Morgunblaðið - 29.04.1990, Page 24

Morgunblaðið - 29.04.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1990 25 ffovgutifcliifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Svein-sson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Endurskipulagning bankakerfis Miklar sviptingar hafa verið innan bankakerfisins á und- anförnum mánuðum. Þær hafa annars vegar snúið að stofnun ís- landsbanka hf. með sameiningu Iðnaðarbanka, Verzlunarbanka, Alþýðubanka og Útvegsbanka og hins vegar að kaupum Landsbank- ans á Samvinnubanka. Skoðanir hafa verið skiptar um þau kaup eins og kunnugt er og þau sjónar- mið m.a. uppi, að Landsbankinn hafi tæpast efni á að kaupa Sam- vinnubankann. Fyrsta þætti í endurskipulagn- ingu bankanna er nú lokið með sameiningu Landsbanka og Sam- vinnubanka og stofnun Islands- banka. En framundan eru mjög erfið viðfangsefni fyrir stjórnendur þessara banka. Það er áreiðanlega margra ára verkefni að sameina í raun þá fjóra banka, sem nú mynda íslandsbanka og það er ekki síður mikið verkefni fyrir stjórnendur Landsbankans að fella Samvinnu- bankann inn í rekstur Landsbank- ans og ná tökum á þeirri endur- skipuiagningu í rekstri Landsbank- ans, sem unnið hefur verið að um skeið m.a. með aðstoð erlendra ráðgjafa. Þetta er þeim mun erfiðara, sem rekstrarskilyrði bankanna eru nú önnur og þrengri en verið hefur. Að sumu ieyti má segja, að bank- arnir hafi blómstrað í tíð mikillar verðbólgu. Um leið og verðbólgan minnkar að ráði eins og nú hefur gerzt skapast ný viðhorf í rekstri bankanna. Þeir verða nú að búa við mun minni vaxtamun en áður. Þetta veldur því, að t.d. íslands- banki og Landsbanki hljóta að ganga mun rösklegar til verks um fækkun starfsmanna og fækkun útibúa, en stjórnendur bankanna kunna að telja æskilegt. Og þær aðgerðir geta leitt af sér marg- vísleg vandamál fyrir bankana. Kjarni málsins er þó, að sú hagræð- ing, sem felst í sameiningu bank- anna er einmitt, að þeir geti staðið fyrir sömu umsvifum með færra starfsfólki, færri útibúum og minni tilkostnaði í húsnæði og tækjum. Verkefnið er stærst hjá Lands- banka og Islandsbanka en stjórn- endur annarra banka og sparisjóða hafa verulegar áhyggjur af rekstr- arskilyrðum bankakerfisins við breyttar aðstæður. Þeir standa nú sjálfir frammi fyrir sömu kröfum og þeir hafa gert til viðskiptavina sinna árum saman, þ.e. að ná fram hagræðingu og sparnaði í rekstri. En jafnframt er auðvitað ljóst, að peningastpfnanir hér hafa fyrst og fremst byggt á miklum vaxtamun í rekstri sínum og ekki tekið gjöld fyrir margvíslega þjónustu við við- skiptavini, sem tíðkast erlendis. Nú þegar vaxtamunur minnkar svo mjög hlýtur að koma að þvi að bankarnir taki upp breytta starfs- hætti í þessum efnum og þá kann viðskiptavinum að koma á óvart, að þeir verði í framtíðinni að greiða þóknun fyrir þjónustu, sem þeir hingað til hafa fengið fyrir lítið eða ekki neitt en hefur í raun verið greidd með miklum vaxtamun. Þau átök, sem bankakerfið stendur frammi fyrir á næstu miss- erum eru hins vegar af hinu góða. Bankar og sparisjóðir þurfa aðhald í rekstri ekki síður en aðrir og hin brejdtu rekstrarskilyrði valda því, að það aðhald verður býsna hart á næstu misserum og ekki útséð um, hvernig lánastofnunum tekst að aðlaga sig þessum breyttu aðstæð- um. BUCH- • minster Full- er sem að mínu viti sá lengra inní fram- tíðina