Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 3. MARZ 1990
Oddný Ragna Sigurðardóttir, ungfrú Austurland 1989, krýnir
Hugrúnu Ester Sigurðardóttur.
Hugrún Ester Sigurðardótt-
ir kjörin ungfrú Austurland
HUGRÚN Ester Sipirðardótt-
ir, 21 árs stúlka frá Egilsstöð-
um, var kjörin ungfrú Austur-
land í Egilsbúð síðastliðið laug-
ardagskvöld. Hugrún Ester er
stúdent frá Fjölbrautarskólan-
um í Garðabæ en starfar nú sem
ritari á endurkoðunarskrifstofu
Sigurðar Stefánssonar. Ljós-
myndafyrirsæta Austurlands
var kjörin Lilja Jóhannesdóttir
frá Ormstöðum í Norðfírði.
Stúlkurnar sex sem þátt tóku
í keppninni kusu úr sínum hópi
vinsælustu stúlkuna sem varð Elín
Hreiðarsdóttir frá Höfn í Homa-
firði. Allar fengu stúlkurnar við-
urkenningu fyrir þátttökuna og
sigurvegarinn hlaut meðal annars
vikuferð til sólarlanda frá ferða-
skrifstofunni Úrval-Útsýn.
Samkoman fór vel fram og
meðal skemmtikrafta var stór-
sveit Tónskóla Neskaupsstaðar og
söngflokkurinn félagi Stalín.
Foreldrar Hugrúnar Ester eru
Kristbjörg Halldórsdóttir og Sig-
urður Jonsson. Það var ungfrú
Austurland 1989, Oddný Ragna
Sigurðardóttir, sem kiýndi arf-
taka sinn.
í dómnefndinni sem skipuð var
fimm aðilum sátu Guðrún Ólafs-
dóttir, Neskaupsstað, Inga Þor-
valdsdóttir, Seyðisfirði, Dröfn
Bjamadóttir, Reykjavík, Hörður
Siguijónsson, Reykjavík, og
ungfrú ísland Hugrún Linda Guð-
mundsdóttir Fegurðardrottning
íslands, Reykjavík.
Kvikmyndin „Braddock“
sýnd í Háskólabíói
Háskólabíó sýn-
ir „Undirheima
Brooklyn“
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til
sýninga kvikmyndina „Undir-
heima Brooklyn“ (Last Exit to
Brooklyn). Leikstjóri er Uli Edel
og með aðalhlutverk fara Steph-
en Lang, Jennifer Jason Leigh,
Burt Young, Peter Dobson og
Jerry Orbach.
Myndin ijallar um átök unglinga-
gengis í Brooklyn-hverfinu í New
York árið 1952 og hermanna sem
eiga bækistöð þar skammt frá út
af smámellunni Tralala. Á sama
tíma á verkalýðsfélagið í harðvítugu
verkfalli og er Harry Black, trúnað-
armaður verkfallsmanna, þar í
eldlínunni. Þá kemur við sögu ítölsk
fjölskylda. Heimasætan er ófrísk
og ekki er vitað hver faðirinn er.
Fjölskyldufaðirinn má ekki vamm
sitt vita og fær ungan mann til að
giftast heimasætunni. Vinnuveit-
endur láta til skarar skríða gegn
verkfallsmönnum og Harry, sem
sefur á verðinum, missir trúnaðar-
mannsstöðuna. Tralala kynnist her-
manni sem hrífst af henni og gefur
henni peninga. Hann vill endurnýja
kynnin við hana eftir að hann kem-
ur úr stríðinu en hún hefur ekki
áhuga á því. Þess í stað drekkur
hún sig dauðadrukkna, fer á krá
og býður öllum blíðu sína sem vilja.
(Úr fréttatilkynningu)
Jennifer Jason Leigh í hlutverki
Tralala í kvikmyndinni „Undir-
heimum Brooklyn“ sem sýnd er
í Háskólabíói.
„Bókin um
hamingj-
una“ endur-
útgefin
KOMIN er út hjá bókaforlaginu
Iðunni Bókin um hamingjuna eft-
ir Pétur Guðjónsson í annarri
útgáfu, en bókin kom fyrst út á
árinu 1981.
I kynningu útgefanda á efni bók-
arinnar segir meðal annars að hún
eigi að hjálpa fólki að lifa fyllra og
hamingjusamara lífí. Bókin sé sam-
in á aðgengilegu máli og lýsi því
hvemig vinna megi bug á streitu,
skorti á sjálfsþekkingu og sjálfs-
stjóm og öðm því sem komi í veg
fyrir vellíðan og tilgangsríka til-
vem. Einnig sé íjallað um ýmsar
aðferðir og kenningar sem ríkt hafí
í þessum efnum á liðnum öldum og
árþúsundum.
