Morgunblaðið - 25.02.1990, Síða 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990
LEIKLIST /Hvemig verbur leikmynd til?
Leikmyndagerð er myndlist
ÞÓRUNN SIGRÍÐUR Þorgrímsdóttir hefur starfað sem leikmyndahönn-
uður sl. 12 ár og gerði nú siðast leikmynd fyrir Þjóðleikhúsið fyrir
leikritið „Heimili Vernhörðu Alba“. Ahuginn á leikmyndagerð byrjaði
i myndlistarnámi hennar hér heima, áður en hún ákvað að leggja stund
á leikmyndagerð sérstaklega. Hún gerði sína fyrstu „alvöru“ leikmynd
fyrir Stundarfrið 1979 og síðar m.a. fyrir Sölku Völku og Dag vonar.
Hvernig byijar vinna hennar að uppsetningu?
Ef samvinnan tekst illa — þá
getur verið lífshættulegt að vinna
í leikhúsi. Þegar fólk vinnur hvert
á móti öðru getur vinnan auðveld-
lega snúist upp í martröð og stund-
um þarf ekki nema einn til.
Eg verð að hafa áhuga á verkinu,
vilja vinna með viðkomandi lista-
mönnum, leikstjóra og leikurum að
því að skapa sameiginlegt listaverk.
Hugmyndavinnan með leikstjóranum
er afar mikilvæg
fyrir mig, það sem
við viljum segja
með verkinu. Áður
en ég kem með
nokkrar skissur
eða teikningar verð
ég að taka afstöðu
eftir Hlín til verksins og túlk-
Agnarsdóttur unar þess, en auð-
vitað fæðast fyrstu hugmyndirnar
að útfærslu samhliða lestri og túlk-
un. Þetta er stöðug víxlverkun á
milli orðs og myndar, endalausir
-fundir og umræður. Enginn getur
komið til mín og pantað blátt her-
bergi með þremur gluggum."
Hvernig þróast vinna þín við leik-
myndina svo?
„Við upphaf æfingatímabils eru
stærstu línur kannski ákveðnar, en
mér finnst samt að ferlið eigi að
geta breyst fram á síðustu stundu,
þótt það gangi engan veginn saman
við tímaáætlanir leikhúsanna. Lang-
flestar af mínum leikmyndum hafa
þróast og breyst með tilkomu leikar-
anna á sviði. Mér finnst mikilvægt
að sjá leikarana hreyfa sig á sviðinu
áður en ég ákveð nákvæmlega allt
og finnst gott að geta breytt smá-
hlutunum fram á síðustu stundu.
Þess vegna sit ég líka eins mikið á
æfingum og ég get. Leikhúsin vilja
að vísu að allt sé tilbúið helst áður
en æfingar byija, en þá er ég að
tala um leikhús sem bákn. Það er
listrænn dauðadómur að ákveða allt
fyrirfram."
Hvernig lítur þú á samstarf þitt
við aðra í leikhúsinu?
„Leikhús er staður þar sem marg-
ar listgreinar mætast og allar eru
þær jafnréttháar, þótt áherslur séu
mismunandi. Það er flókið samspil
margra aðila og samvinna þeirra er
meginforsendan, jafnvel þótt leik-
stjórinn sé yfir allri vinnunni, sam-
ræmingaraðili. Það er reyndar mikil-
vægt að hver og einn sem tekur þátt
í leiksýningu vilji vera hluti af sam-
vinnunni frá upphafi til enda. Þess
vegna verða að vera sameiginleg
markmið með uppsetningunni.
Ef samvinnan tekst illa, þá getur
verið lífshættulegt að vinna í leik-
húsi. Þegar fólk vinnur hvert á móti
öðru getur vinnan auðveldlega snúist
upp í martröð og stundum þarf ekki
nema einn til.“
Hvernig er staða íslenskrar leik-
myndagerðar?
