Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 2

Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRUAR 1990 HETJUR HQRFINNAR RERNSKU Sagan um Karl Blómkvist er eftir hina kunnu sænsku skáldkonu Astrid Lindgren, sem meðal annars skrifaði sögurnar um Línu langsokk og Emil í Kattholti og víðfrægar urðu. Ég er þó þeirrar skoðunar að „Leynilögreglu- maðurinn Karl Blómkvist" sé henn- ar besta verk. Sagan er einstaklega lipurlega skrifuð, spennandi og hugljúf í senn, lýsir vel tíðarandan- um í sænskum smábæ á sjötta ára- tugnum og inn í söguþráðinn flétt- ast rómantískar hugleiðingar um fyrstu ástina: ■ „Hann sat bara og góndi yfir í bakaragarðinn eins og naut á nývirki. Sú, sem dró að sér athygli hans, var engin önnur en Eva Lotta, dóttir bakarans. Hún sat í rólunni sinni, klædd rauðköflóttum bað- mullarkjól og rólaði sér fagurlega, meðan hún gæddi sér á ljúffengri bollu og söng eftirlætislagið sitt við raust, því þessari stúlku var flest til lista lagt. Rödd hennar var skær og fögur og hljómaði ágætlega til Andra og Kalla. Kalli renndi vonar- augum til Evu Lottu og bauð Andra karamellur annars hugar. Andri fékk sér eina, einnig annars hugar, en renndi jafnframt vonaraugum til Evu Lottu. Kalli andvarpaði. Hann unni Evu Lottu hugástum. Sama gerði Andri. Kalli var búinn að ákveða að kvænast Evu Lottu, jafnskjótt sem hann hefði efni á að stofna heimili. Hið sama var Andri einnig búinn að ákveða. En Kalli var ekki í neinum vafa um, að Eva Lotta kysi hann - Kalla - heldur. Leynilögreglumaður með ekki færri en fjórtán glæsileg afrek að baki sér var vissulega eigulegra manns- efni en lestarstjóri. Andri ætlaði nefnilega að verða lestarstjóri." Kannski var ég svona hrifinn af Kalla af því hann var bara venjuleg- ur strákur eins og ég, en ekki óeðli- lega klár eins og Tom Swift og Bob Moran, þótt vissulega tæki maður einnig þátt í ævintýrum þeirra. Þeir voru úr hópi þessara \stór- snjöllu afburðaunglinga, sem allir kunnu að fljúga flugvélum, víluðu ekki fyrir sér að ganga í skrokk á stórglæpamönnum, og voru sumir vísinda- og hugvitsmenn sem sendu eldflaugar til tunglsins þótt þeir væru innan við tvítugt. I þessum hópi voru einnig Örn Brant og vin- ur hans Don Scott. Fyrsta bókin um Örn og Donna hét „Öm og eld- flaugin“, sú næsta „Sævargull" og sú þriðja „Kafbíllinn", og segja nöfnin allt um innihaldið, en Erni var vissulega margt til lista lagt. Höfundur þessara bóka var John Blaine og kann ég ekki nánari deili á honum. Ólafur Gunnarsson rithöf- undur hefur hins vegar svipt hul- unni af höfundi Tom Swift bókanna í stórgóðri „minningargrein“ um þessa hetju bemsku sinnar í „Bak- þönkum" hér í sunnudagsblaðinu nýverið. Sjálfsagt hefur það orðið mörgum aðdáendum Tom Swift al- varlega áfail þegar Ólafur upplýsti að höfundurinn, Victor Appleton, var í rauninni kona og hét réttu nafni Harriet Stratmeyer Adams. Hún skrifaði jafnframt telpnabæk- ur, átti stóran búgarð og hafði yndi af því að safna brúðum að því er Ólafur segir í umræddri grein. Kynslóðaskipti Einhverra hluta vegna tók ég þá félaga Örn og Donna fram yfir Tom Swift og vin hans Bud Barclay. Ég held Ííka að það hafí verið einhver kynslóðaskipti í þessu því eldri bróð- ir minn hélt með Tom Swift og hann las „Ævintýrabækurnar" á KÖNNUN Á ÞEKKINGU Á SÖGUPERSÓNUM GÖMLU UNGLINGABÓKANNA TOM SWIFT