Morgunblaðið - 24.04.1990, Page 10

Morgunblaðið - 24.04.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 Guðmundur Halla S. Jónas- Sigurður Svanhildur Sigurðsson dóttir Steingrímsson Sveinbjörns- dóttir SKAGFIRSKA SÖNGSVEITIN Karlakórinn Stefnir Vortónleikar karlakórsins Stefnis voru haldnir í Langholts- kirkju sl. sunnudag undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Undirleikari var Guðrún Guðmundsdóttir og auk þriggja félaga úr kórnum sem sungu einsöng, var Sigrún Hjálm- týsdóttir aðaleinsöngvari tónleik- anna. Meginhluti efnisskrár voru íslensk lög, eftir Inga T. Lárus- son, Sigfús Einarsson, Björgvin Guðmundsson, Jón Leifs, Sigvalda Kaldalóns, Karl 0. Runólfsson, Pál ísólfsson og Pétur Sigurðsson. Af erlendum lögum skal helst nefna Vilja Lied eftir Lehár og Funiculi, Funicula eftir Denza en í þeim söng Sigrún Hjálmtýsdóttir af miklum glæsileik, einkum Vilja Lied. Bestu lög kórsins voru Brennið þið vitar, eftir Pál ísólfsson, íslenska þjóðlagið Nú er ég glaður á góðri stund, í raddsetningu Sig- ursveins D. Kristinssonar og Við brunninn, eftir Schubert. Ein- söngvarar kórsins voru; Þorgeir H. Jónsson í Heyrið vella, eftir Björgvin Guðmundsson, Stefán Jónsson í Nobody knows (negra- sálmur) og Ármann 0. Sigurðsson í Móðir jörð eftir Ortelli. Sigrún Hjálm- týsdóttir Kórinn er í góðri þjálfun, ágæt- lega mannaður, gott jafnvægi á milli raddanna og það vakti t.d. athygli hversu djúpan bassa þeir Stefnismenn hafa. í kórnum. Svona bassi heyrist ekki alls stað- ar. Lárus Sveins- son Lúðrasveitin Svanur 60 ára Tónlist JónÁsgeirsson Skagfirska söngsveitin held- ur upp á tuttugu ára starfsafmæli og stóð fyrir myndarlegum vortónleikum í Langholtskirkju sl. laugardag. Á efnisskránni voru íslensk sönglög, tveir þættir úr óperum eftir Verdi, Messa eftir Schubert og Hal- elúja-kórinn úr Messíasi eftir Handel. Stjórnandinn, Björgvin Þ. Halldórsson, hefur sýnt það svo ekki verður um villst að hann er feikna efnilegur stjórnandi og hefur gert Skagfirsku söngsveit- ina að gríðargóðum kór, sem vel er í standi til að takast á við erf- ið verkefni eins og Sigurkórinn úr Aidu og Halelújakórinn úr Messíasi. Messa nr. 2 sem Schu- bert samdi 1815 (átján ára) þykir ekki merkileg tónsmíð, enda hafði hann ekki öðlast þá reynslu í gerð stærri tónverka, sem síðar varð, þó það fari ekki á milli mála að hann sé mikið efni. Þáttur ein- söngvara er mjög óverulegur og illa formaður en var ágætlega fluttur af Höllu S. Jónsdóttur, Sigurði Steingrímssyni og Guð- mundi Sigurðssyni. Auk fyrr- nefndra einsöngvara söng Svan- hildur Sveinbjörnsdóttir einsöng í lagi Selmu Kaldalóns, Blítt og rótt, og gerði það ágætlega. Und- irleikari í fyrri hluta tónleikanna var Vioieta Smid. Val laga í fyrri hluta tónleik- anna var ekki metnaðarfullt eða að mestu sæt en frekar litlaus lög, þijú útsett af söngstjóranum og tvö eftir hann. Önnur lög voru eftir Þórarin Guðmundsson. Inga T. Lárusson og Sveinbjöm Svein- bjömsson, einsöngslög, sem fara betur í sínum uppmnalega bún- ingi en í kór, þrátt fyrir að þau hafi verið vel sungin. Frumflutt var lag eftir Sigurð P. Bragason söngvara sem hann kallar Ég elska lífið. Þetta er þokkalega gert lag en einsöngvari í því var Guðmundur Sigurðsson. Guð- mundur hefur faliega tenórrödd og flutti lagið af innileik. Að setja upp góða efnisskrá er vandaverk en þar reynir á smekk og tilfinningu söngstjórans fyrir góðri tónlist. Af því leyti til var seinni hlutinn