Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Allar rúður
brotnar í 5
sumarhúsum
42 rúður voru brotnar í fímm
sumarbústöðum við Hafravatn á
fímmtudag.
Lögreglan var kvödd á staðinn.
Ekki er vitað hverjir voru að verki.
Farið hafði verið á milli bústaðanna
og brotin rúða í hverjum einasta
glugga.
Ríkisstjórnin ræddi
um handboltahöll:
Formlegar
viðræðurvið
Kópavog og
Hafiiarfjörð
RÍKISSTJÓRNIN fjallaði um á
fundi sinum í gær hugsanlega
byggingu íþróttahúss í Kópa-
vogi, sem gæti nýtzt sem keppn-
ishöll fyrir heimsmeistaramótið
Verslunarráð íslands:
Raunkostnaður viðskiptavíxla
yfir 20% undanfarna mánuði
Meðalkostnaður tveggja mánaða 100 þúsund króna víxils 33,5% 1. mars
RAUNKOSTNAÐUR vegna viðskiptavíxla hefúr ekki lækkað þrátt
fyrir minnkandi verðbólgu og haldist mjög hár undanfarna mánuði,
samkvæmt upplýsingum frá Verslunarráði Islands. Þannig hafa raun-
vextir tveggja mánaða eitt hundrað þúsund króna víxils verið ná-
lægt 21% frá 1. desember að meðaltali og verða nú í mars 21,7%
miðað við 1,55% hækkun lánskjaravísitölunnar næstu tvo mánuði sem
samsvarar 9,6% verðbólgu. Meðalkostnaður slíks víxils reyndist 1.
mars sl. vera 33,5%, en var 1. febrúar 35,8% og hefúr því lækkað
um rúm 2%. Auk vaxta er allur annar kostnaður innifalinn, svo sem
þóknun og stimpilgjald.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjófi Verslunarráðs ís-
lands, segir að þessar tölur sýni að
þetta lánsform sé ákaflega dýrt,
því þessi kostnaður sé alltof hár.
„Ég fæ ekki séð að nokkur atvinnu-
starfsemi standi undir 20% raun-
vöxtum. Það má vera alveg óskap-
legur gróði ef einhver umtalsverður
hluti er fjármagnaður með þessu
móti,“ sagði Vilhjálmur.
Hann sagði að um síðustu ára-
mót hefðu útlán banka og spari-
sjóða skipst nokkuð jafnt milli af-
urðalána, skuldabréfa, víxla og yfir-
dráttarheimilda. Útlánin í hveijum
flokk um sig hefðu numið 15-17
milljörðum. Obbinn af víxlunum
væru viðskiptavíxlar.' Þetta væri
jaðarfjármögnun, sem mörg fyrir-
tæki yrðu þó að treysta á.
Vilhjálmur benti á að bankarnir
væru skyldaðir til hagnast og'
bankaeftirlitinu væri falið að fylgj-
ast með því. Lánakerfíð hér væri
með öðru móti en í öðrum löndum.
Fyrirtækin borguðu hæstu vextina
öfugt við það sem gerðist erlendis
þar sem neytendalán væru dýrari.
„Ég sé ekki annað en það sé tómt
mál að tala um einhveijar eðlis-
breytingar á fjármagnsmarkaðnum
hér fyrr en hann er opnaður og
erlendum bönkum heimilað að
starfa hér. Þá eru meiri líkur til
þess að bankakerfi okkar þurfí að
vinna á sams konar forsendum og
erlendir keppinautar þeirra gera og
að íslensk fyrirtæki fái að búa við
sambærilegan fjármagnsmarkað og
erlend fyrirtæki," sagði Vilhjálmur
ennfremur.
Ef mið er tekið af 100 þúsund
króna víxli til 60 daga eða tveggja
mánaða var ársávöxtunin í eftir-
töldum bönkum 1. febrúar og 1.
mars sem hér segir þegar allur
kostnaður hefur verið tekinn inn í.
í Búnaðarbanka 35,4% og lækkaði
í 31,8%, í Landsbanka 35,3% og
lækkaði í 31,8%, í íslandsbanka
35,9% og lækkaði í 34,2%, í Sam-
vinnubanka 35,5% og lækkaði í
34,1% og í Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis 36,8% 1. febrúar og
hafði lækkað í 35,4% 1. mars.
