Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 mmm „ j?ti erfc rneb rxaegan mt tiL ixecjgja. viknQ. " Ast er. . . .. .að láta ekki símsvara um að ansa. TM H0fl. U.S. Pat Off.—»H riflhta raseryed ® 1990 Loa Angeles Timea Syndicate ' 1244 t n a 0 <7 0 0 „6*0> O Or <'OJ' Lokið dyrunum ;.. HÖGTSTI HREKKVÍSI ... E'N ElNKARlTARíNJN HANSV/LL. EKKI L-EVFA /MÉR AÐ TALA VIÐ HANN.. J Ls Á FÖRNUM VEGI Þoka á Raufar- höfti o g óseldir hamborgarar Halldór Ólafsson Rólegri flugstöð er tæpast hægt að ímynda sér, öryggisgæsla er engin og biðraðir hvergi sjáanleg- ar. Hamborgar- arnir eru óseldir enda er umferðin lítil, ekkert flug vestur og þoka á Raufarhöfn. Helga Har- alds dóttir ásamt börn- um sinum þeim Ástu og Haraldi. vegum og stundum á vegum fyr- irtækisins en ég sé um troll fyr- ir rækjubáta. Þetta er dálítið dýrt, ferðin kostar um 10.000 krónur.“ Halldór segist hafa komið í bæinn mánudaginn og ætlað að vera aðeins klukkutíma! „Eg ætlaði að ná seinni vélinni á mánudaginn þannig að ætlunin hefur farið örlítið úr skorðum!“ Halldór átti erindi suður því 1 hann hyggst brátt leggja land undir fót ásamt fjölskyldu sinni og heiðra andfætlinga vora í Það er letisvipur á leigubíl- stjór unum þar sem þeir sitja í bifreiðum sínum fyrir framan flugstöðina á Reykjavík- urflugvelli. Alþjóðleg og sér- kennalaus popptónlist berst út um opnar rúðurnar og gott ef einhveijir þeirra drepa ekki tíman með því að svæla í sig framleiðslu alþjóðlegra tóbaks- framleiðenda. Þetta er fallegur dagur en lítið um flugfarþega, þó alltaf einhve” slæðingur. Flugvélin að norðan lendir bráð- um en það er víst ekki hægt að lenda á ísafirði, allt á kafi í snjo og skyggnið lélegt. Inni í flugstöðvarbyggingunni ríkir'ró og friður. I sjoppunni eru óseldar samlokur, breiðlokur, framlokur og langlokur dagsins. Örbylgjuhamborgararnir og piz- zurnar hafa lítið hreyfst. Blöðin seljast best og svo auðvitað kaff- ið. Að meðaltali fara sex til átta hundruð manns um Reykjavíkur- flugvöll á hveijum degi en um- ferðin er ákaflega misjöfn og mótast jafnt af veðri sem frídög- um alþýðu manna hér á landi. Helga Haraldsdóttir hafði ætl- að sér að fara til Raufarhafnar þennan daginn ásamt tveimur börnum sínum þeim Ástu og Haraldi. En það er þoka á Rauf- arhöfn og því geta þau ekki heimsótt afa og ömmu fyrr en á morgun. „Við vorum komin út í vél og þá var tilkynnt að það væri ekki hægt að fljúga á milli Akureyrar og Raufarhafnar," segir Helga „Við verðum að fara heim og reyna aftur á morgun,“ segir hún við bömia, sem sýni- lega njóta þess að hlaupa um gólf byggingarinnar. „Við flutt- umst í bæinn á síðasta ári, at- vinnuástandið var bágborið, eng- in loðna og maðurinn minn fékk góða vinnu hér. Við höfum ekk- ert farið norður í ár en við kom- umst vonandi á morgun." ísfirðingurinn Halldór Ólafs- son er búinn að bíða í þijá tíma eftir flugi heim. Hann styttir sér stundirnar á þjóðlegan hátt og leggur kapal. „Ég kem hingað suður að meðaltali íjórum sinn- um í mánuði, stundum á eigin * Víkveiji skrifar Víkveiji hefur stundum velt því fyrir sér hveiju það sætir hversu mjög mönnum hitnar í hamsi þegar rætt er um aldamót — hvort þau séu um áramótin 1999 og 2000 eða 2000 og 2001. Svo lengi sem hann minnist hefur sú umræða blossað reglubundið upp á tíu ára fresti, ætíð þegar ný tala bætist við tuginn. Enga skýringu hefur hann þó fundið á þeim tilfinningahita, sem einkenn- ir þessa umræðu. Það er ekki nóg með að lesenda- dálkar blaðanna séu yfirfullir heldur er víða deilt um þetta manna á meðal. Þetta var til dæm- is aðalumræðuefni í „heita pottin- um“ einn morguninn — og hart deilt. Loks tók maður, sem lítið hafði til mála lagt, af skarið. „Hættið þessu pexi, piltar." Síðan kom hann með „sáttatillögu" eitt- hvað á þessa leið: Getið þið ekki samþykkt að maður, sem er fædd- ur 1. janúar árið 1900 hafi ekki lifað í 100 ár fyrr en 1. janúar 2001. Á hinn bóginn eru 100 ár liðin frá fæðingardegi hans 1. jan- úar árið 2000. Hann getur því á þeim degi með fullum rétti haldið upp á að 100 ár séu liðin frá því að hann kom í heiminn. Sam- kvæmt þessu er öldin ekki liðin fyrr en um áramótin 2000 og 2001, en 1. janúar árið 2000 eru 2000 ár liðin frá þeirri stundu er tímatal okkar er miðað við. Þetta þótti skarplega mælt og var samþykkt í pottinum, en þegar menn höfðu velt vöngum dulitla stund hófst deilan að nýju. Við hvor tímamörkin á að miða alda- mótin? Menn stóðu aftur í sömu sporum og í byrjun. Augljóst er að þessari rimmu lýkur ekki. Hér gagna engar reikningskúnstir. xxx Víkverji hitti nýlega kénnara, sem sagðist fagna þeirri um- ræðu, sem nú er um íslenskt mál og allt gott væri að segja um það málræktarátak, sem nú væri aug- lýst í bak og fyrir. En því mætti ekki gleyma að íslensk tunga yrði ekki varðveitt með einhverju tíma- bundnu átaki, ræktun málsins væri lífstíðarverkefni, sem fylgja ætti einstaklingnum frá vöggu til grafar. Kennarar hefðu þar sér- stöku hlutverki að gegna þótt þeir væru ekki einir um að móta mál- far manna. Hér væri ekki átt við íslenskukennarana eina heldur einnig þá, sem kenndu aðrar námsgreinar. Ef þeir stæðu ekki vel í stykkinu gæti erfiði íslensku- kennarans farið fyrir lítið. Fátt kvað þessi kennari ömur- legra en að heyra „menntamenn" slá um sig með erlendum slettum eða rita þannig að eiginlega þyrfti að þýða textann svo að hann yrði vel skiljanlegur. Orðin væru ef til vill íslensk en setningaskipan og hugsun erlend. Væru þá oft búin til hrein orðskrípi. Nefndi hann sem dæmi grein eftir einn „fræð- inginn" þar sem talað er um „skýr- ingarbeiðnir", „skilningsörðug- leika“ og „tekjuskiptingarsam- hengi“. Þá sagðist hann fyrir nokkru hafa hlýtt á útvarpsþátt þar sem langskólagengin kona stóð í því að „redda“ hlutum og sagði að fólki líkaði illa að hafa það á tilfinningunni að verið væri að „spæja“ um það. Kennaranum sló fyrir brjóst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.