„Það er mikill skortur á leik-
myndahönnuðum. Mér finnst að leik-
húsin ættu að fastráða myndlistar-
menn, sem hafa áhuga á leikmynda-
gerð á sama hátt og leikstjóra. Fyrir
mér er leikmyndagerð ekkert annað
en myndlist. Við þurfum að gera
meira af því að ala upp myndlistar-
menn sem hafa áhuga á leikmynda-
gerð. Það ætti að koma á samvinnu
milli myndlistar- og leiklistarnéma,
því við komumst aidrei hjá því að
leikhúsið er mynd. Allt er mynd, jafn-
vel leikarinn sjálfur er mynd, hvort
sem hann er í sérstökum búningi eða
nakinn."
Hvernig líturðu á leikhúsið í dag?
„Mér finnst leikhús á íslandi lítið
spennandi. Það er hrætt, leikararnir
og starfsfólkið er hrætt. Þáð er lítil
eða engin áhætta tekin. Það er eins
og skorti starfsgleði, vinnan er ekki
nógu mikið ævintýri. En ég hef enga
uppskrift að því hvernig það ætti að
vera, ekkert frekar en aðrir.“
Jon Faddis-
kvartettinn í
Óperunni
'OIRSS/Eignast Islendingar einhvem tíma
djasstrompetleikara aó nýju?
TROMPETGEGGJUN
TROMPETINN OG saxafónninn hafa löngum verið tákn jassins.
Höfuðstílskapendur hans blésu í þessi hljóðfæri: Louis Armstrong
og Charlie Parker. Við íslendingar höfiim átt marga góða saxafón-
leikara en færra hefur verið um trompetleikara: Hér á árum áður
var Jón Sigurðsson nalhlrægastur og blés í hljómsveit Björns R.
Einarssonar. Nú blæs hann I Sinfóníunni. Viðar Alfreðsson er trú-
lega helsti djasstrompetleikari er við höfum átt á íslandi, en tromp-
etinn er ekki adalhljóðfæri hans — það er valdhornið. Hér er að
vísu gott mannval í trompetsveit Sinfóníunnar, en það þarf annað
til að vera djassblásari en Sinfóníublásari.
Frændur okkar á Norðurlöndum
hafa átt tvo heimsþekkta
djasstrompetleikara. Þann sænska
Rolf Ericson sem leikið hefur með
mörgum helstu djasssveitum
heims: Duke Ell-
ington, Charles
Mingus, Woody
Herman, Gerry
Mulligan svo fá-
einar séu nefnd-
ar, og Palle Mikk-
elborg, sem ekki
er síður þekktur
fyrir tónsmíðar
sínar. Daninn Allan Botschinsky
er vel þekktur í Evrópu og svo eru
í það minnsta þijú norræn trompet-
stirni á framabraut: Markku Jo-
hansson frá Finnlandi, Nils Petter
Molvær frá Noregi og Jens Winth-
er frá Danmörku. Allir hafa þessir
kappar blásið á íslandi nema
Markku Johanson, en hann kemur
hingað í maí og þeytir trompetinn
á Norrænu útvarpsdögunum í
Reykjavík.
Ymsir heimsþekktir trompetleik-
arar hafa haldið tónleika í
Reykjavík: Nefna má Louis Arm-
strong, Chet Baker, Dizzy Gill-
espie, Clark Terry, Lester Bowie,
Donald Byrd, Aii Farmer og nú
síðast Jon Faddis. Hann lék með
kvartetti sínum í Óperunni í júní
sl. Faddis er einn kröftugasti
trompetþeytari sem blæs djass og
lærði flest sitt af Dizzy Gillespie.
Á síðari árum hefur hann verið að
reyna að þurrka Dizzy-áhrifin úr
tónlist sinni og í Óperunni mátti
vel merkja að honum hefur tekist
að skapa sér persónulegan stíi, þó
Dizzy sé guðfaðirinn. Það eru fáir
trompetleikarar í djassi sem bera
ekki merki Louis, Dizzys eða Miles
Davis.
Jon blés ýmis klassísk djassverk
í Óperunni og best þeirra fannst
mér West End Blues. Þar leitaði
hann aftur til Armstrongs án þess
að um stælingu væri að ræða.