en flestir aðrir talaði um hnöttinn okkar sem geimskipið Jörð. Og Helgi Pjeturss talar um jarðarskipið í Þórnýal. En Jónas Hallgrímsson kallar jörðina farar- skjóta sem flytur okkur viðstöðu- laust kringum sólina. Buchminster Fuller sá jörðina með augum nútímamannsins sem hefur upplifað hana utanúr geimnum, séð hana bláan og þó marglitan eðalstein á glitrandi festingu guðs. Séð skóg- ana dýrlegar vinjar í þessu undur- samlega töfraverki sem spratt und- an fingrum guðs þessa sex daga sem hann var með það í deiglunni áðuren hann hvíldi sig. Þannig kynnumst við þessu kraftaverki í fyrstu Mósebók og hvernig drottinn allsheijar saumaði trén inní marglitan vefnað, því hann þurfti að nota grænt ilmandi lauf í litrófið, svo það yrði fullkomnað einsog regnboginn. í miðjum aldingarðinum Eden stóð tré lífsins. Þegar maðurinn hafði etið af trénu vissi hann skyn góðs og ills. A hann var lögð þekk- ing og samvizka og annað sem greinir hann frá dýrum merkurinn- ar. Þetta tré kölluðu forfeður okkar Ask Yggdrasils. Það var mikið tré. Það var ímynd vizkunnar, tákn þess guðlega efnis sem maðurinn er gerður af. En þeir sem ræktuðu þetta tré úr hugmyndum sínum um yfirburði mannsins vissu líka að rætur þess eru nagaðar og laufið í hættu. Og manninum var afhent þessi mikla eik til varðveizlu og þeir fluttu hana út hingað til ís- lands og gróðursettu hana hér. Þannig verður skógurinn aldrei aðgreindur frá öðrum arfi okkar. Hann á rætur í sýn forfeðranna, viðhorfum þeirra og hugmyndum um hlutverk okkar. Þetta hlutverk er öðru fremur ræktunarstarf; ræktun hugmynda, ræktun mikilvægrar arfleifðar, ræktun okkar sjálfra. Það er þessi ræktun sem ber okkur öðru fremur vitni, þessi skógrækt í tákn- rænum og bókstafleg- um skilningi. Ræktun verðmæta, ræktun arfs ög menningar, ræktun lands. Svoað jörðin megi ilma og við megum lifa af jörðinni og hún í okkur. ÞRÁTT FYRIR TAK- • markanir mannsins voru honum falin störf skógræktarstjóra í aldingarðinum Eden sem var stolt guðs og fyrirheit um fijósamt og gott mannlíf. En maðurinn klúðraði því einsog öðru. í stað þess að fara að lögmálum þessa vinalega um- hverfis þurfti hann endilega að bijóta fyrirmælin með þeim voða- legu afleiðingum að hann fékk í veganesti skilning guðs á réttu og röngu og var rekinn úr garðinum að eija jörðina og sjá sér farðborða með þann gamla adam að erfiðum óvini og höggorminn á næstu grös- um. Það var þá sem hann var dæmd- ur til að hverfa aftur til duftsins. Og það var þá sem fíkjublaðið kom til sögunnar(!) Samt erum við enn með hugann við Eden. Við vorum rekin þaðan einsog hundar og þó er hugur okk- ar enn bundinn þessum langþráða stað, honum öðrum fremur. Líklega fórum við þaðan aldrei, þar er hugur okkar enn og hjarta. Þar hefur undirvitundin búið um sig til frambúðar, hvaðsem lögmál- inu líður. Þess vegna höfum við haldið ræktunarstarfinu áfram. Það ber þess vitni, hvert hugurinn stefnir. Hann stefnir inn; inní okkur sjálf þarsem garðurinn er, þessi græni tijáprúði garður sem hefur fylgt okkur á langri hættulegri göngu um tíma og rúm. Eða mundi það ekki vera öðru takmarki eftirsókn- arverðara að endurheimta garðinn sem hefur fylgt okkur einsog erfða- syndin; einsog höggormurinn í námunda við hjarta okkar. HELGI spjall fTQ VIÐ ERUM í MIÐJU tl i/ • ræktunarstarfi undir skugga Sprengjunnar en trúum því samt við munum endurheimta