Morgunblaðið - 24.04.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.04.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 19 Stofnuð samtök gegn Morgunblaðið/Sverrir Frá ráðstefhunni um kynþáttafordóma. Á innfelldu myndinni er Kalid Salimi, sem var sérstakur gestur á ráðstefnu skiptinemasamtak- anna um kynþáttamismunun. Hann er rithöfundur og forystumaður samtakanna „SOS Rasisme" í Noregi. Ráðstefna ungs fólks um kynþáttamismumm: viku. Við viljum stuðla að því að innflytjendalöggjöf sé komið á hér- Á RÁÐSTEFNU um kynþáttamisrétti, sem haldin var fyrir skömmu, lendis, halda áfram starfsemi eins var ákveðið að stofiia samtök ungs fólks gegn kynþáttamismunun. og þessari ráðstefnu til þess að Fyrirhugað er að sögn Ásu Richardsdóttur að stofnfundur verði í lok vekja athygli á málefninu og stuðla maí. Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra sagði á ráðstefnunni, að að breyttu hugarfari. Þá munu sam- tímabært væri að hyggja að löggjöf um aðstoð við þá útlendinga sem tökin reyna að hjálpa einstaklingum hingað koma til dvalar. Hann kvaðst vilja láta kanna málið í sumar sem verða fyrir aðkasti hér vegna þannig að frumvarp gæti legið fyrir næsta haust. kynþáttafordóma.“ kynþáttamisrétti Ný stjórn í Félagi vel- unnara Borgarspítalans NÝ stjórn var kosin á aðalfundi Félags velunnara Borgarspítalans 7. apríl sl. Félagið hefur starfað frá 10. febrúar 1983 að því að bæta aðstöðu sjúklinga og efla hvers kyns þjónustu og vísindastarfsemi á Borgarspítalanum. Formaður félagsins var kjörinn Egill Skúli Ingi- bergsson. Aðrir í stjórn félagsins eru Ása St. Atladóttir, varaformaður, Sigr- ún Guðjónsdóttir, gjaldkeri, Reynir Ármannsson ritari, Bjarki Elíasson, Ólafur B. Thors og Ottó Michelsen. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum skilningi almennings og stjórnvalda á starfsemi Borgarspít- alans með máiefnalegri kynningu og umræðu og að stuðla að því að spítalinn sé aðlaðandi vinnustaður. Meðal verkefna sem félagið hefur innt af hendi er öflun tækjabúnaðar fyrir spítalann, útvegun skemmti- krafta á kvöldvökum, undirbúning- ur fjársafnana vegna kaupa á lækn- ingatækjum og undirbúningur að kaupum á aðgerðarsmásjá. Þá réðst félagið í að þýða og gefa út bókina „Listin að lifa með kransæðasjúkdómum“ og hefur haft veg og vanda að fjölmörgum öðrum verkefnum í þágu sjúklinga á Borgarspítala. Tekjuöflun félagsins hefur verið í gegnum félagsgjöld, minningar- kortasölu, framlaga til ákveðinna verkefna, minningargjafa einstakl- inga bæði til ákveðinna verkefna og til fijálsrar ráðstöfunar fyrir félagið. Aðaldal: Nýtt riðutilfelli staðfest Aðaldal. RIÐA var staðfest í einni kind á bænum Hólmavaði í Aðaldal i byijun marsmánaðar. Á bænum voru um 130 kindur, og hefiir þeim nú öllum verið fargað, en dýralæknir svæfði kindurnar og var þeim síðan komið í gröf. Ár er síðan riða kom upp á þessu lögum þessa sjúkdóms. Á Hólma- svæði síðast, og nú er eitt og hálft vaði er framundan mikil vinna við ár umliðið að fyrstu niðurskurð- að sótthreinsa öll útihús og skipta arbæirnir fengu fé aftur, en bændur um jarðveg næst húsunum, og þá eru að vonum áhyggjufullir yfir því er bóndanum skylt að vera fjárlaus hversu seint gengur að ráða niður- næstu tvö árin. St.Sk. Að ráðstefnunni stóðu skipti- nemasamtökin AFS, AUS og ASSE auk ungmennahreyfingar Rauða krossins. Æskulýðsfélög stjórn- málaflokkanna studdu ráðstefnuna málefnalega auk ýmissa annarra samtaka. Yfír 100 manns sátu ráð- stefnuna sem haldin var í fundahús- næði ríkisins að Borgartúni 6. „Við komum af stað mikilli umræðu um þessi mál og það var einmitt til- gangurinn með öllu sarnan," sagði Ása Richardsdóttir, úr undirbún- ingshópi ráðstefnunnar. Ása sagði að fram hefðu komið bæði ljósar og dökkar hliðar á mál- efnum útlendinga hérlendis. „Þess eru mýmörg dæmi að kynþáttamis- rétti er til á íslandi,“ segir hún, „og á ráðstefnunni heyrðum við af sum- um þeirra. Stífni yfirvalda hér var gagnrýnd og meðal annars bent á að sjálft orðið „útlendingaeftirlit" hefur niðrandi blæ.