Morgunblaðið - 24.04.1990, Síða 47

Morgunblaðið - 24.04.1990, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 47 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurvegarar í sínum flokkum, Arnar Valsteinsson á Polaris og Vilfhelm Vilhelmsson á Magic Cat. Vélsleðar: Arnþór Pálsson íslandsmeistari ARNÞÓR Pálsson úr Reykjavík tryggði sér Islandsmeistaratit- ilinn í vélsleðaakstri með því að vinna í sinum flokki í vél- sleðakeppni Pólarisklúbbsins, sem fram fór skammt frá Jós- epsdal á laugardaginn. Arnþór varð jafn að stigum og Arnar Valsteinsson, en báðir hafa þeir unnið í sínum flokki í mótum Islandsmeistarakeppninnar. Arnþór keppti í Qölmennari flokkum og réð það úrslitum um hvor hlaut titilinn. Erfið birtuskilyrði gerðu kepp- endum í Polaris-keppninni erfitt fyrir, en þeir óku tvær umferðir um eins kílómetra langa braut og var keppnin með útsláttarfyrir- komulagi. Keppt var í fjórum flokkum, vélarstærð raðaði sleð- um í flokka. Þegar að úrslitum kom reyndust sigurvegararnir í hveijum fiokki hafa nokkra yfir- burði, unnu yfirleitt með 6-7 sek- úndna mun nema í flokki Arnþórs þar sem fyrrum íslandsmeistari, Jón Ingi Sveinsson, veitti honum harða keppni. Arnþór Pálsson varð íslandsmeistari í vélsleðaakstri á Polaris Indy 500. í aflminnsta flokknum vann Amar Valsteinsson á Polaris 400, Viðar Sigþórsson á Polaris varð annar og Guðmundur Vilhelmsson þriðji á Polaris. í flokki 6 vann Arnþór á Polaris 500, Jón Ingi varð annar á Polaris 500 og Samúel Einarson á E1 Tigre þriðji. í flokki sjö vann Guðlaugur Hall- dórsson á Polaris 650, annar varð rallkappinn Rúnar Jónsson á samskonar sleða og Ríkharður Kristinsson á Wildcat þriðji. Opna flokkinn vann síðan Ak- ureyringurinn Vilhelm Vilhelms- son á Magic Cat með skemmtileg- um akstursstíl, Benedikt Valtýs- son á Polaris 650 kom honum næstur, en Halldór Jóhannesson, einn af skipuleggjendum keppn- innar, náði þriðja sæti á Polaris 650. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. ■ FRAMBOÐSLISTI Fram- sóknarflokksins í Neskaupstað fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí nk. var samþykktur á fé- lagsfundi sem haldinn var í Egils- búð 11. apríl. 1. Benedikt Sigur- jónsson, umsjónarmaður. 2. Þórar- inn Guðnason, verkamaður. 3. María Kjartansdóttir, húsmóðir. 4. Sigrún Júlía Geirsdóttir, bankastarfsmaður. 5. Guðröður Hákonarson, bifreiðarstjóri. 6. María Bjarnadóttir, fóstra. 7. Ing- var Freysteinsson, sjómaður. 8. Sigríður Wium, húsmóðir. 9. Ragna Margrét Bergþórsdóttir, húsmóðir. 10. Anna Björnsdóttir, verslunarmaður. 11. Guðmundur Skúlason, vélvirki. 12. Guðrún Asgeirsdóttir, húsmóðir. 13. Guð- mundur Sveinsson, afgreiðslu- maður. 14. Halldóra Hákonar- dóttir, húsmóðir. 15. Arni Þor- geirsson, vélvirki. 16. Álfhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarfræð- ingur. 17. Agnar Ármannsson, vélstjóri. 