Morgunblaðið - 24.04.1990, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
Ipsf ■I BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 VERNDUM VINNU - VEUUM [SLENSKT
Lionsklúbburínn Eir stendur fyrir l'orsýningu kvikmyndarinnar
„Shirley Valentine“ í Háskólabíói á laugardag.
SIEMENS
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
■ LIONSKL ÚBB URINN Eir í
Reykjavík stendur fyrir forsýningu
á kvikmyndinni „Shirley Valentine11
í Háskólabíói, laugardaginn 28.
apríl kl. 17. Þetta er fimmta árið í
röð sem Lionsklúbburinn Eir stend-
ur fyrir kvikmyndasýningu í Há-
skólabíói. Öllum ágóða af sýning-
unni er varið til baráttu gegn fíkni-
efnum. Fíkniefnalögreglan í
Reykjavík hefur notið góðs af ágóða
sýninganna sl. ár. Einnig hefur Li-
onsklúbburin Eir tekið stóran þátt
í þýðingu á námsefninu „Að ná
tökum á tilverunni". Kvikmyndin
sem nú verður valin „Shirley Valen-
tine“ er að sögn forráðamanna
Háskólabíós afbragðs góð gaman-
mynd fyrir alla fjölskylduna. Með
aðalhlutverk fara Pauline Collins
sem þekkt er fyrir leik sinn í sjón-
varpsþáttunum „Upstairs Down-
stairs" og hefur hún hlotið ijölda
verðlauna fyrir leik sinn á undanf-
örnum árum. Tom Conti fer með
annað aðalhlutverkið í myndinni,
einnig vel þekktur og margverð-
launaður leikari. Lewis Gilbert og
Willy Russell standa bak við fram-
leiðslu og leikstjórn myndarinnar.
Ein þeirra þekktasta kvikmynd er
„Educating Rita“. Á undan sýning-
unni mun kór Kársnesskóla syngja
nokkur iög. Það er ósk okkar í Li-
onsklúbbnum Eir að vel verði tekið
á móti félagskonum, en þær sjá
sjálfar um sölu aðgöngumiða. Miða-
verð er kr. 600,-
Stykkishólmur:
Páskahrotan kom ekki
Stykkishólmi.
ÞESSI vertíð sem nú er að baki
mun vera með þeim aumustu hér
um slóðir um langt árabil. Fyrri
hluta ársins var nokkur veiði á
línu, en þegar net voru tekin, brá
við, því þau veiddu ekki nándar
nærri að hægt væri að miða við
veturna áður. Þá var hér alltaf
talað um páskahrotu og mun svo
haía verið víða um land, en á
henni örlaði ekki.
Nú beinist hugur manna að því
hvernig aflaleysinu verði tekið og
hvers megi vænta af sumrinu, því
uppgjöf heyrir maður ekki talað um.
En hinu er ekki að leyna að menn
eru ekki viðbúnir aflabresti. Stilla
sína Ijármálstrengi sem áður á háu
nótumar og því ekki gott að leika
á brostna strengi.
En ef til vill er gott að fá mót-
byr, og sagt er að erfiðleikar stæli
vilja og kjark. Betur að svo eigi sér
stað. Eftir því sem skýrslur sjávar-
fræðinga herma má ekki vænta
sérstakrar aflahrotu, og þá helst
hvað þorsk snertir, fyrr en á árinu
1992. En þetta verður allt að koma
í ljós og menn em alltaf að læra
af lífinu. Og nú er líka verið að
hugsa um íjölbreyttari aflategundir
og margar þær sem menn létu sér
ekki til hugar koma að nýta fyrr á
ámm.
- Arni
■ HÁSKÓLA TÓNLEIKAR
verða miðvikudaginn 25. apríl kl.
12.30 í Norræna húsinu. Að þessu
sinni munu Peter Tompkins og
Robyn Koh leika verk fyrir óbó og
sembal. Á efnisskránni eru sónata
í g-moll eftir Johynn Sebastian
Bach, sónata í e-moll eftir Fran-
cesco Geminiani og sónata í c-
moll eftir Antonio Vivaldi. Peter
Tompkins er fæddur 1966 í Petts
Wood, Kent í Englandi. Hann
stundaði nám í óbóleik við Royal
Academy of Music í London
1984—1-988. Kennarar hans voru
Tess Miller, Gareth Hulse og
Christine Pendrill. Að námi loknu
sótti hann um starf við Sinfóníu-
hljómsveit fslands og hefur starf-
að þar síðastliðin tvör ár. Auk starfs
síns þar hefur hann leikið með
hljómsveit íslensku óperunnar og
tekið þátt í tónleikum Blásarak-
vintetts Reykjavíkur. Robyn Koh
er fædd í Malasíu árið 1964. Hún
hóf píanónám 6 ára að aldri og kom
Peter Tompk- Robyn Koh,
ins, óbóleikari. píanóleikari.
fyrst opinberlega fram ári seinna.
