Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990 Minning: Guðmundur Guð- mundsson, Tjörn Fæddur 19. september 1913 Dáinn 16. apríl 1990 í dag kveðjum við kæran frænda og vin, Guðmund Guðmundsson, eða Munda eins og hann var jafnan kallaður. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 16. apríl sl. eftir stutta, en stranga legu. Hve ótrúlegt, hann sem alltaf var svo hress og kátur, engum datt í hug að hann fengi ekki lengri jarðvist, en svona er það, við eigum engan dag né stund vísa. Þessi móðurbróðir minn er þriðju bróðirinn sem deyr með árs millibili og er því stórt skarð rofið í þennan stóra systkinahóp frá Sig- urstöðum, en 6 systur og 1 hálf- bróðir eru nú eftir af 12 systkinum. Þessu fáu orð mín eiga að verða kveðja og þakkarorð til hans fyrir hans tryggð við foreldra mína, en hvern einasta morgunn kom hann til þeirra ásamt fleirum vinum þeirra, og var þá oft glatt á hjalla, skipst á skoðunum um menn og málefni og slegið á létta strengi yfir kaffibolla. Var þetta sérstak- lega mikil ánægja fyrir föður minn, Þórð Þ. Þórðarson, sem um árabil gat ekkert farið vegna lasleika, en hann lést í október sl. Áfram komu þessir góðu vinir til móður minnar og var sérlega kært með þeim Munda og Sigríði, móður minni, og var hann alltaf boðinn og búinn að rétta henni hjálparhönd ef með þurfti. Mundi var gæfumaður, hann giftist Ólöfu Guðmundsdóttur frá Vogatungu og áttu þau 8 börn, sem öll eru gift og eiga marga afkom- endur, sem nú kveðja föður sinn. ~fcóa mín, þér og börnum þínum sendum við hjónin innilegar samúð- arkveðjur, frá móður minni er flutt hjartanskveðja og þakklæti til Munda fyrir allt sem hann var henni. Ég heyri Jesú himneskt orð kom hvíld ég veiti þér þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt því halla að bijósti mér. (Stef. Thor.). Fari kær frændi í friði, Guð blessi Jiann. Ástríður Þ. Þórðardóttir Mig langar með fáum orðum að minnast bróður míns Guðmundar Guðmundssonar frá Sigurðsstöðum á Akranesi. En hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 16. apríl síð- astliðinn eftir stutta en erfiða legu. Við vorum ekki viðbúin því að hann færi svona fljótt. Hann hafði alltaf verið svo hraustur. Guðmundur var fæddur að Sig- urðsstöðum á Akranesi 19. septem- ber 1913, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar. Hann var fjórði í röð- inni af tíu börnum þeirra hjóna og eru þau talin hér í aldursröð. Rósa sem andaðist á fyrsta ári, Sigríður, Halldór sem andaðist 1989, Sigur- rós, Guðmundur sem hér er minnst, Jónmundur er andaðist 1988, Gréta, Júlíanna, Petrea og Ester er þessa grein ritar. Kristín átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, Ástríði Þórey og Valdimar. Er nú stórt skarð höggvið í þennan stóra systkinakóp frá Sigurðsstöðum er þrír bræður falla frá á tveimur árum. Guðmundur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ólöfu Guðjónsdótt- ur frá Vogatungu í Leirársveit, þann 3. október 1934 og hafði hjónaband þeirra staðið í 55 ár sl. haust. Mundi og Lóa eins og þau voru alltaf nefnd eignuðust 8 böm. Þau em Böðvar, Guðmundur, tvíburarn- ir Una og Halla, Kristín og Kristinn sem einnig eru tvíburar, Guðjón og Dóra. Síðari tvíburarnir fæddust á 60 ára afmæli móður okkar og bera nafn hennar. Oft hlýtur að hafa verið erfítt með allan þennan bama- hóp. Sex böm þeirra hjóna búa á Akranesi, ein dóttir í Reykjavík, og ein í Hafnarfírði. Bamabörnin em 26 og barnabarnabörnin em 18. Svo þar er stór afkomendahópur þeirra hjóna. Á þessum ámm kaupa þau sér hús hér á Akranesi. Húsið heitir Tjörn og þar bjuggu þau í 51 ár. Það var söknuður í huga þeirra þegar þau fóm þaðan eftir öll þessi ár og fluttu að Vallarbraut 1. Mundi byijaði ungur sjómennsku