Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 25

Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990 25 Morgunblaðið/Ransy Morr Skrautvagn íslands í skrúðgöngunni í Norfolk; hann hlaut nú verðlaun í annað sinn. í hásæti er alparósadrottningin og hirðmey hennar Sara Weatherall ásamt tveimur skutulssveinum. Norfolk: Nafiii íslands haldið á loft á alparósahátíð Norfolk. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ALPARÓSIN er tákn Virgin- íuríkis í Bandaríkjunum. Und- anfarin 36 ár heíúr verið efnt til sérstakrar hátíðar í nafni hennar á vegum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í hafnar- borginni Norfolk í Virginíu, en þar eru höfuðstöðvar Atlants- hafsherstjórnar bandalagsins. Á 37. hátíðinni í síðustu viku bar naln íslands hæst af NATO-ríkjunum sextán. Var íslensk stúlka, Katrín Sverris- dóttir, sem er við nám í Banda- ríkjunum krýnd alparósa- drottning. Krýning drottningarinnar fór fram á laugardag og við þá at- höfn sagði Katrín Sverrisdóttir meðal annars: „Það er ein ósk, sem mér liggur á hjarta, en hún er sú, að okkur megi takast að varðveita og vernda umhverfi mannsins í framtíðinni eins vel og okkur hefur tekist að varðveita frið og frelsi í heiminum." Það var Ingvi S. Ingvarsson, sendi- herra Islands í Washington, sem krýndi drottninguna. Það atriði hátíðarinnar sem vekur hvað mesta almenna at- Varðskipið Týr fór til Norfolk í tilefhi hátíðarinnar. Á hafnarbakk- anum eru frá vinstri: Sesselja Siggeirsdóttir Seifert, formaður ísleningafélagsins, Katrín Sverrisdóttir, Ingvi S. Ingvarsson sendi- herra, Helgi Hallvarðsson skipherra og Hólmfríður Jónsdóttir sendiherrafrú. hygli er skrúðganga um götur Norfolk. Drottningunni fylgja þá 15 hirðmeyjar og liðsforingjaefni frá herskóla Virginíuríkis. Skraut- vagnar setja mikinn svip á þessa göngu og fær hinn glæsilegasti þeirra verðlaun. íslendingar í Norfolk leggja mikla alúð við gerð vagns íslands og hlaut hann verð- laun í ár og einnig í fyrra; Ses- selja Siggeirsdóttir Seifert er for- maður Islendingafélagsins. Morgunblaðið/Ransy Morr Ingvi S. Ingvarsson sendiherra krýnir Katrínu Sverrisdóttur alpa- rósadrottningu. Morgunblaðið/Ransy Morr Félagar úr kór Oldutúnsskóla fá sér matarbita á milli atriða. Barnakór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar kom víða fram í Norfolk og hreif áheyr- endur. Sigrún Edvaldsdóttir fiðlu- leikari vakti aðdáun fyrir einleik með sinfóníuhljómsveit Virginíu. Varðskipið Týr lá við festar í höfn- inni og tóku skipverjar af því undir forystu Helga Hallvarðsson- ar skipherra þátt í hátíðahöldun- um. Þá var efnt til vörusýninga á vegum íslenskra fyrirtækja. Þættir framleiddir af Prop- aganda Films fá mjög góðar viðtökur í Bandaríkjunum BANDARÍSKA sjónvarpsst.öðin ABC sýndi á skírdag annan hlut- ann af átta í nýrri þáttaröð sem framleidd er af fyrirtæki Sigur- jóns Sighvatssonar, Propaganda Films, í samvinnu við hinn þekkta leikstjóra David Lynch (Blue Velvet, Dune). Þættirnir eru sýndir á sama tima og Staupasteinn eða Cheers, um miðnætti á fimmtu- dagskvöldum. Eftirvænting hefúr ríkt um hvernig nýju þáttaröð- inni vegni í þessari samkeppni. Sjónvarpsáhorfendur á 28 milljón- um bandarískra heimila fylgdust með þættinum aðfaranótt Föstu- dagsins langa, en stillt var á Staupastein á 33 milljónum heimila. Fyrri keppinautar þess þáttar höfðu hins vegar „aðeins“ 16 milljón- ir áhorfenda. Morgunblaðið ræddi við Sigurjón Sighvatsson í Los Angeles. Um 35 milljónir sjónvarpstækja voru stillt á tveggja tíma upphafs- þátt Twin Peaks, Tvídranga, sem sýndur var fyrir tíu dögum, en forsvarsmenn ABC höfðu búist við 8 milljónum. Bandarískir fjöl- miðlar sögðu þetta metfjölda áhorfenda á upphafsþátt, „pilot“, undanfarna mánuði. Þessi fyrsti þáttur er þegar fáanlegur á sum- um myndbandaleigum hérlendis. Siguijón Sighvatsson segir að þættirnir gerist í friðsælu þorpi einhversstaðar í miðríkjum Banda- ríkjanna. „Allt virðist slétt og fellt þar til ung stúlka finnst myrt. Þá koma skuggahliðar bæjarlífsins í ljós, valdabaráttá og spilling. Þetta er dæmigert fyrir David Lynch, hann skoðar gjarnan það sem leyn- ist undir fáguðu yfirborði," segir Siguijón. Hann segir Lynch hafa skrifað handrit ásamt Mark Frost (Hill Street Blues, True Believer). „Þeir komu til Propaganda Films, við snerum okkur til dreifingarfyrir- Siguijón Sighvatsson. tækisins World Vision, sem fjár- magnar gerð þáttanna auk ABC. Við sjáum síðan um framkvæmd- ina.“ Dagblaðið USA Today fjallaði nýlega um þáttaröðina i forsíðu- grein og segir ABC taka áhættu með því að tefla fram óhefðbundnu efni gegn jafn vinsælum þáttum og Staupasteini. Auglýsingar með- an á sýningu þáttanna stendur eru sagðar 20% færri en í dæmigerð- um sápuóperum og fram kemur að sumir telji miðnætursýningar nokkurt hættuspil. Siguijón segist ekki hafa verið ánægður með sýningartímann. ABC fari inn á nýjar brautir í sjón- varpsefni með þáttunum og taki vissulega áhættu. „En þeir hafa aljt að vinna og engu að tapa,“ segir hann. „Með tilkomu kapal- sjónvarps síðustu árin hafa þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar misst þriðjung áhorfenda sinna. Þessar stöðvar hafa verið að sýna hefð- bundnar sápuóperur sem margir nenna ekki lengur að eyða tíma í að sjá. Það er helst fólk með meiri menntun og í betri efnum sem gerir frekari kröfur til sjónvarps- efnis. Og nú reynir ABC að ná til þessa hóps með nýstárlegu efni.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.