Morgunblaðið - 24.04.1990, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990
HLJÓÐKÚTAR
FRÁ USA
NÝ SENDING I
FLESTAR GERÐIR
AMERlSKRA BÍLA
Einnig
TURBO-KÚTAR
með 2"- 2'A"- 2'A"
stútum
Gæðavara - gott verð
Opið laugardaga kl. 10-13.
Póstsendum
Bílavörubúóin
FJÖDRIN
Skeifan 2 simi 82944
MÖTUNEYTI
HÓTEL
VEITINGA-
STAÐIR
PHILCOH
Eigum fyrirliggjandi stóra
Ameríska kæliskápa allt að
830 lítra á mjög hagstæðu
verði.
Hafið samband við sölu-
menn okkar
í síma 91-691500
S Heimilistæki hf s
UH SÆ TUNi BSÍMI69 15 I5BKHINGLUNNISIMI69 1520
íscmouMpm* BB
fclk í
fréttum
KVIKMYNDIR
Ástríða fyrir efiiinu
verður að vera fyrir hendi
Astargamanleikur (Comedie
d’amour) var meðal þeirra
mynda sem sýnd var á frönsku
kvikmyndahátíðinni í Regnbogan-
um á dögunum. Myndin fjallar um
brot úr 76 ára ævi rithöfundarins
og leiklistargagnrýnandans Paui
Léautaud, er aðeins einn og hálfur
tími að lengd, en hefur samt meira
að segja en margar lengri myndir
síðari ára. Ástargamanleikur hefur
enda hlotið margar viðurkenningar,
meðal annars sem besta frönsku-
mælandi myndin, fyrir besta hand-
ritið og einnig hafa leikararnir Mic-
heí Serrault (Paul Léautaud) og
Aurore Clément (Marie Dormoy)
verið verðlaunuð.
Leikstjóri Ástargamanleiks, Je-
an-Pierre Rawson, var gestur kvik-
myndahátíðarinnar. Þetta er önnur
kvikmyndin sem hann leikstýrir.
Fyrsta mynd hans var Gros calin
.1977.
Jean-Pierre Rawson er ekki að-
eins leikstjóri, hann er einnig fram-
leiðandi og framleiðir bæði kvik-
myndir og efni fyrir sjónvarp og
myndbönd. Hann hefur starfað við
það eingöngu síðustu fimmtán árin,
en á árunum 1960-1975 vann hann
við að skipuleggja tónleikaferðir
fyrir hljómsveitir. Þar af í tíu ár
fyrir allar skærustu stjörnur rokks-
ins á blómatímanum.
„Það byrjaði allt árið 1964,“ seg-
ir hann. „Þá fór ég til London, var
þar í einn mánuð, þræddi á meðan
skrifstofur umboðsmanna allra
þekktustu hljómsveita þess tíma og
fékk einkaréttinn á því að skipu-
leggja tónleikaferðir þessara hljóm-
sveita í Frakklandi og annarsstaðar
á meginlandinu. Þegar ég kom aft-
ur til Parísar, opnaði ég skrifstofu
sem sérhæfði sig í að skipuleggja
tónleikaferðir breskra hljómsveita.“
í starfi sínu kynntist Jean-Pierre
ijómanum af rokkstjörnum þessara
ára, en eins og hann segir sjálfur:
„Ég hef alltaf unnið með þeim
fremstu í sínu fagi á hveijum
tíma.“ Meðal viðskiptavina hans
voru Rolling Stones, Jimi Hendrix,
Janis Joplin, The Kinks og fleiri
og fleiri.
„Ég hef kynnst mörgu frábæru
fólki og upplifað margt skemmti-
legt,“ segir hann og samþykkir það
að þetta tímabil, frá 1964-75, hafi
verið „snargeggjað".
Fórstu í hljómleikaferðirnar með
hljómsveitunum?
„Já, alltaf. Og það sem gat gerst
í þessum ferðum var alveg ótrú-
legt. Ég gæti sagt margar sögur
af því.“
Geturðu sagt eins og eina?
„Já, ég get sagt eina sögu af
tónleikaferð með Rolling Stones.
Þeir höfðu verið að spila í Lyon í
Frakklandi og þurftu að komast
þaðan til Sviss þar sem þeir áttu
að spila í Genf næsta kvöld. Auð-
veldast var auðvitað að fljúga eða
taka lest, en það var ekki hægt
vegna verkfalls sem bitnaði á bæði
flugfélögunum og járnbrautunum.
Við urðum því að fara akandi svo
ég fór og leigði rútu. Ég var bílstjór-
inn. Við lögðum af stað frá Lyon í
hellirigningu og á leiðinni til landa-
mæranna hélt áfram að rigna. Á
þessum árum reyktu allir hass og
auðvitað reyktu Rolling Stones á
leiðinni. En vegna rigningarinnar
var ekki hægt að opna neinar rúð-
ur, svo þegar við komum til landa-
mæranna var reykjarkófið inni í
bílnum orðið ansi þétt. Þar þurfti
ég auðvitað að sýna landamæra-
verðinum vegabréfm okkar og til
þess að geta rétt honum þau þurfti
ég að opna rúðuna. Þegar ég gerði
það fékk vörðurinn auðvitað allan
reykinn og hasslyktina beint fram-
an í sig. Hann sagði: „Ah, hass-
lykt!“ En þegar hann sá að þetta
voru Rolling Stones gerði hann ekk-
ert í málunum og hleypti okkur
yfír athugasemdalaust.