Þá segir: „Höfundur bókarinnar
er landskunnur fyrir afskipti sín af
þjóðmálum, svo og stjómunarráð-
gjöf fyrir fjölda fyrirtækja hér á
landi, en síðastliðin tíu ár hefur
hefur hann rekið eigin alþjóðlega
stjómunarfræðslu. Hann hefur
jafnframt flutt fjölda fyrirlestra og
haldið námskeið víða um heim, m.a.
í Japan, en þar gaf hann út fyrstu
bók sína.“
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til
sýninga kvikmyndina
„Braddock“. Leikstjóri myndar-
innar er Aaron Norris og með
aðahlutverk fara Chuck Norris,
Aki Aleong, Roland Harrah og
Miki Kim.
í frétt frá kvikmyndahúsinu seg-
ir m.a.: „Myndin hefst um það leyti
sem Sægon er að falla í hendur
Birgitta Jónsdóttir
Birgitta sýn-
irí Lista-
mannahúsinu
BIRGITTA Jónsdóttir opnar
myndlistarsýningu í Listamanna-
húsinu, Hafiiarstræti 4, klukkan
16 á laugardag. í tilefni af því
verður boðið upp á upplestur.
Um upplestunnn sjá, meðal ann-
arra, Steinunn Ásmundsdóttir, Sig-
urgeir Orri, Charles Egill Hirt,
Margrét Hugrún, Sigurður Ingólfs-
son og Baltasar Samper. Þá verður
tónlist flutt af Sigurði Sigurðssyni,
Gunnari Grímssyni og Helgu Inga-
dóttur.
kommúnista í Víetnam. Allsheijar
upplausn er ríkjandi og hún verður
til þess að Lin Braddock, kona Jam-
es Braddock ofursta, kemst ekki til
bandaríska sendiráðsins í tæka tíð
og verður innlyksa í Víetnam.
Nokkru síðar fær James þær frétt
til Washington að kona hans og
ungur sonur séu á lífí í Víetnam
og hann ákveður að þjarga þeim.
Hann lendir í höndum Víetnama og
sætir pyntingum en tekst samt að
flýja og bjarga syni sínum. James
lendir síðan í miklum mannraunum
en að lokum tekst honum að bjarga
syni sínum og fleiri börnum úr klóm
Víetnama og koma þeim yfír landa-
mærin til Tælands."
Chuck Norris í hlutverki sínu
sem James Braddock.
GENGISSKRÁNING Nr. 43 2. mars 1990 Kr. Kr. Toll-
Bn.KI. 09.15 Kaup Sala Gengi
Dollari 61,07000 61,23000 60,62000
Sterlp. 101,52900 101,79500 102,19000
Kan. dollari 51,23700 51.42100 50,89600
Dönsk kr. 9,26220 9,28640 9,31900
Norsk kr. 9,27130 9,29560 9,30040
Sænsk kr. 9,89470 9,92060 9,91170
Fi. mark 15,18210 15,22190 15,25030
Fr. Irankí 10,52520 10,56528 10,58220
Belg. franki 1,71040 1,71490 1,71900
Sv. franki 40,51620 40,62230 40,76660
Holl. gyllini 31,56810 31,65080 31,77570
V-þ. mark 35,53370 35,62680 35,80730
fl. líra 0,04820 0,04833 0,04844
Austurr. sch. 5,04610 5,05930 5,08340
Porl. escudo 0,40550 0,40660 0,40740
Sp. peseti 0,55470 0,55610 0,55700
Jap. yen 0,40781 0,40888 0,40802
írskt pund 94,84500 95,09300 95,18900
SDR (Sérst.) 79,75310 79,96210 79,81840
ECU, evr.m. 72,82290 73,01370 73,25930
Tollgengi fyrir mars er sölugengi 28. febrúar Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
Jiúf éMMd. - ... .
Basar í
sjómanna-
heimilinu
BASAR verður haldin í sjó-
mannaheimilinu í Brautarholti
29 á morgun, sunnudag.
í fréttatilkynningu segir að á
boðstólum verði skyndihappdrætti,
heimabakaðar kökur, margt fal-
legra muna og fleira.
Borkjarnar
hafa verið
teknir áður
I frétt í Morgunblaðinu í gær,
þar sem skýrt var frá leiðangri
sænskra og íslenskra vísinda-
manna, var sagt að ekki hefðu
verið teknir borkjarnar af vatna-
seti áður á íslandi. Þetta er ekki
rétt. Bæði íslenskir og erlendir
vísindamenn hafa tekið bor-
kjarna af vatnaseti hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið fékk hjá Háskóla ís-
lands, hafa meðal annars verið tek-
in slík sýni í Þingvallavatni og
Mývatni.
Kristín Guðmundsdóttir í eigandi
Stúdíóbrauðs i Austurveri.
