Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 + Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU S. ÞORBJARNARDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða. Þorbjörn Karlsson, Svala Sigurðardóttir, Kristrún Karlsdóttir, Ásmundur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, VALGERÐAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Hvanneyri. Þórhallur, Sveinn, Halldór og fjölskyldur. Þórhallur Halldórsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR, Haðarstíg 18. Vilborg G. Guðnadóttir, Haukur Guðjónsson og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BERNHARÐS ÓLAFSSONAR. Soffía Sveinsdóttir, Freydís Bernharðsdóttir, Óli Sveinn Bernharðsson, Margrét Pálsdóttir, Hreinn Bernharðsson, Rakel Kristbjörnsdóttir, Aðalsteinn Bernharðsson, Sjöfn Eggertsdóttir, Erla Bernharðsdóttir, Grímur Jónsson, Aðalheiður Pétursdóttir, Sveinn Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærs sonar okkar og bróður, ÓLAFS BARKAR BARKARSONAR, er lést 13. janúar sl., fer fram frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 24. janúar kl. 13'30' Börkur S. Ólafsson, Sigrún S. Óskarsdóttir, Guðrún Ó. Barkardóttir, Ólafur S. Barkarson og systkini hins látna. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ijósmyndara, Hafnarfirði. Guðmunda Guðbjartsdóttir, Magnús Guðbjartsson, Halla Guðmundsdóttir, Katrín Richard, Guðný Guðbjartsdóttir, Sólveig Guðbjartsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ásgeir Guðbjartsson, Sveinn Guðbjartsson, Svanhildur Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkur, tengdaföður og afa, BALDURS JÓNSSONAR, Miðvangi 29, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsmanna Slökkvistöðvar Hafnarfjarðar. Guð veri með ykkur öllum. Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Baldursdóttir, Sóiveig Baldursdóttir, Björn Lúðvíksson, Hafdis Baldursdóttir, Eiríkur Viðar Sævaldsson, Snædis Baldursdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Baldur Örn Eiriksson, Ásdís Arna Björnsdóttir. _________________________________________________________________I Lokað í dag 23. janúar milli kl. 10-13 vegna jarðarfarar BALDURS KARLSSONAR. ístækni hf., Ármúla 34. Minning: Högni Torfason fréttamaður Kveðja frá Skáksambandi Islands og ísfirðingafélag- inu í Reykjavík. Allt er í heiminum hverfult... einnig lífið sjálft. Högni Torfason er genginn fyrir aldur fram. Skarð er í vinahópi. Ötuls samheija saknað. Þó leiðir okkar Högna lægju ekki saman fyrr en á sjöunda áratugnum, erum við þó fæddir á svo til sömu torfunni. Það er líka Guðfmnur í Nesti, hinn þriðji í þríeykinu, sem haldið hefur saman, teflt, og unnið að skákmálum um árabil og viðhaldi átthagabanda við ísafjörð í síðari tíð. Allir erum við fæddir innan 100 metra radíusar á Skutulsíjarðareyri, þó nokkurs aldursmunar gæti. Engum duldist að þar sem Högni Torfason fór var sterkur og sérstak- ur persónuleiki á ferð. Sjálfstæður maður með sjálfstæðar skoðanir. Rökfastur málafylgjumaður, sem ekki lét deigan síga þótt á móti blési, né sló slöku við það sem hann tók sér fyrir hendur. Högni var maður orðsins, í orðsins fyllstu merkingu, rithagur og hag- orður í senn, landskunnur nýyrða- smiður. Sem dæmi þar um má nefna orðin þota og þyrla, sem urðu strax á hvers manns vörum og munu lifa áfram í tungunni, sem var Högna svo kær. Högni átti létt með að koma fyrir sig orði og halda uppi samræðum, um hin ólíklegustu efni við hvem sem var og af ólíkum þjóðemum, enda víðlesinn og fjölfróður. Svo snjall enskumaður var hann að til var tekið, og honum oft falið að lesa yfir texta þegar löggiltir skjalaþýð- endur höfðu lokið sínu. Hjá honum kom