Morgunblaðið - 24.04.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.04.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 Evrópubandalagið: Bretar ítreka and- úð á pólitískri sam- einingu Evrópu Dublin, London, París. Reuter. MARGA.RET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hafnaði á laugar- dag tiilögum Francois Mitterrands Frakklandsforseta og Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, sem viUa að Evrópubandalagið (EB) stefni að pólitiskri sameiningu þegar árið 1993. Thatcher sagð- ist telja best að EB yrðu samtök 12, sjálfstæðra ríkja sem hefðu samvinnu af fusum og frjálsum vilja um það sem horfði til heilla fyrir þjóðirnar. Mitterrand og Kohl sendu Charles Haughey, forsætis- ráðherra írlands, bréf með tillögunum á fimmtudag. Haughey, sem er nú forseti leiðtogaráðs Evrópubandalagsins, sagði daginn eftir að þetta mál yrði rætt á sérstökum leiðtogafúndi bandalagsins sem verður á laugardag í Dublin. Haughey boðaði til fundarins í því skyni að ræða þær afleiðingar sem sameining þýsku ríkjanna kynni að hafa á Evrópubandalagið. Mitterrand og Kohl leggja til að tímaáætlun um pólitíska samein- ingu verði rædd á leiðtogafundinum í Dublin. Gera þarf miklar breyting- ar á stofnskrá EB verði hugmyndir leiðtoganna að veruleika. „Við teljum nauðsynlegt að auka pólitíska einingu aðildarríkjanna tólf vegna hinna veigamiklu breyt- inga sem munu verða í Evrópu, til- komu innri markaðarins og efna- hagslegrar sameiningar," segir meðal annars í bréfi Kohls og Mitt- errands. Þeir hvetja til þess að að- ildarríkin móti sameiginlega stefnu í utanríkis- og varnarmálum og að pólitíska sameiningin verði um leið og ríkin taki upp sameiginlegan gjaldmiðil. „Markmiðið er að þessar viðamiklu breytingar - efnahags- leg, peningaleg og pólitísk samein- ing - taki gildi 1. janúar 1993 eft- ir að þjóðþingin hafa lagt blessun sína yfir þær,“ segir í yfirlýsing- unm. Margaret Thatcher hefur lengi varað við samþjöppun valds hjá framkvæmdastjórn EB í Brussel sem geti orðið til að gífurlegt skrif- finnskubákn myndist og sérkenni einstakra þjóða í Evrópu fari for- görðum. „Eg hygg að flestir vilji hafa tækifæri til að vera hreyknir af landi sínu, vilji geta verið það ekki síður en stoltir af Evrópu,“ sagði breski forsætisráðherrann í ræðu sinni. Utanríkisráðherrar EB funduðu á laugardag og lýstu nálega allir, að hinum breska þó undanskildum, ánægju með hugmyndir ráðamanna Frakka og V-Þjóðveija. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, tók fram að færi svo að aðrar EB-þjóð- ir æsktu umræðna um pólitíska sameiningu myndu Bretar taka þátt í þeim; þeir myndu alls ekki hundsa slíkt frumkvæði. „En engin bresk ríkisstjórn mun samþykkja breytingar á stofnskránni sem hafa í för með sér evrópska alríkisstjóm eða alríkisþing," sagði ráðherrann. Moskva: Umbótasinni kjör- inn borgarstjóri Moskvu. Reuter. GAVRÍL Popov, frjálslyndur hagfræðingur sem vill að fijálst markað- skerfi verði innleitt í Sovétríkjunum, hefur verið kjörinn borgar- stjóri Moskvu. Popov sagði á sunnudag að koma þyrfti upp mötuneyt- um þar sem fátæklingar gætu fengið ókeypis máltiðir til að draga úr áhrifúm þeirra harkalegu efnahagsaðgerða sem hann hefúr boðað. Popov var kjörinn borgarstjóri Moskvu á föstudag í síðustu viku en hann naut stuðnings samtaka umbótasinna í borginni er nefnast „Lýðræðishreyfing Rússlands.