eins og algengt var á þessum ámm. Síðar gerðist hann bílstjóri hjá mági sínum Þórði B. Þórðarsyni er lést í nóvember sl. Var hann hjá honum í mörg ár bæði við fólks- flutninga og vömflutninga. Síðustu starfsár sín var hann hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. við hin ýmsu störf. Mundi var léttur í Iundu, gaman- samur og glettinn. Nú á seinni áram átti hann fólksbíl og gátu þau hjón- in farið í smá ferðalög þegar þeim hentaði. Valdimar bróðir okkar sem nú dvelst á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi missir mikið nú þegar hann er orðin einn eftir af bræðmn- um. Mundi var honum svo mikið, sinnti ýmsu fyrir hann og keyrði hann þegar hann þurfti þess með. Lóa mín, ekki er síður mikill missir ykkar, þinn og bamanna. Þið búin að vera saman í um 60 ár svo tóm- leikinn er mikill þegar eiginmaður og faðir, afí og langafí kveður svona snöggt. Við systkinin frá Sig- urðsstöðum þökkum þér af alhug fyrir allt sem þú varst honum öll þessi ár. Ég og fjölskylda mín vottum þér, bömum þínum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur. Blessuð sé minning Guðmundar Guðmunds- sonar. Ester Guðmundsdóttir, Akranesi. Afí okkar dó að morgni 16. apríl 1990. Okkur langar að minnast þessa vinar okkar með fáum orðum. Hann var bóndi í eðli sínu og naut þess að fást við búskap af ein- hveiju tagi. Hann hafði jafnan fá- einar kindur til að sinna þessari þörf sinni. Hinsvegar starfaði hann sem bifreiðastjóri. Ók langferðabíl- um milli Akraness og Reykjavíkur og einnig vörubifreiðum fyrir físk- vinnslufyrirtæki á Akranesi. Mestan hluta ævi sinnar bjó hann í Tjöm. Húsið stendur skammt frá Barnaskóla Akraness og var því á leið okkar til og frá skóla. Viðkom- an þar var ávallt skemmtileg. Amma Lóa gaf okkur að drekka en afí hélt uppi líflegum umræðum eða sá okkur fyrir sögum. Hann hafði frísklega framkomu. Hressilegt orðaval, hlátur og góð- látlegt stríð vom sjaldan langt und- an ef andrúmsloftið gaf tilefni til. Hinsvegar veitti hann ómælda hlýju og öryggi þegar á þurfti að halda. Þetta vom þau persónueinkenni sem frá honum geisluðu og munu þau lifa í bijóstum okkar systkin- anna um ókomna tíð. Það sem mikla gleði veitir skapar okkur jafn stóra sorg þegar þess nýtur eigi lengur. Almættið kallaði hann snöggt til fundar við sig. Er það okkar eina huggun gegn svo miklum harmi að vita hann í svo góðum höndum. Guðmundur, Hrafnhildur Linda Björk, Arnar og Halla. í dag verður til moldar borin elsk- ulegur tengdafaðir minn, Guð- mundur Guðmundsson. Hann var fæddur á Sigurstöðum þann 19. september 1913, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Guðmundur Guðmundssonar. Ung- ur að árum fór hann til sjós og stundaði hann sjómennsku í nokkur ár. En um tvítugsaldur hóf hann störf hjá mági sínum, Þórði Þ. Þórð- arsyni, sem bifreiðastjóri. Keyrði hann þá mest rútur og stundum sjúkrabílinn enda þótti hann af- burða góður bflstjóri sem fólkið treysti á. Árið 1958 hætti hann hjá Þórði og fór til HB og Co. og vann sem bflstjóri og verkamaður uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1934 giftist hann Ólöfu Guðjónsdóttur frá Vogatungu í Leirársveit. Eftir 3ja ára hjónaband fluttust þau að Tjörn og bjuggu þar í rúma hálfa öld. Bömin urðu 8, en barnaböm og bamabamabörn em alls orðin 43. Ég kynntist þeim Guðmundi og Ólöfu fyrst árið 1970. Þegar ég giftist Kristni, syni þeirra, þá bjugg- um við í Reykjavík og skruppum stundum í heimsókn á Skagann. Það var alltaf notalegt að koma í Tjöm. Er mér það sérstaklega minnis- stætt hve mér þótti gaman að hlusta á Guðmund segja sögur af ferðalögum sínum sem án efa hafa oft verið erfið. Hann gat líka oft slegið á léttari strengi og fengið mann til þess að hlægja, þó að hann hefði ekki mörg orð um hlut- ina. Ekki grunaði mig þegar hann lagðist inn á sjúkrahúsið að hann ætti ekki afturkvæmt þaðan. Elsku Lóa mín, ég bið góðan Guð að styrkja þig í sorginni og blessa minningu um góðan mann. