Morgunblaðið - 29.04.1990, Side 17

Morgunblaðið - 29.04.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1990 17 Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverki Sigrúnar Ástrósar. inni og hefur gert sér grein fyrir konu sinni á nýjan hátt og svo er áhorfendum látið eftir að álykta um hvort þau setjast bæði að á eynni eða fara heim saman. En eftir þetta getur varla verið að allt falli í sama farið. Leikritið er skemmtilega samið, uppgjör konu við sjálfa sig tekst bærilega og heilabrotin oft full af íhygli og hnyttni. Persónan er jarð- bundin og þó ævintýragjörn og kjörkuð og oft hressandi félags- skapur með sannindi á vörum sem eru ekkert tiltakanlega frumleg en standast ágætlega. Ég hefði að vísu talið að konan hefði átt að vera eilítið eldri en 42ja eða 43 ára. Staðfærsla í þýðingu hefur lang- oftast heppnast prýðilega, þó ein- stöku hnökrar leiði huga áhorf- andans að því að hér er ekki íslensk kona á ferð. Þar sem staðfærsla hefur augljóslega verið ákveðin þyrfti hún að vera út í æsar, annað truflar. En langoftast tekst þetta öldungis ágætlega. Margrét Helga Jóhannsdóttir fer með eina hlutverk leiksins, að mörgu leyti fjölþætt og því vanda- samt og tekst margt vel. Hún sýnir ráðþrot og hugarvíl Sigrúnar Ast- rósar af einlægni og innileik, en hefði mátt hafa meiri blæbrigði í framsögn. Mér fannst sem vantaði stundum meira fútt í persónuna þegar hún var að fara með þesslags texta. Ég var yfirleitt einkar dús við staðsetningar, en fannst fulllöng seta Sigrúnar Ástrósar í ræðu henn- ar í upphafi þriðja þáttar. Sýningin hélt áhuga og athygli áhorfenda á frumsýningu og undir- tektir voru mjög góðar og að mak- leikum því margt vitlegt og snjallt er þar dregið upp og gert vel og þá er efnið líklegt til að skírskota til margra. KAUPMENN TOIVUVÆDINGI VERSUINARREKSTRI Við kynnum á næstu dögum OmROn versluncirkerfi Nýtið ykkur áratuga reynslu okkar. Komió og kynnió ykkur verslunarrekstur á nútímavísu. Þátttaka tilkynnist í síma 623737. SKRIFSTOFUVÉLAR GÍSLI J. JOHNSEN HF. TILKYNNING GEINSA, fyrirtæki sem hefur yfirumsjón með leigu íbúða á BenalBeach, Costa del Sol, Spáni, vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: GEINSA hefur undir höndum einkasamning við Ferðaskrifstofuna !ák ÚRVAL-ÚTSÝN fyrir, íslenskan markað. Við mælumst eindregið til þess að allar pantanir fyrir BenalBeach fari í gegnum Ferðaskrifstofuna JÖf ÚRVAL-ÚTSÝN. Við óskum íslenskum ferðamönnum góðrar dvalar á Benal Beach

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.