Morgunblaðið - 24.04.1990, Page 17

Morgunblaðið - 24.04.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 17 Elísabet Lúðvíks- dóttir - Kveðjuorð Sofnaðan svanna sjúkdómsfjötrum leystan faðma þú mjúklega, móðir jörð. Hlýtt við þitt hjarta hana þú geymir þótt yfir dynji hretin hörð. (Hannes Hafstein) Hún Elísabet okkar er öll. Hún sem barðist svo duglega við hinn erfiða sjúkdóm, krabbameinið, varð að lokum að lúta í lægra haldi. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og vera samvist- um við þessa einlægu og hjartahlýju konu, sem skaut hér rótum svo ijarri ættlandi sínu. Þegar hún giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Sverri Sigurðssyni, árið 1976, fyllti hún líf hans birtu og gleði. Hún umvafði hann ætíð síðan með ást sinni og umhyggju og stóð sem traustur klettur við hlið hans í brotsjóum tilverunnar. Elísa- bet var öllum góð, og sérstakan kærleik sýndi hún börnum og dýrum. Hún var gestrisin og hjálpsöm við alla, glaðlynd og með mikla kímnig- áfu. Elsku Sverrir minn, missir þinn er stór. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig á þessari erfiðu stundu. Helgi, Esther og börn. Minning: Sigríður Ölafsdótt- ir, VíkíMýrdal Fædd 1. nóvember 1918 Dáin 9. apríl 1990 Síðasta vetrardag var til moldar borin frú Sigríður Olafsdóttir fyrr- verandi organisti Víkurkirkju. Hún hóf störf sem organisti fyrir nær 30 árum, en áður höfðu hún og eig- inmaður hennar, Valdimar Tómas- son, sungið með kórnum um árabil. Þau Valdi og Sigga höfðu bæði ágætar söngraddir og var söngur og hvers konar tónlist þeirra líf og yndi. Valdi lést árið 1978 langt um aldur fram og varð okkur öllum mikill harmdauði. Missir Siggu var þó mestur, því Valdi var henni mik- ill félagi. Þau höfðu mjög gaman af að ferðast, auk þess sem hann var hennar stoð og stytta í lífi og starfi. Sigga hélt þó ótrauð áfram og stundaði organistastarfið af alúð, þótt heilsan væri ekki alltaf sem best. Sigga var mjög gjafmild kona, gaf kórfélögum oft gjafir á jólum, t.d. nótnabækur eða plötur. Ekki var hægt að hugsa sér betri vin en Siggu, þegar sorg eða aðrir erfið- leikar börðu að dyrum hjá okkur hinum. Kórstarfið var aðaláhugamál Siggu og er hún varð að láta af störfum sem organisti sökum erfiðra veikinda kom hún þó alltaf og söng með okkur þegar heilsan leyfði. Að leiðarlokum viljum við þakka Siggu samfylgdina og alla hennar vináttu og ómetanlegt starf í þágu kirkjunn- ar. Innilegar samúðarkveðjur send- um við öldruðum föður hennar, Ól- afi Jónssyni, svo og öðrum ættingj- um og vinum. Guð blessi Siggu. Víkurkirkjukór Honda ’90 Civic 3ja dyra 16 ventla Veri fró 746,- þúsund. GREIÐSLU SKILMÁL AR FYRIR ALLA. W HONDA VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 & Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 Armstrong LDFTAPLCfTUR KORKDPIAIT GÓLFFLÍSAR ^JABMAPLAST EINANGRUN VINKLARÁTRÉ CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Áskriftarsiininn er 83033 Tölvupappír \ handhægum neytendaumbúðum fyrir einkaaðila. 500 og 1000 blaða pakkningar stærð A4. Kjörin lausn fyrir heimili, skólafólk og smærri fyrirtæki. Fæst hjá umboðsmönnum og söluaðiíum um allt land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.