Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐlÐ LAtÍGARDAGUR 3. MARZ 1990 Keflavíkurflugvöllur: Á þriðja tug iðnað- armanna sagt upp Vogum, Vatnsleysuströnd. BANDARÍKJAHER hefur sett algjört bann við gerð samninga um nýjar framkvæmdir á vegum hersins. Bannið stendur til apríl- loka næstkomandi og gildir fyrir Bandaríkjaher hvar sem er í heiminum. Á þriðja tug iðnaðar- manna hjá undirverktökum ís- lenskra aðalverktaka hf. hefiir þegar verið sagt upp störfum af þessum sökum. Tímann, sem bannið stendur, ætlar herinn að nota til að gera úttekt á nýjum framkvæmdum vegna strangra aðhaldsaðgerða bandarískra stjómvalda. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki talið að þessar að- haldsaðgerðir hafí áhrif á fram- kvæmdir á vegum hersins hér á landi, vegna eðlis framkvæmdanna hér. Hins vegar er áhrifa samnings- bannsins farið að gæta. Á þriðja tug iðnaðarmanna, sem starfa hjá undirverktökum Áðalverktaka á Keflavíkurflugvelli, fiefur verið sagt upp störfum. Þeir hafa unnið við framkvæmdir á vegum Varnarliðs- ins. E.G. Forsetabíll nr. 1, Cadillac Brougham. Nýi bíllinn verður nákvæm- lega eins og þessi. Nýr forsetabm í vor EMBÆTTI forseta íslands heftxr fest kaup á nýrri bifreið, sem væntanleg er til landsins í vor. Bifreiðin er nákvæmlega sömu gerðar og embættisbíll númer 1, Cadillac Brougham, og kostar um 3,8 milljónir króna, að meðtöldum öllum opinberum gjöldum. Að sögn Kornelíusar Sig- mundssonar, forsetaritara, var veitt fé á fjárlögum til að end- urnýja bílakost embættisins og í framhaldi af því var aflað tilboða frá nokkrum aðilum með milli- göngu Innkaupastofnunar ríkis- ins. Lægsta tilboðinu var tekið, um bifreið sömu gerðar og fyrir er hjá' embættinu. Komelíus segir að gamli bfllinn, sem orðinn er átta ára gamall, verði væntanlega seldur á uppboði hjá Innkaupastofnun, eftir að sá nýi er kominn. Hann telur líklegt að fá megi um eina milljón króna fyrir hann. Hugs- anlegt er þó, að bifreið sem keypt var til embættisins í fyrra af gerðinni Chevrolet, verði seld og gamla Cadillac-bflnum haldið áfram í rekstri, þannig megi spara nokkurt fé, þar sem hærra verð fáist fyrir Chevroletinn. SkoðanakönnunFélagsvísindastofhimar: Sjálfstæðisflokkur fengi 45,5% fylgi TVEIR af ríkissljórnarflokkunum, Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur, tapa fylgi samkvæmt skoðanakönnun er Félagsvísindastofti- un gerði fyrir Morgunblaðið dagana 23.-27. febrúar, ef miðað er við síðustu könnun sem var í október. 8,1% segjast nú ætla að kjósa Alþýðuflokkinn miðað við 8,3% í október. 16,4% segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn miðað við 17,6% í október. Alþýðubandalagið eykur aftur á móti fylgi sitt um 3,2%, fengi nú 11,9% miðað við 8,7% í október. Fjórði ríkisstjómarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, eykur einnig fylgi sitt lítillega, fengi nú 0,6% atkvæða miðað við 0,3% í október. Sjálfstæðisflokkur tapar 2,1% ef miðað er við könnun Félagsvísinda- stofnunar frá því í október. Segjast 45,5% nú ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn miðað við 46,6% í könnun- inni í október. í könnuninni var einnig spurt um afstöðuna til ríkisstjómarinnar. Reyndust 45,2% telja sig vera and- stæðinga ríkisstjórnarinnar en 33,3% töldu sig stuðningsmenn hennar. 