Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIFTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 JOTUNN — Jötni er skipt upp í fímm megindeildir sem annast innflutning, sölu, dreifíngu og þjónustu. Á myndinni eru f.v. Guðbjartur E. Jónsson, deildarstjóri þjónustu- og varahlutadeildar, Arnór Valgeirsson, deildarstjóri fóðurdeildar, Þorgeir Örn Elíasson, deildarsy'óri véladeildar, Sigurður Árni Sigurðsson, fram- kvaemdastjóri, Steinar Magnússon, skrifstofustjóri, Bjarni Olafsson, deildarstjóri bíladeildar og Grétar Strange, deildarstjóri raftæknideildar. Fyrirtæki Jötunn tekur form- legu til starfa NÝ deild innan Sambands íslenskra samvinnufélaga, Jötunn, var formlega opnuð síðastliðinn föstudag að Höfðabakka 9. Deildin ylír- tekur innflutning og sölu á bílum, vélum, rafbúnaði og fóðri, sem Bílvangur sf., Búnaðardeild Sambandsins og Jötunn hf. hafa annast. Tilgangurinn með stofhun Jötuns er að ná fram aukinni hagræðingu i rekstri með því meðal annars að sameina skrifstofúhald þessarra þriggja fyrirtækja. Jafnframt er gert ráð fyrir að unnt verði að veita viðskiptavinum betri þjónustu og efla markaðsstarfsemi. Starfsemi Jötuns er skipt í fimm megindeildir þ.e. bíladeild, véla- deild, raftæknideild, fóðurdeild og þjónustudeild. Jötunn mun áfram reka fóðurblöndunarstöð Samband- ins við Sundahöfn og annast dreif- ingu fóðursins. í frétt frá Jötni kemur fram að sú nýlunda er í starfseminni að nú er stofnuð sérstök þjónustudeild sem sér um allt viðhald þeirra bíla sem Jötunn flytur inn. Kappkostað verður að hafa úrval af varahlutum á boðstólum, auk þess sem leitað verður nýrra leiða til þess að tryggja það að allir viðskiptavinir fyrirtæk- isins fái eins góða og hraða þjón- ustu og framast er unnt. Meðal annars mun fyrirtækið nýta sér hraðþjónustu, sem rutt hefur sér til rúms upp á síðkastið. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 VASKHUGI Stutt en hnitmiðað námskeið í notkun þessa einstak- lega hentuga forrits, sem sniðið er fyrir lítil fyrirtæki. O Útskrift sölureikninga O Uppgjör útskatts O Uppgjör innskatts O Skýrslugerð Tfmi: Laugardag 28.4 kl. 10-15. Innritun í síma 687590. Tölvuskóli Reykjavíkur Qí tölvufræösla Borgartúni 28, s. 687590 Markaðsmál Hvet til nýrri og stærri verk- efha á vettvangi markaðsmála * — segir Emil Emilsson nýkjörinn formaður IMARK STJÓRNARSKIPTI fóru fram nýlega hjá íslenska markaðsklúbbnum — ÍMARK. Formaður nýrrar stjórnar var kjörinn Emil Emilsson, markaðsstjóri Sambands íslenskra sparisjóða, en meðstjórnendur eru Birna Einarsdóttir, _ markaðssljóri Stöðvar 2 og Sigurður Pálsson framkvæmdastjóri Örtölvutækni hf. I varastjórn voru kjörnir Magn- ús Kristjánsson, íslensku auglýsingastofunni og Sigurður Kolbeins- son framkvæmdastjóri Nico hf. íslenski markaðsklúbburinn var stofnaður síðla árs 1986. Tildrögin voru þau að nokkrir einstaklingar, sem störfuðu að markaðsmálum komú saman og ræddu nauðsyn þess að efla faglega umræðu um markaðsmál og sameina þá ein- staklinga sem við þau starfa. „Markmið starfseminnar hafa verið frá stofnun að opna augu almenn- ings og ráðamanna á mikilvægi markaðsmála og efla fræðslu þeirra sem starfa að markaðsmálum og annarra sem hafa áhuga á að afla sér menntunar á því sviði,“ segir Emil Emilsson. „í mínum huga er eitt meginhlutverk ÍMARK að hvetja konur og karla til nýrri og stærri afreka á vettvangi markaðs- mála. Nú á tímum breytinga, fijáls- ari viðskipta og um leið aukinnar erlendrar samkeppni er nauðsynlegt fyrir íslendinga að efla markaðs- starf og markaðshugsun innan íslenskra fyrirtækja, ef þau eiga að standa styrk í þeim miklu hrær- ingum sem framundan eru.“ Emil segir að ímark sé í öflugu samstarfi við sambærilega kúbba erlendis og klúbburinn leiti stöðugt að nýjum leiðum til að vinna að settu markmiðum. Megi í því sam- bandi nefna samkeppnina um at- hyglisverðustu auglýsingu ársins, þar sem tilgangurinn sé að vekja almenna athygli á vel gerðum aug- lýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þeirra verðskuldaða viðurkenningu. Einnig séu reglu- lega haldnir morgunverðarfundir og fræðslufundir á vegum klúbbs- ins. Aðspurður um breytingar fram- undan segir Emil að of fljótt sé að segja nokkuð til um það. „En við hjá ÍMARK treystum á að þeir sem áhuga hafa á markaðsmálum gangi til liðs við okkur og að við fáum að njóta krafta þeirra, því starfsem- in stendur og fellur með framlagi félaganna sjálfra,“ segir Emil Em- ilsson. Komdu ,Jax“mönnum þínum erlendis á bragðið af íslenska sœlkeraborðinu. Gríptu með þér ljúffenga landkynningu næst. k Reyktur og grafinn lax, reykt og /£* Bk nýtt lambakjöt, ostar, pylsur, /W *ii 'lMh kavíaro.fl. . Ji j Hringdu í síma 92-5 04 50 og fáðu upplýsingar - við höfum pakkann tilbúinn þegar þú kemur. ÍSLENSKUR MARKAÐUR Leifsstöð Keflavíkurflugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.