“ Samtök þessi fóm með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í Moskvu í marsmánuði. Borgarstjórinn nýi sagði á fundi með blaðamönnum að svonefnd samvinnufyrirtæki, sem eru í raun lítil einkafyrirtæki, væm mikilvæg- asti liðurinn í áætlunum þeim er hann hygðist hrinda í framkvæmd til að endurreisa efnahag höfuð- borgarinnar. Fráfarandi borgar- stjórn gerði ýmislegt til að hefta rekstur einkafyrirtækja, m.a. var þeim gert að greiða óeðlilega háa skatta að margra mati. í verslunum þeim sem em í einkaeigu má fá ýmsilegan vaming sem ekki er á boðstólum í ríkisreknum verslunum en verðið er mun hærra. Popov sagði í viðtali við dagblaðið Rabot- sjaja Tríbuna að hann legði einnig ríka áherslu á umhverfismál auk þess sem þegar í stað þyrfti að hefjast handa við að leysa hús- næðisvandann. Hann tók fram að tvö til þrjú ár myndu líða hið minnsta þar til hagur almennings í Moskvu tæki að batna. í viðtalinu sagði borgarstjórinn að koma þyrfti upp mötuneytum þar sem fátækt fólk gæti fengið ókeypis máltíðir auk þess sem skipuleggja þyrfti dreifingu á fatn- aði. Á þennan hátt yrði unnt að milda áhrif þeirra harkalegu að- gerða sem nauðsynlegar væru á efnahagssviðinu. Óhjákvæmilegt yrði að skerða lífskjörin. Kjör Popovs hefur mælst mis- jafnlega fyrir. Sovéska fréttastofan TASS birti tilkynningu á sunnudag þar sem sagði að fijálst markaðs- kerfi myndi hafa atvinnuleysi og gífurlegar verðhækkanir í för með sér og margir Moskvubúar kváðust óttast að sú yrði raunin. Dagblaðið Komsomolskaja Pravda greindi frá því að fulltrúar sovéska kommún- istaflokksins væru þegar teknir að leggja á ráðin um hvernig koma mætti í veg fyrir að áform borgar- stjórans yrðu að veruleika. Reuter tilefiii af degi Lögreglumenn handtaka þátttakanda í mótmælum við kauphöllina í New York jarðarinnar, 23. apríl sl. Dagur jarðar í Bandaríkjunum: Mengun eða umbúða- haugar - líf eða auðn? Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MJOG víðtæk, jákvæð og Þijú stærstu stígandi umræða hefúr verið í bandarískum fjölmiðlum um umhverfismál og mengun vegna „Dags jarðarinnar“ sem haldinn var síðastliðinn sunnu- dag. Markmiðið var að vekja sem flesta til vitundar um þá staðreynd, að án bættrar um- gengni mannfólksins við nátt- úruna stefnir það öllu lífi jarðar í bráða hættu. Sex einstakling- ar, sem hafa sýnt fagurt for- dæmi í baráttu fyrir aukinni náttúruvernd eða gegn meng- unarvá voru heiðraðir á dögun- um og hlutu 60 þúsund dollara verðlaun hver (rúnfi. 3,6 millj- ónir ísl. kr.). Rusl og ruslahaugar eru nú daglegt umræðuefni í fjölmiðlum og opinberir aðilar hafa sett sér það markmið að helmingur alls úrgangs sem til fellur núna verði endurunninn fyrir 1995. Sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir garðyrkjutímarit flokka 47% bandarískra heimila rusl sitt nú þegar, (setja gler, pappír og dósir í sérstaka poka) hvort sem slíkt er fyrirskipað af viðkomandi yfirvöldum eður ei. Heit umræða fer fram um það hvort nota eigi bréf- eða plastum- búðir í stórmörkuðum. Flestir vilja forðast plastið. Fólki er ráðlagt að koma með eigin töskur og net- poka til að draga úr umbúðanotk- uninni. Einnota bleiur eru taldar ógna heimsbyggðinni innan fárra ára ef ekkert verður að gert. Fólki er ráðlagt að bregða á gamla mátann og nota gasbleyjur sem má þvo og nota aftur og aftur svo lengi sem efnið endist. Mikið er einnig rætt um dýra- vernd og náttúruvernd yfirleitt. fyrirtæki Banda- ríkjanna í niðursuðu túnfisks hafa bundist samtökum um að kaupa ekki túnfisk af þeim sjómönnum 'sem drepa höfrunga við veiðarn- ar. Verða sérstakir eftirlitsmenn að staðfesta, að túnfiskurinn sé veiddur án þess _að höfrungar hafi verið drepnir. Á undanförnum áratugum hafa Bandaríkjamenn drepið tugþúsundir höfrunga við þessar veiðar án þess að nýta þá á nokkum hátt. Náttúruverndarsamtök eru hreykin af því að hafa bjargað amarstofni Bandaríkjanna frá útrýmingu. Á sjöunda áratugnum verptu