Morgunblaðið - 24.04.1990, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
Þórarinn Andrewsson
kennari — Minning
Fæddur 27. raars 1937
Dáinn 15. apríl 1990
Kallið kom fyrirvaralaust.
Hraustur maður á miðjum aldri,
starfsamur, dugmikill og hress.
Dauðann flýr enginn, en það er allt-
af erfiðara að sætta sig við hann,
þegar bestu menn eru kallaðir á
brott langt um aldur fram.
Fyrir 32 árum kvöddum við
menntaskólann okkar á Akureyri.
Þá skiljast leiðir, menn fara í ýmsar
áttir, stofna heimili, leggja grund-
völl að lífsstarfi og vinna stóra eða
smáa.sigra í lífsbaráttunni.
Á menntaskólaárunum bundust
vináttubönd, sem sköpuðust við
náið sambýli. Skólinn var ekki stór
og í heimavistinni lifðum við saman
súrt og sætt. Þá var ég svo heppinn
að eignast vináttu Þórarins
Andrewssonar og að kynnast því
hvílíkur mannkostamaður hann var.
Traustur eins og bjarg, vel greind-
ur, heiðarlegur og góður í öllum
samskiptum, en fastur fyrir og þoldi
ekki órétt. Það var mannbætandi
að kynnast honum, enda var hann
mjög vinsæll í hópi skólafélaganna,
þó það væri honum fjarri að not-
færa sér það eða trana sér fram á
nokkurn hátt.
Ég ætla ekki að rekja ævi Þórar-
ins, það munu menn mér færari
gera. Þessi fátæklegu orð eru hér
rituð til að minnast góðs drengs,
sem við áttum með ógleymanleg
ár, þar sem enginn komst upp með
fals eða flærð og dýrmæt vinátta
skapaðist. Vinátta sem var ávallt
fyrir hendi, þó að samverustundir
yrðu stopular eftir glöðu mennta-
skójaárin.
Ég sendi Huldu og ástvinum öll-
um hugheilar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Þórarins Andrews-
sonar. .
Bergur Felixson
í blóma lífsins er nú fallinn frá
góður og gegn drengur, Þórarinn
Andrewsson, kennari, aðeins 53 ára
að aldri. Harmur er kveðinn hjá
ástvinum, frændgarði, vinum,
kunningjum, samstarfsmönnum og
nemendum, en hreinar og tærar
minningar um öðling sitja eftir og
munu breiða yfir þungan trega.
Þórarinn fæddist 27. mars 1937
á Flateyri við Önundarfjörð og and-
aðist á Borgrspítalanum í Reykjavík
að morgni páskadags, 15. apríl sl.,
eftir að þar hafði verið barist við
ljá dauðans í einn og hálfan sólar-
hring, en á föstudaginn langa hafði
Þórarinn veikst og alls óvænt
reyndist það vera mjög alvarlegt
hjartaáfall sem mannlegur máttur
réð ekki við. Enginn má sköpum
renna.
Foreldrar Þórarins, hjónin Dag-
björt Þórarinsdóttir ættuð úr sveit-
inni við ísafjarðardjúp og Andrew
Þorvaldsson ættaður úr Önundar-
firðinum, bjuggu á Flateyri við
Önundarfjörð, þar til þau fluttu til
Reykjavíkur árið 1963 og þar búa
þau enn í Hátúninu. Þórarinn var
næstelstur ijögurra barna Dag-
bjartar og Andrews. Elsta barnið
dó mánaðargamalt úr kíghósta,
drengur sem hlotið hafði nafnið
Þórarinn. Yngri systkini Þórarins
eru systurnar Sigrún og Kristín sem
báðar eru búsettar í Reykjavík.
Þórarinn var í barnaskólanum á
Flateyri undir handleiðslu hinna
virtu skólamanna Sveins Gunn-
+
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ALEXANDER ÞÓR ÞORSTEINSSON
sem lést þann 19. apríl, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mið-
vikudaginn 25. apríl kl. 13.30.
Þóra Jónsdóttir, Þorsteinn Magnússon,
Bryndís Jóna Sveinbjarnardóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
FINNEYJAR H. KJARTANSDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Guðjónsson,
Sigurborg Friðgeirsdóttir, Edda F. Kinchin,
Eggert Jósefsson, Eric A. Kinchin,
Sara Finney Eggertsdóttir, Karen Linda Kinchin,
Rúnar Eggertsson, Geir Walter Kinchin.
+
Útför föðursystur minnar,
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR,
fyrrverandi sölustjóra,
Fálkagötu 24,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00.
