Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR'8. MARZ 1990
Norðurlandaráðsþingi lokið:
Mikill meirihluti vill áfram-
hald norrænnar samvinnu
- segir Páll Pétursson forseti ráðsms
PÁLL Pétursson forseti Norðurlandaráðs segir að þing ráðsins í
Reykjavík hafí tekist með ágætum, bæði hvað varðar framkvæmd
þess og þau málefni sem þar var fjallað um. Hann segist telja að
mikill meirihluti þingfulltrúa hafi viljað að viðhalda norrænni sam-
vinnu innan Norðurlandaráðs þótt einstaka hjáróma rödd hafi að vísjy
talið best að leggja Norðurlandaráð niður.
Þingi Norðurlandaráðs var slitið
í gær. Páll Pétursson sagði við Morg-
unblaðið, að framkvæmd þingsins
hefði tekist mjög vel og komið hefði
í ljós, að Háskólabíó hentar vel fyrir
slíkar samkomur.
Þá hefðu umræður á þinginu ver-
ið mjög uppbyggilegar, sérstaklega
almenna umræðan á þriðjudag, og
umhverfismálaumræðan á fimmtu-
dag. Páll sagði, að þær reglur, sem
giltu um Norðurlandaráðsþing,
tryggðu nánast að umræður yrðu
málefnalegar. Ræðutími væri tak-
markaður og stuttur, og því færu
menn ekki upp nema þeir hefðu eitt-
hvað að segja.
Páll sagði að samþykktar hefðu
verið merkar tillögur á þinginu.
Hann nefndi samstarfsáætlun um
vamir gegn sjávarmengun, tillögu
um bann við að flytja úrgang milli
landa, áætlun um að auka þýðingar
milli norðurlandamála og samræm-
ingu vinnumarkaðar fyrir menn með
langskólamenntun.
Þingfulltrúum varð tíðrætt um
framtíð Norðurlandaráðs í ljósi þeirr-
ar þróunar sem á sér stað í Evrópu.
Þegar Páll var spurður hvort þingið
hefði lagt línur í þeim efnum sagði
hann að vissulega hefðu heyrst efa-
semdaraddir um gagnsemi norrænn-
ar samvinnu, sérstaklega í ljósi þró-
unar Evrópubandalagsins og evr-
ópsks efnahagssvæðis sem Norðurl-
öndin tækju þátt í. Hins vegar hefði
mikill meirihluti þingfulltrúa verið
þeirrar skoðunar að halda ætti áfram
þessu samstarfi þótt forsendur væru
að breytast.
Páll Pétursson verður forseti
Norðurlandaráðs næsta ár. Aðspurð-
ur um helstu verkefnin á því ári,
sagði hann að fyrst yrði samþykkt-
um þingsins komið á framfæri við
þjóðþingin. Þá stæði fyrir dyrum
ferð sendinefndar Norðurlandaráðs
til Sovétríkjanna í boði Míkhaíls
Gorbatsjovs á fund Æðsta ráðsins í
Moskvu og þjóðþinga Eystrasalts-
landanna. Nefndin var endanlega
skipuð á fundi forsætisnefndar ráðs-
ins í gær, og eru í henni, auk Páls
sem verður formaður, Karin Söder
frá Svíþjóð, Anders Talleraas frá
Noregi, Mats Nyby frá Danmörku,
Elsi Hetemáki-Olander frá Finnlandi
og Lilli Gyldenkilde frá Danmörku.
Þá mun forsætisnefnd ráðsins heim-
sækja aðalstöðvar Evrópubanda-
lagsins í Briissel á árinu.
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 3. MARS
YFIRLIT í GÆR: Suðlæg átt, 5-6 vindstig vestanlands en hægari
eystra. Slydda, rigning eða snjókoma var á Suður- og Vesturlandi,
en annars þurrt. Hiti frá +3 til -r-4.
SPÁ: Vestan- og norðvestanátt. Hvasst eða stinningskaldi. Úrkomu-
laust um suðaustan- og austanvert landið, en él í öðrum lands-
hlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNIMUDAG OG MÁNUDAG: Norðvestan- og vestan-
átt, víðast 5-7 vindstig með snjókomu norðanlands en éljum á
Vesturlandi. Hiti +2 til -e4 stig.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
f * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
# * *
-J0° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrír
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
m m
> *•
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veöur
Akureyri +2 skýjað
Reykjavfk 1 úrkoma
Björgvin 0 snjóél
Heisinki 0 alskýjað
Kaupmannahöfn 4 hálfskýjað
Narssarssuaq 4-9 snjókoma
Nuuk +7 snjókoma
Ósló 4 léttskýjað
Stokkhólmur 0 skýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 5 léttskýjað
Barcelona 10 alskýjað
Berlfn 6 alskýjað
Chicago 0 léttskýjað
Feneyjar 13 léttskýjað
Frankfurt 4 skýjað
Glasgow 6 skúr
Hamborg 4 úrkoma
Las Palmas 20 léttskýjað
Lundúnir 6 iéttskýjað
Los Angeles 13 alskýjað
Lúxemborg 1 snjóéi
Madríd 9 skýjað
Malaga 17 skýjað
Mallorka 10 alskýjað
Montreal 0 skýjað
New Vork 0 léttskýjað
Oriando 14 léttskýjað
París 4 skýjað
Róm 14 alskýjað
Vfn 6 skýjað
Washington 3 skúr
Wínnipeg +14 heiðskírt
Morgunblaðið/Sverrir
Mikill fjöldi fólks koma á bókamarkaðinn í gær.