LIFIR GÖDU LÍFIEN ÁRNI í HRAUNKOTINÁNAST GLEYMDUR í LAUSLEGRI könnun sem íslenskukennarar í Víðistaða- skóla í Hafnarfirði gerðu fyrir Morgunblaðið um þekkingu á sögupersónum barna- og unglingabóka frá fyrri tíð kemur meðal annars í Ijós að Pollýanna, Tom Swift og Bob Moran eru vel þekkt meðal barna og unglinga í Hafnar- firði á sama tíma og Arni í Hraunkoti og Hjalti Iitli virð- ast að mestu gleymdir. Hins vegar lifa Kári litli og Lappi enn góðu lífi og urðu reyndar efstir á blaði þegar spurt var um einstaka bókaflokka. Skylt er að geta þess að könnun þessi er háð þeim takmörkunum að spurt var beint um einstakar bækur og sögupersónur og því komast þar ekki á blað ýmsir bókaflokkar og persónur sem ekki var spurt um en vitað er að eru mikið lesnar samkvæmt upplýs- ingum frá bókasöfnum. Úrtakið voru börn og unglingar á aidrinum 12 til 15 ára, samtals 143 talsins. Aðeins 3 gátu svarað því hver Árni í Hraunkoti var, en 27 höfðu heyrt minnst á Beverly Gray og vissu við hvað hún starfaði. Af þeim sem spurðir voru kváðust 49 hafa lesið Pollýönnu-bækurn- ar, 26 bækurnar um Tom Swift og jafn margir bækurnar um Bob Moran. Af einstökum bókaflokk- um voru bækumar um Kára litla og Lappa mest lesnar af þeim sem spurt var um, en 64 sögðust hafa lesið einhveija þeirra. Fast á eftir fylgdi bókaflokkurinn um Nancy eftir Carolyn Keene með 62 les- endur og því næst komu Öddu- bækurnar eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson með 45 lesendur. Engin söguhetja naut afger- andi vinsælda þegar spurt var um uppáhalds sögupersónu og vom þar nefndar persónur allt frá Andrési Önd og Lukku Láka upp í Gísla Súrsson og Gunnar á Hlíða- renda. Þó var nokkuð algengt að nefndar vom sögupersónur úr unglingabókum sem út komu fyr- ir síðustu jól og var þar Kiddi, úr bók Þorgríms Þráinssonar „Með fiðring í tánum“, oftast nefndur. Sú bók varð einnig efst á blaði þegar spurt var hvaða bók viðkomandi hafði lesið síðast. Skoðanir voru nokkuð skiptar þegar spurt var um hvernig bæk- ur viðkomandi fyndist skemmti- legastar. Hinir yngri nefndu gjarnan ævintýrabækur en þeir elstu kusu spennu- og ástarsögur. Við þetta má svo bæta að sam- kvæmt upplýsingum frá skóla- safnvörðum í Víðistaðaskóla eru bækurnar um Rósu Bennett enn talsvert mikið lesnar og eins virð- ast „ævintýra-, fimm- og dular- fullubækurnar" hennar Enid Bly- ton alltaf njóta jafnmikilla vin- sælda. Karl Blómkvist er enn eitt- hvað lesinn, þó ekki eins mikið og ýmsar aðrar bækur eftir Astrid Lindgren. Lítið er spurt um Öm Brant, nema í einstaka tilfellum þar sem lesandinn hefur áður kynnst Tom Swift og vill fá meira að lesa um hugvitssama unglinga. Tii gamans skulu hér birtar helstu niðurstöður könnunarinn- ar: • 1. Hver var Ámi í Hraunkoti? - Aðeins þrír svöruðu rétt. 2. Hefurðu heyrt minnst á Be- verley Gray? Hvað starfaði hún? - 27 gátu svarað þessu á fullnægj- andi hátt. 3. Hefurðu lesið einhverjar bækur sem segja frá þessum per- sónum? - Pollýanna 49, Tom Swift 26, Bob Moran 26, Grímurgrall- ari 23, Matta Maja 19, Gvendur Jóns 9. 4. Hefur þú lesið einhveij ar bækur, eina eða fleiri, úr þessum bókaflokkum? - Bækur um Kára litla og Lappa 64, Nancy bækurn- ar 62, Öddu bækurnar 45, Benna bækurnar 20, Dóru bækurnar 20, Kim bækurnar 17 og Hjalta bæk- urnar 5.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.