20,0% vom hlutlausir eða óvissir og 1,5% neituðu að svara þessari spurningu. Sjá nánar í miðopnu. Forsætisráðherra setur á stofii hagráð SERSTAKT „hagráð“ verður á næstunni skipað af Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra, sem á að hafa eftirlit með efna- hagsþróun, verðlagsþróun, Ferskfískútflutningurinn: Bannað verður að flytja út flattan físk með skípum Meiri háttar iBrelsissvipting segir Jón Ásbjörnsson SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefúr sett reglugerð, sem bannar útflutning á ferskum, flökuðum, flöttum eða hausuðum fiski með skipum á erlenda markaði. Með setningu þessarar reglugerðar, sem tekur gildi eftir viku, verður úr sögunni útflutningur á ferskum flött- um fiski. Slíkur útflutningur hefúr verið töluverður að undanfiirnu og hefúr fiskurinn verið saltaður i Bretlandi og Danmörku og seld- ur meðal annars á Spáni. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, segir að þetta sé gert til að tryggja að fiskur héðan komist ferskur á markað ytra. Salflskverkendur styðja þessa reglugerð, en Jón Ásbjörnsson, einn útflytjenda á flöttum físki, segir hana meiri háttar frelsissviptingu. Halldór Asgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að nauðsyn- legt væri að stuðla að því að gæði fisks, sem héðan væri fluttur á er- lenda markaði, væru viðunandi. Ennfremur yrði að standa að vinnslu og meðferð físksins sam- kvæmt gildandi vinnsluaðferðum, bæði hér heima og eriendis. Allar þjóðir byggðu á slíkum reglum til að tryggja gæði útflutningsfram- leiðslu sinnar og halda verði hennar uppi. „Það var mjög nauðsynlegt í ljósi þróunarinnar að undanfömu, að setja þessa reglugerð. Bezt væri að þurfa ekki að setja reglur af þessu tagi, en það var því miður nauðsynlegt," sagði Halldór. Reglugerðin segir í raun, að óheimilt sé að hausa, fletja eða flaka físk nema hann fari tafar- laust til frekari .verkunar. Þannig unninn físk er þó heimilt að selja ferskan á markað innan lands og Ölvaður olli slysi TVÖ umferðarslys urðu í Reykjavík með hálftíma millibili um miðjan dag í gær. Á Fríkirkju- vegi við Skothúsveg rákust saman fjórir bílar. Ökumaður eins þeirra var fluttur á slysadeild. Sá ökumaður sem talinn er hafa valdið óhappinu er grunaður um ölvun. Þá slasaðist maður í hörðum árekstri tveggja bíla á mótum Flóka- götu og Snorrabrautar....• flytja með flugvél til sölu á erlendan markað. Eftir flatningu, flökun og hausun skemmist fískurinn mun hraðar, en væri hann geymdur slægður samkvæmt mati Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins og Ríkismats sjávarafurða. Því er út- flutningur á honum með skipum bannaður, en þá tekur nokkra daga að koma honum á markað eða til frekari vinnslu. Vegna þess hve miklu dýrara er að flytja ferskan fisk utan með flugi en skipum, verður útflutningur á flöttum físki til söltunar ytra úr Sögunni. Jón Ásbjömsson, útflytj- andi, er einn þeirra, sem mikla áherzlu hafa lagt á útflutning á ferskum, flöttum fiski til söltunar ytra. Hann hefur nýlega fest kaup á söltunarstöð í Bretlandi og hefur selt saltfísk til Spánar. Hann segir þessa ákvörðun vera meiri háttar frelsissviptingu og sé hún fyrst og fremst til að vemda og viðhalda einokun SIF á útflutningi á salt- físki. Hann trúi því ekki að utanrík- isráðherra, sem hafí með útflutn- ingsleyfí að gera, muni stöðva þenn- an útflutning. Jón bætir því jafn- framt við að þetta hafi í för með sér verðlækkun á físki á mörkuðun- um hér heima og tekjur sjómanna og útgerðarmanna lækki því. Sigurður Haraldsson hjá SÍF seg- ir saltfiskverkendur styðja þessa ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Með henni sýni ráðherrann mikla festu og skilning á markaðsmálum. Ekki sé hægt að sætta sig við vax- andi útflutning á hráefni til vinnslu, sem selt sé í samkeppni við íslenzka framleiðendur. Sjá nánar i miðopnu. vaxtastigi og þenslu. Forsætis- ráðhérra greindi samráðherrum sínum frá þessari ákvörðun sinni á fúndi ríkisstjórnarinnar síðdeg- is í