betri en sá fyrri, nema hvað varðar messuna eftir Schubert. Sigurkórinn og Hal- elúja-kórinn voru með undirleik hljómsveitar og sýnir að Björgvin og Skagfirska söngsveitin em vel í stakk búin til að takast á við stór og erfið viðfangsefni. Kórinn er vel mannaður og auðheyrt að Björgvin er laginn og mjög ná- kvæmur stjórnandi. Saga lúðra- sveitar á íslandi er nátengd þeirri þróun sem orðið hefur almennt í hljóðfæraleik, sem oft vill gleymast, þegar rætt er um upp- gang tónlistar á Islandi. Þrátt fyrir að stofnaðir væru tónlistar- skólar víða um landið var ekki sinnt kennslu á málmblásturshljóð- færi að nokkm marki, fyrr en á síðustu áratugum. Þessi aðgrein- ing á lúðrablæstri og öðrum hljóð- færaleik, er líklega til orðin vegna þess að í lúðrasveit er leikið að nokkm á annars konar gerðir lúðra, en tíðkast í hefðbundinni sinfóníuhljómsveit. Það má samt ekki gleymast, að margir þeirra sem nú leika á blásturshljóðfæri hafa stigið sín fyrstu skref sem hljóðfæraleikarar í lúðrasveitum landsins. Sú tónlist sem lúðrasveitir leika, hefur með árunum að nokkm fall- ið úr tísku og svo nefnt „big band“ var því tilraun lúðramanna til að halda sínum hlut. Það sem hefur heft starfsemi lúðrasveita er skort- ur á sérsömdum tónverkum og hefur því oft verið gripið til þess ráðs, að umrita sinfónísk verk fyr- ir lúðrasveit. Slíkt hefur sjaldan tekist vel og var flutningurinn á Háskólaforleiknum eftir Brahms, ljóst dæmi, þó margt væri þokka- lega gert af hendi sveitarinnar. Ýmiskonar glettur og raddsetning- ar á sönglögum hafa gefist vel, fyrir utan þá utandyra tónlist, sem kallast marsar og líklega er besti hluti „lúðrabókmenntanna". Þrír íslenskir tónhöfundar áttu verk á tónleikunum en það eru Páll P. Pálsson, Árni Björnsson og Össur Geirsson. Conserto fyrir blásara og ásláttarhljóðfæri eftir Pál P. Pálsson var flutt í endur- skoðaðri gerð. Verkið er ágætlega samið og var þokkalega flutt af hinum ungu tónlistamönnum Svansins. Tvö lög eftir Árna Björnsson voru leikin af „big bandi“ Svansins og þó útsetningin eftir Eyþór Þorláksson væri ágæt, er það svo með þessar „big band“ útfærslur, að lögin verða öll eins, því útsetningaraðferðin í heild er svo stöðluð, bæði í hljóm- og hryn- skipan. Eftir ungan básúnuleikara, Össur Geirsson, var flutt skemmti- legtónsmíð, sem hann nefnir „Sög- ur af sæbjúgum“ eftir skemmti- sögu sagðri á landsmóti lúðra- sveita á Akureyri árið 1984, þar sem „sæbjúgu af öllum stærðum og gerðum“ tókust á við lúðramenn í Lystigarðinum á Akureyri. Ekki hafa átökin að öllu leyti verið óró- mantísk, því miðhluti verksins var falleg baritonsóló, sem var mjög vel leikin af Vilborgu Jónsdóttur. Margt var vel gert í þessu byij- andaverkí, þó kaflaskilin í verkinu væru nokkuð lausofin. Notkun lúð- ranna var góð enda hefur Össur mikla reynslu í útsetningum og umritunum fyrir lúðrasveit. Undirritaður þurfti að yfírgefa tónleikana, sem urðu nokkuð lang- ir vegna kynningar, sem var ágæt- lega framfærð af Katrínu Árna- dóttur og annarrar félagslegrar uppákomu en gat þó hlýtt á þá félaga Jón Sigurðsson, Kristján Kjartansson og Sæbjörn Jónsson leika Bugler’s holiday, sem er leik- andi létt og skemmtilegt tromp- ettríó. Þeir fóru á kostum en tveir þeirra, Jón og Sæbjörn, hafa stjórnað Svaninum. Annar stjórn- andi Svansins, Kjartan Óskarsson, lék einleik í verki eftir Rossini, „Inngangi og stefi með tilbrigð- um“. Kjartan er ágætur klarin- ettuleikari, ræður yfir mikilli