Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 12

Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 Yaacov Zamir Syngur alt- og tenórhlutverkið í H-moll- messunni með Kór Langholtskirkju eftirJón Stefánsson Oft verður mér hugsað til þess tímabils er ég á síðastliðnu ári, ásamt Kór Langholtskirkju, heimsótti Landið helga, til að syngja hina stór- kostlegu óratoríu, Messías eftir G.F. Handel. Á fyrstu æfíngunni með hljómsveitinni tók ég eftir hávöxnum grönnum manni, alskeggjuðum, með „spaníólu“ á höfði. Fylgdist hann mjög vel með æfingunni. Ég var að fara yfír hljómsveitarundirleikinn í bassaaríunni „The trumpet shall so- und“. Ég veitti því athygli að maður- inn söng bassalínuna með og virtist hafa góða rödd. í hléi vorum við kynntir. Yaacov Zamir var nafnið. Mér til mikillar undrunar reyndist þessi maður, sem hafði verið að raula bassaaríuna, vera sá sem átti að syngja bæði alt- og tenórhlutverkið í verkinu! í stuttu máli kom þessi undramaður á óvart á hveijum ein- asta konsert. Ekki aðeins að hann skilaði báðum hlutverkum með mikl- um glæsibrag heldur einnig hvernig hann „músíseraði" Handel. Eins og þeir vita sem þekkja hina bresku hefð í flutningi á Messíasi, þá tíðkað- ist það að skreyta aríurnar. Oftast fínnur hver söngvari sér nokkum veginn fastmótaðan farveg. En ekki Yaakov! Hugmyndaflugið var slíkt að í engin tvö skipti notaði hann sömu útgáfu. Enda var hann hinn mesti senuþjófur og áheyrendur gátu ■oft ekki stillt sig um að klappa fyrir honum eftir aríumar þó það tíðkist yfirleitt ekki í óratoríum! Yaakov Zamir fæddist í Banda- ríkjunum og hlaut tónlistarmenntun sína við háskólana í Maine og Massachusetts og einnig í Chicago og San Francisco. Hann sérhæfði sig í að syngja gamla tónlist og hefur unnið beggja megin Atlantsála með mörgum af virtustu flytjendum slíkrar tónlistar, t.d. Christopher Hogwood, Raphael de Burgos, Edo de Waart, Nicolas McGregan, Paul Halley, James David Christie og Anthony Newman. Zamir hefur vald á ýmsum ólíkum raddgerðum þar sem hann syngur bæði baritón, te- nór, alt og mezzosópran. Hann hefur búið og starfað í ísrael síðan snemma árs 1989. Hann er nú væntanlegur til landsins í byijun maí og syngur alt- og tenórhlutverkið í Messu í h- moll sem Kór Langholtskirkju flytur í Langholtskirkju 5. og 6. maí. Aðrir Yaacov Zamir „Var hann hinn mesti senuþjófur og áheyrend- ur gátu oft ekki stillt sig um að klappa fyrir honum eftir aríurnar þó það tíðkist yfirleitt ekki í órat- oríum!“ einsöngvarar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Magnús Baldvinsson. í ráði er að Zamir syngi einsöngstónleika hinn 7. maí þar sem efnisskráin ber yfír- skriftina „Þrír konungar ísraels". Öll verkefnin tengjast Sál, Davíð og Salómon. Höfundur er organleikari og söngstjóri. MOBIRA TALKMAN FARSÍMINN Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI! Þegar menn tala um „alvöru" farsíma eiga þeir við Mobira Talkman. Vegna sérlega hagstæðra samninga við framleiðanda getum við boðið þessi vönduðu tæki á frábæru verði: ■ AÐEINS i 196.368KRÍ1 3 ára ábyrgð og okeypis kaskótrygging. Til staðfestingar á því trausti sem við berum til Mobira Talkman bjóðum við 3 ára ábyrgð ög jafnlanga endurgjaldslausa kaskótryggingu gegn skemmdum, skemmdarverkum og þjófnaði. Enginn annar býður þessa einstöku þjónustu hér á landi. Hátaéknihf. Ármúla 26, símar: 91 -31500-36700 Loftorka kaupir ný tæki fyrir 40-50 millj. LOFTORKA hf. hefur fest kaup á tveimur beltagröfum, 22 og 43 tonnum að þyngd, og einum veghefli og er