Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990
25
Minning':
Katrín S. Agústs-
dóttir, Smáratúni
Fædd 6. júní 1926
Dáin 22. febrúar 1990
í dag fer fram frá Kálfatjamar-
kirkju útför Katrínar Sigrúnar
Ágústsdóttur húsmóður í Smáratúni
á Vatnsleysuströnd.
Hún fæddist í Halakoti, dóttir
hjónanna Þuríðar Halldórsdóttur og
Ágústar Guðmundssonar, yngst 8
systkina, 6 bræðra og einnar systur,
sem andaðist á fyrsta ári. Það var
mikið athafnaheimili í Halakoti,
Ágúst var það sem kallað var útvegs-
bóndi, gerði út á skip á vetrarvertí-
ðum, og þá var oft mannmargt á
heimilinu, en Þuríður stýrði þvf með
rósemi og festu.
Nú er Kata, en það var hún alltaf
kölluð, horfín úr okkar hópi. Það er
erfitt að sætta sig við það. Við frænk-
uraar ólumst upp á sitt hvorum
bænum, og það var mikill samgang-
ur þar á milli. Mæður okkar voru
góðar vinkonur og fóru oft hvor til
annarrar og fengu góð ráð í sam-
bandi við saumaskap og þess háttar.
Kata var alltaf glöð og kát, spil-
aði meðal annars á harmónikku og
munnhörpu og hafði góða söngrödd.
Þuríður var mikill félagi okkar. Hún
kenndi okkur að dansa og Kata spil-
aði undir á munnhörpu eða jafnvel
greiðu. Við áttum margar ánægju-
stundir saman. Það var gott að vinna
með Kötu, því hún var hörkudugleg.
Svo var hún mjög nærgætin, bæði
við menn og skepnur. Það er svo
margs að minnast í sambandi við
Halakotsheimilið. Kata tók töluvert
þátt í félagsstörfum, meðal annars í
Kvenfélaginu Fjólu, þar sem hún sat
í stjóm um árabil, eða eins og hún
komst einu sinni svo vel að orði um
látna félagskonu: „Hún var ein af
Pjólukonunum." Sömuleiðis var hún
lengi í kór Kálfatjamarkirkju og þau
hjón bæði. Það voru mörg sporin sem
hún átti upp á söngloftið í kirkjunni
sinni.
Kata giftist Guðbergi Sigursteins-
syni frá Austurkoti. Þau byggðu sér
hús í landi Halakots og nefndu
Smára’tún. Synir þeirra eru fjórir.
Ágúst Þór, Steinar Smári, sem lést
af slysförum 2 ára gamall. Það var
mikil sorg sem sótti að þeim hjónum
þá, en svo eignuðust þau annan
Steinar Smára og svo Magnús ívar.
Sömuleiðis ólu þau systkinin í Hala-
koti upp bróðurdóttur sína, Guðfínnu
Guðmundsdóttur, sem missti móður
sína kornung. Gekk Kata henni í
móðurstað.
Mörg undanfarin ár voru búin að
vera erfíð hjá Kötu. Hún var mikill
sjúklingur, ýmist á sjúkrahúsum eða
heima og Guðbergur annaðist hana
af kostgæfni og í rúminu sínu fékk
hún að ljúka sínu lífi.
Við systkinin frá Naustkoti send-
um eiginmanni og börnum samúðar-
kveðjur.
Gauja og Hrefna
En hvers er að minnast og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Þessi orð Valdimars Briem komu
mér í hug er ég settist niður til að
minnast Katrínar Ágústsdóttur sem
lést á heimili sínu 22. febrúar sl.
Kata, eins og hún var kölluð, fædd-
ist 6. júní 1926 í Halakoti á Vatns-
leysuströnd, dóttir Þuríðar Halldórs-
dóttur og Ágústar Guðmundssonar
útvegsbónda í Halakoti.
Kata ólst þar upp ásamt 6 eldri
bræðrum, og lærði snemma að vinna
þau daglegu störf sem til féllu á svo
mannmörgu heimili sem var í Hala-
koti á þeim tíma. Kata var vinnusöm,
dugleg og áræðin við hvað sem hún
tók sér fyrir hendur. Hún var alltaf
tilbúin að hjálpa öðrum, og gott var
að leita til hennar með hvaðeina, það
vissu þeir sem hana þekktu og kynnt-
ust henni.