tækni og mjög fallegum og mjúkum tóni. Stjórnandinn Robert Darling, er góður fagmaður og í heild voru þetta vandaðir tónleikar. Prentvillur og missagnir Nokkuð hefur borið á því að texti hefur bæði afbakast í prent- un og svo það, að missagnir hafa slæðst með í tónlistargagnrýni undanfarið. Undirritaður vill nota tækifærið og færa þar eitt og annað misfært til betri vegar. í gagnrýni um tónleika Söng- sveitarinnar Fílharmoníu bren- glaðist orðið samvirkni og átti setningin að vera: „Þrátt fyrir að nokkuð vantaði á samvirkni kórs og hljómsveitar .. í umfjöllun um tónleika karla- kórsins Fóstbræður breyttist nafn Þorgeirs Andréssonar í Andrés Guðmundsson, með óskiljanlegum hætti þar sem nafn hans hafði tvisvar áður verið rétt ritað í grein- inni. Jón Þórarinsson, tónskáld, hafði samband við undirritaðan varð- andi raddsetningar þær sem sungnar voru á tónleikum karla- kórsins Fóstbræður fyrir síðustu helgi og eignaðar voru Emil Thor- oddsen. Lagasyrpa þessi er sett saman og raddsett af Emil en í hana tek- ur hann einnig raddsetningar eftir Árna Thorsteinsson og Sigfús Ein- arsson, svo og eitt lag eftir Sigf- ús, þó Iögin séu nefnd vera íslensk þjóðlög í efnisskrá tónleikanna. Dalvísur eru í gerð Árna Thor- steinssonar en Eg veit eina baug- alínu, Bára blá og Hrafninn eru raddsetningar Sigfúsar. Græn- landsvísur eru mjög líklega eftir Sigfús, þó lagið beri sterkan svip af svo nefndum „stemmum“, sem íslensk alþýða lék sér með, þegar nauðsyn bar til að tónsetja vel gerðar vísur, sem nokkur huggun gæti væri í að kveða. Samskipan þessara laga, svo og millispil og raddsetningar á Blástjarnan og Rósin mín fríð, eru eftir Emil en rétt þykir að benda á þessi atriði ef það mætti verða til þess að leið- rétta í eitt skipti fyrir öll þennan misskilning. Varðandi raddsetningar, umrit- anir og tilvitnanir, bæði á þjóðlög- um og frumsömdum verkum, mætti rita langt mál, því oft hafa íslenskir tónlistarmenn farið rangt með og kallað það raddsetningar, sem eru í raun umritanir og notað tilvitnanir án þess að geta þess og jafnvel þar sem slíkC hefur verið tilgreint á frumriti, hafa flytjendur oft á tíðum ekki talið þörf á að rita slíkt í efnisskrá. Ekki yrði það til að stytta málið, að fjalla einnig um notkun íslenskra ljósvakamiðla á alls kon- ar tónlist, þar sem hvorki er getið höfunda eða flytjenda, þó slíkt sé brot á höfundarétti. Margir íslenskir ljósvakamyndsmiðir og jafnvel Ríkissjónvarpið hafa því miður gerst „sjóræningjar" á þessu sviði og spillt rykti sínu, ekki aðeins gagnvart höfundum, heldur og erlendum kvikmynda- framleiðendum, sem hafa lært af langri reynslu, hvað höfundaréttur er, bæði er varðar þeirra eigin verk og annarra. Björgvin Þ. Valdimarson Róbert Darling Þraukum á meðan stætt er - segir Guðmundur Ólason loðdýrabóndi á Héraði Egilsstöðum. LOÐDÝRABÆNDUR á Fljóts- dalshéraði eiga við sömu vanda- mál að glíma og aðrir loðdýra- bændur í landinu. Rekstrar- grundvöllur atvinnugreinarinn- ar er brostinn og skuldir hrann- ast upp. 15 bændur hafa byrjað í loðdýrarækt á Héraði. Nú eru 5 bændur eftir í greininni en 5 hættu síðastliðið haust. Þessir 5 bændur eru með bústofti upp á 700 refalæður og 1200 minkalæð- ur. Þeir segjast ákveðnir í að þrauka í þessum búskap á meðan stætt er. Enda megi þeim ekki fækka meira því þá sé rekstrar- grundvellinum kippt undan fóð- urstöðinni og þá sé sjálfhætt fyr- ir þá. Til að kynnast sjónarmiðum loð- dýrábænda á Héraði leitaði