■ STÚDÍÓBRAUÐ í Austurveri
hefur nú hafið starfsemi á ný eftir
bruna þar 5. janúar.
■ SLYSAVARNADEILD kvenna
í Reylqavík verður með sína árlegu
merkjasölu helgina 3.-5. mars.
Merkjasala hefur um árabil verið
aðalfjáröflunarleið deildarinnar og
hafa tekjur runnið til björgunar-
og slysavarnamála. Undanfarin ár
hefur deildin notið aðstoðar Björg-
unarsveitar Ingólfs við að verð-
launa söluhæstu börnin og hefur
til dæmis verið farið í stuttar ferðir
út í Viðey eða hringferð um ná-
grenni Reykjavíkur á bílum björg-
unarsveitarinnar og boðið að skoða
farartæki sveitarinnar. Eins mun
verða þetta árið og fá þau börn sem
selja 20 merki sh'ka ferð.
■ VEGNA fréttar ígær um verð
á agúrkum hafði fyrirtækið Ban-
anar hf. samband við blaðið og vildi
vekja athygli á því að það byði
ágúrkur á talsvert lægra verði en
fram kom í fréttinni eða á 248 krón-
ur kílóið í heildsölu.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
I 2. mars.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 95,00 79,00 82,55 36,352 3.000.694
Þorskur(ósl.) 75,00 60,00 72,29 1,384 100.044
Ýsa 153,00 50,00 143,14 11,228 1.607.131
Ýsa (ósl.) 129,00 102,00 114,07 0,802 91.484
Ufsi 38,00 36,00 36,33 0,452 16.420
Steinbítur (ósl.) 43,00 34,00 37,57 19,204
721.454
Langa 58,00 51,00 56,01 1,337 74.880
Keila (ósl.)
Samtals 76,80 78,681 6.042.627
I Á mánudag verða meðal annars seld 60-70 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu I
I úr Núpi ÞH, Þórunni Sveinsdóttur VE og fleirum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 91,00 30,00 61,63 25,424 1.566.947
Þorskur(óst) 79,00 40,00 72,04 2,417 174.129
Ýsa 94,00 88,00 88,67 2,495 221.240
Ýsa (ósl.) 148,00 73,00 133,14 7,785 1.036.508
Karfi 41,00 35,00 36,32 0,577 20.957
Hlýri+steinb. 38,00 37,00 37,22 2,566 95.511
Rauðmagi 90,00 80,00 83,60. 0,235 19.645
Hrogn 210,00 50,00 182,71 0,457 83.500
Samtals 70,27 52,781 3.708.790
I í dag, laugardag, verða meðal annars seld 25 tonn af ufsa úr Ottó N. Þor- I
I lákssyni RE og óákveðið magn af þorski og ýsu úr línubátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 101,00 53,00 80,61 50,826 4.096.835
Þorskur (ósl.) 93,00 52,00 84,13 36,696 3.087.157
Ýsa 122,00 80,00 105,53 6,758 713.158
Ýsa (ósl.) 111,00 92,00 105,09 9,006 945.423
Karfi 52,00 44,00 45,24 3,020 136.620
Ufsi 39,00 15,00 35,44 13,106 464.466
Steinbítur 46,00 37,00 42,92 3,662 157.187
Steinbítur (ósl.) 40,00 18,00 37,42 11,902 445.364
Samtals 73,14 142,729 10.439.192
| í dag, laugardag, verður selt óákveðið magn úr línu - og netabátum.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 26. febrúar til 2. mars.
Þorskur 106,92 7,565 808.813
Ýsa 155,18 0,550 85.350
Ufsi 79,85 12,933 1.032.642
Karfi 103,45 507,125 52.460.686
Samtals 98,64 565,015 55.735.289
I Selt var úr Engey RE 26. febrúar, Hauki GK 28. febrúar og Gylli ÍS 1. mars. I I Selt var úr öllum skipunum í Bremerhaven.
I SKIPASÖLUR í Bretlandi 26. febrúar til 2. mars.
Þorskur 131,30 167,180 21.950.904
Ýsa 159,93 12,275 1.963.184
Ufsi 96,69 1,125 108.772
Karfi 92,16 2,160 199.055
Grálúða 98,41 19,560 1.924.823
Samtals 128,86 205,535 26.485.881
I Selt var úr Gjafari VE í Hull 1. mars og Gullveri NS í Grimsby 1. mars.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 26. febrúar tii 2. mars.
Þorskur 135,41 449,887 60.920.054
Ýsa 151,76 277,009 42.040.179
Ufsi 83,19 22,999 1.913.247
Karfi 90,93 16,956 1.541.856
Koli 158,28 59,953 9.489.429
Grálúða 99,13 42,897 4.252.535
Samtals 132,59 1.016,02 134.710.886