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Kristín Benediktsdóttir „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli." Nú er elskulegur afi minn dáinn. Það er erfitt að trúa því og sárt að sætta sig við það. Hann var allt- af svo hraustur, hress og skemmti- legur og þrátt fyrir háan aldur hafði hann aldrei legið í sjúkrahúsi fyrr, því kemur dauði hans sem þrama úr heiðskíru lofti. Hann var yndislegur maður, besti afi sem hægt er að hugsa sér. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra, hans og elsku ömmu Lóu. Hann sat alltaf í sama stólnum í borðstofunni í Tjörn, grínaðist og stríddi ömmu. Ég var mjög mikið hjá þeim á æskuárum mínum, ólst þar upp meira og minna sem barn og var þar allar helgar og öll sumur eftir að ég fluttist til Reykjavíkur með foreldmm mínum og bróður. Ferð- um mínum þangað fækkaði þegar ungiingsárin færðust yfir og sé ég mikið eftir því nú að hafa ekki ver- ið meira með þeim þessi síðustu ár. En þannig er það oft, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er erfítt til þess að hugsa að eiga aldrei aftur eftir að sjá og heyra í afa, það er svo óraunveru- legt núna, ég var viss um að hafa hann í mörg ár enn. Minningin um hann er sterk, því hann var sérstak- ur maður. Hann var duglegur og athafnasamur, alltaf hlýr og góður og hafði skemmtilegt skopskyn. Hann hafði mjög ákveðnar skoðan- ir á ýmsum hlutum, þeim varð ekki með góðu móti breytt ef hann beit þær í sig. Það var alltaf hægt að ganga að honum vísum, því hann var alltaf eins, gamli, góði afi Mundi. Það eru margar og góðar minn- ingar sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa til baka, allar ljúfar og góðar, um samskipti okkar og alla þá atburði sem upp komu. Ég man að alltaf þegar við gerðum eitthvað sem ekki þótti nógu gott, eins og að vera of lengi úti „að mæla göturnar", eins og amma kallaði það, eða keyptum of mikið af blysum og sprengjum á gamlárs- kvöld, tók afí alltaf málstað okkar krakkanna og sagði þetta skiljan- legt því við værum ung. Ég fæ víst aldrei framar tæki- færi til að segja honum hvað mér þótti mikið vænt um hann og þakka honum fyrir allt það góða sem hann hefur gefíð mér. Það er dapurleg staðreynd að hann sé farinn og komi ei meir, en eftir stendur minn- ingin um hann og hún mun lifa alla tíð. Elsku amma mín, þinn missir er mikill en eftir stendur minningin um góðan mann. Megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni sem og við munum öll gera. Afa mínum þakka ég allt gamalt og gott, honum mun ég aldrei gleyma. Guð blessi minn- ingu hans. Magga Stína í dag er lagður til hinstu hvíldar tengdafaðir minn, Guðmundur Guð- mundsson, jafnan kenndur við Tjörn, þ.e. Heiðarbraut 36 á Akra- nesi. Mig langar til að minnast góðs vinar með nokkrum orðum, með þakklæti og virðingu fyrir þau ár er við áttum samleið. Guðmundur fæddist á Sigurstöð- um á Akranesi og ólst upp í for- eldrahúsum. Byijaði ungur til sjós, en eftir að hann hóf störf í landi vann hann.lengst af við akstur vöru: bifreiða og fólksflutningabifreiða. í 12 ár ók Guðmundur fólksflutn- ingabifreiðum á áætlunarleiðinni Reykjavík — Akranes fyrir Þórð Þ. Þórðarson en lengst vann hann hjá Haraldi Böðvarssyni & Co., allt þar til að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guðmundur kvæntist 1934 eftir- lifandi eiginkonu sinni Ólöfu Guð- jónsdóttur frá Vogatungu í Leirár- sveit og eignuðust þau átta börn, sem öll eru á lífi. Oft mun Guðmundur hafa komist í hann krappan