aðeins 400 amarpör (ernir makast til lífstíðar) í Bandaríkjun- um (Alaska undanskilið). Nú er vitað um 2.660 varppör og heild- arfjöldí arna, að meðtöldum ókyn- þroska fuglum, er talinn 11.610 fuglar. , Þessi náttúruvernd kostar mik- ið. Til varðveislu bandarískra arna var varið 3,1 milljón dollara (um 190 millj. ísl. kr.) 1989. Rann meira fé til verndunar arna en nokkurrar annarrar dýrategund- ar, en 520 tegundir dýra eru á listanum yfir dýr í útrýmingar- hættu. Hámarksrefsing við því að skjóta örn er ársfangelsi og 250 þús. dollara sekt (rúmlega 15 milljónir ísl. kr.). Tugir milljóna á úti- fundum víða um heim San Francisco. Reuter. TUGIR milljóna manna um allan heim tóku þátt í flöldagöngxim og útifundum á sunnudag, á degi jarðarinnar 1990, og kröfðust aðgerða til verndar móður náttúru. Skipuleggjendur dagsins áætluðu að í það minnsta 100 milljónir manna í 140 löndum hefðu á einhvern hátt Ijáð stuðning sinn við þetta málefiii. 1988, minnst með einnar mínútu þögn. Mendes barðist fyrir vemd- un regnskóganna á Amazonsvæð- „Markmið dagsins var að hefja áratug umhverfisverndar í því skyni að efla stuðning við starf- andi samtök á þessu sviði og afla fylgismanna meðal ungu kynslóð- arinnar," sagði Teresa McGlashan í Palo Alto í Kaliforníu, einn af aðalskipuleggjendum dagsins á alþjóðavettvangi. „Ég held að ár- angurinn hafi farið fram úr björt- ustu vonum okkar allra sem að skipulagningunni stóðum." I borginni Curitiba í Suður- Brazilíu var umhverfisverndar- mannsins Chico Mendes, sem myrtur var í desembermánuði mu. Um allan heim var farið í fjölda- göngur, haldnir fundir, auk þess sem gróðursetning var hvarvetna á dagskrá. Það eina sem úrskeiðis fór af því sem gera átti í tilefni dagsins var að þremur fjallgöngumönnum, bandarískum, sovéskum og kínverskum, sem ætluðu að hitt- ast á tindi Mount Everest í nafni friðar og umhverfisverndar tókst ekki ætlunarverk sitt. Byltingartilraun kæfð í Nígeríu: Andúð á sljórninni sögð fara vaxandi I iin’oc I?oidni' Lagos. Reuter. HERMENN hollir Ibrahim Ba- bangida, forseta herforingja- stjórnarinnar í Nígeríu, bældu nið- ur uppreisnartilraun hóps ungra liðsforingja á sunnudag. Bardagar urðu í höfuðborginni Lagos á sunnudagsmorgun og eitthvert mannfall mun hafa orðið. Ba- bangida sagði á fréttamannafundi að margir hermenn, aðallega liðs- foringjar, hefðu verið handteknir og ýrðu þeir dregnir fyrir rétt. „Við munum meðhöndla þá á sama hátt og síðast,“ sagði forsetinn um byltingarmenn og vísaði þar til rétt- arhalda yfir tíu liðsforingjum, sem dæmdir voru fyrir uppreisnaráform árið 1986. Mennirnir voru teknir af lífi. Sjálfur hrifsaði Babangida til sín völdin með byltingu gegn lýðræðis- lega kjörinni ríkisstjórn árið 1985 og var það í fimmta sinn sem herinn rændi völdum frá því landið hlaut sjálfstæði 1960. í útvarpsávarpi uppreisnarmanna var sagt að Babangida hefði verið velt. Uppreisnarmenn munu hafa sprengt gat á vegg útvarpsbygging- arinnar til að komast inn. Þeir sögð- ust vilja auka réttindi einstakra þjóða í ríkjasambandinu, einkum kristinna í mið- og suðurhluta landsins, gagn- vart múslimum norðursvæðanna sem ráða mestu í Nígeríu. Einnig sögðust þeir vilja að fimm sambandsríki í norðurhlutanum fengju fullt sjálf- stæði.' Erlendir stjórnarerindrekar telja að óánægja með Babangida og ein- ræðistilburði hans fari ört vaxandi. Forseti herráðs landsins, Sanni Abacha hershöfðingi, sagði í ávarpi, sem var sent út mörgum sinnum í útvarpi eftir uppreisnartilraunina, að herforingjastjórnin væri staðráðin í að standa við loforð um að borgara- leg stjórn tæki við árið 1992.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.