Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 Abu Talb: í haldi í Svíþjóð. Hvemigsamsœrib um ab granda farþegaþotu Pan Am var skipulagt SKOZKA LÖGREGLAN vill yflrheyra arabíska hryðjuverkamanninn Mohammed Abu Talb, sem Svíar dæmdu í lífstíðarfangelsi fyrir jólin, en hefur ekki enn farið fram á að hann verði framseldur. Talb er eini maðurinn, sem hefur verið opinberlega sakaður um að hafa „myrt eða tekið þátt í að myrða“ 270 manns, sem biðu bana þegar farþegaþota bandaríska flugfélagsins Pan Am sprakk í tætlur yfir Lockerbie í Skotl- andi 21. desember 1988. Kviðdómur í Uppsölum dæmdi Talb útaföðru og óskyldu máli - sprengjuárásum á bandarísk og ísraelsk skotmörk i Danmörku og Hollandi 1985. Lögreglumenn frá Skotlandi fengu að leita í íbúð Talbs í Uppsölum og höfðu á brott með sér föt, sem hann virðist hafa keypt á Möltu nokkrum vikum fyrir Lockerbie-slysið. Sama dag og slysið varð var taska með fatnaði send frá Möltu með áætlunarflugvél til Frankfurt. Útvarpssprengja leyndist í töskunni og hún var flutt um borð í þotu Pan Am í „áætlunar- flugferð 103“ til Bandaríkjanna. Þegar skipt var um vél á He- athrow-flugvelli hjá Lundúnum fylgdi taskan öðrum farangri, sem var fluttur um borð í Pan Am-þotu þá sem sprakk yfir Lockerbie. Um það hefur ekki verið deilt að útvarps- sprengjan í töskunni frá Möltu hafi valdið sprengingunni í „flugi 103“ frá Frankfurt. Enginn í Pan Am- þotunni átti töskuna, sem sprengjan var í. Þótt Skotar hafi ekki enn farið fram á að Abu Talb verði framseldur eru þeir í engum vafa um að hann hafi gegnt mikilvægu hlutverki i Lockerbie-málinu og notið öflugs stuðnings vina og venzlafólks. Með þrotlausu starfi hefur tekizt að rekja slóð Talbs og margra annarra arabí- skra hryðjuverkamanna og tengja þá Lockerbie-slysinu. Heppni hefur mm ERLEND ■ hriwcsiA eftir Guöm. Halldórsson átt ríkan þátt í þeim árangri, sem hefur náðst, en óhöpp hafa einnig komið við sögu. Heppni og mistök Um tíma virtust Vestur-Þjóðveijar hafa klúðrað rannsókninni. Einn sprengjusérfræðinga þeirra beið til dæmis bana og annar særðist þegar þeir leituðu að falinni sprengju. Hins vegar fékk einn hryðjuverkamann- anna samvizkubit þegar hann var yfirheyrður og lét í té mikilvæga vitneskju. Við rannsókn- ina hafa starfað 5.000 brezkir lögreglumenn, tugir starfsmanna bandarísku alríkislög- reglunnar FBI, lögreglan í Vestur- Þýzkalandi, Svíþjóð og á Möltu og leyniþjónustustofnanir á Vesturlönd- um og í Miðausturlöndum. Rann- sóknin hefur náð til 52 landa og 14.000 vitni hafa verið yfirheyrð. Brak úr Pan Am-þotunni dreifðist yfir 1.200 ferkílómetra svæði og milljónum brota hefur verið safnað. Hvert einasta stykki hefur verið rannsakað gaumgæfilega og öllum brotunum raðað saman. Fullkomn- ustu vísindaaðferðum hefur verið beitt við rannsóknina, ekki sízt efna- og eðlisfræðilegum. Frá byijun var talið nær víst að palestínskir og íranskir hryðjuverka- menn hefðu grandað þotunni, en sannanir skorti. Athyglin beindist ekki að Abu Talb fyrr en hann var