Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 45
L<LT \
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
mvn/ 'JJ [f
Hvorki karl- né kvenkyns
Til Velvakanda.
Athugasemd mín við pistil Egg-
erts E. Laxdals, „Kvennaguðfræði"
þann 12. janúar 1990:
Guð er ekki karlkyns bara af því
að Jesús kallaði hann föður. Guð er
skapari okkar; hann er ekki og var
aldrei nokkum tímann maður. Hann
er Guð almáttugur, Guð hersveit-
anna. ísraels Guð er hvorki karl-
né kvenkyns. Þið getið ekki sett
Guð í vasa ykkar eftirykkar hentug-
leika! Hann kom ekki sem maður til
jarðarinnar. Hann sendi ævinlega
spámenn sína til þess að fræða
mannkynið og á meðal þeirra eru
Jesús og Jóhannes.
Jesús sagði aldrei: Ég er Guð!
Hann sagði: Ég er sonur Guðs og sit
við hægri hönd Guðs. Og í Opin-
berunarbókinni segir hann við Jó-
hannes: „Varastu þetta að tilbiðja
mig! Ég er samþjónn þinn og
bræðra þinna, spámanna, og þeirra
sem varðveita orð þessarar bókar.
Tilbið þú Guð!“ (Opinberun 22:8-9.)
Þegar Jesús sagði: „Ég og faðir-
inn, við erum eitt“, þýðir það: Við
vinnum saman sem eitt. „Það sem
ég sé hann gera, það geri -ég. Sann-
lega segi ég yður: Sonurinn getur
ekkert gjört af sjálfum sér, nema
það sem hann sér föðurinn gjöra, því
að það sem hann gjörir, það gjörir
og sonurinn sömuleiðis.“ (Jóh.
5:19-22.) „Því faðirinn elskar soninn
og sýnir honum allt, sem hann gjör-
ir, og hann mun sýna honum meiri
verk en þessi, svo að þér verðið
forviða.“ „Ekki megna ég að gjöra
neitt af sjálfum mér; ég dæmi eins
og ég heyri. Og minn dómur er
réttvís, því að ég leita ekki míns
vilja, heldur vilja þess er sendi
mig.“ (Jóh. 5:30.)
Getur Guð sent sjálfan sig niður
til jarðar og þá hlustað á það sem
Guð á himnum hefur að segja? Eða
K VENNACarUÐFRÆÐ]
I Til Velvakanda.
J Mig langar í fáum orðum að
J sra athugasemd við svokallaða
ivennaguðfræði, sem er að skjóta
■ ngum víða um lönd, og hefur gert
| art við sig hér á íslandi.
Guðfræði þessi kennir meðal
I.nnars, að Guð sé móðir, en ekki
f aðir eins oo- Biblían kennir.
faðirinn væru eitt, og að sá sem
hefði séð hann, hefði séð foðurinn.
011 tilbeiðsla á að beinast að honunu
Hann er ekki móðir, heldur faðir
og frelsari frá synd og eilífum
dauða.
Það er engin niðurlæging fyrir
konur að guð skuli vera karl og þær
verða aA víð hað. K'í's*-'
Margir heiðingjanna dýrla
hinsvegrar konur, sem þeir nel
gvðjur, gerðu sér líkneski af i
og ákölluðu þær. í huga mai
þeirra var guð kona og þeirf
öndverðir gegn föðurhugmyi
og tilbeiðslu á Jesú Kristi ei|
enda voru þeir flestir fjölg
getur Guð setið til hægri handar
sjálfum sér? Hvílík og önnur eins
fráfræði hjá mönnum! Hvað sagði
Páll postuli við slíka menn? „Því að
ritað er: Ég mun eyða speki speking-
anna og hyggindi hyggindamann-
anna mun ég að engu gjöra. Hvar
er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar
orðkappi þessarar aldar? Hefir Guð
ekki gjört að heimsku speki heims-
ins? Heimurinn með speki sinni
þekkir ekki Guð!“ (I. Kor. 19-21.)
Og þegar Jesús sagði: „Sá yðar,
sem syndlaus er, kasti fyrstur steini
í hana,“ hvað þýddi það? Kastaði
hann sjálfur þessum steini? Nei. Og
af hverju ekki? Af því að hann áleit
sjálfan sig ekki syndlausan.
Og hvað hafði hann um Jóhannes
skírara að segja? „Hvað fóruð þér
út í óbyggðina að sjá? Spámann? Já,
ég segi yður, og miklu meira en
spámaður er Jóhannes skírari! Meðal
þeirra, sem af konum eru fæddir,
er enginn meiri en Jóhannes." (Lúk.
7:24-28.) Og var Jesús ekki líka á
meðal þeirra, sem af konum voru
fæddir? Með þessum orðum gerði
hann sjálfan sig ekki hærri en Jó-
hannes skírara.