Það fylgdi þessum bransa mikil
eiturlyíjanotkun og það var ein af
ástæðunum fyrir því að ég hætti.
Eiturlyfin fóru illa með marga vini
mína. Sjálfur er ég orðinn miklu
rólegri í dag, en ég var þá.“
Jean-Pierre er mikill áhugamað-
ur um franska menningu og vill
leggja sitt af mörkum til að út-
breiða hana. Hann er einnig mikill
bókamaður og segist_ nota hvert
tækifæri til að lesa. Ástargaman-
leikur er gerð eftir dagbók Paul
Léautaud, en Jean-Pierre segist
ekki hafa áhuga á að leikstýra
myndum nema þær fjalli um efni
sem sé honum ástríða.
Ástargamanleikur fjallar um
samband Paul Léautaud við Marie
Dormoy, fyrstu konuna sem hann
varð ástfanginn af, og ástkonu hans
Anne Cayssac, sem hann kallaði
„Pláguna", en hún var eiginkona
vinar hans.
„Paul Léautaud (1972-1956) var
þekktur og umdeildur gagnrýnandi
í upphafi þessarar aldar og þar til
hann lést,“ segir Rawson. „Hann
Morgunblaðið/Bjarni
Jean-Pierre Rawson.
þótti sérkennilegur, enda á undan
sinni samtíð, bæði í skrifum sínum
og lífsháttum. Auk þess að skrifa
umdeilda gagnrýni hélt hann dag-
bók á hveijum degi í fimmtíu ár.
Hann þoldi ekki mannfólkið og bjó
einn með um fjörutíu köttum í húsi
sínu í úthverfi Parísar. Hann hataði
líka allt kvenfólk, þar til hann varð
ástfanginn í fyrsta skipti. Af Marie
Dormoy. Hann var þá um sextugt
en hún tuttugu árum yngri. Sam-
band þeirra hélst þar til hann lést.“
Rawson studdist við kafla úr
dagbók Léautauds frá 1933 þegar
hann gerði myndina. „Talsmáti Lé-
autaud var oft grófur, næstum
klæminn, og þó ekki. Hann þorði
að segja upphátt það sem aðrir
hugsuðu í hljóði. Orðbragðið sem
hann notaði var almennt ekki notað
fyrir sextíu árum, en er notað í
dag. Hjá Léautaud varð kynlífsbylt-
ingin líka löngu fyrir 1968.“
Hvenær megum við eiga von á
næstu mynd frá þér?
„Mér var boðið að gera kvikmynd
um Baudelaire og er núna að und-
irbúa tökur sem eiga að heljast í
Portúgai um miðjan júní.
Myndin á að íjalla um útkomu
bókar Baudelaires, La fleuve de
mal, og réttarhöldum yfir honum í
kjölfar þess árið 1857. Bókin var
bönnuð, eða öllu heldur ákveðin ljóð
í henni sem þóttu of erótísk. —
Þetta minnir kannski dálítið á Sala-
man Rushdie. — Vegna þessarar
bókar lifði Baudelaire í vansæmd
það sem eftir var ævinnar. Hann
fékk ekki uppreisn æru fyrr en
upprunaleg útgáfa bókarinnar var
gefin út 100 árum síðar.“ MEO
Honda 30
Civic
Shuttle 4WD
116 hestöfl
Verð fró 1180 þúsund.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIRALLA.
UHONDA
VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
Nemendur
Grunnskól-
ans í Stykk-
ishólmi í
sjóróðri
SKÓLASKIPIÐ Mímir, sem fer
kringum landið til að æfa
skólanemendur í sjósókn og fisk-
veiðum var nýlega hér í Hólmin-
um, en undanfarin ár hefir það
komið hér við og nemendur feng-
ið að fara á skak og nú var það
7. bekkur Grunnskólans sem
kennsluna fékk. Það var aldrei
þessu vant ágætt veður, sól en
frost þegar lagt var út á grunn-
mið.
Skipstjóri Mímis er Þórður Örn
Karlsson og með honum er Ás-
geir Torfason, samvaldir menn í
þetta starf, kunnáttumenn og
lipurmenni, það kom nemendun-
um saman um. „Þetta var æðis-
lega gaman,“ sögðu krakkarnir
og veifuðu öll fiski framan í ljós-
myndara. Skipvetjar voru á einu
máli um að þetta hefðu verið
góðir hásetar sem ættu eftir að
draga björg i bú þegar þar að
kæmi.
Skólastjóri, Lúðvíg Halldórs-
Morgunblaðið/Arni Helgason
„Þetta er æðislega gaman,“ sögðu krakkarnir og veifuðu fiski framan í ljósmyndara.
Skólaskipið Mímir fór með krakka úr 7. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi í veiðiferð.
son, var mættur á bryggjunni
ásamt fréttaritara og hann var
ekki í vafa um að þessi túr hefði
verið ein allra besta kennslu-
stund. Enda ekki árangurslaus
ferðin. Það eru tíu saman í
hverri veiðiferð og eru á miðum
2—3 tíma og þegar fyrsti hópur-
inn kom að landi var hann með
rúmt tonn af góðum fiski, eða
með því allra besta frá því
snemma í mars ef miðað er við
stærð og sóknariengd. Það veið-
ist lítið í netin og er þá ekki at-
hugandi að fara bara með færi
í næstu veiðiferð. í það minnsta
veltu sumir því fyrir sér.
Bæði drengir og stúlkur tóku
þátt í þessu fiskiríi og áhöld um
hvor hópurinn stóð sig betur.
- Árni