Fyrir hönd ættingja,
RagnheiðurS. Isaksdóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRARINN ANDREWSSON
kennari,
Miðvangi 37,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudag-
inn 24. apríl, kl. ^5.00.
Hulda Hjálmarsdóttir,
Dagbjört Þórarinsdóttir, Andrew Þorvaldsson,
Helga S. Þórarinsdóttir, Snorri Páll Snorrason,
Andrés Þórarinsson, Margrét E. Harðardóttir,
Kristín Þórarinsdóttir
og barnabörn.
laugssonar og Hjartar Hjálmars-
sonar, tengdasonar hans. Þórarinn
var námfús og sérstaklega góður
nemandi og árangurinn í samræmi
við það. Hann var því dyggilega
studdur af foreldrum til áframhald-
andi náms. Eftir landspróf frá Núpi
í Dýrafirði, stundaði hann nám við
Menntaskólann á Akureyri og varð
stúdent þaðan vorið 1958 með mjög
góðum vitnisburði. Hann lauk BA-
prófi frá Háskóla íslands í stærð-
fræði og eðlisfræði, enda var hann
stærðfræðingur góður. Með náminu
í Háskólanum sinnti hann nokkuð
stundakennslu en var ráðinn haust-
ið 1962 sem raungreinakennari við
framhaldsskólann í Flensborg í
Hafnarfirði. Þar hefur verið hans
aðalstarfsvettvangur frá þeim tíma
til dauðadags. Hann naut þar
trausts og virðingar sakir mann-
kosta sinna og góðs árangurs í
starfi með nemendum sínum. Skarð
er nú fyrir skildi í kennaraliði
skólans.
Faðir Þórarins gerði út sinn eigin
fiskibát frá Fiateyri. Hjá honum
kynntist hann sjómennskunni innan
við fenningu og á sumrin öll sín
skólaár var Þórarinn á fiskveiðum
með föður sínum. Nokkrum árum
eftir að hann stofnaði heimili og
fluttist til Reykjavíkur hóf hann
störf við húsbyggingar hjá mági
sínum Ragnari Hjálmarssyni, húsa-
smíðameistara, og fleiri bygginga-
meisturum. Brátt skipuðust mál svo
að hann fór að vinna við smíðar á
sumrin og í framhaldi af því tók
hann nauðsynleg próf til að öðlast
sveinsréttindi í húsasmíði. Þetta
gerði hann samhliða sínu fasta og
fulla starfí við kennsiu, en þó eink-
um á sumrin. Um 1970 tóku nokkr-
ir félagar sig saman á þessum vett-
vangi og tóku að sér byggingar-
verkefni og í framhaldi af því stofn-
aði Þórarinn með húsasmíðameist-
urunum Helga Guðmundssyni og
Guðmundi Sigurðssyni byggingafé-
lagið Röst. Mun það hafa verið árið
1973 og hefur það starfað alla tíð
síðan og umsvif þess aukist. Það
hefur unnið að fjölmörgum verkefn-
um á sviði bygginga fyrir einstakl-
inga, félög og fyrirtæki, sveitarfé-
lög og ríki. Tilboð þeirra í verk
hafa reynst að jafnaði hagstæð og
verkefnin því orðið mjög og þeir
félagarnir notið óskoraðs trausts
viðskiptavina sinna fyrir góða sam-
vinnu, vandvirk vinnubrögð og
áreiðanleika í hvívetna. Enda hefur
samvinna þeirra félaga verið ein-
staklega góð alla tíð og þeir sýnt
samviskusemi og samheldni ásamt
einvalaliði starfsmanna. Þórarinn
vann oft við smíðar og verkstjórn
en einnig sá hann um bókhaldið og
vann við tilboðsgerðina í verkefni.
Þetta bitnaði þó á engan hátt á
hans aðalstarfi við kennslu. Henni
sinnti hann af alúð, en vinnudagur-
inn var oft langur.
Þórarinn Andrewsson hefur verið
mikill gæfumaður alla tíð, enda
hefur hann ekki storkað máttar-
völdunum. Hann hefur verið hinn
hægláti, prúði, hlédrægi og góði
drengur frá fyrstu tíð, engan viljað
særa, öllum gott gera og snúa öllu
til betri vegar. Hans lífsstíll hefur
verið hreinn og skýr, lífsstíll jafn-
réttis og bræðralags og góð-
mennsku og hjartahlýju 4n alls
skrums eða málæðis. Það hefur
mátt treysta orðurn hans og dóm-
greind, yfirveguðu mati hans á
mönnum og málefnum. Hann hefur
ávallt viljað hafa það sem sannara
reynist. Það var því eðlilegt að mæt
og góð kona bindi bagga sína með
honum. Hulda Hjálmarsdóttir og
Þórarinn stofnuðu heimili í
Reykjavík árið 1959 og eignuðust
dótturina Helgu Steinunni hinn 16.