handtekinn í Svíþjóð í vor. í ljós kom að hann hafði ýmist sagzt vera Ma- rokkómaður, Líbani, Líbýumaður, Jemeni eða ríkisfangslaus Palestínu- maður, verið svarinn óvinur ísraels- manna frá blautu bamsbeini og særzt þrisvar sinnum í baráttu fyrir málstað Palestínumanna. Smám saman tókst að af la fyllri upplýsinga um skuggalegan feril þessa hryðju- verkamanns, sem kallaði sig Intiqam (Hefnd), en margt er enn á huldu. Leiðin til Uppsala Mohammed Abu Talb er Iíklega fæddur 1952 : Port Said og er einn sjö systkina. Þegar bróðir hans féll í einni orrustu Egypta við ísraels- menn í sex daga stríðinu 1967 varð hatur hans á ísraelsmönnum að þrá- hyggju. Ári síðar gerðist hann sjálf- boðaliði í egypzka hernum. Hann þótti samvizkusamur hermaður og var sendur til þjálfunar í Sovétríkjun- um 1969, en þremur árum síðar var honum varpað í fangelsi, líklega vegna þess að hann reyndi að stijúka úr hernum. í fangelsinu stóð hann fyrir óeirðum og særðist. Talb tókst að flýja frá Egypta- landi um Jórdaníu til Beirút 1973. Þá hafði hann verið liðsmaður í Frels- issamtökum Palestínu (PLO) í þijú ár, en í Beirút gekk hann í róttæk- ari samtök, Baráttuhreyfingu pa- lestínskrar alþýðu (PPSF). Þau sam- tök hafa verið í slagtogi með Al- þýðufylkingunni til frelsunar Pa- lcstínu (PFLP-GC), sem er skipuð einhveijum mestu hatursmönnum gyðinga, hefur bækistöðvar í Dam- askus og er undir forystu sýrlenzka majórsins Ahmed Jabril. Talb varð yfirmaður 100 manna öryggissveitar PPSF, særðist í bardögum 1976 og Skæruliði úr samtökum Jibrils: Svarnir óvinir ísraelsmanna. lagði stund á stjórnvísindi og hag- fræði í háskólanum í Beirút i tvö ár. Fyrrverandi kona Abu Talbs, Jam- ila Moghrabi, er frá Líbanon og hef- ur ekki verið viðriðin hryðjuverk. Hún er 28 ára og gengur með þriðja barni þeirra, en þau skildu í marz 1989. Ein systir hans, Khulud, var handtekin í Bretlandi 1978 fyrir að reyna að ráða sendiherra íraks af dögum með handsprengju. Önnur systir hans, Delai, lézt þegar hún hafði komið fyrir sprengju í ísraelsk- um almenningsvagni. Talb og Jamila fluttust til Svíþjóð- ar 1983, ári eftir að PLO hrökklaðist frá Lfbanon, og settust að í háskóla- bænum Uppsölum. Svíþjóð freistaði þeirra eins og hundruð annarra Pa- lestínumanna vegna fijálslyndis Svía í garð pólitískra flóttamanna. í Upp- sölum býr fólk frá 130 löndum og Talb-hjónin kunnu vel að meta tölu- verðan heimsborgarbrag, sem þar ríkir. Hjónin báru fölsuð marokkósk vegabréf og kváðust hafa komið til Svíþjóðar til að flýja ofbeldi. Talb stundaði alls'konar störf í Uppsölum, en var lengst af húsvörður og flutti inn og seldi arabískan mat og mynd- bandsspólur. Sprengjuherferð Sennilega var Abu Talb sendur til Svíþjóðar til að koma á fót „sellu“ palestínskra hryðjuverkamanna í Skandinavíu. Slík sella varð að veru- leika undir hans stjórn og varð útibú úr samtökum Jabrils, PFLP-GC, þótt hann væri í PPSF. Fram kom í réttar- höldunum gegn honum fyrir jól að MANNSIHS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.