Morgunblaðið - 24.04.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
JMtogtntfrlnfrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Virkur hlutabréfa-
markaður
Háir raunvextir, sem ein-
kennt hafa íslenskt efna-
hagslíf á undanförnum árum,
hafa ekki aðeins komið aga á
fjárfestingar margra fyrirtækja
heldur einnig beint augum for-
ráðamanna þeirra að öðrum
möguleikum en lánum í lang-
tímafjármögnun. Hlutafjárútboð
hafa orðið algengari og æ fleiri
fyrirtæki hafa gert sér grein fyr-
ir þeim kostum sem nýtt hlutafé
býður upp á.
Á tímum óðaverðbólgu og nei-
kvæðra vaxta var lánsfé mikil-
vægt í rekstri íslenskra fyrir-
tækja og raunar má ætla að
neikvæðir vextir hafi verið for-
senda fyrir rekstri sumra fyrir-
tækja og fjárfestingum sem
síðan hafa skilað litlum eða eng-
um arði. Reikningurinn var
greiddur af sparifjáreigendum.
Þessir tímar eru að baki, sem
betur fer. Lán bera háa jákvæða
raunvexti og þeir hafa kallað á
breytta starfshætti og viðhorf
innan fyrirtækja. Peningar eiga
ekki að vera verðlaus pappír.
Þeir eiga að vera dýrir.
Hlutabréfaviðskipti hafa vaxið
ótrúlega mikið á undanfömum
2-3 árum bæði vegna aukins
skilnings stjórnvalda og almenn-
ings og vegna óþreytandi starfs
fárra frumheija á fjármagns-
markaðinum. Viðskipti með
hlutabréf hjá verðbréfafyrirtækj-
um voru alls um 700 milljónir
króna á liðnu ári. Og á síðasta
ári seldu 10 almenningshlutafé-
lög nýtt hlutfé fyrir tæplega
1.200 milljónir króna og innan
við 200 milljónir króna af þeirri
upphæð fóru í gegnum verð-
bréfafyrirtækin.
Ástæður þess að hlutabréfa-
viðskipti hafa vaxið jafn hratt
og raun ber vitni em margar. I
fyrsta lagi hafa breytingar á fjár-
magnsmarkaðinum og háir já-
kvæðir raunvextir breytt mögu-
leikum fyrirtækja í fjárhagsupp-
byggingu og viðhorfum forráða-
manna þeirra til langtímafjár:
mögnunar, eins og áður segir. í
annan stað hafa breytingar á
lögum stuðlað að eflingu hluta-
bréfamarkaðar, þar á meðal
breytingar á skattalögum. í
þriðja lagi hefur viðhorf almenn-
ings gagnvart hlutabréfum og
fyrirtækjum orðið jákvæðara. Og
í fjórða lagi hafa fjölmiðlar reynt
með skipulegum hætti að kynna
hlutabréfamarkaðinn.
Morgunblaðið hefur um ára-
tugaskeið hvatt til að markaður
fyrir hlutabréf fyrirtækja mynd-
ist, enda er það ein besta leiðin
til að styrkja undirstöðu íslensks
atvinnulífs. Þótt þróunin hafi
verið ör í þessum efnum er enn
langt í land að hlutabréfamark-
aður verði jafn virkur hér á landi
og ) nágrannalöndunum.
Árið 1988 var gefin út skýrsla
um þróun hlutabréfamarkaðar á
íslandi, sem sérfræðingar En-
skilda Securities unnu fyrir
Seðlabanka og Iðnþróunarsjóð.
Þar segir meðal annars: „Við
teljum að brýnasta verkefnið á
íslenska hlutabréfamarkaðinum
sé að hvetja til aukinnar eftir-
spurnar. Tvö mikilvægustu atrið-
in í þessu sambandi eru annars
vegar hin skattalega meðferð
hlutabréfa og hins vegar afstaða
lífeyrissjóða til fjárfestingar í
hlutabréfum."
