæti listans. Höfundur er starfsmaður Sparisjóðs Kópavogs. Jón Baldvin og Olafur Ragnar „í nýju ljósi“ KALDA stríðið búið — hvað tek- ur við? er heiti opins ftindar sem Birting, félag jafnaðar- og lýð- ræðissinna, heldur í kvöld, þriðjudagskvöld, með Jóni Bald- vin Hannibalssyni og Olafi Ragnari Grímssyni. Umræðuefni fundarins verða ný stjórnmálaviðhorf á breyttum tímum heima og erlendis. Fundur- inn hefst um kl. 20.30 og fundar- stjóri verður Ævar Kjartansson, útvarpsmaður. Aímæliskveðja: Guðmunda Elíasdótt- ir óperusöng’kona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.