Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 10
 Landslag frá efri breiddargráðu íslensk myndlist 1909-1989 í London Frá Hávari Siguijónssyni blaðamanni Morgunblaðsins í London Landslag frá efri breiddargráðu er yfirskrifst sýningar á íslenskri myndlist sem opnuð var í Concoursesýningarsalnum í Barbicanlistamið- stöðinni í London siðastliðinn þriðjudag. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands opnaði sýninguna. Morgunblaðið/Börkur Eiður Guðnason, formaður þingfiokks Alþýðuflokksins: Stofnkostnaður einset- ins skóla 3 milljarðar EIÐUR Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins segir að frumvarp Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra um ný grunn- skólalög sé til eðlilegrar umfjöllunar í þingflokknum, og vísar á bug gagnrýni ráðherrans þess eftiis að Alþýðuflokkurinn teíji af- greiðslu málsins. „Eg er satt að segja hissa á menntamálaráð- herra að vera að hlaupa með mál í fjölmiðla, vegna þess að hinir stjórnarflokkamir afgreiða ekki mál eins og honum hentar,“ sagði Eiður. semdum, sem eru nú til frekari skoðunar og vinnslu hjá þing- flokknum,“ sagði Eiður. Á sýningunni eru 77 verk eftir 27 íslenska myndlistarmenn og er þetta stærsta sýning á íslenskri myndlist sem haldin hefur verið í Bretlandi. Þetta er farandsýning sem opnuð var í Ferens listasalnum í Hull í október síðstaliðnum. Sýningin kemur til London frá Grimsby og fer síðan á listahátíð í Brighton og förinni lýkur í Edinborg næsta sumar. Fjölmenni var við opnun sýningar- innar í London og ávörp fyrir íslands hönd fluttu Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og Helgi Ágústsson, sendiherra. Fyrir Bretlands hönd ávarpaði Richard Luce sýningargesti og færði íslenskum stjórnvöldum þakkir fyrir þessa góðu sendingu. Þema sýningarinnar er íslenskt landslag eins og íslenskir listmálarar hafa túlkað það frá upphafi aldarinn- ar til þessa dags. Elstu verkin eru eftir frumkvöðla íslenskrar myndlist- ar, þá Þórarinn B. Þorláksson, Asgrím Jónsson og Jóhannes Sveins- son Kjarval. Yngsti listamaðurinn sem á verk á sýningunni er Georg Guðni, fæddur 1961. Flest verkanna eru í eigu Listasafns íslands og Reykjavíkurborgar en þó eru mörg úr einkaeign og er greinilegt að eng- in fyrirhöfn hefur verið spöruð til að gera sýninguna sem veglegasta. Bera Nordal, forstöðumaður Lista- safns íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að undirbúningur að sýninguni hefði staðið í nær þrjú ár og hefði megin starfíð hvílt á herðum tveggja breskra listfræðinga, þeirra Juliaris Freeman og Michael Tucker. Bera sagði sýninguna mikilvægan áfanga í kynningu á íslenskri list á erlendri grund. „Þetta er viðamesta sýning á íslenskri myndlist sem hald- in hefur verið á Bretlandi. Sýningin gefur mjög góða mynd af því hvemig íslenskir listmálarar hafa upplifað íslenska náttúru í verkum sínum, umbreytt henni og gefið táknræna merkingu". Sýningin er að mestu leyti kostuð af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg en fjölmargir aðrir aðilar hafa einnig lagt henni lið. Sýningunni fylgir eigu- leg og vönduð 130 bls. sýningarskrá með greinum eftir Sigurð A. Magnús- son, Halldór B. Runólfsson, John Russel Taylor listgagnrýnanda The Times og Michael Tucker, listfræðing. Sýningin stendur í London til 8. apríl og opnar síðan í Brighton þann 26. apríl. Eiður sagðí að varlega áætlað, samkvæmt kostnaðaráætlun fjár- málaskrifstofu menntamálaráðu- neytisins, fælu ný grunnskólalög í.sér um 300 milljón króna kostn- aðarauka. Á móti til lækkunar kæmi aftur um 60 milljónir króna, þar sem t.d. væri gert ráð fyrir