í þessu sambandi er rétt að
benda á að lífeyrissjóðir ættu að
taka virkari þátt í hlutabréfavið-
skiptum og auka þar með eftir-
spumina. I áðurnefndri skýrslu
er raunar bent á að sjóðirnir ráði
yfir um það bil 50% af því fé sem
fyrir hendi er til fjárfestinga í
verðbréfum hér á landi. Friðrik
Sophusson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir í grein sem
birtist í Morgunblaðinu í síðustu
viku' að ráðstöfunarfé lífeyris-
sjóðanna á yfírstandandi ári sé
um 25.000 milljónir króna. Hann
telur að lífeyrissjóðirnir eigi eftir
að gegna mikilvægu hlutverki í
þróun hlutabréfamarkaðar í ná-
inni framtíð. í þessum efnum
fara skoðanir Friðriks Sophus-
sonar og Jóns Sigurðssonar, við-
skiptaráðherra, saman eins og
raunar í mörgu öðru er varðar
hlutabréfaviðskipti. Sjálfstæðis-
menn og alþýðuflokksmenn ættu
að geta náð góðri samstöðu um
nauðsynlegar lagabreytingar til
að efla og styrkja enn frekar
hlutabréfaviðskipti.
Jón Sigurðsson benti á það í
grein hér í blaðinu 10. apríl
síðastliðinn, að rétt væri að
breyta ýmsum ríkisfyrirtækjum
í hlutafélög en ríkissjóður gæti
smám saman selt bréfin, eftir
nánari heimildum Alþingis. í
þessu fer stefna viðskiptaráð-
herra vel saman við skoðanir
sjálfstæðismanna. Fátt gæti ýtt
eins undir virk viðskipti með
hlutabréf eins og einkavæðing
ríkisfyrirtækja. Og raunar er nú
lag að hrinda þessum áformum
í framkvæmd, þar sem nauðsyn-
legt er að koma í veg fyrir að
batnandi horfur í efnahagslífinu
leiði til þenslu og nýrrar verð-
bólguskriðu. Um leið og gripið
er til aðgerða í peninga- og ríkis-
fjármálum ætti að hefja sölu á
hlutabréfum í ríkisfyrirtækjum.
Að öðru óbreyttu ætti það að
draga úr hættunni á þenslu.
Dagur jarðar:
Gengið í Oskjuhlíð o g dag-
skrá í Borgarleikhúsinu
p •
DAGUR jarðar var haldinn hát-
íðlegur víða um heim síðastlið-
inn sunnudag og í Reykjavík var
meðal annars bryddað upp á
gönguferð um útivistarsvæðið í
Oskjuhlíð. í Borgarleikhúsi stóð
umhverfismálaráð Reykjavíkur-
borgar fyrir samkomu og þar
voru flutt erindi og tónlist í til-
eftii dagsins.
Þrátt fyrir kalsa í veðri tók fjöldi
manns þátt í göngunni og virtist
sem veðurguðirnir hefðu slegist
með í för því þann tíma sem gang-
an stóð yfir stytti upp og sól skein
í heiði.
Nýútskrifaðir nemar úr Garð-
yrkjuskóla ríkisins lýstu staðháttum
og gróðurfari í Öskjuhlíð og ungir
sem aldnir létu vel af uppfræðsl-
unni.
Að göngu lokinni var farið í skoð-
unarferð um útsýnishúsið Perluna
sem verið er að reisa á hitaveitu-
tönkum Öskjuhlíðar og loks var
boðið upp á grillaðar pylsur.
Stefnt er að því að Dagur jarðar
verði framvegis haldinn hátíðlegur
ár hvert enda fer skilningur fólks
á náttúruvernd vaxandi og fólk
gerir sér grein fyrir því að náttúru-
auðlindir eru ekki óþrjótandi. Mark-
mið dagsins er vekja fólk til um-
hugsunar um þessar staðreyndir.
Davíð Oddson, borgarstjóri, flutti
ávarp í tilefhi Dags jarðar.
Hulda Valtýsdóttir, formaður
Skógræktarfélags Islands, flutti
ræðu um umhverfismál í Borgar-
leikhúsi.
ím " il \ m* í « 1
™ <m
■Sv
B i “ :: 1
Skólakór Árbæjarskóla söng undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ungir sem aldnir undu hið besta í Öskjuhlíð og skoðuðu gróðurinn sem enn er í vetrardvala. í bakgrunni
glittir í útsýnishúsið.
■