sak- leysi okkar, góðvild og guðlegan innblástur þarsem ferðin hófst, þar- sem guð skapaði okkur í sinni mynd, þarsem hann kallaði okkur til vitnis um sig, þarsem hann kall- aði okkur til ábyrgðar, þarsem hann gerði okkur að skógræktarstjórum, hvert og eitt, þarsem hann trúði okkur fyrir freistingum okkar og þarsem við stóðumst þær ekki. Og þarsem hann lagði á okkur eldraun- ina miklu, að gegna hlutverki mannsins á jörðinni, ræktunar- mannsins; þess sem sáir; og upp- sker það sem hann sáir. Þegar það er rifjað upp, hvernig maðurinn getur brugðizt við um- hverfinu kemur framsýni ijölnis- manna í hugann. í formála fyrir fyrsta hefti Fjölnis segir að ekki þurfi annað en bera saman liðna og nálæga tíma einsog komizt er að orði til að sannfærast um það þegar hugsað er um „mótspyrnu náttúrunnar", „hvað miklu mannleg skynsemi dag frá degi kemur til vegar, og hvernig menn nú hafa brotið ótal skorður, sem náttúran setti fyrri alda mönnum. Ekkert lýsir betur mannlegri hátign, en hvumig allir hlutir, dauðir og lif- andi, eru komnir í mannsins þjón- ustu. Hann temur jafnvel yfirgáng og ofurebli höfuðskepnanna, og leiðir þær til að fremja sinn vilja og flýta sínum fyrirtækjum..; heldur lætur hann nú vind, eld og vatn taka við úr því, og vinna að því sem náttúran veitir, og áður þurfti manna hendur til. Verksmiðja, sem dálítill lækur, vindblær eða hitagufa kemur í hreifingu, afkastar nú því sem þúsund hendur megnuðu ekki áður“, segir í formála Fjölnis. Það er ekki einasta raunvísinda- maður og náttúrufræðingur sem stendur á bak við þessi orð, heldur skáld og næmur hugsuður nýrra tíma á Islandi, Jónas Hallgrímsson. M. (meira næsta sunnudag.) NÚ ERU EINUNGIS íjórar vikur til sveitar- stjórnakosninga. Mörgum þykir kosn- ingabaráttan fara hægt af stað en hún hefur stytzt verulega frá því, sem áður var og er það til bóta. Þannig má búast við snarpri kosningabar- áttu, sem stendur í 2-3 vikur. Að venju beinist athyglin fyrst og fremst að borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík en kosn- ingabaráttan í nokkrum öðrum kaupstöð- um á eftir að vekja nokkra eftirtekt. Er hugsanlegt, að Sjálfstæðisflokkur nái í fyrsta sinn meirihluta í bæjarstjórn Kópa- vogs? Hvernig vegnar Alþýðuflokki í þeim bæjarfélögum, þar sem flokkurinn vann verulegan sigur fyrir flórum árum, t.d. í Hafnarfirði og Keflavík? Að mörgu leyti minnir vígstaða Sjálf- stæðisflokksins í þessum kosningum á aðdraganda sveitarstjórnakosninganna 1958 og 1974. Þá eins og nú sátu óvinsæl- ar vinstri stjórnir við vöid. Þá vann Sjálf- stæðisflokkurinn stórsigur í sveitarstjórna- kosningum, sem varð undanfari verulegra sigra í alþingiskosningum og að Sjálfstæð- isflokkur tók við stjórnarforystu á nýjan leik. Allar skoðanakannanir benda til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn vinni verulegan sigur í kosningunum í lok maímánaðar. Þrátt fyrir það er nauðsynlegt fyrir sjálf- stæðismenn að halda vöku sinni. Það er svo útbreidd skoðun, að flokkurinn vinni stórsigur í sveitarstjórnakosningunum og þá ekki sízt til borgarstjórnar Reykjavík- ur, að veraleg hætta er á, að margir stuðn- ingsmenn flokksins hirði ekki um að fara á kjörstað. Andvaraleysið getur stundum verið hættulegasti andstæðingurinn í kosn- ingum. Málefnastaða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er óvenjulega sterk - þótt hún hafi