Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 10

Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 Hlutverlc seðlabanka Dr. Jóhannes Nordal fjallar um hlutverk seðlabanka á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga 6. febrúar nk. kl. 8.00 á Hótel Sögu. Fundurinn er öllum opinn. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Þ. ÞORCRÍMSSON & CO MM RUTLAND UM ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Mannréttindadómstóllinn í Strassborg - staðfesti að ákærði hefði haft gilda ástæðu til að mótmæla því að sami maður dæmdi og rannsakaði mál hans. 'LÖGTMÆÐl/Hvad er óhábur og óvilhallur dómstóll? 6. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu SÁTTMÁLIEVRÓPURÁÐSINS um verndun mannréttinda og mann- frelsis frá 4. nóvember 1950, í daglegu tali nefndur Mann- réttindasáttmáli Evrópu, hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undan- farið. Tilefhið er auðvitað dómur Hæstaréttar frá 9. janúar sl. sem nokkuð var rætt um í pistlinum frá 21. janúar sl. í afmælis- riti dr. Ármanns Snævarr: Ármannsbók, sem kom út skömmu fyrir jól, er m.a. að fínna grein eftir Gauk Jörundsson, umboðs- manns Alþingis, um 6. gr. sáttmálans. Þar sem einkum þetta ákvæði sáttmálans hefiir verið til umræðu hér á landi er ekki úr vegi að grípa aðeins niður í grein Gauks. Umrætt ákvæði sáttmálans hljóðar svo í íslenskri þýð- ingu: „1. Nú leikur vafi á um rétt- indi þegns og skyldur eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta réttlátrar og op- inberrar rann- sóknar innan hæfilegs tíma, fyrir óháðum og óhlutdrægum, lögmætum dóm- stóli. Dómur skal upp kveðinn í heyranda hljóði, en banna má blaðamönnum og al- menningi aðgang að réttarhöldum að nokkru eða öllu vegna almenns siðgæðis, allsheijarreglu eða þjóðaröryggis í lýðfijálsu landi, þegar unglingaverndun eða vemdun einkalífs málsaðilanna býður, eða að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til í sérstökum tilvikum, þar sem vitneskja almennings mundi torvelda rétta niðurstöðu./ 2. Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir glæpsamlegt athæfi, skal telja saklausan, unz sök er sönnuð lögfullri sönnun./ 3. Hver sá maður, sem borinn er sökum fyrir glæpsamlegt athæfi, hefur þessi lágmarksréttindi: a) rétt til þess að fá tafarlaust vitneskju, á máli sem hann skilur, um eðli og orsök ákærunnar gegn honum, í einstökum liðum; b) rétt til nægi- legs tíma og aðstöðu til að und- irbúa vörn sína; c) rétt til að veija sig sjálfur eða kjósa sér veijanda. Hafi hann ekki efni á að greiða lögfræðilega aðstoð, skal hann fá hana ókeypis, ef réttarsjónarmið krefjast þess; d) rétt til að spyija eða láta spyija vitni, sem leidd eru gegn honum. Séð skal um, að vitni, sem bera honum í vil, komi fyrir dóm og séu spurð á sama hátt og þau vitni, sem leidd eru gegn honum; e) rétt til að fá ókeypis aðstoð túlks, ef hann skil- ur ekki eða talar mál það, sem notað er fyrir dómi.t Það er einkum sá hluti 6. gr. sem fjallar um rétt manna til rétt- látrar málsmeðferðar fyrir óháð- um, óhlutdrægum dómstóli, sem snertir þá umræðu sem hér hefur átt sér stað. í Ill-hluta greinar sinnar ræðir Gaukur nokkuð um hvað þarna er átt við og rekur nokkur mál sem farið hafa fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna þessa. Hann bendir á að samkvæmt ákvæðinu séu sett þau skilyrði að dómstóll sé bæði í senn óvilhallur og óháður. Samkvæmt 6. gr. telst dómstóll því aðeins óháður að hann sé óháður stjórn- völdum (framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi) og málsaðilum. Þetta merkir að dómarar skuli vera í dómstörfum sínum óbundn- ir af fyrirmælum frá öðrum. Krafan um að dómari sé óvilhallur felur í sér tvennt: Annars vegar að dómari má ekki í raun vera vilhallur öðrum aðilanum í dómi sínum, né má vera ástæða til að draga í efa hlutleysi dómara frá hlutlægu sjónarmiði. Þ.e. aðstæð- ur mega ekki vera þannig að þær séu til þess fallnar hlutlægt séð að vekja tortryggni um að dómar- inn sé ekki óvilhallur. Að lokum er rétt að skoða eitt mál sem fór alla leið fyrir Mann- réttindadómstólinn, en þar erfjall- að uin atriði sem um margt svipar til þeirra álitaefna sem mest hafa verið rædd hér á landi. í málinu háttaði svo til að dómari sem tek- ið hafði þátt í rannsókn sakamáls sat síðar í sakadómi, sem skyldi skera úr um sekt eða sýknu manns nokkurs í því máli. Bæði mannréttindanefndin og dómstóll- inn töldu að með þessu hefði ver- ið brotið gegn 6. gr. mannrétt- indasáttmálans. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins varð.sú að ákærði hefði haft réttmæta ástæðu til að tortryggja þá ráð- stöfun að dómurinn væri skipaður dómara sem hefði áður átt þátt í að rannsaka mál hans, þar með talið yfirheyrt hann margsinnis og úrskurðað hann í gæsluvarð- hald. Það var álit dómstólsins að dómstóllinn gætf ekki talist óvil- hallur í skilningi 6. gr. vegna þessa. Þegar þess er gætt hversu svipaðir málavextir þessa máls og málavextir í máli Jóns Kristins- sonar eru, er erfitt að ímynda sér að niðurstaðan í máli Jóns hefði orðið önnur hefði það mál farið fyrir Mannréttindadómstólinn. eftir Dovíð Þór Biörgvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.