enginn að tómum kofunum, né lét hann neitt fram hjá sér fara sem máli skipti. Hugsun, ekki orð, er til alls fyrst, enginn talar skýrar en hann hugsar, var hans lífsmottó. Við minnumst fréttamannsins frá gullaldarárum Gufu-Radíósins, sem hafði tamið sér að meitla mál sitt og kveða skýrt að orði. Gagnorður og stuttorður. Betra er það sem styttra reynist! Að Högni var alla tíð titlaður starfsheitinu „fréttamað- ur“ segir meira en mörg orð um framlag hans til fjölmiðlunar hér á árum áður. Ritstörf og frétta- mennska voru honum eins og í blóð borin. Eftir hann liggja fjöldi blaða- greina og viðtala, m.a. við marga fremstu skákmeistara heims, sem hann átti einnig að einkavinum. Síðustu árin vann hann að ritsmíð- um, enda ritsmiður eins og hann sagði sjálfur en ekki höfundur, reit m.a. Sögu Lagmetisiðnaðarins, fyrir Sölustofnun Lagmetis, sem út kom árið 1987 og hafði rétt nýlokið við mikið rit um upphaf og sögu rækju- veiðanna við Djúp, „Stórakampa- lampa“, þá er hann féll frá. Bíður sú bók prentunar. Högni var ekki allra, enda oft Blómastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ómyrkur í máli um menn og mái- efni, en sannur vinur vina sinna. Ótrauður og óþreytandi við að leggja gjörva hönd á plóg í þeirra þágu og sinna hugðarefna. Þar átti Sjálf- stæðisflokkurinn dyggan liðsmann sem Högni var og til þjónustu reiðu- búinn hvenær sem á þurfti að halda. Högni var einlægur skákunnandi, þó hann tefldi sjálfur bara fyrir feg- urðina, að eigin sögn. Urðu þó ýms- ir að lúta í lægra haldi. Hann sat í stjórn Skáksambands íslands 1976- 1980, og var varaforseti þess 1976-79. Vann hann þá og síðar mikið sjálfboðaliðastarf að málefn- um skákhreyfíngarinnar og á ein- læga þökk hennar og virðingu fyrir margháttuð og heilladijúg störf í hennar þágu. Fyrir frumkvæði sitt að stofnun Skákminjasafns íslands og eflingu þess verður Högna ekki hvað síst ævinlega minnst af virð- ingu og þakklæti. Tillaga Högna um að varðveita á einum stað muni og minjar, sem snertu sögu og þróun skákiistarinnar hér á landi, þótti það merk þegar hann bar hana fram á aðalfundi SÍ fyrir um 10 árum, að hann sætti ámæli fyrir að hafa ekki látið sér detta þetta í hug löngu fyrr. Engin er rós án þyma. Högni lét sig málefni og sögu byggðanna við Isafjarðardjúp miklu varða. Ræktarsemi við átthagana fyrir vestan og það að auka vináttu- og menningartengsl milli gamalla ísfirðinga á öllum aldri var ríkt í hans fari. Þá er hann tók sæti í stjóm ísfirðingafélagsins í Reykjavík fyrir tveimur árum, var það hans fyrsta verk að koma út félagsriti, Vestanpósti til að efla tengslin og miðla fréttum. Ritið hef- ur nú komið út þrisvar á rúmu ári, og mælst vel fyrir. ísfirðingar eiga á bak að sjá mætum manni sem var trúr sínum uppruna. Með Högna Torfasyni er genginn mikil félagsmálamaður og eldhugi, sem verður þeim sem hann þekktu ævinlega minnisstæður. Hafi hann þökk fyrir ómetanlegt starf, sam- fylgd og vináttu. Fyrir hönd Skáksambands ís- lands, ísfirðingafélagsins í Reykjavík, og ekki hvað síst mína hönd og fjölskyldu minnar, sendi ég frú Guðbjörgu, börnum þeirra hjóna og öllum ástvinum hans, dýpstu samúðarkveðjur. Einar S. Einarsson Þeim fækkar nú óðum frumheijum nútíma fréttamennsku, sem ruddu brautina á 5. og 6. áratugnum á fréttastofu útvarpsins. Högni Torfason, föðurbróðir minn, fyllti þann fríða flokk frétta- manna, er kom til starfa á útvarpinu skömmu eftir stríðslok og taldi ekki ómerkari nöfn en Jón Magnússon, fréttastjóra, Hendrik Ottósson, Tho- rolf Smith og Stefán Jónsson, svo fáeinir séu nefndir. Þetta var óneitanlega býsna harðsnúið lið, sem lét sér fátt fyrir bijósti brenna, þegar fréttaöflun var annars