Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ, 1990 ,, 41 Um kristilegt sjónvarpsefiii Til Velvakanda. íslendingar hafa notið sendinga íslensks sjónvarps um árabil. Margt Dýrt ævintýri Til Velvakanda. Hvað er einn milljarður milli vina / datt mér í hug, þegar ég las og ' heyrði, að handboltamenn vantaði nokkur hundruð milljónir til að byggja nýja handboltahöll. Svo fór ég að heyra ýmsa kunningja mína vera að hneykslast á þessu, m.a.s. nefndu sumir, að hér væri engin tónlistarhöll, því að við hefðum ekki efni á að byggja hana, þó margir hafi gaman af músík. Margir verða að sætta sig við, að fé skortir í heilbrigðiskerfið, jafnvel var kirkja auglýst til sölu vegna fjárskorts. En þá er á það að líta hvort hand- boltaleikur getur bjargað okkur. Ég er ekki viss um það, en ég hef ekki orðið var við að neinn hafi opinberlega látið í ljós efa um það. Davíð borgarstjóra þykir ævintýrið dýrt. Ég er á sama máli. Mér fínnst, í alvöru, að þetta séu öfgar að ætla að byggja þetta hús núna. Sérstak- lega vegna þess að við eigum all- mörg glæsileg hús, sem hægt er að nota fyrir keppni í handbolta. Er ekki best að hugsa málið betur? Er þetta slík þjóðamauðsyn að við getum ekki beðið betri tíma? Er líklegt að útlendingar flykkist hing- að í svo stórum stíl til að sjá eitt handboltamót, að þetta borgi sig? E.t.v. er hægt að fjölga sætum í Laugardalshöll, og svo sjáum við mikið af handboltakeppni í sjón- varpi. Eg vil samt taka undir með Davíð borgarstjóra, og óska Kópavogs- kaupstað og ríkinu til hamingju, ef þeir hafa svona mikið fé aflögu. Sig. H. Jóhannsson mætti segja um það, en undarlegt þykir mér, hve stjórnendur þess hafa gætt þess vel, að hafa ekki of mikið af kristilegu sjónvarps- efni. Það hefur stundum hvarflað að mér, hvort stjómendur telji það hættulegt landslýð. Þess er gætt vandlega, að ekki sé sjónvarpað nema 6-7 mínútna hugleiðingu á viku. Þetta er undarlegt, þegar það er haft í huga, að við íslendingar teljum okkur vera kristna þjóð og menning okkar byggir á kristnum grunni. Það virðist hins vegar ekki valda stjómendum þess neinu hugarangri þótt þeir flytji landsmönnum óend- anlegt magn af ofbeldi og öðru, sem slævir og skemmir siðferðisvitund okkar. Ég er ekki svo bjartsýnn að halda, að þessar línur mínar verði til þess, að virðulegir stjórnendur sjónvarpsstöðvar íslensku þjóðar- innar, Ríkissjónvarpið, hætti að sýna ofbeldismyndir, en vil hins vegar benda á að öll íslenska þjóðin á þessa sjónvarpsstöð. Ég fer því fram á, að hugsað verði fyrir þörf- um kristinna manna og að óskir þeirra um kristilegt sjónvarpsefni verði teknar alvarlega. Undirritaður hefur talað við marga, sem lýst hafa hryggð sinni yfir stöðu mála. Það eru margir íslendingar, sem vilja fá mikið kristilegt efni inn í stofur sínar. Það er enginn skortur á slíku efni úti í hinum stóra heimi, ef leitað er að því. Það ber að þakka það, sem vel er gert. Ég vil þakka fyrir þættina um Narniu, en útskýra hefði mátt myndmál þeirra. Ég vil einnig fyrir höiid margra foreldra koma sér- stöku þakklæti til Stöðvar 2 fyrir þættina „Besta bókin“, sem eru góðir. Ég bið um, að sambærilegir taki við, þegar þeim lýkur. Skora ég á stjórnendur sjón- varpsstöðvanna beggja að láta af þeirri dæmalausu þröngsýni, hlut- drægni og þjónkun við ákveðinn hóp þjóðarinnar, sem hefur viðgengist hingað til. Við búum í fijálsu landi. Ef einhver skyldi fá ofbirtu í sálina af að horfa á kristilega sjónvarps- þætti, þá má gefa þeim það gamla ráð, að slökkva á sjónvarpstækinu. Það ráð hefur uppalendum löngum verið gefíð, þegar þeim hefur þótt vera farið yfír strikið. Með von um að stór hluti eigenda íslensks sjónvarps verði teknir al- varlega. Kjartan Jónsson Pizza-bónus 1 2“ pizza á aðeins kr. 700,- til kl. 20.00 Skipholti 37, sími 685670. Vinum mínum og vandamönnum, sem gerðu mér afmœlisdaginn ógleymanlegan með heim- sóknum, gjöfum og kveðjum, þakka ég af alhug. Magrtús Steingrímsson, Álftamýri 18. Ég sendi kœrar þakkir til þeirra, er glöddu mig með gjöfum, blómum og kveðjum á 80 ára afmœli mínu 12. febrúar sl. Einnig sendi ég Hermanni Ragnari Stefánssyni, fru Unni og öllu því ágœta, fólki er var á Hótel Örk 19.-22. febrúar sl., minar bestu kveðjur og þakkir fyrir skemmtilegar samverustundir. Alice Fossádal, Víkurbraut 54, Grindavík. Bridsáhugaf ólk Opið tvímenningsmót í brids verður haldið á Hótel Höfn, Hornafirði, dagana 9. og 10. mars. Spilaður verður barómeter. Þátttökugjald kr. 5.000,- pr. par. Peningaverðlaun verða veitt: Fyrir 1. sæti kr. 70.000,- Fyrir 2. sæti kr. 50.000,- Fyrir 3. sæti kr. 30.000,- Fyrir 4. sæti kr. 10.000,- Hámark para er ákveðið 36. Þátttaka tilkynnist á Hótel Höfn, sími 97-81240 fyrir 5. mars. Á Hótel Höfn liggja einnig fyrir upplýsingar um gistiverð. Bridsfélag Hornafjarðar. i ___] ~ i Samkorti Ja^aí-,a^es1 . w 250,- 990,- Zr tA90,- & W AA90,- w AA90,- Zr A890,- ^Xr 990,- w 150" W- a490,- Gas^° J í Kr1gÍuhJS!|pIWI) SUHHUDAG 4.WARS Kl.14 l IIÖLDI GÓÐRA VINNINGA LIONS KLUBBURINN iö TYR J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.