oft verið sterk. I umræðuþætti á Stöð 2 fyrir nokkram dögum, þar sem saman voru komnir efstu menn á öllum framboðs- listum til borgarstjórnar Reykjavíkur kom vel í ljós, að andstöðuflokkar sjálfstæðis- manna eiga afar erfitt með að finna ein- hver mál til þess að beijast fyrir í kosninga- baráttunni. Talsmaður Nýs vettvangs lagði aðaláherzlu á skort á barnaheimilum. Svör Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, vora á þann veg, að nú er boltinn í fangi minni- hlutaflokkanna. Borgarstjóri taldi, að Reykjavíkurborg væri komin vel á veg með að uppfylla eðlilega þörf fyrir barna- heimiii í borginni og nefndi tölur þeirri skoðun til stuðnings. Talsmenn minni- hlutaflokkanna í þessum umræðuþætti áttu ekki svör við þessum staðhæfingum borgarstjóra. Talsmaður Alþýðubandalags gerði tilraun til þess að gera meinta spill- ingu í meirihlutastjórn sjálfstæðismanna að kosningamáli. Borgarstjóri benti á, að í tíð vinstri meirihlutans í Reykjavík hefðu hagsmunatengsl á milli starfa tveggja trúnaðarmanna Alþýðubandalagsins og nefndarstarfa þeirra hjá Reykjavíkurborg verið með þeim hætti, að borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins yrði að tala við aðra en sjálfstæðismenn um spillingu. Jafn- framt benti Davíð Oddsson réttilega á, að stöðugt framboð af lóðum hefði komið í veg fyrir brask og spillingu í sambandi við lóðamál í Reykjavík. Það fer því ekkert á milli mála, að málefnastaða sjálfstæðismanna er sterk. Minnihlutaflokkarnir eiga afar erfítt með að finna fótfestu í kosningabaráttunni. Þau málefni, sem þeir gerðu sér vonir um, að mundu valda erfiðieikum fyrir sjálfstæðis- menn í kosningabaráttunni, þ.e. bygging ráðhúss í Tjörninni og útsýnishúss í Öskjuhlíð, sýnast hafa snúizt Sjálfstæðis- flokknum í vil, a.m.k. eru gagnrýnisraddir að mestu þagnaðar. Málefnaskortur er þó ekki aðalvandi minnihlutaflokkanna í borg- arstjórnarkosningunum. Þeirra mesti vandi er sá, að þeir mega helzt ekki sjást! Þetta kom vel í ljós í umræðuþættinum á Stöð 2, þar sem borgarstjórinn í Reykjavík sat einn en andstöðuflokkarnir sex saman. í hvert sinn, sem þessi mynd sést færist REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 28. apríl fjöldi atkvæða frá minnihlutaflokkunum til Sjálfstæðisflokksins! ÞAÐ VAR EFTIR- tektarvert, hve mikil umsvif voru ar víða um lönd í til- efni af Degi jarðar nú fyrir skömmu. Það kom berlega í ljós hér, að fólki fannst ríkt tilefni til að halda upp á slíkan dag og hið sama gerðist í öðrum löndum, eins og glögglega mátti sjá á ijölmiðlum, dagblöðum, tímaritum og sjónvarpsstöðvum. Þessar miklu undir- tektir, sem Dagur jarðar fékk sýna betur en flest annað, að þjóðir heims hafa vakn- að til vitundar um, að mannfólkið er að eyðileggja jörðina og vill nú snúast til varnar. Davíð Oddsson, borgarstjóri, var einn þeirra, sem lét Dag jarðar til sín taka. í ræðu, sem hann hélt á Degi jarðar sagði borgarstjóri m.a.: „En til þess að halda uppi vörnum fyrir manninn, þá er rétt að vekja athygli á, að lengstan hluta íslands- sögunnar fór náttúran verr með fólkið, en það fór með hana. í aldir var þessi leikur næsta ójafn. Eldgos og önnur náttúruharð- indi sáu til þess allt fram á þessa öld, að íslendingar næðu aldrei að verða fleiri en þeir vora er landnámi lauk. Á þessari öld, okkar öld, snerist leikurinn við. Nú býr fleira fólk út frá túngarði Ingólfs