18. Gísli Sighvatsson, skólastjóri. ■ AÐALFUNDUR nemenda- sambands Fjölbrautaskólans í Breiðholti í hátíðarsal skólans verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl og hefst kl. 20.30. Markmið félagsins er meðal annars að vinna að viðgangi FB á sem flestum svið- um. Núverandi stjórn er skipuð Guðbrandi Stíg Ágústssyni, Ingi- ríði Óðinsdóttur, Haraldi Jóns- syni, Sigurjóni Einarssyni og Páli Sverri Péturssyni. Auk venjulegra aðalfundastarfa verður fjallað um 15 ára afmæli skólans næstkomandi haust. Allir braut- skráðir nemendur Fjölbrautaskól- ans eru hvattir til að mæta á aðal- fundinn. Ráðstefiia um stöðu þroskahefta KÓPAVOGSHÆLI og Styrktar- félag vangeflnna standa að ráð- stefnu um stöðu þroskahefta í nútið og framtíð Ráðgtefnan verður haldin í Borg- artúni 6, fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 9.00-16.45. Skráning og greiðsla þátttökugjalds verður frá 8.30-8.50. Ráðstefnugjald er 2.000 kr. Innifalið er kaffi og meðlæti. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 24. apríl í síma Kópavogshælis eða Styrktar- félags vangefinna. Fyrirlesarar verða: Gréta Aðalsteinsdóttir, for- maður stjórnarnefndar um málefni fatlaðra, Stefán Hreiðarsson, yfir- læknir, Tryggvi Sigurðsson, sál- fræðingur, Karólína Gunnarsdóttir, þroskaþjálfí, Gunnar Þormar, tann- læknir, Erna Einarsdóttir, þroska- þjálfi, Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri, Pétur J. Jónasson, framkvæmdastjóri, Ásta B. Þor- steinsdóttir, formaður Þroskahjálp- ar, Hrefna Haraldsdóttir, forstöðu- maður, Hulda Harðardóttir, yfir- þroskaþjálfi, Sigríður Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, Guðmundur Ragn- arsson, viðskiptafræðingur, Guðrún Þórsdóttir, námsráðgjafi, Rannveig Þórólfsdóttir, hjúki-unarforstjóri, Lára BjÖrnsdóttir, félagsráðgjafi, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, forstöðu- maður, Sævar Berg Guðbergsson, félagsráðgjafi, Ásta B. Þorsteins- dóttir, Davíð Á. Gunnarsson, Gréta Bachmann, Ingimar Sigurðsson, Margrét Margeirsdóttir og Sævar Berg Guðbergsson. Fundarstjórar verða Guðmundur Tómas Magnús- son, læknir, og Magnús Kristinsson, formaður SV. Athugasemd vegna Reykjavíkurbréfs . Morgunblaðinu hefúr borist eftirfarandi frá (jármálaráðu- neytinu: I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins, sunnudaginn 22. apríi sl., birt- ist línurit um afkomu ríkissjóðs 1980-1989, sem er ákaflega vill- andi. Svo virðist samkvæmt línurit- inu, að tekjuhalli ríkissjóðs hafi aukist verulega á síðasta ári og í raun orðið sá mesti á þessum ára- tug. í texta bréfsins kemur hins vegar fram að hallinn hafi verið 7.200 milljónir króna 1988, en hann varð 6.055 milljónir króna 1989. Það fæst því ekki staðist að hallinn hafj aukist verulega í fyrra. Ástæða þessa misræmis liggur í því að í línuritinu sem fylgir Reykjavíkurbréfinu er verið að bera saman alls ósambærilega hluti, þ.e. annars vegar afkomu ríkissjóðs á rekstrargrunni 1980-89 og hins vegar afkomuna á greiðslugrunni 1989. 'l'il dæmis um hve ósambæri- legar niðurstöður fást út úr þessum tveim aðferðum til að mæla afkomu ríkissjóðs, má nefna að á árinu 1988 var hallinn á greiðslugrunni 7.201 m.kr., en á rekstrargrunni varð hallinn aðeins 2.128 m.kr. Greiðslugrunnur mælir innheimta skatta og greidd gjöld, en rekstrar- grunnur mælir álagða skatta og áfallin gjöld. Afkoma á rekstrar- grunni er ávallt mun betri en á greiðslugrunni, .einkum vegna þess að álagðir skattar eru mun hærri en innheimtir á hveiju ári. Það er því villandi, og alls ekki sæmandi Morgunblaðinu, að blanda saman rekstrar- og greiðslugrunni þegar þróun afkomu ríkissjóðs í gegnum tíðina er skoðuð. Afkoma ríkissjóðs batnaði á síðasta