Hún fluttist til Englands 1976 þar
sem hún stundaði nám við Chet-
ham’s School of Music, sem er
sérskóli fyrir börn gædd tónlistar-
hæfileikum. Hún stundaði fram-
haldsnám við Royal Academy of
Music í London og Royal College
of Music í Manchester. Hún hefur
víða komið fram, vestan hafs og í
Evrópu, m.a. kom hún fyrst fram
sem einleikari með hljómsveit í
Moskvu 1981. Robyn Koh starfar
nú í London og sækir mánaðarlega
tíma hjá Kenneth Gilbert í Moz-
arteumskólanum í Salzburg. Hún
leikur reglulega með breska óbó-
leikaranum Robin Canter og í jan-
úar kom hún fram í Purcell Room
í London.
MANEX hárvökvinn á erindi inn á öll heimili
Hvað segja ánægðir notendur MANEX-hárvökvans:
Lilja Bragadóttir:
„Eg var orðin verulega áhyggju-
full út af hárlosinu. Ég hafði reynt
ýmis efni án árangurs, þar til ég
byrjaði að nota hárvökvann.
Hann kom í veg fyrir hárlosið og
betrumbaetti hárið.“
Jóhannes S. Jóhannesson:
„Ég hafði ígegnum árin reynt
allt til að losna við flösuna en
ekkert dugði. Ég hélt ég yrði
bara að saetta mig við þetta. En
nú veit ég betur. Vökvinn virki-
lega virkar."
Sigríður Adólfsdóttir:
„Fyrir 15 árum varð ég fyrir því
óhappi í Bandaríkjunum að lenda
í gassprengingu og missti við
það augabrúnirnar, sem uxu
aldrei aftur. Ég fór að nota
MANEX vökvann fyrir 4 mánuð-
um og í dag er ég komin með
fullkomnaraugabrúnir. Hár-
greiðslumeistarinn minn, Þórunn
Jóhanðesdóttir í Keflavík, segir
þetta veta hreint kraftaverk."
Elín Sigurbergsdóttir:
„MANEX hárvökvinn hefurvirk-
að með ólíkindum vel fyrir mig.
Ég var því sem næst að missa
allt hárið. Það datt af í flyksum
og var ég komin með hárkollu.
Fljótlega eftir að ég byrjaði að
nota MANEX hætti hárlosiðog
í dag er ég laus við hárkolluna
og komin með mikið og fallegt
hár. Læknirinn minn og mínir
kunningjar eru hreint undrandi á
þessumárangri."
Arnhíldur Magnúsdóttir:
„Hár mitt hefur verið ómeðfæri-
legt og tekið illa permanenti.
Vökvinngjörbreytti hári mínu.
Nú get ég haft permanent-krull-
urnar án þess að þurfa að vesen-
ast í því með krullujárni o.fl."
Tómas Friöjónsson:
„( fjölda ára hef ég átt við vanda-
mál í hársverði að stríða. Ég hafði
reynt ýmis smyrsl o.fl. til að losna
við þessi óþægindi án teljandi
árangurs. Með einni flösku af
MANEX vökvanum leysti ég öll
mín hárvandamál."
Heildsölubirgðir:
ambrosia
'JMBOOS- OG HEILDVERSLUN
Sími 91-680630.
> manex hárlínan saman stentfur af prðteini (hárvökvi), sjampói, næringu og
vítamíni og er fáanleg á allflestum rakara- og hárgreiöslustofum og einnig í apótekum.
Háskólabíó sýnir
Tarsan - Mama Mia
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til
sýninga kvikmyndina Tarsan —
Mama Mia. I aðalhlutverkum eru
m.a. Leif Sylvester Petersen og
Michael Falch. Leikstjóri er Erik
Clausen. Tónlistin í myndinni er
eftir Kim Larsen.
Rikka er 10 ára og býr með föð-
ur sínum á Vesturbrú í Kaupmanna-
höfn. Móðir hennar er látin og
Rikku dreymir um að fá hana aftur
til sín. Charlotta, kennarinn henn-
ar, segir bekknum frá skáldfáknum
Pegasusi, sem getur sótt hina látnu
til himna og Rikka eygir von um
að endurheimta móður sína. Hún
tekur þátt í happdrætti, þar sem
hestur er aðalvinningurinn og hún
hreppir hnossið. Þau feðginin og
nágrannar þeirra lenda nú í hinu
mesta basli með hestinn, þvl stór-
borgir eru illa fallnar til hesta-
mennsku.
Árétting-
í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn
sunnudag um skiptingu landaðs
afla eftir kjördæmum láðist að geta
þess, að það var Fiskifélag Islands,
sem tók upplýsingarnar saman. Var
það gert að beiðni sjávartuvegs-
nefnda Alþingis fyrir milligöngu
sjávarútvegsráðuneytisins. Er það
hér með áréttað.