í Reykjavík einni, en landsmenn urðu nokkru sinni í meir en þúsund ár. Sá maður, sem ekki þekkti til náttúrunnar, duttlunga hennar og hverflyndis, höfðings- lundar og gjafmildi, átti sér enga lífsvon í landinu fyrr en komið var nokkuð fram á þessa öld. Bóndinn og sjómaðurinn urðu að hafa tilfinningu fyrir þeim vísindum náttúrufræðinnar, sem nú eru kennd í háskólum og birtast okkur á hveijum degi í spám veðurstofa, ellegar skýrslum fiski- fræðinga. Gengju menn á hólm við höfuð- öflin, urðu þeir oftast nær undir. Það var því kannski ekki að undra, að töfrar tækn- innar hafi á þessari öld fyllt margan mann ''oftrú. Nú hefðu menn senn í fullu tré við náttúruöflin, gætu nýtt gæði þeirra út í yztu æsar og þyrftu ekki að sýna þeim sömu virðingu og lotningu og fyrr. En sem betur fer hefur nokkuð sljákkað í oflætinu og við vitum, að náttúra landsins nýtist börnum þess bezt, ef hún er eljuð af natni og varfærni.“ Borgarstjóri vék síðan í ræðu sinni að þeim umræðum, sem fram hafa farið um umhverfismál og stundum hafa þótt ganga nokkuð langt. Um þetta efni sagði Davíð Oddsson: „Ófgakennd umræða um um- hverfismál, hróp og hrakspár er engum til góðs. Og reyndar er umræðan ein lítils virði, ef athafnir fylgja ekki. Hjá mörgum er rík tilhneiging til að yfirfæra annarra vandamál yfir á okkar aðstæður gagnrýn- islaust til að ljá málflutningi sínum aukinn þunga og kalla á aukna athygli. Sérfræð- ingur, sem lýsir því yfir að mengun í Reykjavík sé svipuð og í milljónaborgum á borð við Tókíó, getur verið viss um að fá fyrstu frétt í útvarpi einu sinni og jafn- vel oftar, en smám saman missa slík yfir- skot tiltrú. En áhuga- og sinnuleysi, sem byggja á þeirri sjálfumgleði, að hér á þess- um vindbarða kletti við yzta haf standi engin óhollusta við era jafn ámælisverð.“ Loks vék borgarstjóri að ýmsum athöfn- um Reykjavíkurborgar á sviði umhverfis- verndar, minnti á fyrirtæki á borð við Rafmagnsveituna, Hitaveituna og Vatns- veituna, sem hafa öll átt mikinn þátt í umhverfisvernd á höfuðborgarsvæðinu og sagði síðan: „Slík afrek mega ekki liggja í láginni, þau verður að meta að verðleik- um. En þau má á hinn bóginn ekki nota til að réttlæta að nú megi leggja árar í bát. Reykvíkingar eru nú komnir vel af stað með gríðarlegt átak til að fegra og hreinsa fjörur borgarlandsins og nú er að verða bylting í meðhöndlun sorps á höfuð- borgarsvæðinu, sem önnur byggðarlög í landinu hljóta að taka til fyrirmyndar fyrr eða síðar. Við Reykvíkingar erum líka stolt yfir því að vera orðin stærsti skógrækt- andi landsins. Sá þáttur er ef til vill ekki Dagur jarð- Morgunblaðið/RAX Flokka- pólitík í at- vinnumálum áberandi núna, en mun blasa við hveijum manni innan örfárra ára.“ AÐALFUNDIR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og sjávarafurða- deildar SÍS vora haldnir nú í vik- unni. Á fundum þessum kom fram, að innan beggja samtakanna hafa verið rædd- ar hugmyndir um skipulagsbreytingar á þessum öflugu sölusamtökum, sem miða að því að breyta þeim og jafnvel Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda í hlutafélög. Jafnframt hafa verið uppi hugmyndir um frekara samstarf og jafnvel samruna slíkra hlutafélaga í stærri heild, eitt öflugt út- flutningsfyrirtæki, sem gæti staðið fyrir sínu í samkeppni við risastór matvælafyrir- tæki í öðrum löndum, Evrópu,. Banda- ríkjunum og Japan. