Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1990
ERNA RAGNARSDÚTTIR
innanhússarkitekt og iðnhönnuður
ISLENDINGAR I PARIS
IONHÖNNUN VERNOR >0 RÍMA
eftir Árna Johnsen
„Ein tegund iðnhönnunar er á
fjöldaframleiðslu í stórum stíl,
önnur getur verið bundin við
mjög þröngt svið og hvert land
getur unnið út frá sínum mögu-
leikum, sínum hefðum og þann-
ig skapað nýja möguleika á
gömlum grunni. Odýrasta fjár-
festingin er að leita ekki langt
yfir skammt, það kemur mönn-
um í koll. Maðurinn er fyrst og
fremst einstaklingur og ef hann
fær tækifæri til þess að vera í
eðlilegum tengslum við uppr-
una sinn þá finnur hann sig
sjálfur stöðugan og glaðan í
hversdagsleikanum, en síðan
er ástæða til þess að þróast út
frá því. Það er þetta með hlut-
ina. Ef maður er ekki með
tungumál í hlutunum þá skap-
ast tómarúm, þannig verður
tungumálið að skapa fyllingu
og lífsnautn eins og tónlist",
sagði Erna Ragnarsdóttir.
Erna Ragnarsdóttir innan-
hússarkitekt og iðnhönnuður
hefur um árabii verið búsett
í París þar sem hún lauk
nýlega framhaldsnámi.
Morgunblaðið ræddi við Ernu um
námið, verkefnin og vægi iðn-
hönnunar í samtímanum.
Þegar ég dreif mig út til Parísar
var ég ekki með það klárt og kvitt
hvað ég ætlaði að gera og því
þurfti ég fyrst að átta mig á því
hvert skyldi stefna. Heima á ís-
landi var ég búin að vera í ýmsum
hlutum og í vinnu í innanhússarki-
tektúr. En ég var mjög dreifð og
með fjölskyldu sem var aðalverkef-
nið. Það varð úr að ég ákvað að
fara í frekara nám í innanhússarki-
tektúr og valdi stóran einkaskóla
og tók próf þaðan. Þar gerðum við
til dæmis verkefni í iðnhönnun og
mitt verkefni var ferðabíll. I þessu
námi fann ég að mínar veiku hliðar
voru tæknilegs eðlis, en mér fannst
þetta mjög spennandi. Það varð
síðan úr að ég fór í ríkisskóla sem
sinnir iðnhönnun. Skólinn var
stofnaður 1980, en er í anda 1968-
kynslóðarinnar, mjög mannúðlegur
skóli. Þarna vinna einstaklingamir
út frá eigin hraða og sveigjanleika.
Nám í iðnhönnun er mjög tækni-
legt. Menn verða að þekkja efnin,
framleiðsluna, vélamar, markaðs-
setningu og fleira og fleira og nám-
ið byggir mjög á þekkingu í iðn-
mennt og handmennt. Frakkar eru
að reyna að fóta sig áfram í iðn-
hönnun, enda er það bráðnauðsyn-
legt í nútímanum að fylgjast með
þróuninni. Innihald og umbúðir
verður að hugsa til enda og þetta
er mjög spennandi grein 'vegna
þess að hún hefur svo marga fleti.
Bílar, sport, list, svo eitthvað sé
nefnt. Hönnuðir koma inn í rann-
sóknir og menn verða að ríma við
þarfir og drauma nútímans. Við
erum svolítið að vakna upp við
vondan draum, því ég held að við
höfum einblínt um of á það ha-
græna og hagkvæma, en gieymt
tóminu sem þarf að fylla þar fyrir
utan. Iðnhönnun er mjög gefandi
og miðast ekki aðeins við það sem.
þú getur snert og séð, heldur er
það gefandi á þann hátt að það er
persónulegt og gefur auðugra líf.
Þetta er fag sem er ekki tiþheima
og það eru víst aðeins fjórir íslend-
ingar sem hafa menntað sig í þessu
fagi. Þar af er aðeins einn, Ástþór
Ragnarsson, sem vinnur í sínu fagi
heima.
Við þurfumað rísa upp úr
í stíl og stefi
Við íslendingar erum í eilífum
spretthlaupum og við viljum hlaupa
út í búð og kaupa vöruna tilbúna
og oftast innflutta, en við getum
auðvitað lært af, öðrum og breytt
og bætt það sem við erum að fást
við, nýta til fulls Jiað sem tækifær-
ið býður upp á. Eg held að íslend-
ingar séu þrátt fyrir allt að miklu
leyti gott efni í hönnuði. Þeir eru
skapandi í listum og sniðugir að
finna lausnir á öllum sviðum, en
ugglaust þurfum við að þróa hand-
verkið betur og þá er að ganga í
að vinna það upp. Það er til dæm-
is ljóst að markaðsmálin eru vanda-
mál fyrir okkur á sviði útflutnings.