Bókamarkaðnum að ljúka;
Aðsókn með mesta móti
„AÐSÓKN að bókamarkaðinum hefur verið framar öllurn vonura
og undirtektirnar stórkostlegar. I fyrra sló aðsóknin öll met og
mér sýnist hún vera svipuð nú. Markaðinum lýkur á morgun, sunnu-
dag, en við erum enn að bæta nýjum bókum við,“ sagði Kristín
Guðbjartsdóttir, hjá bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda
í gær.
Bókamarkaðurinn var opnaður í
Kringlunni á fimmtudag í síðustu
viku. „Við höfum verið með fímm
,þúsund. bókatitla, svo fjöldi bóka
hefur skipt tugum þúsunda," sagði
Kristín.
Hún sagðist oft sjá sama fólkið
koma aftur og aftur. „Þeir sem
komu þegar örtröðin var mest i
fyrstu koma gjaman aftur og þeir
vita líka að það bætast við nýir
titlar. Það er hægt að gera mjög
góð kaup hér og ég nefni sem
dæmi skáldsögur eftir John Stein-
beck og Knut Hamsun, sem eru'
seldar á 299 krónur."
Bókamarkaður Félags íslenskra
bókaútgefenda er opinn frá klukk-
an 10-18 í dag og á morgun, síðasta
daginn, er hann opinn frá klukkan
12-18.
Ríkisútvarpið:
Stj órnmálaflokkar fá
að auglýsa framboð
Útvarpsráð hefúr samþykkt að breyta auglýsingareglum útvarpsins
þannig að auglýsingar sfjórnmálaflokka verða ekki lengur bundar við
fúndi, fúndarefiii, stað, tíma og ræðumenn.
Auglýsingareglur, sem ríkisút-
varpið setti sér, voru mun þrengri
en sú reglugerð sem menntamála-
ráðuneytið hefur sett um auglýs-
ingar í ljósvakamiðlum. Þessum aug-
lýsingareglum útvarpsins var breytt
á fundi útvarpsráðs í gær og Inga
Jóna Þórðardóttir formaður ráðsins
sagði við Morgunblaðið að með þessu
væri verið að tryggja, að Ríkisút-
varpið sitji við sama borð og aðrir
fjölmiðlar.
Ákveðnir fyrirvarar eru þó í tillög-
unni sem samþykkt var. Þannig eiga
auglýsingar frá stjómmálaflokkum
að falla innan þess tíma sem í al-
mennri dagskrá er ætlaður til aug-
lýsinga. Lengd auglýsinganna á að
vera sambærileg við aðrar auglýs-
ingar og óheimilt er að veita einum
aðila aðgang að heilum auglýs-
ingatíma. Þá má magn auglýsinga
frá einum aðila í framboði ekki vera
það mikið að það hindri auglýsingar
frá öðmm. A kjördag má aðeins
auglýsa hvar kosningaskrifstofur
em og símanúmer þeirra.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
þau Inga Jóna Þórðardóttir og
Magnús Erlendsson, annar fulltrúi
Framsóknarflokksins, Markús Á.
Einarsson, og fulltrúi Alþýðuflokks-
ins, Guðni Guðmundsson, greiddu
atkvæði með breytingunni. Á móti
voru fulltrúi Alþýðubandalags, Bríet
Héðinsdóttir, annar fulltrúi Fram-
sóknarflokksins, Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir og fulltrúí Kvenna-
lista Magdalena Schram. Ráðið sam-
þykkti síðan samhljóða að meta
reynsluna af breytingunni að loknum
sveitastjómarkosningunum í vor.
Hjörtur Torfason skip-
aður hæstaréttardómari
FORSETI íslands hefiir skipað
Hjört Torfason, hæstaréttarlög-
mann, dómara við Hæstarétt Is-
lands. Hann tekur við embætti
því sem Magnús Thoroddsen
gegndi áður. Auk Hjartar sóttu
um stöðuna Jón Arnalds, borgar-
dómari, Jón Oddsson, hæstarétt-
arlögmaður, og Sveinn Snorra-
son hæstaréttarlögmaður.
Hjörtur Torfason er fæddur á
ísafirði 19. september 1935. Hann
er sonur hjónanna Önnu Jónsdóttur
og Torfa Hjartarsonar, fyrrverandi
tollstjóra. Hjörtur lauk stúdents-
prófi frá MR 1954 og embættis-
prófi í lögfræði frá Háskóla íslands
1960. Hann varð héraðsdómslög-
maður sama ár en hæstaréttarlög-
maður 1966. Hjörtur stundaði
framhaldsnám og vann á lögfræði-
stofu í Toronto í Kanada frá 1961
- til 1963. Eftir það hefur hann
stundað Iögmannsstörf í Reykjavík
og rekur nú lögmannsstofu hér í
borg ásamt Eyjólfi Konráð Jóns-
syni, hrl.
Hjörtur Torfason er kvæntur
Nönnu Þorláksdóttur. Þau eiga þrjú
börn.