Morg- unblaðið til Guðmundar Ólasonar, loðdýrabónda á Hauksstöðum á Jökuldal, en hann er formaður fé- lags loðdýrabænda á Héraði. Guð- mundur er í hópi þeirra fyrstu sem byijuðu í refarækt á Héraði árið 1982. Þá var verðið fyrír hvert refa- skinn um 600 krónur danskar. Nú er það tæpar 200 krónur danskar. Það er því augljóst að mati Guð- mundar hvar orsök vandræðanna liggur. „Þegar við þessir fyrstu byijuðum var skinnaverðið mjög gott og allt benti til að við yrðum stórríkir menn,“ segir Guðmundur og glottir. Reyndin hefur orðið önn- ur. Annars er það staðreynd að þetta var gróðavænleg atvinnugrein sem menn voru óspart hvattir til að fara út í. Á þessum árum var kvótinn að koma til í hefðbundnum búgreinum og allt var gert til að draga úr mjólkur- og kjötframleiðslu. Jafn- framt vildu menn sem minnsta bú- seturöskun í sveitum landsins. Bændur voru því óspart hvattir til að breyta úr hefðbundnum búskap yfír í loðadýrarækt. Og fyrir ungt fólk sem hugði á búskap var nán- ast ekki um aðrar búgreinar að ræða. Framleiðslukvóti í hefð- bundnum búgreinum fékkst ekki. Á þessum fyrstu árum var mikill uppgangur í greininni og þangað leitaði ungt fólk sem vildi stunda búskap. Uppbyggingin var ör og skuldir á búunum því talsverðar en ekkert óhóflegar ef afurðaverð hefði haldist óbreytt. Hinsvegar féll afburðaverð fljótt og greinin var illa undir það búin. Allar að- gerðir sem stjórnvöld hafa gert til bjargár þessari atvinnugrein hafa verið seint á ferðinni og þegar þær hafa loksins verið búnar að fara í gegnum nefndabáknið hafa dráttar- vextirnir verið búnir að éta þær upp. Við höfum því í raun verið heldur verr staddir eftir hveija björgunaraðgerð en áður,“ segir Guðmundur. Einnig álítur Guðmundur að það hafi verið afleit ákvörðun þegar ákveðið var að farga sem mestu af refnum og skipta yfir í mink, því nú sé minnkurinn kominn miklu neðar í verði en refurinn. Bendir hann á að þeir fimm loðdýrabændur sem hættu búskap sl. haust hafi skipt úr ref yfir í mink samkvæmt ráðleggingum opinberra aðila. Guð- mundur telur einsýnt að þessir fimm aðilar sem eftir eru í loðdýra- rækt á Héraði væru ekki starfandi nú ef þeir hefðu farið eftir þessum ráðum. Á undanförnum árum hafi orðið geysileg fækkun á ref í heim- inum en íjöldi minka hafi margfald- ast. Það sé því von til að refaskinn- in hækki í verði. Guðmundur segir að í gegnum árin sé sjálfsagt búið að gera mörg mistök í loðdýrarækt- inni. En af mistökunum læri menn og nú sé orðin til mikil þekking í þessari búgrein svo menn ættu að vera vel i stakk búnir til að halda áfram. Nú verði að gera mönnum kleift að hreinsa borðið og koma lánum í skil. Segist hann trúaður á að þær aðgerðir sem opinberir aðil- ar hafi verið að tala um síðustu daga dugi til að menn geti haldið í horfinu. Loðdýrabændur á Fljóts- dalshéraði eru sannfærðir um að erfiðleikar þessarar búgreinar leys- ist og segjast ákveðnir í að halda áfram enda ekki að neinu öðru að hverfa. Jarðirnar séu án mjólkur- og kjötkvóta og því ekki hægt að snúa sér að öðrum búskap þó menn vildu. Einnig séu þeir búnir að byggja upp fullkoma fóðurstöð á Egilsstöðum. Á Austurlandi falli til mikið hráefni til fóðurgerðar í seil- ingarfjarlægð, bæði slátur- og fisk- úrgangur. Hér séu því allar aðstæð- ur til að loðdýrarækt geti blómstrað og það muni hún örugglega gera. Aðalatriðið er að æðrast ekki þó illa gangi í augnablikinu. - Björn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.