í handknattleik hér á landi árið
1995. Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið að ákveðið
hefði verið að ganga til form-
legra viðræðna við Kópavogsbæ
og aðra.
„Það var bara ákveðið að ganga
formlega til viðræðu við Kópavogs-
bæ og aðra,“ sagði Steingrímur.
„Við munum einnig ræða við Hafn-
firðinga, því þeir hafa einnig lýst
áhuga sínum á því að vinna að því
að koma upp svona aðstöðu.“ Hann
sagði að ekkert lægi enn fyrir um
það hvort af þátttöku ríkisins yrði
í þessu verkefni, né um það í hversu
ríkum mæli hún yrði. Ákvörðun um
slíkt yrði tekin, þegar viðræðum
væri lokið við þessi sveitarfélög og
málið kæmi á nýjan leik inn á borð
ríkisstjórnarinnar.
SR vildi ekki kaupa Krossanes
STJÓRN Síldarverksmiðja ríkis-
ins hafnaði málaleitan bæjarráðs
Akureyrar um viðræður um
hugsanleg kaup Síldarverksmiðj-
anna á Krossanesverksmiðjunni
á Akureyri.
Þetta var ákveðið á stjórnarfundi
Sfldarverksmiðja ríkisins, sem hald-
inn var á miðvikudaginn. Þar var
einnig kynnt erindi frá bæjarstjóm
Siglufjarðar um að aðsetur skrif-
stofu fyrirtækisins verði flutt frá
Reykjavík til Sigluíjarðar.
Að sögn Þorsteins Gíslasonar,
stjórnarformanns Síldarverksmiðj-
anna, verður erindi bæjarstjórnar
Siglufjarðar kannað, og sagðist
hann reikna með að formlegt svar
yrði sent bæjarstjórninni að loknum
næsta stjórnarfundi Sfldarverk-
smiðjanna.
Mótmælaaðgerðir sendibílstjóra:
600 sendibílar aka fólki ókeypis í kvöld
ALLAR sendibílastöðvarnar á höfúðborgarsvæðinu hafa samein-
ast um mótmælaaðgerðir gegn reglum um virðisaukaskatt og
reglum um leiguakstur með fólks-, sendi- og/eða vörubifreiðum.
Fyrstu aðgerðirnar verða í kvöld og í nótt. Allir bílstjórar á svæð-
inu hafa verið boðaðir að Sendibílastöðinni um miðnætti, síðan
er ætlunin að bjóða gestum skemmtistaða ókeypis akstur á milli
staða eða heim eftir að skemmtun lýkur. Albert Ó. Guðbrandsson
í samstarfsnefnd sendibílastöðvanna segir að bílstjórar á allt að
600 bilum taki þátt í aðgerðunum í kvöld.
Albert sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að þessar
aðgerðir væru fyrst og fremst til
að vekja athygli og umræður.
„Við viljum láta vita af því að við
séum til,“ sagði hann. „Við ætlum
okkur að koma þessum málum
beint til alþingismanna og ráð-
herra, fá umræður um þau á Al-
þingi. Reglugerðir um starfsemi
okkar bijóta í bága við lög, að
okkar mati, og því verður að
breyta.“ -
Albert segir að ítrekað en ár-
angurslaust hafi félag sendibfl-
stjóra, Trausti, reynt að fá fyár-
mála-, samgöngu- og dómsmála-
ráðuneyti til að breyta ýmsum
reglugerðum „til að forða stétt
sendibílstjóra frá útrýmingu,"
segir hann.
Meðal þess sem bflstjóramir
vilja, er að tryggt sé að þeir fái
frádreginn virðisaukaskatt vegna
starfsemi sinnar, en í undirbún-
ingi eru reglur sem þeir telja að
valdi misbresti á því. Þeir vilja fá
leiðréttingu á tvísköttun sem felst
í því, að ef bílstjóri selur sendi-
bílinn sinn, þarf hann að greiða
virðisaukaskatt af andvirðinu,
þótt áður hafí verið greiddur sölu-
skattur af bflnum.
Þá segir í bréfí samstarfsnefnd-
ar stöðvanna til bílstjóra: „Með
því að virðisaukaskattur er lagður
á allan flutning varnings er óþol-
andi að fólksleigubílar flytji varn-
ing án virðisaukaskatts í auknum
mæli.“