Hann lék líka eigin tónsmíðar og
þijár þeirra má finna á nýjasta
geisladiski hans: Into the Fadd-
isphere. Það ágæta verk hóf hann
að blása í Óperunni en hætti illu
heilli eftir fáeina takta og lét hryn-
sveitina lulla í stundarfjórðung
meðan hann dró hið mætasta fólk
uppá sviðið til að stíga dans. Jon
var þreyttur eftir langa Evrópuför
er hann kom hingað og teygði
tímann stundum um of með mis-
góðum kynningum. En hann blés
líka vel — bæði Sambahia og Many
Paths to the Top of the Mountain,
sem eru á nýja diskinum. Ekki
spilltu meðleikarar hans í Óperunni
fyrir: Renee Rosnes, hins norskætt-
aða á píanó, Phil Bowle á bassa
og Lewis Nash á trommur. Þau tvö
fyrstnefndu eru á þessum diski en
í stað Nash er Ralph Peterson jr.
á trommur. Hann er frábær tromm-
ari þó hann slái ekki kraftaverka-
manninum Nash við.
Faddis er ekki bara í háasés-
blæstri á þessum diski. Hann blæs
ballöðu sína At long last yndislega
svo og gamla trompetglansnúmerið
Ciribiren, sem allir hafa blásið frá
Harry James til Geirharðs Valtýs-
sonar. Þar er enginn belgingur né
hamagangur á ferðinni eins og
margur gæti búist við.
Skemmtilegur diskur góðs lista-
manns.
SÍGILD TÓNLISTÆzw tónleikar
betur sóttir á Islandi?
BÁSÚNULEIKUR
SIGURÐUR ÞORBERGSSON básúnuleikari hélt nýlega tónleika í
Purcell Room í Lundúnaborg. Tónleikar þessir voru skipulagðir af
Park Lane Group en sá hópur skipuleggur tónleikaraðir fyrir unga
og efnilega tónlistarmenn og ennfremur leggur hún höfuðáherslu á
að þeir flytji 20. aldar tónlist. Og það er skemmst frá því að segja
að Sigurður fékk afbragðsdóma í Times og Independent, svo það
má með sanni segja að tónleikarnir hafi gengið vel. Sigurður lauk
prófi við Guildhall skólann í Lundúnum í sumar og starfar nú hér
í Sinfóníuhljómsveitinni auk þess sem hann kennir við Tónskóla Sigur-
sveins.
Sigurður var að vonum hress og
léttur í skapi er ég hitti hann
að máli og ég spurði hvernig honum
liði eftir tónleikana.
„Jú, þakka þér fyrir, mér líður
ágætlega, annars
er ég bara að æfa
á fullu. Eftir tón-
leika hefur maður
oft löngun til að
æfa upp nýja efn-
isskrá. Eg er
eftir Jóhönnu Þór- svona að spá í ein-
hallsdóttur letksprogramm.
Eg hefðt t.d. gam-
an af að fara út á land og þá væri
gott að eiga eitthvert aðgengiiegt
prógramm, í bestu merkingu þess
orðs, ekki of létt þó. Það er svona
ýmislegt sem ég hef verið að
skoða, t.d. er músík-leikhús-
stykki eftir David Sawer
eitt eftir Stockhausen,
besta tónlistin fyrir básúnu
er samin á þessari öld. En
það tekur alltaf tímann sinn að æfa
upp ný verk.“
- Hvað kemur þér mest á óvart
hér á íslandi?
„Ég er eiginlega ennþá undrandi
á því hversu vel tónleikar eru sóttir
og fólk er duglegt að sækja hvað
sem er. í London er húsfyllir þegar
Lundúnasinfónían spilar í Festival
Hall, en hálftómt þegar t.d. ný tón-
list er spiluð. Það er kannski þess
vegna sem mér finnst ólánlegt að
ekki skuli vera veitt meiri athygli
og peningum í tónlistarhús.
Háskólabíó er alls ekki nógu stórt
hús fyrir Sinfóníuhljómsveitina og
af þeim sökum getur hún ekki flutt
nein stærri verk. Strengjasveitin er
allt of lítil, við spilum jú Mahler en
það er margt sem er óflutt af Sin-
fóníunni af þessum sökurn."
En nú er mál að linni enda
nýbakaður faðir og
stússar í bleiuskiptum milli
skalanna. Bið að heilsa.
Bless.
Sigurður Þorbergsson
blæs í básúnuna sína.