“ Hólmfríður Gísladóttir hjá Rauða krossinum sagði í ræðu sinni á ráð- stefnunni, að hún teldi kynþáttafor- dóma hafa farið minnkandi hér á landi með aukinni víðsýni. Þetta merkti hún af samanburði á við- brögðum fólks við komu víetnam- skra flóttamanna hingað fyrir ára- tug og við þeirri ákvörðun stjórn- valda, að taka á móti 60 flótta- mönnum næstu þijú árin. Hólmfríð- ur nefndi að aukin ferðalög og áhrif sjónvarps væru meðal atriða sem orkað hefðu til að draga úr kyn- þáttafordómum. Dómsmálaráðherra sagði á ráð- stefnunni að talsvert skorti á að útlendingum sem hér dveldust væri sinnt sem skyldi. „í gildi eru lög um útlendingaeftirlit, vinnuréttindi útlendinga og ríkisborgararétt. En það meira en tímabært að hyggja að löggjöf um aðstoð við þetta fólk; fræðslu um réttindi þess hér og íslenskukennslu. Vinnuhópur kann- ar nú að tilhlutan félagsmálaráð- herra hvað gera megi til að bæta aðstöðu útlendinga hérlendis. Með hliðsjón af niðurstöðum hópsins þarf að kanna þessi mál innan míns ráðuneytis í sumar.“ Almennur áhugi var meðal ráð- stefnugesta á stofnun samtaka ungs^ fólks gegn kynþáttamismun- un. Ása Richardsdóttir segir stofn- fund fyrirhugaðan að loknum próf- um í vor. „Verkefni samtakanna voru mörkuð á ráðstefnunni fyrir Verðkönnun á þjónustugjöldum banka og sparisjóða: Gjöldin í flestum tilfellum lægst hjá Landsbankanum VERÐLAGSSTOFNUN hefur kannað þjónustugjöld banka og spari- sjóða vegna algengra innlendra viðskipta, og í ljós kom að þau eru í flestum tilvikum lægst hjá Landsbankanum. Þar kostar til dæmis tékkhefti með 25 eyðublöðum 200 krónur, en 250 kr. hjá sparisjóð- um. Þá er gjald Landsbankans vegna innistæðulausrar ávísunar 360 kr., en 400-450 kr. l\já öðrum bankastofiiunum, og tilkynningar- og greiðslugjald vegna skuldabréfa er 100 kr. hjá Landsbankanum og Búnaðarbankanum, en 210 kr. hjá Islandsbanka og sparisjóðum. Könnun Verðlagsstofnunar leiddi í ljós að nokkrar bankastofnanir hafa hækkað þóknun vegna útlána um allt að 50% frá gjaldskrám sem í gildi voru í júní 1988. Sem dæmi má nefna að þóknun vegna skulda- bréfa til skemmri tíma en 5 ára hefur í mörgum tilfellum hækkað úr 1,2% í 1,8%, en algengt gjald fyrir sömu þjónustu var 0,8% í októ- ber 1986 þegar gjaldið var háð ákvörðun Seðlabanka íslands. í frétt frá Verðlagsstofnun segir að hækkun á föstum gjaldaliðum banka og sparisjóða frá miðju ári 1988 hafi almennt orðið talsvert meiri en almennar verðhækkanir. Hlutfallslega hafi orðið mest hækk- un á útlögðum kostnaði vegna víxla og skuldabréfa og á innheimtuað- gerðum og vanskilagreiðslum. Hækkun gjaldanna sé hins vegar mismikil eftir bönkum, meðal ann- ars vegna þess að gjaldskrár þeirra hafi tekið gildi á mismunandi tímum, en gjöld vegna innheimtu hafa í mörgum tilvikum hækkað um 50-180%. Til samanburðar hefur lánskjaravísitala hækkað um tæp- lega 40% frájúní 1988 til apríl 1990. ■ ■ RÁÐSTEFNA IBM «3 mm lil n ’ VERSLUNARREKSTUR I NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ verður haldin í ráðstefnusal Verslunarskóla íslands að Ofanleiti 1 Reykjavík miðvikudaginn 25. apríl kl. 13:30-17:00. H ■I j|| . DAGSKRA: • Opnun ráðstefnu - Gunnar M. Hansson • IBM kassakerfi - Sveinn Áki Lúðvíksson • Reynsla af uppsetningu - Benedikt Kristjánsson • ,,Flygfyren“ - Rolf Holmberg • Kaffi - sýning • Þróun í verslunarrekstri - Sune Tungstroem • Ávinningur af IBM kassakerfinu — Þórhallur Maack • Ráðstefnuslit Velkomin . a FYRST OG FREMST SKAFTAHLlÐ 24 105 REYKJAVlK SlMI 697700 ( .. ° ' j ’ . v . ;. .. ^ ' ' í . .. j....... Úl'tk ÍYJ-Ú, l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.