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna vék að þessum hug- myndum í ræðu er hann flutti á aðalfundi SH sl. fimmtudag, en þar sagði hann m.a.: „Lengi hefur frystiiðnaðurinn á íslandi verið klofinn í tvennt, að því er virðist af flokkspólitískum ástæðum. Sem betur fer virðist vera að verða nokkur breyting og smátt og smátt er að skapast meiri skiln- ingur á því, að fyrirtæki með lík starfs- svið eigi að starfa saman, en ekki endilega keppa hvort við annað. Það hafa þótt tals- verð tíðindi, þegar stórfyrirtæki hafa verið sameinuð hér á Islandi; fyrirtæki í trygg- ingum, í fiskinum og í fluginu að ógleymd- um bönkunum o.fl., o.fl. Það er áreiðan- lega mikil skynsemi á bak við þær ákvarð- anir. Ég er sannfærður um, að markaðs- sókn okkar íslendinga til útlanda, bæði á sviði fiskútflutnings og að ég tali nú ekki um ýmsar aðrar smærri greinar, stendur og fellur með samstöðu þeirra, sem að henni standa. Þar að auki vil ég fuilyrða, að þessi stóru útflutningsfyrirtæki, sem við þekkjum í dag, eru traustasta bijóst- vörn íslenzks einkaframtaks á íslandi. ..“ Það er alveg rétt, sem fram kemur í ræðu Friðriks Pálssonar, að frystiiðnaður- inn hefur verið klofinn í tvennt af flokks- pólitískum ástæðum. Raunar hefur þeirrar tvískiptingar gætt í öllu atvinnulífi lands- manna. Þetta á sér auðvitað sögulegar forsendur. Áratugum saman naut sam- vinnuhreyfingin margvíslegra forréttinda í skjóli pólitískra áhrifa F’ramsóknarflokks- ins. Þessi forréttindi voru notuð til þess að efla samvinnufyrirtækin í óréttlátri samkeppni við einkafyrirtæki og jafnframt til þess að styrkja stöðu Framsóknar- flokksins. Það var engin tilviljun, að fylgi þess flokks var jafnan mest, þar sem styrk- ur samvinnufyrirtækjanna var mikill. Nú eru breyttar aðstæður. Samvinnu- hreyfingin hefur með einhverjum hætti misst af strætisvagninum og er nú ekki nema svipur hjá sjón frá því, sem áður var. En um leið.og meira jafnræði er kom- ið milli samvinnufyrirtækjanna og einka- fyrirtækjanna skapast forsendur fyrir því að strika yfir þá fáránlegu pólitísku skipt- ingu í atvinnulífi landsmanna, sem for- stjóri SH vék að í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna* Takist nýrri kynslóð í at- vinnulífinu að bijóta niður þessa „Berlínar- múra“ verður atvinnulífið heilbrigðara og framfarir verða örari, þegar menn hætta að takast á um ímyndaða hagsmuni, en snúa sér að því, sem máli skiptir. Aukin samstaða í atvinnulífinu mun einnig stuðla að því að stjórnmálamenn hætti þeirri tegund afskipta af athafnalífi landsmanna, sem þeir hafa stundað ára- tugum saman og náð hafa hámarki með starfsemi Atvinnutryggingasjóðs og Hlutafjársjóðs. Með starfsemi þeirra sjóða hefur nýskipan atvinnulífsins verið slegið á frest í nokkur ár. Stjórnmálamennirnir, sem að þessum aðgerðum Standa virðast ekki skilja, að þeir hafa ekki leyst vanda atvinnulífsins með stofnun og starfrækslu sjóðanna, heldur hafa þeir þvert á móti aukið á vanda þess og frestað því um nokkur ár, að tekið yrði á vandanum af einhverri alvöru. Þeir hafa heldur ekki með þessum aðgerðum stuðlað að bættum lífskjörum í landinu, heldur beinlinis átt þátt í því að halda þeim niðri. Stórfyrir- tæki í út- flutningi ÞÆR HUGMYND- ir, sem nú eru uppi innan útflutnings- samtakanna um aukið samstarf og jafnvel samrana eru ekki síður athyglisverðar en þær hug- leiðingar Friðriks Pálssonar, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Og raunar má segja, að sá breytti hugsunarháttur, sem fram kemur í ræðu forstjóra SH sé for- senda fyrir slíku samstarfi. