Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 C 31 Á tröppum ÍR-hússins vetur- inn 1947 til 1948 við upphaf æfinga ólympiukandidata. Fremstir standa frá vinstri: Sigurjón Pétursson frá Ála- fossi, Jakob Albertsson ÍR, Óskar Jónsson ÍR, Örn Eiðs- son ÍR og Kjartan Jóhanns- son IR. I annarri röð, fyrir aftan Sigurjón, er Pétur Einarsson ÍR, þá Olle Ek- berg þjálfari ÍR og Sveinn Björnsson KR. í þriðju röð eru f.v: Ólafur Guðmundsson ÍR, Ingi Þorsteinsson KR, Haukur Clausen ÍR og Sig; urjón Ingason Ármanni. í fjórðu röð Finnbjörn Þor- valdssonÍR, Reynir Sigurðs- son ÍR, Örn Clausen IR og Jóel Sigurðsson ÍR. í fimmtu röð Friðrik Guðmundsson KR, Þórður Þorgeirsson KR, Indriði Jónsson KR og Páll Halldórsson KR. f næ- stefstu röð Magnús Jónsson KR og Bjarni Linnet ÍR. Efstir standa Ásmundur Bjarnason KR, Vilhjálmur Vilmundarson KR og Trausti Eyjólfsson KR. Ólympíufarar æfa inngöngu á Melavelli skömmu fyrir brottförina til London sumarið 1948. Finnbjörn Þorvaldsson er fánaberi og við hlið hans gengur Jens Guðbjörnsson formaður Ármanns. Fyrir hópnum ganga, frá hægri: Erlingur Pálsson, Olle Ekberg frjálsíþróttaþjálfari og maðurinn í ljósu fötunum er Jón Pálsson sundþjálfari. Síðan koma keppendur i tvöfaldri röð. SIMTALID ... er vió Þorstein Hjaltason fólkvangsvörd í Blájjóllum Veðrið hefur leikið okkur grátt 78400 Bláfjöll, góðan dag. — Góðan dag, er Þorsteinn Hjaltason við? Já, augnablik Halló. — Þorsteinn? Já. — Þetta er á Morgunblaðinu, Friðrik Indriðason heiti ég. Komdu blessaður. — Blessaður. Mig langaði til að forvitnast um hvernig þetta hefði gengið til hjá ykkur frá því að þið opnuðuð. Það eru nú ekki mjög spenn- andi fréttir að hafa héðan í augna- blikinu. Veðrið hefur leikið okkur grátt og þótt fólk hafi klæjað í fingurna að komast á skíði þar sem færið er nú með besta móti höfum við oft ekki getað opnað lyfturnar vegna veðurs. — Eruð þið ekki búnir að 'opna nýja lyftu á svæðinu? Það er raunar ekki ný lyfta en við færðum til og lengdum tengi- lyftuna þannig að nú er hægt að komast milli Eldborgargils og Kóngagils með góðu móti eða frá norðri til suðurs eftir fjallinu. Áður var þama ákveðinn tappi. Raunar höfum við ekki getað opnað þessa lyftu enn, vegna veðurs, en hún kemst í gagnið á næstunni. Eftir tilfærsluna hefur lyftan lengst úr 400 metmm í tæpa 700 metra og hún annar um 600 manns á klukkustund. — Hvað koma margir í Bláfjöll á góðum degi? Það er svona á bilinu 3.000-5.000 manns. Skíðafólk streymir hér að þegar opið er. Lyfturnar geta með góðu móti annað 3.000 manns en þegar fleiri em mynd- ast biðraðir við þær og við þurfum eiginlega að fá fleiri lyftur til að geta annað mestu eftirspurninni. — í hverju eru störf þín og þíns aðstoðarfólks aðallega fólgin? Það er aðallega gæsla við lyft- umar og að vera til taks ef meiðsli og slys verða. Við sjáum einnig um að vegurinn hingað sé mddur og að vatn sé flutt á stað- inn svo dæmi séu tekin. — Er ekki í nógu að stússast þegar hátt í 5.000 manns eru á svæðinu? Jú, en í góðu veðri er þetta mjög einfalt og gengur stórslysa- laust fyrir sig. — Ert þú sjálfur skíðamaður? Já, ég er það. — Og ferðu oft á skíði Ekki eftir að ég byijaði í þessu starfi. Vinnan gengur fyrir hjá mér. Ég fer hinsvegar á skíði þegar vorið nálgast og starfsemin er komin í fastar skorður. — Eru einhver stórverkefni, fyrir utan tengilyftuna, framund- an hjá ykkur? Nei.