nóvember 1959 og soninn Andrés
hinn 29. desember 1960 og loks
aðra dóttur, Kristínu, hinn 7. apríl
1969. Hulda er ættuð úr Skagafirð-
inum, dóttir Hjálmars Pálssonar og
konu hans Steinunnar Hjálmars-
dóttur, er bjuggu á Kambi í Deild-
ardal. Þau eru bæði látin. Tvö eldri
börnin hafa stofnað sitt eigið heim-
ili. Helga með Snorra P. Snorrasyni
og eiga þau tvo syni, Þórarin og
Snorra. Ándrés með Margréti E.
Harðardóttur og eiga þau ársgaml-
an son. Kristín hefur verið í námi
og býr í foreldrahúsum. Barnabörn-
in hafa verið þeim Huldu og Þór-
arni afar kær og þau notið hjá þeim
kærleika og umhyggju og Þórarinn
litli oft dvalið langdvölum hjá afa
sínum og ömmu.
Fyrsta jólaboðið okkar Sigrúnar
systur Þórarins hjá þeim Huldu í
litla, gamla húsinu vestast við Nes-
veginn í vesturbænum í Reykjavík
fyrir 25 árum verður mér ávallt í
minni sökum hins hægláta og hlýja
andrúmslofts á • heimili þeirra og
einstakrar gestrisni er við nutum
hjá þeim hjónum og börnum þeirra
tveimur ungum. Þar greindi maður
strax samvinnu þeirra og samheldni
og fyrirmyndar húshald og góð-
gerðir. Þau voru ekki lengi á þess-
um stað. Árið 1964 hófu þau bygg-
ingu raðhúss við Smyriahraun í
Hafnarfirði og sköpuðu sér og fjöl-
skyldunni þar fallegt heimili. Árið
1982 keyptu þau einbýlishús við
Miðvang í Hafnarfirði og þár hafa
þau búið síðan og endurbætt fallegt
hús og þar má sjá hið góða hand-
bragð hjónanna beggja utan dyra
sem innan.
Þórarinn og Hulda hafa tekist á
við viðfangsefni lífsins í einingu og
glímt við mörg verkefnin og oftast
haft sigur saman. Þeirra tryggða-
bönd hafa verið sterk og heimilið
og sameiginleg velferð þess og
barnanna og foreldranna hafa
ávallt verið í fyrirrúmi í þeirra störf-
um og leik. Þau voru sem einn
maður. Þau eignuðust fallegt og
hlýlegt heimili sem opið var ástvin-
unum. Þau nutu ferðalaga saman
bæði erlendis og þá eigi síður heima
með hjólhýsið sitt, þar sem áð var
á kyrrlátum stöðum úti í íslenskri
náttúru og þess notið sem landið
okkar fagra hefur upp á að bjóða.
Oft var haldið í Skagafjörðinn til
skyldfólks Huldu eða á Vestfirðina
á heimaslóðir Þórarins og þá nutu
foreldrar hans þess eigi sjaldan að
slást í hópinn með þeim í lengri eða
styttri ferðir og þess naut Dagbjört
móðir Þórarins alveg sérstaklega,
Blómasíoja
Friðfinm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöld
tif kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
+
Útför,
JÓNSG. JÓNSSONAR
frá Fellsenda,
fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagið
njóta þess.
Aðstandendur.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG G. ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavík,
áðurtil heimilisá Haðarstíg 15,
verður jarðsungin frá Áskirkju, Reykjavík, miðvikudaginn 25. apríl
kl. 13.30.
Magnús S. Magnússon, Guðbjörg M. Gunnarsdóttir
og synir,
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir.
+
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér hjálp og samúð
í veikindum og við jarðarför dóttur minnar,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
organista í Vík.
Ólafur Jónsson.
+
Konan mín, móðir og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR BÖÐVARSDÓTTIR
Ijósmóðir,
Álftamýri 58,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hinn-
ar látnu, er bent á kirkjubyggingasjóð Laugarvatnshjónanna Ing-
unnar og Böðvars sími 98-61100 eða góðgerðarfélög.
Valtýr Guðmundsson,
Ingunn Valtýsdóttir, Þórir Ólafsson,
Guðmundur R. Valtýsson, Ásdis Einarsdóttir,
Böðvar Valtýsson, Hólmfríður Guðjónsdóttir,
Gunnar Valtýsson, Sólveig Þorsteinsdóttir.