vegar. í þá daga unnu fréttamenn ótak- markaðan vinnutíma og gengu í öll störf á fréttastofu; þeir voru jafn- vígir á erlend og innlend málefni og Ijölluðu um nánast allt milli him- ins og jarðar í fréttaflutningi sínum eins og sérfræðingum einum er lag- ið. Téðir fréttamenn voru metnir að verðleikum og fréttastofan naut mikillar virðingar á þeim tíma, enda var oft'gestkvæmt á vinnustaðnum; þangað streymdi fólk af öllum stétt- um til þess að njóta andríkis snilling- anna og bergja af ómælisdjúpi þekk- ingar þeirra. Þetta var „intellig- ensía“ síns tíma, mótuð af víðsýni og andagift. Högni Torfason fell vel inn í þennan hóp. Hann var snjall fréttamaður og mikill tungumála- garpur. Lipur stíll og öguð málvönd- un einkenndu fréttamennsku hans og auðvelduðu honum að bijóta við- fangsefnin til mergjar og komast að kjarna málsins eins og sönnum fréttamanni sæmir. Tyrfið málskrúð og torskilið orða- gjálfur í ræðu og riti var jafnan eitur í hans beinum. Hann var mál- ræktarmaður; fijór og hugmynd- aríkur nýyrðasmiður, ef svo bar undir og finna þurfti hentugt orð sem félli vel að hinu ástkæra ylhýra máli. í staðinn fyrir orðskrípið „þrýstiloftsflugvél" sem tröllreið öll- um fréttatímum á 6. áratugnum, smíðaði Högni snjallt nýyrði, þota sem öðlaðist samstundis þegnrétt í móðurmálinu. Högni Torfason varð ekki eilífur augnakarl hjá því opinbera. 1962 hætti hann störfum á fréttastofu útvarps eftir 15 ára veru og gekk til liðs við unga ofurhuga sem stofn- uðu nýtt dagblað í Reykjavík undir nafninu „Mynd“ (óháð ofar flokk- um!), sniðið eftir þýska stórblaðinu „Bild“. Hilmar Kristjónsson, fyrrverandi blaðakóngur, var framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en Björn Jóhannsson ritstjóri og Högni fréttastjóri. Nýr tónn var sleginn í íslenskri blaða- mennsku með útgáfu „Myndar“, þó gömlu blöðin létu sér fátt um finnast og reyndu að þegja það í hel. Það kom í hlut Högna, sem frétta- stjóra, að ljá hinu nýja blaði svip- mót, sem einkenndist af stuttum hnitmiðuðum fréttum í knöppum stíl — ríkulega myndskreyttum, eins og seinni tíma dagblöð áttu eftir að verða. Dagblaðið „Mynd“ varð ekki langlíft í ijölmiðlaheiminum. Það lagði upp laupana eftir 2ja mánaða úthald, vegna fjárhagserfiðleika. Boginn hafði verið spenntur of hátt, grundvöllur fyrir nýju dagblaði í Reykjavík var því miður ekki fyrir hendi. „Mynd“ var þó mun merkilegri tilraun til nýstárlegrar blaða- mennsku, en margir í stéttinni vildu vera láta og segja má að Jónas Kristjánsson, ritstjóri, hafði orðið fyrir töluverðum áhrifum af hinum ferska blæ „Myndar" og jafnvel tek' ið upp merki blaðsins, á Vísi og síðar Dagblaðinu. Eftir ævintýrið á „Mynd“ axlaði Högni sín skinn og fluttist ásamt fjölskyldu sinni vestur á ísafjörð „í faðm fjalla blárra“ á vit frænda og vina til þess að taka við ritstjórn „Vesturlands“ og ann- ast erindrekstur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Vestfjarðakjördæmi. Þar vestra undi hann vel hag sínum uns hann sneri aftur suður á bóginn og átti þar heimili upp frá því og stundaði ýmis störf m.a. hjá Lögbirtingablaðinu, Vilko og tíma- ritinu Skák. .Þá var hann fram- kvæmdastjóri Skáksambands ís- lands um skeið og þurfti að vasast í mörgu, jafnt innanlands sem er- lendis og kom þá málakunnátta hans í góðar þarfir. Síðustu árin vann Högni við rit- störf og þýðingar af ýmsu tagi og þýddi m.a. „Fjandvini" eftir Viktor Kortsjnoj, „fjandvin" íslendinga. Þá skrifaði hann sjóferðasögu Hrafns Valdimarssonar; „Ég sigli minn sjó“, sem kom út 1971 og „Sögu rækjuvinnslunnar við Djúp“, gagn- merkt heimildarrit úr atvinnusögu Vestfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.