að sveitarfélögin tækju að sér rekstur sérskóla fyrir fatlaða. „Hér er ekki um að ræða þætti sem heyra undir stofnkostnað, heldur rekstrarkostnað. Talið er samkvæmt þessu, að einsetinn skóli geti kostað um þijá milljarða í stofnkostnað," sagði Eiður. Hann sagði að það þættu nú ekki góð vinnubrögð að samþykkja í gríð og erg frumvörp sem hefðu í för með sér svo og svo mikinn út- gjaldaauka fyrir ríkissjóð, á sama tíma og helsti boðskapur stjórn- valda væri sá að beita spamaði og skera niður ríkisútgjöld. „Menntamálaráðherra hefur verið að senda stjómarflokkunum fram- vörp, sem sum hver fela í sér mik- inn útgjaldaauka. Sum þessara framvarpa hafa verið afgreidd og önnur ekki, eins og eðlilegt er,“ sagði Eiður. „Niðurstaðan varð sú í þing- flokki Alþýðuflokksins í haust að við sendum framvarpið til nokk- urra skólamanna úr okkar röðum og báðum þá að yfirfara það. Það hafa þeir gert og fyrir jól skiluðu þeir okkur mjög ítarlegum athuga- 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori EINAR ÞÓRISSON LONG, solumaður KRISTINN SIGURJONSSON. HRL. lóggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Góð íbúð við Vesturberg 3ja herb. á 2. hæð 85,8 fm nettó. Ný máluð. Parket. Stórar svalir. Ágæt sameign. Vélaþvottahús. Útsýni. Góð lán. Gott einbýlishús - hagkvæm skipti Vel byggt steinhús, hæð og ris, um 80 + 65 fm auk kj. Mikið endurnýj- að á vinsælum stað í Smáíbúðahverfi. Skipti æskileg á 3ja herb. eða lítilli 4ra herb. íb. á 1. eða 2. hæð. í smíðum á betra verði Ennþá er óseld ein 4ra herb. íb. og tvær 3ja herb. íb. við Sporhamra. Fullbúnar nú þegar undir trév. Sameign verður frágengin. Sérþvotta- hús og bílsk. Frábær greiðslukjör. Byggjandi Húni sf. í gamla góða Austurbænum 3ja herb. íb. mikið endurn. á 2. hæð við Rauðarárstíg og 4ra herb. hæð með sérinng. við Snorrabraut á mjög góðu verði. Ártúnsholt - Seljahverfi Nokkur einbhús og raðhús. Margskonar eignaskipti möguleg. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. í lyftuhúsi við Austurbrún óskast 2ja herb. íb. meö útsýni. Ennfremur 2ja herb. íb. helst á 1. hæð í lyftuhúsi eða góð jarðhæð í nágr. Safamýri - Hlfðar - nágrenni Þekktur athafnamaður óskar eftir sérbýli helst á einni hæð eöa vand- aðri sérhæð 140-180 fm. Rótt eign verður borguð út, þar af við kaup- samning kr. 5-8 millj. Opiðidag frákl. 10 til kl. 16. Til sölu ívesturborginni 3ja herb. góð íbúð á 3. hæð við Dunhaga. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGWEGn^ÍMA^Íl50^Í370 tongiM ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Siguijón Davíðsson í Kópa- vogi skrifar mér einkar vinsam- legt bréf sem ég þakka honum. Hann spyr meðal annars: „Hvert er málfarslegt heiti þess fyrirbæris er staðamöfn breytast svo við brenglun í fram- burði, að upphafleg merking orðsins tapast að fullu?“ Síðan tekur bréfritari eftirfar- andi dæmi: „Feitsdalur — bæjamafn í Ketildölum, Amarfírði, verður Feigsdalur (Feitsdals er getið í þætti Hrafns Sveinbjamarsonar í Sturlungu, bls. 378, íslendinga- sagnaútgáfan frá 1948, 1. bindi). Loðkinnhamrar — bæjamafn í Arnarfírði — verður Lokin- hamrar. (Fæðingarstaður Guðm. Gíslasonar Hagalíns rithöfund- ar. Skv. sóknarlýsingu sr. Jóns Ásgeirssonar á Álftamýri um 1850 er nafn bæjarins dregið af fjallshlíðinni að norðanverðu í dalnum, Loðkinn, og dalurinn nefndur Loðkinnardalur. I Sturl- ungu 3. bindi bls. 15, íslendinga- sagnaútgáfan 1948 er bærinn nefndur Lokinhamrar.) Hreggstaðir — bæjamafn á Barðaströnd — verður Rekstað- ir, sennilega vegna áhrifa frá dönskum yfirvöldum fyrr á tíð. Fossvogur verður Foxvogur í munni margra á höfuðborgar- svæðinu." Á þessi dæmi, sem Sigutjón tekur, leggur umsjónarmaður að svo stöddu engan dóm, og hann getur ekki svarað upphafsspurn- ingunni beint. En ég ætla að minnast á málfyrirbrigði sem er svipað. I Orðabók Menningarsjóðs segir svo um orðið alþýðuskýr- ing: „óvísindaleg skýring, t.d. á upprana orðs, byggð á yfirborðs- kenndri líkingu þess við annað orð (oftast óskylt að upprana).