er hann var að aka rútunum fyrir Hvalfjörðinn. Hval- fjörður er varasöm leið og oft illviðr- asöm og mun hafa tekið á taugarn- ar að bera ábyrgð á lífi og limum fjölda fólks eins og ástandi vega og bifreiða var þá háttað. Nú má líta gamla veginn sem grasivaxinn slóða og geta þeir sem í dag aka malbikaðan Hvalfjörðinn og fínnst þeir á stundum eiga erfítt með að komast leiðar sinnar, sett sig í spor þeirra er óku gamla veginn, mjóan, holóttan og með óþarflega mörgum hlykkjum. Oft þegar gamli maður- inn fór með mér fyrir fjörð, benti hann mér á staði er höfðu verið öðrum torfærari og sagði sem svo: „Þarna barðist ég með járnkarlinum við svellbunkana.“ Annars gerði hann aldrei mikið úr hlutunum. Heimili hans og Ólafar, er jafnan var kölluð Lóa, var einstakt. Ég mun hafa verið 23 ára er ég kom fyrst inn á heimili þeirra, hafði þá ekki átt fastan samastað um margra ára skeið, en þar fannst mér ég vera kominn heim og alla tíð síðan hefur mér fundist heimili Guðmundar og Lóu vera mitt annað heimili. Frá Guðmundi stafaði sérstakri hlýju, sem ekki hvað síst börn kunnu að meta, þau löðuðust að honum öðrum fremur, leituðust við að fá að sitja hjá honum og var ekki sjaldan að hann sat með allt að þijú í einu, er hann raulaði við og reri með. Hvað það er sem börnin fínna hjá einum frekar en öðrum er erfitt að skilgreina en stundum hefur þetta verið nefnt bjarnarylur. Það var alltaf mjög gestkvæmt í Tjörninni, enda sat gestrisni, alúð og vinsemd þar í fyrirrúmi. Þótt eigi væri vítt til veggja var alltaf nóg rými, aldrei þröngt, að minnsta kosti fann það enginn. Börnin voru mörg, svo komu barnabörnin og þarna áttu allir sitt annað heimili, jafnt tengdadætur sem tengdasyn- ir. Fyrir mér var Guðmundur faðir í tvennum skilningi. Tengdafaðir og einnig að mörgu leyti sú föðurímynd er ég hafði þarfnast, þar sem ég átti aldrei til föður að telja í mínum uppvexti. Mér fannst hann alltaf sýna mér sömu ástúð og hann sýndi sínum eigin börnum og ég heid og í það minnsta vona að ég hafi á stundum sýnt honum það viðmót er ég tel að ég hefði sýnt mínum eigin föður. Guðmundur var alla tíð mjög heilsugóður, hafði frísklegt yfir- bragð, glaður og reifur jafnan, dökkur yfirlitum, karlmannlegur og einarðlegur í framgöngu. Á skömmum tíma hefur verið höggvið stórt skarð í systkinahóp- inn frá Sigurstöðum, þennan eftir- tektarverða og myndarlega hóp. Á þremur ámm hafa þrír af fjórum bræðrum fallið frá, en eftir iifa sex systur. Mikill missir á ekki lengri tíma, en allir vom bræðurnir mjög hraustir og heilsugóðir til þess er að kallinu kom. Og það er vissulega mikil náðargjöf að geta náð háum aldri án þess að eiga við vanheilsu að stríða. En glaður og reifur skal gumi hver uns síns bíður bana. Það á við um bræðurna þijá,' þeir voru allir hetjur til hinstu -'stundar. Elskuleg tengdamóðir mín, mikill er þinn missir. Mikill missir okkar allra er eigum um sárt að binda vegna fráfalls föður, afa og tengda- föður. Við sem eftir stöndum og horfum út yfir ómælisdjúp móðunn- ar miklu, er við munum öll vera ferjuð yfir að lokum, og leiðir munu liggja saman á ný. Og þá gildir í raun og sannleika það sem þið tengdaforeldrar mínir lifðuð ávallt eftir, öðrum fremur, „að þar bíða vinir í varpa, sem von er & gesti“. Ég vil þakka mínum góða vini og tengdaföður, fyrir mína hönd og barnanna minna, samleiðina, sem því miður var alltof stutt. Lóa mín, megi hinn hæsti höfuð- smiður himins og jarðar, sá sem öllu ræður, styrkja þig og börnin þín í sorginni. Guð blessi minningu Guðmundar í Tjörn. Svanur Geirdal Lokað verður á morgun, miðvikudaginn 25. apríl, frá hádegi vegna jarðarfarar. Skúlason & Jónsson hf., Skútuvogi 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.