það er vart hægt að segja það. En eins og ég gat um áðan þá þyrftum við að fá fleiri lyftur sökum þess hve vinsælt svæðið er orðið meðal sk- íðamanna og ætli það sé ekki það mál sem við setjum á oddinn í nánustu framtíð. — Jæja, ég ætla ekki að tefja svo önnum kafinn mann sem þig meira en ég þakka þér kærlega fyrir spjallið. Já, takk sömuleiðis. — Vertu blessaður. Blessaður. Þórir Baldursson tónlistarmað- ur hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu hérlendis á undanf- örnum árum. Hann var félagi í Savannatríóinu sem var með vinsælustu skemmtikröftum landsins á sjötta áratugnum. Á áttunda áratugnum lá leið hans til Þýskalands þar sem hann útsetti lög og spilaði á plötum með mörgum af stærstu nöfh- unum í dægurtónlist þess tíma. Má þar nefna tónlistarmenn á borð við Grace Jones, Donnu Summers, Elton John og Boney M. En hvar ætli Þórir sé stadd- ur í dag? órir Baldursson vinnur nú við lagasmíðar og útsetningar í New York. Hann hefur þar íbúð og hljóðver til afnota og segir að sér gangi alveg prýðilega. Hann vinnur eingöngu fyrir svarta tón- listarmenn og gerir það í félagi við þijá lagahöfunda frá San Francisco, þá Larry Batiste, Cla- ytowen og Jon Bendish. Aðallega er um að ræða blús, danslög, hip hop og fönk-tónlist. Tónlistarmenn þeir sem Þórir vinnur fyrir eru ekki mjög þekkt- ir utan Bandaríkjanna en þar má fínna nöfn á borð við Star Point, hljómsveit sem er samningsbund- in við Elektra, og Keith Sweat, sem er á samningi hjá Phonogr- am. Síðustu tvær plötur sem Keith Sweat sendi frá sér seldust í um 3 milljónum eintaka í Banda- ríkjunum. „Ég hef haft nóg að gera að undanförnu sem sjálfstæður laga- höfundur og er bjartsýnn á HVAR ERU ÞAV WÚ? Viðtón- smíðar i New York framtíðina,“ segir Þórir en hann hefur starfað að þessu undanfarin þijú ár. Hann vann raunar í Þórir Baldursson. Bandaríkjunum að svipuðum verkefnum í lok áttunda áratugar- ins og fram til 1982. Síðan var -hann með annan fótinn á íslandi þar til fyrir þremur árum. Þórir segir að það sé langt frá því að hann sé farinn frá íslandi. Þvert á móti hyggur hann á að flytja alfarið heim til íslands nú í haust. „Ég hef trú á því að ég sé búinn að koma ár minni það vel fyrir borð hér úti að ég geti starf- að að lagasmíðum mínum heima á íslandi og sent svo efnið utan,“ segir hann. í máli hans kemur fram að ástæða þess að hann vill koma heim sé að fjölskylda hans búi hér heima og það sé slæmt að vera lengi íjarvistum frá henni. Hann er giftur Guðrúnu Pálsdóttur dansara hjá Þjóðleikhúsinu og eiga þau eina dóttur saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.