ári, eins og meðfylgjandi línurit sýnir. Hallinn varð um 2% af landsframleiðslu, en á góðærisár- unum 1985-1987 varð hallinn l,9%f"— 1,3% og 1,3%. í ljósi þess að árið 1989 var annað ár samdráttar, verður það að teljast nokkur árang- ur að minnka hallann frá árinu áður, og að hallinn varð þrátt fyrir allt svipaður og á góðærisárinu 1985. Aths. ritstj. Tölur í línuriti eða súluriti sem fjármálaráðuneytið gagnrýnir fékk Morgunblaðið hjá Þjóðhagsstofnun, blaðið birti það fyrst 15. mars síðastliðinn og síðan aftur nú á sunnudag. í athugasemd með því stendur: „Tekjuafgangur ríkissjóða __ sem hlutfall af landsframleiðslu. : Miðað er við rekstrargrunn árin 1980-1988, en áætlun fyrir árið 1989 er byggð á greiðslugrunni." Afkorna ríkissjóðs 1980-1989 % Tekjuafgangur á greiöslugrunni í hlutfalli af landsframleiöslu 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 20. - 22. apríl 1990 Tveir menn voru handteknir eftir innbrot í íbúð, einn fyrir að stela reiðhjóli í Mjölnisholti og maður var handtekinn við að reyna að bijótast inn í bíla- sölu í Skeifunni. Lögreglan varð 60 sinnum að hafa afskipti af ölvuðu fólki, sem ekki kunni fótum sínum forráð. 21 gisti fangageymslurnar á laugardag- snótt, 18 á sunnudagsnótt og 8 á mánudagsnótt. 2 þeirra gistu fangageymslurnar vegna þess að þeir áttu hvergi annars stað- ar höfði sínu að halla. Aðrir voru þar vegna ölvunaróláta, slagsmála, líkamsmeiðinga, inn- brota, þjófnaða eða annarrar annarlegrar háttsemi. Tilkynnt var um 24 árekstra og 4 umferð- arslys. Okumaður slasaðist í árekstri tveggja bifreiða á gat- namótum Elliðavogar og Skeið- arvogs á föstudagsmorgun. Þann morgun slasaðist ökumað- ur eftir að bifreið hans lenti á ljósastaur við Miklubraut gegnt Hvassaleiti. Um miðjan dag á föstudag meiddist ökumaður eftir árekstur tveggja bifreiða á Gullinbrú og á laugardagsnótt- ina lenti gangandi vegfarandi fyrir bifreið á Skúlagötu við Casablanca. 23 ökumenn voru kærðir fyr- ir of hraðan akstur og 19 fyrir akstur gegn rauðu Ijósi. Fjar- lægja varð 17 ökutæki með kranabifreið og eigendur 11 annarra voru sektaðir fyrir ólög- lega stöðu bifreiða sinna. 14 ökumenn, sem stöðvaðir voru um helgina, eru grunaðir um ölvun við akstur. Einn ökumaður enn, sem grunaður er um ölvun við akstur, hafði lent í óhappi. Þá voru tveir þeirra ökumanna, sem stöðvaðir voru, réttinda- lausir við aksturinn. 17 einstaklingum var veitt aðstoð við að komast inn í læst- ar bifreiðir og íbúðir. Auk þess var 12 öðrum veitt ýmiss konar önnur aðstoð. Tilkynnt var um 5 skemmdar- verk. Skemmdir voru unnar á bifreiðum, á pylsuvagni og á gossjálfsala. 5 líkamsmeiðingar voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. í tveimur tilvikum hlutu 4 ungir menn meiðsli eftir slagsmál, maður var fluttur á slysadeild eftir slagsmál á skemmtistað, stúlka varð fyrir árás í miðborginni síðla á laug- ardagsnótt og maður var hand- tekinn eftir að hafa veitt öðrum áverka á Lækjartorgi á sunnu- dagsmorgun. Tilkynnt var um 6 slys. Kona datt á Lækjartorgi á föstudag, tveir menn duttu á skemmtistöð- um á laugardagsnótt og tveir menn slösuðust á æfingu á gervigrasvellinum í Laugardal á laugardag og á sunnudag. Þrisv- ar sinnum var tilkynnt um lausan eld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.