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins var fyrir einum mánuði vikið að svipuðum hugmyndum og nú eru til umræðu innan útflutningssamtakanna. Þar sagði m.a.: „Hvað eru fyrirtæki í Evrópu að gera, sem eru að taka upp samstarf og samruna? Þau stefna á landvinninga. Þau vilja vinna nýja markaði . . . Það er hægt að færa sterk rök fyrir því, að það sé ekki einung- is nauðsynlegt að sameina frystihús og fækka fiskiskipum til þess að auka hag- kvæmni í veiðum og vinnslu heldur sé líka nauðsynlegt að skapa hér enn öflugri sölu- fyrirtæki, sem geti barizt á hinum nýja Evrópumarkaði við risana í matvæladreif- ingu. Sterkustu fyrirtækin á þessum vett- vangi eru Sölumiðstöð hraðfiystihúsanna, sem hefur komið upp dótturfyrirtæki í Bretlandi, sem berst að vísu í bökkum, Sölusamband ísl. fiskframleiðenda (SÍF) og sjávarafurðadeild Sambandsins ... Spurningin er einungis þessi: Eru þau nógu stór til þess að tryggja markaðsstöðu okkar í Evrópu? Er kannski kominn tími til að mynda úr þeim stærri einingar? Er tímabært, að Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og sjávarafurðadeild Sambands ísl. samvinnufélaga sameinist í einu stóru og öflugu sölufyrirtæki, sem tryggi aðstöðu okkar á Evrópumarkaði næstu áratugi, með sama hætti og þessi fyrirtæki hafa gert í Bandaríkjunum undanfarna áratugi? Eða er kannski ástæða til að hugleiða sameiningu fyrirtækja á borð við SH og SÍF?“ Það er ánægjuefni, að umræður um þessi málefni eru hafnar á vettvangi út- flutningssamtakanna og hafa bersýnilega verið þar til umfjöllunar um nokkurt skeið, þótt ekki hafi komið fram opinberlega fyrr en nú síðustu daga. Þessar umræður sýna, að langtímastefnumörkun í sjávarút- vegsmálum okkar íslendinga er komin vel á veg. Það er að skapast samstaða um nokkur grundvallaratriði: Að fækkun fiski- skipa þýðir hagkvæmari rekstur útgerðar. Að fækkun fiskvinnslustöðva þýðir hag- kvæmari vinnslu sjávarafurða hér innan- lands. Að breyttar aðstæður á útflutnings- mörkuðum okkar kalla á stærri og öflugri einingar í útflutningi, stórfyrirtæki, sem vissulega verða að sætta sig við sam- keppni einkaaðila á þessu sviði í stað þeirr- ar einokunar, sem þau hafa að mestu haft undanfarna áratugi. Og þrátt fyrir allt öngþveitið, sem ríkir á Alþingi um þessar mundir vegna kvótakerfisins er þó ljóst, að smátt og smátt er að skapast skilning- ur á því í þeirri virðulegu stofnun, að fiski- miðin eru eign allrar þjóðarinnar og að ekki er hægt að afhenda fámennum hópi manna öll yfirráð yfir þeirri auðlind. Það er árangursrík framkvæmd þessar- ar langtímastefnu í atvinnumálum okkar íslendinga, sem mun tryggja þjóðinni batn- andi lífskjör í framtíðinni en ekki vinsælda- kapphlaup stjórnmálamanna. „Máleftiaskortur er þó ekki aðal- vandi minnihluta- flokkanna í borg- arstjórnarkosn- ingunum. Þeirra mesti vandi er sá, að þeir mega helzt ekki sjást! Þetta kom vel í ljós í umræðu- þættinum á Stöð 2, þar sem borg- arstjórinn í Reykjavík sat einn en andstöðu- flokkarnir sex saman. í hvert sinn, sem þessi mynd sést færist Ijöldi atkvæða frá minnihlutaflokk- unum til Sjálf- stæðisflokksins!“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.