“ Þetta fyrirbæri munu Þjóð- veijar á sínum tíma hafa kallað Volksetymologie og lærðir menn oft haft í lítilli virðingu. Mig minnir að Helgi Hálfdanar- son hafí nefnt þetta þjóðskýr- ingu. Um þetta var mér kennt í menntaskóla. Nú vil ég sem sagt ekkert fullyrða um hvort einhver þeirra dæma, sem Siguijón Davíðsson tók, megi flokka undir þjóðskýr- ingu, en í sumum dæmunum mætti svo vera að einhveiju leyti. Menn reyna með henni að gera sér skiljanlegra eitthvað það sem áður gat dvalið skilning þeirra. Þetta var oft þannig að menn, sem ekki kunnu erlend tungumál, reyndu að skýra fyrir sér orð sem þaðan vora fengin. Ég ætla því að taka nokkur (gamansöm) dæmi af því tagi, áður en ég skilst við þetta mál. En vel mættu lesendur þáttarins leggja orð í belg um þetta efni. Læknar og hjúkranarfólk sletta oft útlenda orðinu ópera- sjón (operation) um læknisað- gerðir (skurðaðgerðir). Óskóla- gengin íslensk kona orti um það, þegar hún fékk „opinsjón á spítalanum". Væntanlega er þetta hugsað sem það ástand sem verður eftir uppskurð og „sér í allt opið“. Snjór er á latínu nix,”eignar- fall nivis. Samsvarandi lýsingar- orð er niveus=hvítur eins og snjór, í kvenkyni nivea. Útlend- ingar hafa búið til nivea créme, snjóhvítt krem. En það bera margir í andlit sér, kannski á nefið, og því var það, að „ein- hver kerlingin“ talaði um nefja- krem, það var þó skiljanlegt. Oft er bágt að vita hvað er gert í gamni og hvað í alvöru. Gríska orðið katastrophé fól í sér merkinguna að kollvarpa eða umturna og hefur verið tekið upp í ýmis Evrópumál í merking- unni stórslys, meiri háttar ógæfa. Þetta orð er til í íslensku gerðinni kattarstroffa, hvort sem menn sjá nú fyrir sér hengd- an kött eða ekki. 528. þáttur Alkunna er hvernig menn hafa leikið sér að því að breyta túristum í túrhesta. Hlymrekur handan kvað um alkunnan leið- sögumann (Snorri var aftur lög- sögumaður, en ekki leiðsögu- maður, eins og sagt var á prófi): Hann Stefán lét ekki á sig stúr festa, þótt steyptist á rigningarskúr mesta. Glaður í bragði á brattann hann lagði og teymdi á eftir sér túrhesta. Margt erlent er sniðugt og eggjandi, hvort orðmælt það fer eða hneggjandi. Það má hefja upp glaum, það má taka í taum, en á túrhesta er ekki leggjandi. Enn ætla ég að minnast á framburðinn evró og ómyndina ,júró“ og þakka Merði Árnasyni fyrir að hafa tekið í þennan strenginn í útvarpsþætti. Vera má að evrókort eigi litla von að leysa „júrókard" af hólmi, Evróvisjón er áréiðanlega ekki vonlaust, því enn erum við sem betur fer ekki svo forenskaðir að segja „Júrópa“ fyrir Evrópa. Sigurður Ægisson í Bolung- arvík segir mér eftirfarandi: „Þegar ég var að kenna 9. bekk í Grannskólanum á Djúpavogi hér um árið, fann ég að nemend- umir áttu erfítt með að læra og muna núþálegu sagnimar. Sett- ist ég þá niður eitt kvöldið og hnoðaði sögnunum í þessa vísu (ég lét sögnina knega vera í gleymskunnar dái, en hafði eiga neðan við, rétt eins og dulnefni höfundar. Vísan leit þá svona út: Þeir sem munu vilja vita um vondar sagnir — og þær kunna, skulu þurfa að muna mikið og mega vísnagerð því unna. Eiga.“ Þetta virtist hjálpa, segir Sig- urður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.