Hún hafði ákveðnar skoðanir á
hiutunum og lét það-óspart í ljós.
Félagslynd var hún og tók virkan
þátt í félagsstörfum og trúnaðar-
störfum fyrir sitt byggðarlag. Kata
unni Ströndinni sinni og bar hag
hennar ætíð fyrir bijósti. Hún var í
stjórn Kvenfélagsins Fjólu í mörg ár
og vann þar mikið og óeigingjamt
starf. Hún hafði unun af allskyns
tónlist og söng, og söng lengi í
Kirkjukór Kálfatjamarkirkju. Mínar
fyrstu minningar um Kötu vom þeg-
ar hún kom í heimsókn og alltaf var
kátína og fjör með henni. Einnig
minnist ég þess þegar við krakkam-
ir úr hverfínu komum í Halakot, þá
átti hún það til að taka upp harmon-
ikkuna og fara að spila, en þá urðum
við að syngja. Með aðstoð móður
sinnar ól Kata upp bróðurdóttur sína,
Guðfínnu Elínborgu Guðmundsdótt-
11 r, og reyndist henni ætíð sem best,
sem væri hún hennar dóttir.
Kata giftist 10. desember 1966
Guðbergi Sigursteinssyni skipasmið
frá Austurkoti á Vatnsleysuströnd.
Þau byggðu sér hús í landi Halakots
sem þau nefndu Smáratún. Þar var
oft gestkvæmt og þau gestrisin, tóku
vel á móti fólki, allir vom velkomnir.
Þau eignuðust fjóra syni. Steinar
Smára f. 24. febrúar 1965 misstu
þau af slysfömm 15. febrúar 1967,
og var það mikið áfall. Hinir em:
Ágúst Þór f. 12. nóv. 1960, Steinar
Smári f. 3. ágúst 1967 og Magnús
ívar f. 25. sept. 1969. Kata unni fjöl-
skyldu sinni og bar ávallt umhyggju
fyrir sonum sínum. Það er mikið
horfíð þegar Kata er farin, en góðar
minningar um mikla konu verða eft-
ir. Ég bið góðan Guð að styrkja
Begga, synina og alla hennar sem
vom henni allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem.)
Þórdís Símonardóttir
Viðtalstími borgarfulltrúa
f Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík f
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum í vetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 3. mars verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumála-
nefndar, í stjórn bygginganefndar aldraðra og SVR, og Hulda Valtýsdóttir, formaður
menningamálanefndar.
%y vy %& %4 %d w w w %j %/%#%#
2 5' S' 2 2' 2' 2. 2 2' 2' 2 2 2
Andrews hitablásarar
fyrirgaseðaolíu
eru fáanlegir í fjölmórgum
stærðumoggeróum
Algengustu gerðireru nú fyririiggjandi
Skeljungsbúðin
/
Síðumúla 33
símar 603870 og 38125
ORÐSEIMDIIMG
UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM
Á SKYLDUSPARNAÐI
Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga sem
búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og
söfnuðu skyidusparnaði á árunum i 957
til l.júlí 1980, eru hér með hvattir til að kanna
í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur
vegna leiðréttinga á verðbótum liggi par fyrir.
Allar leiðréttingar til þeirra, sem áttu skráð
heimilisfang hér á landi l. desember 1989 s.l. hafa
verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar-
greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis
og sem látið er.
í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að
greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á
skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða
verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum.
Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júnf 1957 til
l. júlí 1980 og náðu aðeins tii hluta þeirra sem áttu
skyldusparnað umrætt tímabil.
Upplýsingasímar eru 696946 og 696947
kl. 10-I2 virka daga.
cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 '
HÚSGAGNAÚTSALA
Mikill afsláttur af vönduðum sófasettum, stökum sófum o.fl.
Einnig lítið útlitsgölluð húsgögn.
Opið f dag, laugardag, frá kl. 10-16 ONDVEGI, húsgagnaverslun,
Opið virka daga frá kl. 10-18. Qg Bólstrun og tréverk.
ATH: Útsalan er í Síðumúla 33, í húsnæði Bólstrunar og tréverks, gengið inn á suðurhlið hússins.