Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 "•“•■Æsr AU.ÝDOBIAB Þ°rvaldsdótt- fráOHnIeÍku ^áOrieansfíHeiO sibragogvíða imann, bastarð- f^akarlSsJk°u7^)-Tekst ag-og- víða erle/kurermannsins vekM vonir umTðbT TÍ þeim TTT*úrik befuvst op-'v^ndaðnám °gviðhmn besta undanföi eftir Jóhönnu Ingvorsdóttur/myndir: Sverrir Vilhelmsson. YNGSTA KYNSLÓÐ leikstjóra þreyt- ir frumroun sína með sex reynd- ustu leikurum Þjóðleikhússins ó næstunni í dagskró sem fengið hefur heitið „Stefnumót“. Stefnu- mót samonstendur af sjö örstutt- um leikritum eftir nokkra merkis- höfunda, sem sumir hafa aldrei verið kynntir fyrir íslenskum leik- húsgestum. Stefnumót verður frumsýnt föstudaginn 2. mars og mó segja að uppfærslan sé hluti af afmælishaldi Þjóðleikhússins, sem verður 40 óra þann 20. apríl. Hótíðarhöldum í tilefni þess hefur verið frestað þarsem við- gerð ó húsinu stendur fyrir dyr- um. Tveir leikendanna í Stefnu- móti, þeir Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson, hættu í veíur sem fastróðnir leikarar við húsið og fóru ó eftirlaun, en hinir fjór- ir voru með í opnunarsýningum hússins og eiga því 40 óra starfs- afmæli, þau Baldvin Halldórsson, Bryndís Pétursdóttir, Herdís Þor- valdsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Leikstjórar Stefnumóts eru fjórir talsins, allf ungt fólk sem nýlega hefur lokið sérnómi í leikstjórn. Vænta mó að þessir ungu leik- stjórareigi eftirað lóta mikið til sín taka í framtíðinni. Hlín Agnarsdóttir hefur yfirumsjón með dagskrónni, en með henni starfa leikstjórarnir Asgeir Sigurvalda- son, Ingunn Ásdísardóttir og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Við mæltum okkur móf við fimm af þessum leikurum, en só sjötti, Baldvin Halldórsson só sér það ekki fært. „EINU SINNI dreymdi mig um að verða skipstjóri á stóru farþegaskipi eða á litlum lóðs,“ segir Rúrik Haraldsson. Rúrik fæddist í Vestmannaeyjum 14. janúar árið 1926. Eins og Vest- manneyingum er tamt, kom hann nálægt sjómennsku, fór meira að segja á síldveiðar í samfellt fjögur ár. Sextán ára gamall fór hann til Réykjavíkur og settist á skólabekk í Versl- unarskólanum. Eftir stutta viðdvöl þar leitaði hann um stund út á hinn ftjálsa vinnumarkað sem afgreiðslu- og skrifstofúmað- ur. Fljótlega falaðist hann eftir inngöngu í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og var þar í hálft annað ár. Central-leiklist- arskólinn í London var næsti viðkomustaður Rúriks þar sem hann var við nám frá 1947-50. Nú er Rúrik orðinn 64 ára gamall og samkvæmt 95 ára reglunni svokölluðu lét hann af starfi sem fastráðinn leikari Þjóðleikhússins þann 1. september síðastliðinn og er bara svona „free- lance“, eins og hann orðar það. „Eg hef haft nóg að gera, í útvarpi, í leikhúsinu og sjón- varpið fínnst mér vera að verða svolítið spennandi. Ég gæti hugsað mér að fara meira út í kvikmyndaleik," segir Rúrik, sem fór með eitt aðalhlutverkið í síðasta nýársleikriti Sjón- varpsins, Steinbarni þeirra Vilborgar Einarsdóttur og Kristj- áns Friðrikssonar. Ætli ég hafi ekki fengið leiklistarbakteríuna i mig svona um ferming- araldur. Ég hafði samt ekkert gert að því að leika áður en ég kom í skólann enda segja þeir, sem til þekkja, að ég hafi verið svo feiminn. En feimnin hvarf um leið og ég var kominn upp á sviðið. Sennileg hef ég fengið einhveija útrás á svið- inu,“ segir Rúrik. — Hefurðu einhvern tímann séð eftir því að hafa farið út í leiklist? „Nei... nei ætli það. Nei, ég hef ekki séð eftir þessu néma þá kannski... nei, ég held , ekki. Þetta var náttúrulega óskaplegur barningur fyrstu árin af því að launin voru svo lág. Maður hoppar svo sem ekki hæð sína yfir laun- unum í dag.