ráðgert að stærri grafan og veghefíllinn verði við virkjunarfí-amkvæmdir við Blöndu í sumar. Minni beltagrafan verður notuð við gatnagerðaframkvæmdir í Reykjavík og í Kópavogi. Tækin eru framleidd af fyrirtækinu O&K í Danmörku og flutt inn af Bræðurnir Ormsson hf. Að sögn Sigurðar Sigurðssonar, forstjóra Loftorku, er hér um að ræða fjárfestingu upp á 40-50 millj- ónir króna. „Virðisaukaskatturinn hefur breytt miklu fyrir verktaka hvað varðar tækjakaup. Áður var sölu- skattur inni í kaupverðinu en nú fáum við virðisaukaskatt til baka auk þess sem tollar voru lækkaðir um 5%. Þetta þýðir að verð á vinnu- vélum hefur lækkað um 29%. Þetta er alger bylting fyrir verktakafyrir- tæki,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Sverrir Framan við 43 tonna beltagröfu standa frá vinstri: Karl Eiríksson, umboðsaðili O&K, Sigurður Sigurðsson, forstjóri Loftorku, Eiríkur Karlsson, umboðsaðili O&K, og Hinrik Sigurjónsson, sölustjóri Bræð- urnir Ormsson hf. Af landkostum Golf- klúbbs Garðabæjar eftir Kjartan Borg Garðbæingar njóta nábýlis við Vífilsstaði. Reisn staðarins hæfir merkri sögu landnáms, afrekum mannsandans, svo og virðingu fyrir fögni umhverfi. Á síðastliðnu ári trúðu forsvars- menn Ríkisspítala Garðbæingum fyrir hinu dýrmæta Vífilsstaðatúni, undir golfvöll. Að afsala sér hinni verðmætu eign fyrir 40 félagsskír- teini, á sama tíma sem Ríkisspítalar líða fyrir fjárskort, kann að virðast lítil hagsýni. En ef betur er að gáð kynni víðsýni, að staðarsið, að ráða meiru. Heilbrigðismál ná út fyrir raðir hinna sjúku, og eigninni er varið til verndar góðri heilsu og til heilsubótar. Nú gefst almenningi tækifæri að teyga hið heilnæma loft við iðkun göfugrar íþróttar, og segja má að Vífilsstaðaspítali þjóni áfram köllun sinni. Læknar gefa í dag tilvísun á golfklúbbinn við streitu og of háum blóðþrýstingi fremur en lyfseðil og meðalakúr. Stjórn Golfklúbbs Garðabæjar álítur að völlur á Vífilsstaðatúni yrði fyrst og fremst gerður fyrir fjölskyldugolf, en ekki meistara- flokk. Lögð verður áhersla á æf- ingasvæði og almenna kennslu. Unglingar þurfa stutt að fara og auðveldar það allt starf með þeim. Völlurinn getur orðið til mikillar prýði, jafnt fyrir bæjarbúa sem starfsmenn Ríkisspítala, svo og vistmenn á Vífilsstöðum. Skógrækt á auðvelt uppdráttar á svæðinu og gæti gert völlinn sérstakan hér á landi. „Er það nú í ágætum höndum bæjaryfirvalda að gera drauminn að veruleika og góðan bæ betri“ Eins og landið er í dag er það fáum til ánægju sökum mikillar bleytu og jafnframt er það erfitt yfirferðar vegna djúpra og hættu- legra skurða. Einnig hefur landið nánast verið í órækt undanfarin ár. Mikið starf verður að inna af hendi við framræslu og ræktun, en til mikils er að vinna, og er það vel að umhverfismál eru ofarlega á baugi í dag. Mönnum kemur saman um, að mjög geti verið athugandi að gera túnið að útivistarsvæði að vetri, og er þar möguleiki á brautum fyrir skíðagöngu og jafnvel tjarnir fyrir skautasvell. Golfklúbburinn hefur leitað eftir samstarfi við bæjarráð Garðabæjar og lagt fram sundurliðaða verk- og kostnaðaráætlun fyrir fyrirhugaðar upphafsframkvæmdir í sumar, svo sem gerð skála og bílastæða auk æfingasvæðis og bráðabirgða- brauta. Formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs hefur lagt málefninu lið af miklum áhuga og góðum vilja, og er það nú í ágætum höndum bæjaryfirvalda að gera drauminn að veruleika og góðan bæ betri. Höfundur er fornmður Golfklúbbs Garðabiejar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.