Jesús Kristur, hinn smurði, var
maður og spámaður, sonur Guðs,
fæddur af Maríu mey, en ekki Guð
sjálfur. Þegar hann var um þrítugt
fékk hann köllun til að vera spámað-
ur, eins og Jóhannes skírari. En
áður en þessi köllun kom lifði hann
eðlilegu lífi eins og allir aðrir og
eins syndugur og allir aðrir. Á því
er enginn vafi. „Ef heimurinn hatar
yður, þá vitið, að hann hefur hatað
mig fyrr en yður. Hafi þeir ofsótt
mig, þá munu þeir líka ofsækja
yður. En sælir eruð þér, þá er menn
atyrða yður og ofsækja og tala ljúg-
andi allt illt um yður mín vegna.
Verið glaðir og fagnið, því að laun
yðar eru mikil á himnum; því að
þannig ofsóttu þeir spámennina, sem
voru á undan yður.“
„Sá sem hefur séð mig, hefur séð
föðurinn að verki.“
Bronko Bj. Haralds
Óheppinn skíðaskóeigandi
Til Velvakanda.
Hefur nokkur í fórum sínum rautt
par af Nordica skíðaskóm, annar
skórinn er stærð EU ð'A US 6 'A,
en hinn er EU 6 US 7. Þannig er
Ekki keppt á jafin-
réttisgrundvelli
Til Velvakanda.
„Þetta er svindl", varð útvarps-
manni Bylgjunnar að orði í beinni
útsendingu frá Holday Inn 30. des-
ember. Það fannst okkur líka sem
héldum að piparkökuhúsakeppnin
yrði á jafnréttisgrundvelli fyrir ófag-
lært fólk. Fjölskyldur áttu að sam-
einast um að búa til piparkökuhús
í þessa keppni. En hvað kom svo í
ljós þegar verðlaun voru afhent. Jú,
tveir bakarameistarar og einn út-
skurðarmeistari sáu sér leik á borði
og tóku þátt í leiknum sem var þá
orðinn mjög svo ójafn.
Það segir sig sjálft að menn sem
hafa lært í mörg ár að skreyta og
skera og gera ekki annað, hljóta að
hafa betra handbragð, enda virðist
hafa verið valið það sem var faglega
unnið. Því í ósköpunum kepptu
þessir menn ekki við aðra bakara-
meistara, þá hefði keppnin verið
sanngjörn. Mér og fleirum finnst
þetta mesta skömm og verður ekki
til að hvetja fjölskyldur til að taka
þátt í svona keppnum. Ég fór á sýn-
inguna og sá öll þessi piparkökuhús.
Þau voru mjög falleg og skemmti-
leg. Þau sem unnu voru ekkert
öðrum fremri, nema þá frá faglegu
sjónarmiði.
Adda
mál með vexti að sonur minn fór í
skíðaferðalag í Blálfjöll með skólan-
um fyrir um 2-3 árum og kom til
baka með sitt hvora stærðina af
skó. Við reyndum eftir fremsta
megni að hafa upp á réttum skóm
en tókst ekki. Hann fékk síðan
annað par af rauðum Nordica skóm
með skrúfu að aftan til að herða
að öklanum og hefur þetta skópar
líklega verið nr. 8. Sl. vor fórum
við sem oftar á skíði, en drengurinn
ætlaði að taka síðustu rútu í bæ-
inn. Þegar hann er kominn í bæinn
uppgötvar hann að hann hefur
gleymt plastpokanum með skíðas-
kónum í fyrir utan skálann í Blá-
fjöllum. Hringt var strax uppeftir
en þá var búið að loka. Við eftir-
grennslan næstu daga bæði með
auglýsingum og upphringingum
tókst ekki að finna skóna. Nú er
það ósk okkar, ef einhver hefur
þessi skópör undir höndum, að hafa
vinsamlegast samband í síma
14026, þannig að yngri bræður
drengins geti a.m.k. notið skíða-
skónna.
Cinhell
vandaöar vörur
NOTAÐAR VÉLAR
Á SÖLUSKRÁ:
CAT 225b LC.................’88
CAT 225b LC.................’83
CAT D7E.....................’72
CATD6D......................’80
CAT D4H.....................’88
Komatsu D65E................’81
IH9E........................’75
CAT 950b....................’78
CAT428......................’88
CAT428......................’88
ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUMANNI
HEKLAHF
Laugavegi 170 -172 Simi 695500
AFTUR A
LAUGARDÖGUM!
Markaðstorgið í Kolaportinu byrjar aftur
laugardaginn 3. febrúar nk.
sprækara en nokkru sinni fyrr.
Nú er tekið við pöntunum á sölubásum í síma
687063, milli kl. 16-Í8 alla virka daga.
Ath! Óbreytt verð.
í Kolaportinu getur hver sem er fengið sér
sölubás og selt nánast hvað sem er
(innan ramma laga og velsæmis).
KOIAPORTIÐ
ManKaÐStOZy