gær. „Eg kalla þetta hagráð," sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagði að það yrði að líkindum skipað átta emb- ættismönnum sem væru í hinum ýmsu stofnunum sem tengdust efnahagsmálum. „Þessu hagráði er ætlað að vera á varðbergi hvað varðar þróun verð- lags, vaxta, þenslu og yfirleitt allt sem gæti stofnað hugsanlegum árangri kjarasamninganna í hættu,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagðist telja að þetta væri nauðsynleg ráðstöfun til þess að gæta þess að ekkert færi úrskeiðis sem stofnað gæti kjarasamningun- um í hættu, jafnframt því sem hag- ráðið myndi gera tillögur til ríkis- valdsins um með hvaða hætti mætti bæta það sem hugsanlega færi úr- skeiðis. Steingrímur kvaðst í næstu viku mundu tilnefna menn í ráðið. / Aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi: 800 milljóna virði afhrogn- um hent af fískiskipum á ári - segir Sigurjón Arason efiraverkfræðing- ur hjá Rannsóknastofiiun fískiðnaðarins „MIÐAÐ VIÐ veiðiskýrslur er það okkar mat að 3-4 þúsund tonnum af hrognum að verðmæti 6-800 miiyónir króna sé fleygt af fiskiskip- um á ári og ónýttar aukaafúrðir á frystiskipum geti aukið vinnslu- virði allt að 700 milljónum króna á ári,“ sagði Sigurjón Arason efiia- verkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fískiðnaðarins, en hann á sæti í aflanýtingarnefiid, á ráðstefhu um aukningu vinnsluvirðis í sjávarút- vegi sem Samtök fiskvinnslufyrirtækja stóðu fyrir í gær á Hótel Sögu. Sjö sérfræðingar fluttu fram- frystihúsanna, sagði að lykilatriði söguerindi og voru allir sammmála um að auka mætti verðmæti sjávar- fangs svo skiptir nokkrum milljörð- um króna, en slíkt kostaði vinnu, peninga, rannsóknir og markaðs- setningu. Alda Möller matvælafræðingur, sem starfar hjá Sölumiðstöð hrað- þess að auka verðmæti í fiskvinnslu væri aukin markaðsþekking, tryggt vöruframboð, stöðug og meiri vöru- gæði, hagræðing í vinnslu, aukin vinnsla hérlendis og vöruþróun. Sem dæmi nefndi hún að verðmæta- aukning í grálúðu milli ára vegna nýrra markaða jjaf 300 milljónir króna. Sigurður Bogason, matvæla- fræðingur, sem starfar hjá Sölu- samtökum íslenskra fískframleið- enda, sagði að SÍF hefði farið nýjar leiðir og væri að skoða ýmsar auka- afurðir í tilraunaverksmiðju sinni meðal -annars saltfískmaming í til- búna fískrétti. „A næstu árum þurfum við að beina kröftum okkar að frekari full- nýtingu alls sjávarfangs, því enn eru til ónýttir eða vannýTtir físk- stofnar eins og gulllax, kolmunni, tindabikkja og ýmis lindýr. Þá eru vannýttir fískhlutar sem gætu gefíð viðbótartekjur sem saltafurðir að upphæð 371 fnilljón króna á ári,“ sagði Sigurður Bogason hjá SIF. Forsætisráðherra svarar Thatcher: **T----------- 1* . Vill samn- ingaviðræð- ur við þjóð- imar þrjár STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra skýrði ríkis- stjórrjinni í gær frá efni bréfs sem hann hefúr ritað Margar- et Thatcher forsætisráðherra Bretlands, þar semhann árétt- ar að ríkisstjórn íslands telji skynsamlegt að þær Qórar þjóðir sem setja fram kröfiir á Rockall-svæðinu setjist að viðræðu- og samningsborði. Þjóðir þær sem hér um ræðir eru Bretar, írar, íslendingar og Danir fyrir hönd Færey- inga. Þetta bréf forsætisráðherra er svarbréf við bréfi breska for- sætisráðherrans, þar sem hún lýsti sig fúsa tií viðræðna, eins og greint hefur verið frá í frétt- um í Morgunblaðinu. „Ég þakka í bréfinu það boð forsætisráðherra Breta að sér- fræðingar geti rætt málið,“ sagði forsætisráðherra, „en ítreka það fyrra álit mitt að æskilegt væri að löndin fjögur kæmu sér sam- an.“ T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.