Svo ég víki aftur að tungumáls-
samlíkingunni. Við eigum ekkert
tungumál í markaðssetningu al-
mennt. í tónlist og arkitektúr eru
ákveðin form, ákveðinn stíll sem
við sækjum til okkar sjálfra. Það
er eins með hlutina, þeir þurfa að
tala sínu máli. íslensku barnabæk-
urnar þurfa að hafa íslenskt um-
hverfi allt um kring og það er á
sinn hátt tungumál þeirra. Þegar
við þurfum síðan að sameinast öðr-
um á stórum mörkuðum verðum
við að tala okkar eigið tungumál,
rísa upp úr í stll og stefi. Það þarf
að byggja þetta upp á löngum tíma
ef það er ekki til fyrir og auðvitað
hefur ýmislegt verið gert sem hefur
skilað sér í þessum efnum og er
einnig hugsanlegt að þróa áfram.
Við þurfum ekki endilega að vera
mjög stórtæk, en vandvirk og
markviss í því sem við gerum þann-
ig að við verðum marktæk."
Gróðurhúsið er eins og
nútíma álfaklettur
Við vikum talinu að lokaverkefni
Ernu í iðnhönnunarnáminu. „Loka^
verkefni mitt var gerð gróðurhúss
í borg sem tilraun til þess að gera
borgina mýkri og manneskjulegri.
Ég tel að það sé meðal annars
hægt með því að færa hið sérstæða
andrúmsloft gróðurhússins, gróð-
urs og birtu, inn I borgina. Ég
komst að því að gróðurhús er mjög
sérstakt fyrirbrigði og ég er svo
heltekin af viðfangsefninu að mig
langar að „stúdera" það nánar. Það
er eins og efnið og andinn fallist
í faðma á svo auðveldan hátt í
gróðurhúsinu. Það er magnað. En
næstu tvö árin mun ég stunda nám
áfram, því ég er búin að innrita
mig í cand.mag. í háskólann hér
og jafnframt ætla ég mér að afla
mér svokallaðrar fagreynslu í iðn-
hönnun. Ég byija hér í París í
Erna Ragnarsdóttir
þeirri námsvinnu sem eins konar
lærlingur og fer á teiknistofur til
iðnhönnuða eða beint til fram-
leiðslufyrirtækja og verksmiðja.
Maður getur í rauninni lært af öll-
um og svo verður það að koma í
ljós hvar maður ber niður hveiju
sinni, hveijir áherslupunktarnir
verða. En það mikilvægasta er að
maður hefur þörf fyrir upprunann.
Málið er að reyna að þróast út frá
því. Mitt strik er í rauninni út frá
þeim grunni sem er heima og að
því leyti er ég á heimleið, en ég
veit ekki hvað ég verð lengi á leið-
inni. Konur eru svo mikið að þró-
ast um þessar mundir og hafa þörf
fyrir að fara út fyrir hinn litla heim
fjölskyldunnar. Þar eru vissulega
ræturnar og þeirra heimur, en það
er ýmislegt fleira sem gefur aukinn
þroska einnig og konur þurfa að
yfirstíga viss söguleg landamæri.
Ég hugsa mér gróðurhúsið í stórri
borg, sé það sem lið í þeirri jafn-
vægisleit sem fólki er eiginleg hvar
sem það býr. Gróðurhúsið er opið
í massa borgarinnar, bjart og hlýtt
og laust við hroka. Þegar maður er
í gróðurhúsinu fær maður samband
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
við sjálfan sig eins og úti í náttúr-
unni. Það verkar þannig bæði að
utan og innan og í gegnum glerið
hefur maður tengsl við skýin, óend-
anleikann, fantasíuna. Fólk er ekk-
ert annað en hluti af náttúrunni,
en í mörgum tilvikum hefur það
fallið á milli skips og bryggju í
mannlífinu. I þeim tilvikum er svo
gott að læra af náttúrunni, vera í
sambandi við náttúruöflin. Mér
finnst gróðurhúsið vera eins konar
nútíma álfaklettur sem getur kennt
okkur að vera einfaldlega mann-
eskjur."
VIÐ ÞARFIR OG DRAUMA NUTIMANS