“ Rúrik hóf sinn leikferil hjá Leikfélagi Reykjavíkur ag kom fyrst fram í hlutverki Vilbjálms í. Vermlendingum árið 1946 og vor- ið 1947 lék hann þar George Gibbs í Bænum okkar og Álfakónginn í Álfhól. Fyrsta hlutverkið hans í Þjóðleikhúsinu að afloknu námi var Dunois höfuðsmaður í Heil- agri Jóhönnu árið 1951, en síðan þá hefur hann leikið þar yfir 120 hlutverk, gamanleiki og harmleiki jöfnum höndum. Rúrik segir mér að hin síðari ár hafi hann voða lítið fylgst með leikhúsgagnrýni. „Fyrst var mað- ur rosalega viðkvæmur fyrir allri gagnrýni. Staðreyndin er bara sú að leikari, sem ætlar sér að verða atvinnumaður, nær ekki tökum á þessari kúnst fyrr en svona tíu árum eftir skólagönguna. Og þá þarf maður yfirleitt ekki gagnrýn- anda til að segja sér hvort leikur- inn er góður eða slæmur. Maður finnur það nokkurn veginn sjálf- ur. Manni lærist að þekkja inn á sig sem ieikara enda hljóta menn að kunna orðið sitt fag eftir öll þessi ár.“ — Éftirminnilegast? „Það eru helst þær stórgóðu sýningar, sem maður gleymir seint og þeir góðu leikarar, sem þar áttu hlut að máli, t.d. Indriði Waage í Sölumaður deyr, Lárus Pálsson í íslandsklukkunni og Valur Gíslason í Föðurnum, Arndís Björnsdóttir í Gullna hlið- inu, Haraldur Björnsson í Kaup- manninum í Feneyjum að ógleymdum herbergisfélaga mínum Bessa í Þispan í Jóns- messunæturdraumi Shakespeares sem ég álít það fyndnasta sem ég hef séð um dagana. Sjálfur á ég mér engin uppáhaldshlutverk. Sem fastráðinn leikari Þjóðleik- hússins fær maður 'sín hlutverk upp í hendurnar og verður að leysa úr þeim eftir bestu getu. Ég hafði mjög gaman af því að vinna með Agli Eðvarðssyni að sjónvarpsleikritinu Steinbarni. Þetta var tiltölulega nýtt fyrir mér og hlutverkið var fjandi mik- ið. Við Egill vorum búnir að ræða um þennan karl fram og aftur. . Ég var sérstaklega smeykur við að þessi harði karl, sem ég lék, skyldi brotna niður. Það eina, sem gat afsakað það, var koníakið, sem blaðakonan gaf honum. Við það varð minn karl meyr vegna minninga fortíðarinnar. Já, mig langar að spreyta mig svolítið meira í kvikmyndum. Ég get ekki neitað því.“ — Staða íslenskra leikhúsa? „Leiklistin er auðvitað söm við sig. Það er sami grunnurinn í leik- listinni nú sem áður. Tækifærin hafa hinsvegar aukist og menntun ungra leikara er betri en áður. Nú eigum við fjögurra ára ríkis- rekinn leiklistarskóla og er ekkert nema gott eitt um hann að segja. Maður sér mjög góðar leiksýning- ar hjá nemendum Leiklistarskól- ans. Því miður er ekki pláss fyrir allt þetta unga fólk sem útskrif- ast sem leikarar og persónulega finnst mér að skólinn ætti að tak- marka enn frekar aðgang. Hugs- aðu þér hvað margir leikarar verða atvinnulausir eftir svona tíu ár. Það er ekki fyrst og fremst skólinn sem gerir góðan leikara. Manngerðin — frumgerðin frá guði — skiptir í þessu sambandi meginmáli." — Hveiju þarf góður leikari að vera gæddur? „Hann þarf fyrst og fremst að vera mjög næmur á fólk og tilfinn- ingalega móttækilegur.“ Rúrik segir það afar misjafnt hvernig hann fari að því að vinna sig inn í hlutverk. Stundum þurfi sáralitla fyrirhöfn og stundum þurfi að hafa mikið fyrir hlutverk- inu. Það sé engin algild regla til í þessu. — Verðurðu var við frumsýn- ingarskrekk? „Já, hefurðu ekki heyrt það? Hann eykst með árunum. Allt fram til sextugs óx frumsýning- arskrekkurinn hjá mér, en eftir það fór hann heldur að dvína. En það góða við þennan fiðring er að hann heldur manni i formi.“ STEFNUMOT ií >2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.