Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990 37 Einar Atli Jóns- son - Minning' Fæddur 21. júní 1959 Dáinn 10. apríl 1990 Sumardagurinn fyrsti heilsaði mér bjartur og fagur, en samt fannst mér einhver drungi yfir, sem ég skildi ekki strax. Ég fletti í gegnum Moggann minn og skyndilega fann ég kulda og tómleika streyma um mig. Ó jú, þarna fann ég skýringuna á drung- anum, sem ég hafði fundið fyrir er ég heilsaði nýjum degi. Félagi og vinur frá unglingsárunum, hann Einar Atli, var dáinn. Horfinn sjón- um okkar yfir móðuna miklu. Síðan streymdu myndir og minn- ingarbrot í gegnum huga minn. Langar mig til að minnast hans í örfáum orðum, um leið og ég vil Ray Charles, og þær stundir voru mér mjög ljúfar. Eftir að Ella flutti úr Hólminum með drengina sína, hugsaði ég oft til þeirra. Af og til fékk ég þó frétt- ir af þeim. Tvisvar hitti ég Einar Atla á förnum vegi, og í bæði skipt- in var jafnánægjulegt að hitta hann og áður. Gamli, góði félaginn kom þá upp í honum og voru ýmis prakk- arastrik rifjuð upp og síðan hlegið að öllu saman. Núna í dag, 24. apríl, á 9 ára afmælisdegi dóttur minnar, fylgi ég honum síðasta spölinn og ég veit að hann hefur fundið frið á betri stað. Elsku Ella mín, harmur þinn er mikill og þungur, og megi góður guð létta þér sorgina og sefa hana. Elsku Palla, Jóni og öðrum að- standendum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jóhanna Osk þakka honum fyrir allt. Ég kynntist Einari Atla þegar við vorum 12-13 ára, þegar hann fluttist til Stykkishólms, ásamt móður sinni, Elínu Markan, og Páli, yngri bróður sínum. Það var spennandi hjá okkur bekkjarsystkinunum að fá nýjan bekkjarfélaga, því það gerðist nú ekki á hveiju ári. Nú og ekki var það verra, að þessi litli ljóshærði hnokki var hulinn einhveijum ævin- týraljóma og ævintýraþráin beinlín- is geislaði af honum. Það var alltaf líf og fjör þar sem hann var. Á Skúlagötu 15, heima hjá þeim mæðginum, varð til nokkurs konar bækistöð hjá okkur krökkunum. Þar var nú margt brallað. Man ég t.d. vel eftir því þegar við Einar Atli lentum í því að svíða alveg heilan helling af sviðum, og Ella sauð niður í sultu jafnóðum og við kláruðum, fjöruferðum, úti- legum, siglingum á Maðkavíkinni í gul-bláu gúmmítuðrunni sem Einar Atli átti, efnafræðitilraununum uppi á lofti þegar við kláruðum allt lyftiduftið á bænum, og í smá- sjánni, sem hann átti, var margt skoðað. Þegar var rigning eða vont veður úti, var safnast saman í stofunni við plötuspilarann, og Ella kom með plötur úr safninu sínu, og svo var spilað, sungið, leikið og hlegið dátt. Þá lærði ég að meta tónlist þeirra meistara Elvis Presley og Dagbjört Ivars- dóttir - Minning Fædd 26. október 1906 Dáin 14. apríl 1990 Nú er hún farin hún amma. Kvöldið á enda og nýr dagur runn- inn. Hún hefur lokið veru sinni hér og hver veit nema hún sé farin að takast á við annað hlutverk á nýj- um stað í öðrum tíma. Amma sem alltaf var eitthvað að sýsla meðan hún hafði heilsu til. Nú hefur hún lokið löngu lífs- verki og fengið langþráða hvíld. Síðustu árin var hún heilsulaus og þurfti að kveðja tvær dætur sínar með stuttu millibili. Það var erfitt fyrir gamla konu sem fannst rétt- ara að hún fengi að fara. Hún var því eflaust glöð þegar kallið kom. Þó að leiðir hafi nú skilið um einhvem afstæðan tíma þá trúum við því að þær muni liggja saman á ný, þar sem dauðinn er ekki endanlegur, heldur aðeins þátta- skil í eilífu lífi okkar. Við hugsum til elsku ömmu okkar með söknuði og í huganum er hún alltaf hjá okkur þó ekki getum við lengur heimsótt hana. Við spyijum eins og spámaðurinn „skyldi skilnaðar- stundin verða dagur samfundanna? Og mun það með sanni sagt verða, að kvöld mitt sé morgunn nýs dags?“ Blessuð sé minning hennar. Linda, Kristín og Gugga Honda 90 Accord Sedan 2,0 EX Verö fró 1.290 þúsund GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALIA W HONDA VATNAGÖROUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 Vinningstölur laugardaginn 21. apríl '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 2.875.468 4af5^"# 10 58.263 3. 4 af5 276 3.641 4. 3af 5 6.622 354 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.682.670 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 2. MAÍ er síðasta tækifærið ykkar til að læra ensku eða rijja upp ensku- kunnáttuna fyrir sumarleyfið. Við bjóðum upp á fjölbreytilegt árval afenskunámskeiðum. ★ Almenn enska. ★ Skrifuð enska. ★ Samræðuhópar. ★ Bretland, saga, menning, ferðalög. ★ T.O.E.F.L. Einnig er boðið upp á sumarnámskeið fyrir börn 7-13 ára í jání. Ensku Skólinn, Túngötu 5. Símar: 25330/25900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.